Leita í fréttum mbl.is

Öryggisráðið er sirkus

 
Mercaz Harav 1

Eftir árás Palestínumanns á Yeshivu (Torah-Talmud skóla) Mercaz Harav í Jerúsalem í gær, þar sem 8 ungmenni voru myrt á hrottalegan hátt fyrir frelsi Palestínu, er hægt að sjá hve mikils virði Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna er.

Þegar greiða átti atkvæði til að fordæma árásina, var það ekki hægt, því einræðis- og íslamistahreiðrið Líbýa andmælti. Líbýa hefur líka, eins og Gaza, eyðingu Ísraelsríkis á dagsskránni.

Þessu ófremdarásstandi í Öryggisráði SÞ breytir Ingibjörg Sólrún auðvitað þegar hún fer í Öryggisráðið með hirð sína. Eða verður hún strengjabrúða Ghadaffis og arabaríkjanna. Það verður hált á bónuðum gólfum friðarins í New York. Imba gæti hæglega orðið trúður í öryggissirkusnum SÞ.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að hún sæi ekki ávinninginn af því að slíta sambandinu við Ísrael, þrátt fyrir að Ísraelsmenn væru að "„hóprefsa" Palestínumönnum á óafsakanlegan hátt". Fullreyna þyrfti opinberar leiðir, svo sem öryggisráðið. Og að alþjóðasamfélagið léti í sér heyra. Ráðherrann getur hér séð hvers virði öryggisráðið er.

Hvað eru árásir Hamas á Ísrael annað en hóprefsingar? Er enginn heil brú í því sem blessunin hún Ingibjörg er að gera og hugsa. Það skýtur skökku við þegar ráðherrann bíður þangað til byssurnar þagna í Darfúr http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/294226/ .

Friðarferlið

Svo kom það fram í gær að Vinafélag Palestínumanna á Íslandi telur Hamas lýðræðislega kosna stjórn Gaza. Það er sorglegt að sjá að læknir í lýðræðisríki, Sveinn Rúnar Hauksson, álíti að hryðjuverkasamtök sem stjórnuðu "kosningum" með byssuhlaupi og ógn séu lýðræðisleg.

GazaCelebrate 

Palestínumenn fagna morðárásinni á rabbínanemana

 

Yohai Livshitz, 18 ára 

Neria Cohen, 15 ára

Segev Peniel Avihail, 15 ára

Avraham David Moses, 16 ára

Yonatan Yitzhak Eldar, 16 ára

Yonadav Haim Hirschfeld, 19 ára

Roee Roth, 18 ára

Doron Meherete, 26 ára

ז״ל


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Það má bæta því við að Líbýa hefur ekki neitunarvald í öryggisráðinu og málið var það að Líbýa vildi breyta fordæmingunni í tvöfalda fordæmingu; nefnilega LÍKA gegn miskunnarlausum árásum ísrael á palestínu. Það voru þrjú önnur ónafngreind lönd sem tóku afstöðu Líbýu á þessu máli og þar með var ekki fordæmingin samróma eins og tillagan gerði ráð fyrir.

Því má líka bæta við að BNA hefur ótal sinnum beitt neitunarvaldi í tillögum um fordæmingu á gjörðum Ísrael. Ekki það að Ísrael hafi nokkurn tíma látið sig samþykktir sameinuðu þjóðanna skipta máli. Þeim er skítsama, enda henta ekki samþykktir Ísrael.

Jonni, 7.3.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Ólíkt þér Vilhjálmur, þá fordæmi ég morðin og Gaza og ég fordæmi morðin sem áttu sér stað skólanum í gær.

 Og í fyrsta skiptið er ég sammála þér, öryggisráðið er sirkus. Þér finnst það að sjálfsögðu aðeins sirkus því það komst ekki í gegn málefni sem fordæmdi Palestínumenn í þessari árás. En ef þú lýtur á söguna þá hafa Ísraelar ekkert nema grætt á ályktun öryggisráðsins og því getur þú bara ekki neitað. Jewish Library settu saman lista sem sýnir hve oft Ameríkaninn misnotaði neitunarvald sitt Ísrael í vil. Listann má nálgast hérna. (Nær frá 1972 - 2006)

Vesturlandabúar segja "Lýðræði, við viljum að þið setið lýðræði" Fólki í Palestínu er sammála og kýs sér flokk á alþingi. Þá segja Vesturlandabúar "Neinei, ekki svona lýðræði. Heldur lýðræði sem hentar okkur" og eftir það hófum við refsingar gagnvart Palestínumönnum fyrir það eitt að hafa "ranga" skoðun. Glæsilegt framtak!

Yousef Ingi Tamimi, 7.3.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Jonni

Yousef bendir hér á hinn raunverulega skrípaleik öryggisráðsins, eins og hann hefur farið fram um alla tíð. Heimild Yousef ætti að vera að þínu skapi; Jewish Library.

Þetta er ekki skítkast og enginn áróður. Þetta er raunveruleikinn.

Ég vil biðja þig Vilhjálmur af gefnu tilefni að koma með málefnaleg svör og ekki fara í persónulegar árásir á þá sem skrifa færslur hér.

Jonni, 7.3.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er afar þakklátur BNA og Bandaríkjamönnun fyrir að beita neitunarvaldi sínu eins oft og þeir hafa gert. Ef þeir hefðu ekki gert það, væri búið að eyða Ísraelsríki og Palestína væri enn fjarri því að verða ríki.

Neitunarvald BNA hefur margbjargað Palestínumönnum frá sjálfseyðileggingu.

Yousef, það er ekki lýðræði í neinu landi Íslams. Svo einfalt er það. Lýðræði er nokkuð vel skilgreind stærð, sem þú getur lesið þér til um í fjölda bóka eða bara með því að líta inn á Wikipedia. Lýðræði hefur  fleiri möguleika og gerðir en alræðisríki, ráðstjórnarríki og trúarveldi.

Í löndum, þar sem menn geta átt á hættu að að missa höfuðið ef þeir teikna ákveðna hluti og persónur, þar sem  æðstu lög, Sharía, byggja á helgri Bók, Kóraninum, sem vanvirðir önnur trúarbrögð og þjóðir, og þar sem hugtakið Jihaad getur fengið svo ógeðfellda meiningu, að ekki finnst annað eins á byggðu bóli, er og getur aldrei orðið lýðræði. Innbyrðis berjast múslímskar þjóðir eining á banaspjót. Mér þykir það afar sorglegt, en þetta er bláköld staðreynd.

Ég er ekki í vafa um að til eru Palestínumenn sem geta höndlað það sem við köllum lýðræði og ríki sem gyðingurinn Baruch Spinoza stakk upp á í trássi við trúarleiðtoga síns tíma (17. öld) en á undan sínum tíma. Heimsmynd spekinga eins og Voltaires, Rousseaus og t.d. Diderots um nútímaþjóðfélög eru örugglega þekkt meðal Palestínumanna. En ofsatrú eins og Hamas aðhyllist, öfgafullur Marxismi eins og PFLP gerir (og tilheyrandi tvískinnungsháttur) leiðir ekki til lýðræðis.

Í Ísrael er það óheillavænlegt ef trú fær meiri áhrif á þjóðfélagið þar en það hefur nú þegar. í Palestínu er Íslamisminn versti óvinurinn. Íslamisminn vill ekki bara banna múslímum að teikna ákveðin fyrirbæri. Íslamisminn vill banna öllum heiminum að teikna ákveðna hluti. Það stendur nefnilega ekki stafkrókur um það í Kóraninum sem bannar öðrum en múslímum að teikna Múhameð spámann.

Það verður ekkert friðarferli þegar hryðjuverkasamtök sem aðhyllast Íslamisma grasserar á Gaza.

Ef litið er á sorgarsögu palestínsku þjóðarinnar í heild sinni síðan 1948, vaknar spurningin: Vilja Palestínumenn nokkuð frið? Er þetta óréttmæt spurning? Hvað heldur þú, Yousef, að sjálfsmorðinginn í gær hafi viljað? FRIÐ?

Ef maður hafnar friðarviðræðum, hafnar friðarferlinu, hafnar tilvist Ísraelsríkis og hafnar að stöðva tilgangslausum árásum á Ísrael, eins og Hamas gerir, er maður ekki lýðræðissinni, og þaðan af síður friðarsinni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2008 kl. 13:29

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mér skilst að hér megi enginn tjá sig nema verandi sammála höfundi þannig að ég er farinn og læt skoðun mína á bullinu í ljós annarstaðar þar sem málfrelsi ríkir.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.3.2008 kl. 14:58

6 Smámynd: Sema Erla Serdar

Vilhjálmur, þú segir "Yousef, það er ekki lýðræði í neinu landi Íslams. Svo einfalt er það"

Tyrkland hefur verið lýðræðisríki síðan 1923.

Sema Erla Serdar, 7.3.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: Sema Erla Serdar

Ætlaði ekki að senda strax, en eins og ég sagði hefur Tyrkland verið lýðræðisríki frá árinu 1923, svo þessi yfirlýsing þín er röng!!

Sema Erla Serdar, 7.3.2008 kl. 15:58

8 Smámynd: Púkinn

Púkinn hefur nú almennt haldið sig frá umræðunni um Ísraelsríki og hernám þeirra, en það er athyglivert hversu gjörsamlega Ísraelsmenn virðast hafa tapað áróðursstríðinu.

Samúðin er einfaldlega ekki með Ísraelsmönnum lengur - það skiptir ekki máli hversu réttmæt afstaða þeirra um að þeir þurfi að verja hendur sínar er - þeim fer stöðugt fækkandi sem styðja þá. 

Púkinn, 7.3.2008 kl. 17:02

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Erla góða Erla, það er með semingi að ég svara þér. Þú átt það ekki skilið. En ég læt það þó flakka

Eitt er lýðveldi (republic) og annað lýðræði (democracy). Lýðveldið Türkiye var stofnað árið 1923. En í lýðveldi þar sem fyrsti forsetinn fékk titilinn Atatürk, er að mínu mati tæpast hægt að tala um eiginlegt lýðræði. Minnihlutahópar í Tyrklandi taka víst ekki undir með þér í lýðræðisskilgreiningunni.

Atatürk þýðir svona lauslega: Faðir Tyrkjanna eða Tyrkjapabbi. Ekki veit ég hvort Davíð Oddsson hafi haft í hyggju að láta kalla sig Íslandspabba, eða Frónkarl, en það hefði verið ljótt fyrir lýðræðið, ef það hefði gerst.

Í dag er lýðræðið svo sem svo í Tyrklandi. Mannréttindin eru algjörlega í lamasessi og minnihlutar landsins og ættmenn þeirra í nagrannaríkjum þurfa enn að berjast fyrir tilverurétti sínum.

Ég vona að þú þekkir betur sögu áa þinna á Íslandi en þú virðist þekkja sögu forfeðra þinna á Tyrklandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2008 kl. 18:50

10 Smámynd: Sema Erla Serdar

Vilhjálmur minn, þitt álit skiptir litlu... Tyrkland er lýðræðisríki sama hvað þér finnst...

Ég heiti Sema Erla, það er í það minnsta að kalla mann réttu nafni.

Þú ert síðan ekki að segja mér neitt nýtt varðandi lýðveldið Tyrkland sem þrátt fyrir ýmsa galla er lýðræðisríki, sættu þig við það. 

Sema Erla Serdar, 7.3.2008 kl. 19:00

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Púkó Púkason, eða hvað sem þú heitir. Þú ert ekki dómbær um eitt eða neitt varðandi vinsældir Ísraels og "áróðursstríðið". 

Hryðjuverkaríki, sem nota morðóða bleika kanínu til að kenna börnum að fremja sjálfsmorð, og auglýsir sjálfa sig í hlutverki barnaníðinga sem spenna sprengjubelti á börn og unglinga, getur ekki lifað við miklar vinsældir. Þeir sem telja slíkan áróður merkilegan og heillast að slíku ríki, hljóta að vera meiri púkar en viti bornar mannverur.

Ríki og þjóð sem líkir sínu ástandi við örlög gyðinga í Evrópu á 20. öld en hatar, jafnhliða þeirri ímyndun sinni, gyðinga meira en allt og hefur lýst yfir vilja sínum til að útrýma þeim, og Ísraelsríki, er ekki traustvekjandi.

Sjáðu þetta áróðursstríð, er það kannski ekki dæmt til að tapast?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2008 kl. 19:05

12 Smámynd: Púkinn

Ef Tyrkir hætta að kúga Kúrda fara þeir að nálgast það að geta kallað sig lýðræðisríki, en áratugam saman eftir 1923 voru þeir kúgaðir.   Brotin á þeim voru að vísu ekki sambærileg við meðferðina á Armeníumönnum 1915, en engu að síður af þeirri stærðargráðu að það er ekki hægt að tala um alvöru lýðræði í Tyrklandi.

Púkinn, 7.3.2008 kl. 19:06

13 Smámynd: Púkinn

Með ummælum mínum um áróðursstríð er ég ekki að lýsa minni afstöðu, heldur því að sé fréttaflutningur í mörgum löndum skoðaður er einfaldlega ljóst að samúðin með Ísraelsríki fer minnkandi.

Fyrir nokkrum áratugum hefði fáum dottið í hug að líkja Ísraelsríki við fasistaríki eða Suður-Afríku á tímum apartheid, en slíkar samlíkingar heyrast oftar og oftar í dag, samanber þær myndir sem þú bentir sjálfur á.

Þetta er það sem ég á við þegar ég segi að þeir hafi tapað áróðursstríðinu.... samúðin er að færast frá þeim yfir á íbúa hernumdu svæðanna.

Púkinn, 7.3.2008 kl. 19:12

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Elsku púkinn minn, þú ert greinilega fæddur eftir að hippatímabilið var upp á sitt besta. Apartheid og Ísrael hafa verið tengd saman síðan á 7. áratugnum. Bæði á Íslandi og í hinu stóra, vonda útlandi.

Hernumdu svæðin hafa ávallt verið "gæludýr" vinstri manna.

Ísraelsríki er ekki með í vinsældakeppni við Hamas. Ísraelsríki berst fyrir tilvist sinni í heimi sem vill ríki gyðinga feigt, og reyndar margt annað. Gyðingar voru 2. flokks borgarar í mörgum þessara ríkja í aldanna rás.  Ekkert hefur breyst.

Myndirnar, sem ég benti á, tengja morðingja gyðinga og þjóðríki Gyðinga á ógeðslegan hátt. En þær eru líka gerðar af fólki sem klæjar í fingurna að myrða gyðing. Það kalla ég Apartheid.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2008 kl. 19:26

15 Smámynd: Sema Erla Serdar

Púki, það getur vel verið að það sé deilumál hvers konar lýðræði er í Tyrklandi og hvernig það er starfandi, og ég ætla nú ekki að fara að breyta þessari umræðu í slíka, sérstaklega hér á þessari síðu.

Það breytir því ekki að Tyrklans er yfirlýst lýðræðisríki. Var einungis að leiðrétta þá staðhæfingu Vilhjálms um að ekkert ríki íslams sé lýðræðisríki.

Fékk hins vegar ekkert nema skítkast frá honum í staðinn, kemur reyndar ekki á óvart!

Sema Erla Serdar, 7.3.2008 kl. 19:26

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sema, þetta fann ég um nafnið þitt.

"It's a Turkish name. This name means: heaven; divine omen. Suitable only for girls. It is not so popular name."

Kannski er það þess vegna að ég fann það heldur ekki í Mannanafnaskrá Mannanafnanefndar.

"Sema er ekki á skrá yfir eiginnöfn stúlkna" sagði tölvan.

Láttu skrá það, áður en þú kastar þér yfir mig með fýlu og bannar mér að kalla þig hinu góða og fallega nafni Erla. Sema er líka undurfallegt nafn!

En Tyrkland er samt sem áður ekki neitt fyrirmyndalýðræði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2008 kl. 19:39

17 Smámynd: Sema Erla Serdar

Þú ert nú meiri kexkakan Vilhjálmur !!!

Sema Erla Serdar, 7.3.2008 kl. 19:40

18 Smámynd: Sema Erla Serdar

Ef þú lest aðeins betur það sem þú skrifar þá er Sema tyrkneskt nafn og því ekki að furða að það sé ekki á skrá hjá mannanafnanefnd, ekki að mér sé ekki drullusama. 

Ég var ekkert að banna þér eitt eða neitt en ég efa að margir kalli þig Örn. 

Sema Erla Serdar, 7.3.2008 kl. 19:46

19 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kexkakan Örn og Turkish delight Erla ættu nú bara að láta þetta gott heita í kvöld

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2008 kl. 20:00

20 identicon

Heill og sæll, Vilhjálmur Örn og aðrir skrifarar !

Eins og nú er komið málum; sýnist mér, að heimsbyggðin þyrfti að koma sér saman um, hvar hægt væri að koma blessuðum Filisteunum (Palestínumönnum) fyrir, svo næðis mættu njóta, og gætu; hugsanlega, farið að láta af drápshyggju sinni, skelfilegri.

A.m.k., er ljóst, að Ísraelsmönnum, sem og þeim Filisteum , mun aldrei hlotnast að búa í sátt og samlyndi, nema;,............. þeim auðnaðist að kasta eingyðistrúnni, algerlega, sem og þeirri helkenningu, sem upprunnin er í Mekku, og nærsveitum, gott fólk.

Spurning; hvort ekki mætti finna Filisteunum gott jarðnæði, t.d., á einhverri lausri spildu, í Suður- Ameríku, hvar ekki væri byggð fyrir, en Gósenland nokkurt til viðveru. Mætti þá ætla, að forríkir frændur þeirra, við Persaflóann, kynnu að láta fé af hendi rakna, til öflugrar uppbyggingar þar, þeim til handa.

Kannski ofætlan; af minni hálfu, Vilhjálmur Örn, en reyna mætti þetta. Fáar raunhæfar lausnir aðrar, sýnist mér.

Má til; að leiðrétta Semu Erlu ! Tyrkland stefnir; því miður, hraðbyri í átt að ofríki klerka skratta þeirra, hverjir spila með Gul, og lið hans, þessi misserin. Óskandi væri; að tyrkneska hernum auðnaðist, að koma gildum Kemals Ataturk aftur, til þess veraldar vegar, sem þeir eiga fremur skilið, en dauða- og niðurrifs delluna frá Mekku.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 21:44

21 Smámynd: Sema Erla Serdar

Leiðrétta hvað fyrirgefðu?

..annars er ég alveg sammála þér. Gul er það versta sem komið hefur fyrir tyrkneska ríkisstjórn í dágóðan tíma. 

Sema Erla Serdar, 7.3.2008 kl. 21:51

22 Smámynd: Gestur Halldórsson

Fjörið er alltaf í kringum þig Vilhjálmur Örn, og vinunum sem höndla ekki sannleikan fækkar.

Hræsnin og fyrirlitningin er yfirgengileg samkvæmt kommenti Björns Heiðdals hér á þessu bloggi vegna morðana.

Blessi þig, sem jafnan / G.H.

Gestur Halldórsson, 7.3.2008 kl. 23:32

23 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka þér innilega fyrir Gestur. Ég skoðaði gífuryrði Heiðdals og annarra, t.d. þetta, sem grætir mig, því þetta er skrifað af svo lítilli meðtilfinningu og sýnir að yfirlýstur náungakærleikurinn getur verið hræsni ein:

"Það er orðið löngu tímabært að við hættum að gera það sem Ísraelsmenn vilja að við gerum, það er að segja að vorkenna þeim fyrir það sem forfeður þeirra þurftu að  líða í helförinni, og förum að líta raunsæjum augum á það sem þeir aðhafast í nútímanum, burtséð frá öllum ásökunum um gyðingahatur, sem þeim sem fylgja Ísrael að málum er svo gjarnt að skýla sér á bak við."

Fólk sem lifði Helförina af, fólk sem missti alla fjölskyldu sína, fólk sem var ofsótt í heimi arabanna hafa myndað ríkið Ísrael og býr þar enn, þótt margir reyni að koma þeim fyrir kattarnef. Þetta fólk og afkomendur þeirra, ættingjar þeirra víðsvegar um heim, sem og heiðvirt fólk um allan heim, sjá nauðsyn þess að Ísraelsmenn megi lifa í friði. Ísraelsmenn vilja frið við nágranna sína. En þeir fá ekki að vera í friði, því nágrannarnir hafa sífellt lýst því yfir síðan 1948 að þeir vilji ryðja Ísraelsríki á haf út.

Þessi góða kona, Greta, gerir sér ekki grein fyrir því að hún styður þetta hatur nágranna Ísraelsríkis, sem hefur sömu rót og byggir á sömu öfundinni og öðrum lágum kenndum og sem ullu Helför gyðinga í Evrópu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.3.2008 kl. 09:28

24 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Óskar Helgi, þetta með að flytja Palestínuþjóðina eitthvert langt í burtu líst mér illa á. Ég held að það myndi ekkert bæta málin. Hef reyndar aldrei hugleitt það og held að ég myndi byrja að styðja Palestínumenn ef það kæmi til tals.

Svona hugmyndir hafa verið áleitnar hjá þeim sem vildu gyðingana í burtu til Patagóníu, Úganda, Ameríku, Madagaskar, Síberíu, Alaska eða í Öskubakkann. Ég skrifaði ég um eina af þeim hugmyndum hér

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.3.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband