Leita í fréttum mbl.is

Farsinn heldur áfram

 

Skákpáfi

Erfðamál Fischers enn eina ferðina.

Lögfræðingurinn Sammy Estimo segist vera að vinna í máli meintrar dóttur Fischers. Það gerir hann á mjög ótrúverðugan hátt. Hann byrjaði á því að vera tvísaga við filippseyska fjölmiðla um "síðasta símtalið". Annars vegar greindi hann frá því, að Bobby hafi hringt í Marilyn Young, meinta barnsmóður Fischers, daginn áður en hann dó, og að Marilyn væri miður sín yfir því að hafa ekki getað svarað. Hins vegar skýrði hann frá því í öðrum fjölmiðlum, að Fischer og Marilyn hefðu talað saman daginn áður en Fischer dó.

Nú greinir Inqurier á Filippseyjum frá því að Estimo þessi segi að einhver skákpáfi í Evrópu kunni að hafa svörin við öllum spurningu og lykilinn að síðustu ósk Fischers. Fischer á að hafa gefið einhverjum evrópskum stórmeistara fyrirmælin áður en hann dó:

"Before Bobby died, he called Marilyn (Young, Fischer's Filipino partner and the mother of his daughter) and said that if ever something happens to him, to call this person," said lawyer Sammy Estimo, an official of the National Chess Federation of the Philippines. "We believe he may hold the secret to Bobby's estate."

Skákmeistarinn Torre er nú að reyna að ná sambandi við þennan evrópska skákmeistara, sem getur afhjúpað hinsta vilja Bobby Fischers í erfðamálum.

Ja, hérna.......Fischer hafði sens fyrir leikrænan endi!

Estimo heldur nú einnig þessu fram:

"Marilyn is a kind-hearted woman and when she learned that Miyoko is staying in Iceland with a common friend of theirs, she decided to try and contact her to voice her desire to work out a settlement because this is what Bobby would have wanted," Estimo revealed.

Estimo hafði einnig sagt þetta við skákvefsíðu á Filippseyjum: „Marilyn er góðhjörtuð kona og er tilbúin til að deila dánarbúi Fischers með Watai... Hún veit að Watai og Fischer voru afar náin,"

Þegar ég las þetta, duttu mér allar dauðar lýs úr höfði. Filippseyski konsúllinn á Íslandi hefur tjáð mér að þegar Marilyn og Jinky voru á Íslandi árið 2005, hafi þær ekki getað búið hjá Bobby Fischer vegna Watai. Þeim var komið fyrir á gistiheimili að Brúnavegi 8. Þær voru hins vegar hræddar í því húsi og fengu því að búa hjá konsúlnum. Watai er greinilega ekki barngóð kona, eða eins góðhjörtuð og Marilyn, sem vill nú að sögn Estimos deila arfinum með skassinu Watai, sem ekki vildi leyfi barninu og móður þess að búa hjá föður sínum.

Sammy Estimo er líka dálítið skrítinn lögfræðingur. Hann segir nú, að það sé vilji móður Jinky að deila beri arfinum á milli hennar og Watai, en áður hefur hann sagt við Inquirer að hann sé í vafa um að Watai hafi gifst Fischer og upplýsti einnig að skákmeistarinn Torre hefði í hyggju að skrifa vottorð upp á það sama.

Ég held ekki að það sé hollt fyrir Jinky Young Fischer, að Sammy Estimo eða Torre séu að vasast í hennar málum. Greinilegt er að Sammy Estimo er umboðsmaður einhverra aðila á Íslandi, og talar um móður Jinky eins og hún sé erfinginn sem viljia deila arfinum á milli sín og Miyoko Watai.

Filippseysk og íslensk yfirvöld verða nú að grípa inni í þennan farsa. Skákmenn ættu ekki að vasast í þessum málum. Nokkrir þeirra hafa augsjáanlega gleymt, að maður þarf ekki að valda "drottningar" út í samfélaginu og þeir gleyma líka að "prinsessur" eru til fyrir utan taflborðið.

Peðin gleymast

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er ekki bara best úr því sem komið er að ég fái þennan arf. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú ert líkast til betur að honum kominn en svo margur annar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.2.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Auðvitað á litla "prinsessan" að fá arfinn óskiptan, ef hin meinta "drottning" getur ekki komið með gilt giftingarvottorð. Hún þarf ekki að deila honum með neinum, samkvæmt íslenskum lögum er hún einkaerfingi, ef hið rétta er að Fischer hafi verið ókvæntur, sem flestir sem hann þekkja bera um að sé hið líklegra í þessu máli. Hins vegar þarf hún auðvitað fjárhaldsmann, þangað til hún verður lögráða.

Spurning um hvort móðir hennar er fær um að halda hrægömmum frá aurunum, sem eiga auðvitað að renna til að mennta dótturina, sem komin er af bandarísku gáfufólki af evrópskum ættum. Vafalaust er móðir hennar líka ágætlega gefin kona, en mig grunar að hún sé því miður kannski ein af þessum "of" góðu konum sem kunna ekki nógu að standa á sínu, og mig grunar líka að hún hafi bara venjulegan fjárhag, öfugt við fyrrverandi skákforseta Japans, sem á aura til að fljúga heimshorna á milli oft á ári.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 14:39

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vilhjálmur, þetta misræmi varðandi símtölin getur skýrst af því að Estimo sé ekki að tala um símtalið sem Marilyn náði ekki að svara, heldur símtal þeirra á milli einhverju áður. Því þau voru víst alltaf í sambandi öðru hvoru. Þetta síðasta símtal var alls ekki það eina sem hún fékk frá Fischer, aðeins það síðasta og þess vegna auðvitað grátlegt fyrir hana að hafa ekki náð því.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 14:48

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Af hverju hefur þessi skákmeistari sem talað er um ekki stigið fram á sjónarsviðið og látið uppskátt hvað hann er með undir höndum varðandi hinst vilja Fischer´s? Hefur hann ekki frétt um dauða hans?

Þetta er allt hið furðulegast pukur og laumuspil. Ekki skákheiminum til sóma.

Auðvitað á að fara beinustu leið að íslenskum erfðalögum í þessu efni. Rétt eins og það átti líka að fara að lögum um greftranir þegar faðir stúlkunnar var jarðsettur. Mér finnst þetta allt frekar spúkí, maður veit ekki hvort á að kalla það farsa, alla vega er sá farsi þá kolsvartur. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hefur erfðabústjóri eitthvað um það að segja hvernig Miyoko og Marilyn semja sín á milli (eða lögmenn þeirra)? Tæplega, held ég, - þó að vísu hljóti hann að þurfa að skera úr um það hvor þeirra á að erfa, Jinky eða Miyoko, - eða báðar....það er hæpið að þær geti samið um nokkurn skapaðan hlut fyrr en búið er að úrskurða um það, það er auðvitað hárrétt hjá þér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband