12.2.2008 | 10:54
Farsinn heldur áfram
Erfðamál Fischers enn eina ferðina.
Lögfræðingurinn Sammy Estimo segist vera að vinna í máli meintrar dóttur Fischers. Það gerir hann á mjög ótrúverðugan hátt. Hann byrjaði á því að vera tvísaga við filippseyska fjölmiðla um "síðasta símtalið". Annars vegar greindi hann frá því, að Bobby hafi hringt í Marilyn Young, meinta barnsmóður Fischers, daginn áður en hann dó, og að Marilyn væri miður sín yfir því að hafa ekki getað svarað. Hins vegar skýrði hann frá því í öðrum fjölmiðlum, að Fischer og Marilyn hefðu talað saman daginn áður en Fischer dó.
Nú greinir Inqurier á Filippseyjum frá því að Estimo þessi segi að einhver skákpáfi í Evrópu kunni að hafa svörin við öllum spurningu og lykilinn að síðustu ósk Fischers. Fischer á að hafa gefið einhverjum evrópskum stórmeistara fyrirmælin áður en hann dó:
"Before Bobby died, he called Marilyn (Young, Fischer's Filipino partner and the mother of his daughter) and said that if ever something happens to him, to call this person," said lawyer Sammy Estimo, an official of the National Chess Federation of the Philippines. "We believe he may hold the secret to Bobby's estate."
Skákmeistarinn Torre er nú að reyna að ná sambandi við þennan evrópska skákmeistara, sem getur afhjúpað hinsta vilja Bobby Fischers í erfðamálum.
Ja, hérna.......Fischer hafði sens fyrir leikrænan endi!
Estimo heldur nú einnig þessu fram:
"Marilyn is a kind-hearted woman and when she learned that Miyoko is staying in Iceland with a common friend of theirs, she decided to try and contact her to voice her desire to work out a settlement because this is what Bobby would have wanted," Estimo revealed.
Estimo hafði einnig sagt þetta við skákvefsíðu á Filippseyjum: Marilyn er góðhjörtuð kona og er tilbúin til að deila dánarbúi Fischers með Watai... Hún veit að Watai og Fischer voru afar náin,"
Þegar ég las þetta, duttu mér allar dauðar lýs úr höfði. Filippseyski konsúllinn á Íslandi hefur tjáð mér að þegar Marilyn og Jinky voru á Íslandi árið 2005, hafi þær ekki getað búið hjá Bobby Fischer vegna Watai. Þeim var komið fyrir á gistiheimili að Brúnavegi 8. Þær voru hins vegar hræddar í því húsi og fengu því að búa hjá konsúlnum. Watai er greinilega ekki barngóð kona, eða eins góðhjörtuð og Marilyn, sem vill nú að sögn Estimos deila arfinum með skassinu Watai, sem ekki vildi leyfi barninu og móður þess að búa hjá föður sínum.
Sammy Estimo er líka dálítið skrítinn lögfræðingur. Hann segir nú, að það sé vilji móður Jinky að deila beri arfinum á milli hennar og Watai, en áður hefur hann sagt við Inquirer að hann sé í vafa um að Watai hafi gifst Fischer og upplýsti einnig að skákmeistarinn Torre hefði í hyggju að skrifa vottorð upp á það sama.
Ég held ekki að það sé hollt fyrir Jinky Young Fischer, að Sammy Estimo eða Torre séu að vasast í hennar málum. Greinilegt er að Sammy Estimo er umboðsmaður einhverra aðila á Íslandi, og talar um móður Jinky eins og hún sé erfinginn sem viljia deila arfinum á milli sín og Miyoko Watai.
Filippseysk og íslensk yfirvöld verða nú að grípa inni í þennan farsa. Skákmenn ættu ekki að vasast í þessum málum. Nokkrir þeirra hafa augsjáanlega gleymt, að maður þarf ekki að valda "drottningar" út í samfélaginu og þeir gleyma líka að "prinsessur" eru til fyrir utan taflborðið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 1352301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Er ekki bara best úr því sem komið er að ég fái þennan arf.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 13:49
Þú ert líkast til betur að honum kominn en svo margur annar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.2.2008 kl. 14:20
Auðvitað á litla "prinsessan" að fá arfinn óskiptan, ef hin meinta "drottning" getur ekki komið með gilt giftingarvottorð. Hún þarf ekki að deila honum með neinum, samkvæmt íslenskum lögum er hún einkaerfingi, ef hið rétta er að Fischer hafi verið ókvæntur, sem flestir sem hann þekkja bera um að sé hið líklegra í þessu máli. Hins vegar þarf hún auðvitað fjárhaldsmann, þangað til hún verður lögráða.
Spurning um hvort móðir hennar er fær um að halda hrægömmum frá aurunum, sem eiga auðvitað að renna til að mennta dótturina, sem komin er af bandarísku gáfufólki af evrópskum ættum. Vafalaust er móðir hennar líka ágætlega gefin kona, en mig grunar að hún sé því miður kannski ein af þessum "of" góðu konum sem kunna ekki nógu að standa á sínu, og mig grunar líka að hún hafi bara venjulegan fjárhag, öfugt við fyrrverandi skákforseta Japans, sem á aura til að fljúga heimshorna á milli oft á ári.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 14:39
Vilhjálmur, þetta misræmi varðandi símtölin getur skýrst af því að Estimo sé ekki að tala um símtalið sem Marilyn náði ekki að svara, heldur símtal þeirra á milli einhverju áður. Því þau voru víst alltaf í sambandi öðru hvoru. Þetta síðasta símtal var alls ekki það eina sem hún fékk frá Fischer, aðeins það síðasta og þess vegna auðvitað grátlegt fyrir hana að hafa ekki náð því.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 14:48
Af hverju hefur þessi skákmeistari sem talað er um ekki stigið fram á sjónarsviðið og látið uppskátt hvað hann er með undir höndum varðandi hinst vilja Fischer´s? Hefur hann ekki frétt um dauða hans?
Þetta er allt hið furðulegast pukur og laumuspil. Ekki skákheiminum til sóma.
Auðvitað á að fara beinustu leið að íslenskum erfðalögum í þessu efni. Rétt eins og það átti líka að fara að lögum um greftranir þegar faðir stúlkunnar var jarðsettur. Mér finnst þetta allt frekar spúkí, maður veit ekki hvort á að kalla það farsa, alla vega er sá farsi þá kolsvartur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 15:11
Hefur erfðabústjóri eitthvað um það að segja hvernig Miyoko og Marilyn semja sín á milli (eða lögmenn þeirra)? Tæplega, held ég, - þó að vísu hljóti hann að þurfa að skera úr um það hvor þeirra á að erfa, Jinky eða Miyoko, - eða báðar....það er hæpið að þær geti samið um nokkurn skapaðan hlut fyrr en búið er að úrskurða um það, það er auðvitað hárrétt hjá þér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.