Leita í fréttum mbl.is

Getraun II

 

Carry

Nú er komið að myndaþraut minni númer 2. Ef þið misstuð af númer eitt, þá lítið á þetta.

Hvað eru mennirnir á myndinni að rembast, ef þeir eru þá ekki að bera í bakkafullan lækinn?

Hvar eru þeir?

Hvenær voru þeir að þessu (áratugur er viðundandi svar)?

Hvaðan eru þeir að flytja grjótið?

 

Smáverðlaun eru í boði.

Skilafrestur rennur út á hádegi þriðjudaginn 8. janúar 2008. Svör ber að skrifa í athugasemdir. Aðeins fólk með húð og hári, og sem á eigið Mbl. blogg getur tekið þátt. Bloggdraugar, og nafnleysingjar geta setið heima og séð eftir því að hafa fæðst. Ef fleiri en einn er með öll svör rétt, set ég nöfnin á miða í einn af höttunum mínum og læt saklaust barn draga eitt þeirra upp til að fá á hreint hver fær "Bermúdaskálina". Ef enginn er með rétt svar, sé ég til hvort ég þarf að dángreida leikinn frá "genious" til "stupid".  

Og gettu nú.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Ég held að þetta sé 1845 og menn eru að bera grjót úr Arnarhóli í Reykjavíkurhöfn

Sigurður F. Sigurðarson, 7.1.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Upprétti Apinn

Ég giska á um 1875 og að þetta séu menn í grjótnámi í Öskjuhlíð fyrir byggingu Alþingishússins.

Upprétti Apinn, 7.1.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Upprétti Apinn

Ég missti af númer eitt, en ég giska á að þar sé mynd frá ofanverðri 17du öldinni.  Þar er Enskur kaupmaður að prútta um verð á saltfisk við Íslenska hefðarkonu.

Upprétti Apinn, 7.1.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

TEYSTI M'ER EKKI TIL AÐ GISKA 'A EN HVER TEIKNAÐI MYNDINA?.

Sólveig Hannesdóttir, 7.1.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eins og fram kemur er getraunin aðeins fyrir fólk sem svarar undir fullu nafni og er með blogg á blog.is eða önnur skráð blogg,

kveðja Vilhjálmur Örn

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.1.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Upprétti Api, getraun 1 er löngu lokið og sigurvegari var Loftur Altice Þorsteinsson

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.1.2008 kl. 21:39

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er alla vega ekki á Íslandi. Íslenskir verkamenn hafa aldrei gengið með hatt, - í mesta lagi með sixpensara.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.1.2008 kl. 01:37

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fornleifafræðingar eru verkamenn, og mér er sagt að margir þeirra séu með hatt, þám ég. En þetta eru ekki fornleifafræðingar, svo mikið er víst

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.1.2008 kl. 06:53

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekki lýst mér á þetta.  Fresturinn að renna út og enginn með rétt svör. Ég verð víst að gefa fleiri vísbendingar síðar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.1.2008 kl. 11:55

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Bera í bakkafullan lækinn segir þú. Þá gætum við verið að tala um þegar bakkar lækjarins í Lækjargötu voru hlaðnir um miðja 19. öld. Get ekki gefið nákvæmari tímasetningu.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.1.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband