Leita í fréttum mbl.is

Góđur vinur kvaddur

Paul Sandfort 

Ég fylgdi góđum vini til grafar á miđvikudaginn var. Paul Aron Sandfort yfirgaf ţennan heim ţann 29. desember síđastliđinn. Ég kynntist Paul fyrir allmörgum árum í tengslum viđ rannsóknir mínum á sögu gyđinga í Danmörku. Upp úr ţví tókst vinskapur og hann hringdi reglulega í mig síđustu árin til ađ tala um daginn og veginn. Eitt sinn viđ slíkt karlaslúđur, sem gat tekiđ drykklanga stund, kom einnig í ljós ađ tengdasonur hans (nú fyrrverandi) var góđvinur minn á námsárunum í Árósum. Fyrir liđlega 10 árum, ţegar Paul bjó í Róm, hittumst viđ tvisvar fyrir hreina tilviljun á Kastrup flugvelli ţar sem ég hjálpađi honum međ farangurinn, ţví Paul var illa haldinn af liđgigt. Paul var mjög forvitinn um Ísland, ţótt hann hefđi aldrei til Íslands komiđ, en hann var ţó einn af fáum Dönum sem gátu boriđ nafniđ mitt rétt fram.

Danskir gyđingar, sem ekki tókst ađ flýja til Svíţjóđar voru teknir af nasistum og ađstođarmönnum ţeirra og sendir til fangabúđanna í Theresienstadt. Paul var 13 ára ţegar hann var tekinn, ţar sem hann faldi sig á kirkjulofti í Gilleleje á Norđursjálandi. Theresienstadt í Tékkóslóvakíu voru "fyrirmyndarfangabúđir" nasista. Ţar reistu ţjóđverjar leiktjöld áriđ 1944 ţegar yfirmönnum Rauđa Krossins og dönskum embćttismönnum voru sýndar búđirnar. Ţeir létu blekkjast og óskuđu ekki, og kröfđust ekki, ađ skođa ađrar búđir.

Paul og danskir gyđingar voru í hópi ţeirra heppnu i Theresienstadt, sem ekki voru sendir til útrýmingarbúđanna eftir leiksýningu nasista, sem einnig var fest á filmu

Paul komst vegna hljómlistahćfileika sinna í barnahljómsveit búđanna sem trompetleikari og var međ í barnaóperunni Brundibar, eftir Hans Krása, sem sett var á sviđ í búđunum. 60 árum eftir stríđlok var óperan endurflutt í búđunum međ inngangskafla eftir Paul Sandfort.

Fađir Pauls var rússneskur gyđingur, Aron Rabinowitch ađ nafni. Paul hitti aldrei föđur sinn, sem bjó lengst af í Frakklandi. Hann var myrtur í Auschwitz áriđ 1943.

Paul Sandfort starfađi sem menntaskólakennari og var einnig tónskáld. Hann var sannkallađur fjöllistamađur, en síđustu árin helgađi hann sig einnig skriftum lesendabréfa í dönsk dagblöđ, ţar sem hann skar ekki utan af skođunum sínum. Heilagir húmanistar myndu vćntanlega ekki hafa veigrađ sér viđ ađ kalla skođanir hans öllum illum nöfnum. Hann gaf út minningar sínar frá Theresienstadt í skáldsögunni Ben, sem hefur veriđ gefin út á ýmsum tungumálum og tók ţátt í útgáfu á ýmsum ritum. Fyrir mánuđi síđan kom út síđasta grein eftir Paul í tímaritinu Rambam sem ég sit í ritstjórn fyrir ásamt öđrum. Hún fjallađi einnig um ţau tvö ár í prísund sem áttu eftir ađ verđa ör á lífi allra sem komust ţađan lifandi.

Svarthvíta myndin hér ađ ofan var tekin í Theresienstadt áriđ 1944 og sést Paul Sandfort, lítill ađ vexti, í dökku prjónavesti. Nýlega greindi hann frá dvöl sinni í fangabúđunum í sjónvarpsţáttinum 60 Minutes.

Paul trúđi ekki lengur á Guđ eftir dvöl sína í Theresienstadt og skilgreindi sjálfan sig sem ótrúađan gyđing. Ţađ var ţó ekki nein mótsögn í ţví ađ fylgja honum til grafar ađ hćtti gyđinga. Annađ kom ekki til greina eftir ţađ sem hann hafđi ţurft ađ ţola sem gyđingur. Örlög sín flýja menn ekki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég votta ţér samúđ mína vegna fráfalls vinar ţíns.

Ţakka ţér fyrir ađ segja frá honum hér, hann hefur greinilega veriđ merkur mađur. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 03:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband