Leita í fréttum mbl.is

Nám í menningarstjórnun

 

Þetta fara til Bifröst i Allahs nafn

Næsta sending fyrir Bifröst

Einhver sveitaskóli í Borgarfirði hefur þörf fyrir að auglýsa á blog.is. flestum til lítillar ánægju. Auglýsingu skólans er klesst hér til hliðar og blikkar í kapp við auglýsingu frá einhverju símafíkilsfyrirtæki.

Nú er ég farinn að skilja af hverju þessi skóli þarf að auglýsa svona mikið. Þetta er bölvað eiturlyfjabæli, þar sem stúdentar eru í hassi og óþverra og jafnvel með vopn.

Er þessi óregla kannski hluti af því námi sem kallast menningarstjórnun, sem mun vera kennd í þessum drive-inn skóla, einhvers staðar á leiðinni norður í land? Það er greinilegt að of margir ganga í skóla, sem ekkert erindi eiga þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kannski ætluðu þessi nemendur aðeins að undirbúa sig vel undir náin menningarleg samskifti við framleiðsluþjóðirnar?

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Þetta eru gríðarlega framsækin viðhorf til menntamála sem sýna vel víðsýni og glöggskyggni höfundar sem letrað hefur baráttu gegn fordómum á skjöld sinn. Svo er ekki einu sinni haft rétt eftir, því í fréttinni kemur skýrt fram að engin vopn hafi fundist við leit. Enda sjálfsagt einsdæmi í víðri veröld að nemendur á háskólastigi eigi við fíkniefnavanda að stríða.

Kristján B. Jónasson, 29.2.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sér ekki bókmenntafræðingurinn að þetta var meint sem írónía? Eða þora menn ekki lengur að notað það form vegna þess að þeir eru hræddir við að þeim verði stefnt fyrir meiðyrði.

Ég skrifaði "jafnvel með vopn".  Textarýni er greinilega ekki það sem hún áður var.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.2.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég heiti reyndar Vilhjálmur Kaldhæðni Vilhjálmsson.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.2.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband