24.2.2008 | 00:19
Stuðningskona hryðjuverka í boði utanríkisráðherra
Í síðustu viku hélt Utanríkisráðuneytið fund þar sem aðalræðuhaldarar voru ísraelski blaðamaðurinn Anat Saragusti og mjög náin vinkona hennar palestínsk, Maha Abu Dayyeh Shamas. Þær kalla sig baráttukonur fyrir frið og eru femínistar með stóru F-i.
Maha Abu-Dayyeh Shamas er þekkt fyrir þessa yfirlýsingu, sem að mínu mati gerir hana að stuðningsmanni hryðjuverka:
"Palestinian society regards female suicide bombers the same way as they regard the men, which is they are heroines," Maha Abu-Dayyeh Shamas, director of the Women's Centre for Legal Aid and Counselling in Jerusalem told IPS. "They have sacrificed their lives for the public good. They have made a statement about the inhuman and intolerable situation. Most people feel sad that young people have to pursue this approach, she said, "but the situation is so difficult that people understand why a young person has to do this. It's so frustrating. It's so de-humanising. It's so hopeless." Sjá nánar hér .
Hetja samkvæmt sérfræðingi í boði íslenska utanríkisráðuneytisins. Þessi 29 ára kona myrti 19 manns í Haifa árið 2003, þar á meðal börn. Átti hún ekki annarra kosta völ? Hún var að sögn femínisti, hetja, og sjálfsmorðsmorðingi í tengslum við írönsk samtök.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:45 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 1352223
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Innlitskvitt, ég er svo sammála þér Einar. Eitt orð, Sorglegt. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:33
Vilhjálmur, eins og ég les þetta, þar það sem samantektin sem þú last þetta í gengur út á er að skýra ástæður (mótiv) kvenna sem gerast "sjálfsmorðssprengjarar", þá sýnist mér konan þarna vera að koma með álit á því hvernig hún telur að palestínska þjóðfélagið (palestinian (society) almennt líti á þessar konur, ekki að lýsa sínu eigin áliti.
Hún lýsir því að fólki finnist sorglegt að allar hörmungarnar allt í kring leiði til þess að ung kona taki þessa afstöðu, sem sé að drepa sjálfa sig til þess að ná fram markmiðum þjóðar sinnar, og þess vegna séu þessar konur hetjur í þeirra augum. Auðvitað er þetta grimmilegt, en þær tilheyra þó þessari þjóð og berjast fyrir hana.
Finnst þér líklegt að kona sem sjálf væri á þeirri skoðun að það sé góð þróun og jákvæð að ungar konur grípi til örþrifráða sem þessari í nafni trúar sinnar kæmi hingað í fylgd ísaraelskrar konu til að segja frá baráttu þeirra til að finna leiðir til samkomulags?
Ég skil ekki hvernig þú ferð að því að fá það út úr því sem stendur þarna að þetta sé hennar eigin skoðun.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:52
Hún segir líka:
" It's so frustrating. It's so de-humanising. It's so hopeless"
Þetta er svo frústrerandi (man ekki eftir góðu íslensku orði). Þetta gerir manneskjurnar svo litlar. Þetta er svo vonlaust.
Hvað telur þú hana vera að tjá í þessum orðum?
Ég myndi kalla það sorg.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:58
Ég get nú ekki lesið í þessum texta að umrædd kona hvetji til hryðjuverka. Og mér finnst full djúpt í árina tekið að hún sé stuðningsmaður hryðjuverka út frá þessum texta.
Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 01:41
Ef þú hlustar á það sem þær stöllurnar segja í þessu viðtali á RÚV, þá sérðu hvað það er rangt að kalla Maha Abu-Dayyeh Shamas stuðningskonu hryðjuverka.
Þetta sagði hún m.a. í viðtalinu: "Bæði samfélögin hafa áttað sig á því að það er engin önnur leið til en að samið verði um frið. Það eru ríkisstjórnirnar og leiðtogarnir sem ekki eru tilbúin."
Mér finnst það mjög ámælisvert að reyna að gera þessar konur tortryggilegar.
Getur verið að þú sért í heilögu stríði, en ekki þær?
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 02:17
Þið mannskepnurnar eruð stórskrýtnar, alveg stórskrýtnar.
Brúnkolla (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 02:29
Einar...kallar hún hryðjuverkamann hetju?
Ég skal viðurkenna að hún er þarna á mjög gráu svæði, og að með skammti af illvilja má túlka orð hennar eins og Villi gerir, en hún er að tala um landa sína sem hafa fórnað lífi sínu, að vísu til að drepa "óvininn", sem oftar enn ekki eru saklausir borgarar, en ekki hermenn, sem eru náttúrulega "réttdræpir" (eða hvað, hvað álitu hryðjuverkamenn af hinum ýmsu þjóðernum í seinni heimsstyrjöldinni um það?), en landa sína samt, sem berjast fyrir málstað sem þeir trúa á að réttlæti þessar aðferðir - sem mér sýnist augljóst að hún geri ekki, fyrst hún er komin til Íslands á ferð sinni um heimin til að koma friðarboðskapnum áleiðis og fá stjórnvöld hér og annars staðar í heiminum til að þrýsta á stjórnvöld á heimaslóðum hennar um að semja um frið, sem hún telur einu leiðina að koma í veg fyrir að fleiri slík ódæði verði framin.
Var þetta nógu skýrt til að þú getir núna vitað þetta eins vel og ég, Einar minn?
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 04:23
Male shauvinism is wrong and so is feminism.
Sara (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 07:14
Greta í alvöru!
Er hún Maha Abu-Dayyeh Shamas kannski ekki hluti af "Palestinan Society" eða the "Palestinian People" sem hún talar um? "but the situation is so difficult that people understand why a young person has to do this". Þetta er ekkert annað en femínísk dýrkun á hryðjuverkum gegn saklausum borgurum.
Shamas er hræsnari að verstu tegund. Hún hefur skilning orsökum á hryðjuverka og kemur til Íslands og boðar frið og segir að stjórnmálamenn geti ekki gert hlutina, að femínistar séu betri til þess. Ég hef heyrt þennan söng áður. Hvar er Kvennalistinn?
Stjórnmálamennirnir hennar (Palestínumenn), sem líka telja nokkrar reifaðar konur, dýrka líka hryðjuverkamennina og "skilja þá" og álíta þá vera hetjur. Þetta er Palestínskt þjóðfélag í hnotskurn. 16% þeirra kvenna sem fremja ódæðin eru taldar vera femínistar af rugludöllum eins og Maha Abu-Dayyeh Shamas .
Við stofnun IWC (International Women's Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace) og á fundi hjá Woodrow Wilsons International Center for Scholars árið 2006 var þetta haft eftir Shamas: "Shamas noted that negotiators cannot and must not separate themselves from the agendas and sentiments of communities they represent. Therefore, a dedicated, proactive, and less emotionally-involved third party is crucial for the peace process to continue". Þetta hlýtur líka að eiga við um hana. Ég held ekki Shamas sé að tala um IWC sem the "Third party".
Kona þessi vítti alþjóðasamfélagið fyrir að einangra Hamas og þetta var haft eftir henni árið 2007: "Shamas lamented the international community's isolation of Hamas and said, "Hamas is starting to have a split in their ranks -- the pragmatists versus the idealogues." This split could prompt Hamas to acknowledge Israeland open the door to negotiations".
Þessar frekar kyndugu/eða frekar kynlausu systur, sem Ingibjörg Sólrún á nú samreið með, segja að flestir Palestínumenn sjái ríki þeirra samhliða Ísrael "living side by side with Israel". Þetta er bara ekki rétt. Flestir Palestínumenn vilja samkvæmt könnunum að Ísraelsríki hverfi. Palestínumenn beita sér meira að segja fyrir því að Ísrael sé útrýmt úr spilinu Monopoly (og hefur nú tekist það).
Annars staðar hefur Shamas útskýrt gerðir Hamas gegn konum: "Radicalization is a very natural outcome of societies that go through prolonged military conflict, says Maha Abu Dayyeh Shamas, director of the Women's Center for Legal Aid and Counseling in Jerusalem". Ekki vissi ég til þess að öfgar Þýskalands nasismans hefði t.d. orðið til vegna "prolonged military conflict".
Þessi kona er greinilega ekki sérfræðingur í einu eða neinu og femínisti er ekki sérfræðigrein. Hún heldur að femínismi og skilningur hans og jafnvel stuðningur hans við hryðjuverk sé einhver haldbær lausn fyrir friðarferlið í Miðausturlöndum. Þvert á móti. Femínistarnir hafa stuðað íslamistana og þá heittrúuðu, jafnvel meira en Ísraelskir stjórnmálamenn, og fá þá til að fylgja Sharíalögum og annarri kvenfyrirlitningu enn fastar eftir en skyldi.
Shamas vissi heldur ekki hvað hún talaði um þegar hún í sjónvarpsfréttum RÚV fræddi Íslendinga um 100 ára stríðið í Evrópu. Að líkja 100 ára stríðinu við deiluna við botn Miðjarðarhafs er algjör smekkleysa og sýnir að Shamas er lýðskrumari. Vandamálið í Miðausturlöndum verður ekki leyst af þessari konu og einhverju kvenfélagi sem þykist skilja allt betur um leið og þær lýsa frati á stjórnmálamenn sem standa með vandamálin. Jóhönna af Örk leysir engin vandamál á 21. öld. Skilningur á öfgum og samtökum sem vilja lýðræði feigt er alger tímaskekkja.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.2.2008 kl. 10:24
Þakka þér fyrir þessa greinargerð, Vilhjálmur, ég sé að þú hefur mikið til þíns máls.
Það sem hún segir í því sem þú vitnar í um að palestínska þjóðin líti á þessar konur sem hetjur er vissulega í þversögn við það sem hún segir í fréttinni um að almenningur í landinu sé tilbúinn til að samið verði um frið.
Þessu hjó ég reyndar eftir í gær þegar ég hélt uppi vörn fyrir hana, þó ég hafi lúllað þeim bakþanka í svefn.
Þegar þú segir að femínistar hafi stuðað íslamista, áttu þá við á sama hátt og blaðamenn hafa gert með myndbirtingunum, það er að segja með því að ota að þeim hugmyndum sem ekki eiga upp á pallborðið hjá þeim?
Viðurkenni að ég var ekki mjög áhugsöm þegar kom að 100 ára stríðinu í Evrópu á skólaárunum, en fannst þessi samlíking reyndar líka hljóma dálítið einkennilega. Þarf greinilega að lesa mér betur til.
Þér tekst ágætlega til að vekja mann til umhugsunar, Vilhjálmur...
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 11:31
Ég hef ekkert á móti femínistum, nema að mér finnast konur sem skilgreina sig þannig of frekar líkar kreddukörlum í röksemdafærslu og skoðunum.
Þær eru tímaskekkja í þjóðfélögum þar sem kvenréttindi eru eins og þau voru fyrir hundruðum ára í Vestur-Evrópu. Þær eru "overdosis" á slík þjóðfélög. Geta því gert illt verra.
Það er að minnsta kosti mín skoðun, Greta.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.2.2008 kl. 12:14
Já, ætli ég sé ekki bara sammála þér um þetta tvennt, Vilhjálmur.
Femínístar eru oft öfgafullir í skoðunum og ekkert betri en margir karlar í því tilliti.
Sígandi lukka er best og maður útrýmir ekki fáfræði og fordómum með ögrunum, þá er betra að hafa í huga að dropinn holar steininn.
Ég held að jákvæður húmor og það að kunna að taka sjálfan sig ekki of hátíðlega sé til góðs og geti áorkað miklu, eins og í þessum brandara:
Því eins og Indira Gandhi benti á þá getur fólk ekki tekist í hendur með hnefana kreppta, og ég held að það sé ekki til í dæminu að maður geti haldið þeim krepptum á meðan maður hlær að góðum brandara!
Hins vegar tel ég að sá óvægni "head-on" húmor sem kemur fram í skopteikningunum af Múhameð, sem svo margir kalla grín, en er í rauninni óvægin pólitísk ádeila - sem er það sem fer mest fyrir brjóstið á mörgum múslimum, þar sem þeim finnst þeir allir dregnir í einn bás með þeim, - geri illt verra, rétt eins og sú firra að ætla sér að prédika feminisma yfir íslamistum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 12:54
Bakþanki:
Þetta með ögranirnar ekki alls kostar rétt hjá mér - það hefur oft gefist vel hjá feministum að ögra aftruhaldssömum karlpungum, sbr. bresku súfragetturnar
- en ég held að í þessum efnum gegni töluvert öðru máli þegar kemur að vopnuðum og yfirspenntum íslamistum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 13:11
Ég segi nú bara eins og er, feminismi á ekki rétt á sér í landi eins og íslandi og fleiri vestrænum ríkum. Feministar beita kröftum sínum ekki á rétta staði. þeir hamra á einhverjum réttindum kvenna hér á vesturlöndum og eru í einhverri ímyndaðri herferð kúgaðra kvenna á vesturlöndum, þe. kraftar þeirra og spjót eru öll í rangri stefnu. Ef gerð yrði rannsókn á því hvar feministar eyða kröftum sínum mest þá held ég að það kæmu sláandi ljótar tölur út úr því. Sem dæmi um framlag íslenskra feminista til baráttu kvenna í mið austurlöndum má nefna að Kolbrún Halldórsdóttir fór nú til Sádi Arabíu minnir mig í fyrra og sleikti upp furstana með slæðu á hausnum og þorði ekki að minnast einu orði á ójafnrétti kynjanna við þessa menn í landi þar sem virkilega er þörf á að bæta rétt kvenna. Nei heldur flýtti hún sér til íslands og las yfir okkur körlunum hér, og allur feministakórinn kóaði með og eftir sátum við karlarnir með sárt ennið. Ég krefst þess að feministar beiti sér af fullum þunga og krafti í mið austurlöndum til bjargar og upprisu kvenna í þeim heimshluta.
Jafnrétti á íslandi er til fyrirmyndar og bundið í lög og það er bara sóun á vinnuframlagi að vera atast í þessu hér á landi. Ég vil skilja framgöngu Anat Saragusti og Maha Abu Dayyeh Shamas sem ákall til feminista á vesturlöndum um að beina öllum kröftum sínum að heimshluta mið austurlanda til bjargar reisn kvenna.
Þetta orðatiltæki á vel við í okkar heimshluta:
Male shauvinism is wrong and so is feminism.
En feminismi á fullan rétt á sér í mið austurlöndum.
Róbert (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:23
Róbert, feminismi á auðvitað rétt á sér í Mið-Austurlöndunum,; spurningin er hins vegar sú hvort skynsamlegt sé að "keyra áfram" með hann eins og við getum leyft okkur hér á Vesturlöndum, vegna þeirrar lýðræðishefðar sem við búum við, eða hvort það kalli aðeins fram harkalega andstöðu og mótaðgerðir að gera slíkt og þar með enn verri kjör fyrir konur í þessum löndum. Skilurðu?
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 12:23
Ég held að það sé alltaf mikilvægt að þjóðfélagsbreytingar komi innan frá, úr þjóðfélögunum sjálfum. Við höfum alltof mörg átakanleg dæmi um hvað gerist þegar utanaðkomandi aðilar vilja vera með puttana í stjórn annarra ríkja. Ég tel það vænlegri leið að vinna að því að jákvæðir menningarstraumar fái að berast inn í samfélögin og gera sitt gagn, en að reyna að ná hlutunum fram í gegnum þvinganir eða ögranir. Það er það sem ég á við þegar ég minni á máltækið "dropinn holar steininn".
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.