27.2.2008 | 17:29
Hryðjuverkakanína
"Ef þeir gera það aftur mun ég drepa þá, bara. Ég mun bíta þá bara, og drepa þá", segir bleika kanínan Assud við hrjáðu börnin á Gaza.
Það eru Danir og teiknarinn Kurt Westergaard, sá er leyfði sér að teikna Múhameð, sem blessuð börnin eiga að bíta og drepa. Bleikar kanínur víst ekki lengur eins velkomnar og áður í Danmörku.
Kanínan Assud er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Hamas og hans æðsta ósk er að verða hryðjuverkakanína og píslavottur. Hann hefur sagt börnunum á Gaza að hann verði brátt hjá Allah í Paradís og að tígrisdýr muni leysa hann af í heilþvættinu. Sjá meira hér.
Ég veit ekki hvert þið munið eftir músliminum Farfur sem starfaði fyrir Hamas áður en hann dó. Reyndar urðu ævilok hans alveg gazaleg. Börnunum var sagt að hann hefði dáið píslardauða. Mýslupíslavotturinn Farfur var nefnilega, að sögn Hamassjónvarpsins, hnepptur í fangelsi af Ísraelum, og þar var hann auðvitað myrtur af vondum Gyðingum.
Svona er nú barnaefnið á Gaza. Þetta er einhver sjúkdómur.
Einhverjar athugasemdir frá Hamas-verjum og stuðningsmönnum á Íslandi?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sjónvarp, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Fornleifur hinn heppni var með málið um daginn...
- Íslenska lokalausnin - hakakross málaður á bænhús rússnesku r...
- Lýst eftir Haremssögum á Cóviðtímum
- Questo Dottore
- Þrískipting valdsins
- Stjórnarþankar - Tvö ráðuneyti vantar árið 2021
- Ókeypis jólabók - Jólagjöf Fornleifs til þjóðarinnar
- Laxness viðbætur
- Ókeypis bók um Laxness í smíðum á Fornleifi
- Engin sátt í sjónmáli á milli ASÍ og Play
- RÚV á Evrusjón
- Er Brynjar nú orðinn varamaður?
- Siginn Skattman og S-Kata eru vel kæst í rauðbláu sóssunni
- Finnst ykkur góð skata?
- Læknadólgurinn og yfirvöld sem brugðust íslensku þjóðinni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.6.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 135
- Frá upphafi: 1324534
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 116
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það er hræðilegt að innræta börnum hatur eins og gert í þessum myndböndum, og það í nafni trúar, rétt eins og verið er að gera í Jesuscamp. Öfgar á báða bóga og misnotkun á saklausum barnshugum. Eins og Einar segir þá kemst aldrei á friður á meðan börnum eru innrætt þessi viðhorf.
Hvað ungur nemur, gamall temur, enn er víst til fólk í Evrópu sem telur namsimann lausnina og að það verði að útrýma "óæðri" kynstofnum. Og heldur áfram að dreifa þeim boðskap til yngra fólks, rétt eins og fordómum og öfgum er sáð í huga þessara barna í Palestínu. Ömurlegur andskoti. En slíkt er þó ólöglegt í Evrópu (eða er það ekki?), meðan þetta er víst opinber, eða alla vega leyfileg útvarpsstöð þarna suður frá.
Vilhjálmur, hefur þú einhverjar tölur um áhorf á þessa stöð?
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.2.2008 kl. 19:00
hmmm ég var nú búin að setja in margmiðlunarefni sem tengist þessu, hægt er að sjá óssóman með því að smella hér það er gott að fólk skrifi um þessi mál og láti ekki bugast þó svo að háðværar GAZA bullur reyna að blekkja með út úr snúningi. Þor og dug fólk, þor og dug annað er uppgjöf.
Linda, 27.2.2008 kl. 19:30
Mér hefur aldrei verið vel við kanínur.
Brúnkolla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:03
Mér er brugðið!
Sigurður Þórðarson, 27.2.2008 kl. 22:03
Þetta er óhugnanlegt og sýnir hvílíkt andlegt myrkur Íslam er. Við skulum samt ekki gleyma að kúgun Ísraela á aröbum, með dyggri aðstoð Bandaríkjanna og leppríkja þeirra, kyndir undir þennan ófagnað.
Theódór Norðkvist, 28.2.2008 kl. 00:00
Theodór, það er ekki íslam sem Hamas boðar. Öfgaflokkar hverju nafni sem þeir nefnast geta snúið út úr og túlkað hvaða trúarbrögð sem er sér í vil og sínum málstað.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 01:50
Í einu orði sagt "SKELFILEGT"...... Ég dáist að þér Vilhjálmur, þú lætur ekki kveða þig í kútinn
Kær kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 02:06
Einar: Það er ekkert sem réttlætir svona innrætingu á börnum, svo það sé á hreinu. Hinsvegar gefa Ísraelsmenn ofbeldismönnum byr undir báða vængi með ofbeldi og eyðileggingu á samfélagi Palestínuaraba.
Síðan má deila um hverjir eiga landið þarna. Gyðingar keyptu jú einhver landssvæði, en byssurnar og ofbeldið átti stærstan þátt í að hrekja fyrri íbúa í burtu.
Hægt er að minna á ýmis glæpaverk Gyðinga, t.d. þegar Irgun skæruliðasamtökin slátruðu á annað hundrað aröbum í Deir Yassin, eldra fólki, konum og börnum í þorpinu Deir-Yassin, undir stjórn Menachems Begins, síðar forsætisráðherra Ísraels.
Þeir sem verja svona fugla eru ekki heilir í kollinum.
Theódór Norðkvist, 28.2.2008 kl. 11:01
Ég vil taka í sama streng og aðrir mælendur hér og fordæma þennan fádæma barnatíma. Þess má geta að stjórnandi sjónvarpsstöðvarinnar hefur harmað atvikið og að slíkt skuli ekki mega eiga sér stað.
Mér finnst samt rétt að benda á að það er fásinna að halda fram öfgamönnum íslam sem verðugum fulltrúum þeirra trúarbragða. Þá væri eins hægt að taka kristna krossfara og þeirra öfgabrjálæði sem inntaki kristindóms.
Jonni, 28.2.2008 kl. 11:05
Þetta er hárrétt hjá Jonna, þetta las ég líka í lok í fréttar Jótlandspóstsins um málið:
"Þættinum hefur verið aflýst (suspenderet) vegna tilmæla palestínska upplýsingaráðherrans (informationsminister) sem lýsti þættinum sem "rangri aðferð í baráttunni á móti ísraelsku hersetunni" "
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 11:34
Úpps, vitlaust vefslóð, hér kemur sú rétta: Barnasjónvarp hvetur til dráps á teiknara.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 11:37
Hm, já, það átti vist við um "drápið" á Mikka Mús, en ætli örlög kanínunnar verði ekki eitthvað svipuð, það ætla ég rétt að vona.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 11:38
Jú Greta, það eru gyðingar á leiðinni að merja líftóruna úr þessari ofsatrúarhryðujuverkakanínu svo hún geti komist í paradís
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.2.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.