Leita í fréttum mbl.is

Upp koma svik um síđir

 image

Lisl Urban heitir 93 ára kona í Ţýskalandi, sem gefiđ hefur út endurminningar sínar. Ţar er lýst ástarćvintýri hennar međ ţýskum SS yfirmanni sem er nefndur til sögunnar sem Eike. Úr ţessu ćvintýri kom lítiđ stúlkubarn, sem SS mađurinn vildi ekki kannast viđ.

Bók Lisl Urban "Ein ganz gewöhnliches Leben" (Afar venjulegt líf) veldur ţví nú ađ síđustu ár konunnar verđa heldur óvenjuleg.  Líka líf SS-mannsins, sem hún elskađi. Hann fór í mál viđ útgáfufyrirtćki Lislar eftir ađ bókin kom út í Leipzig fyrr í ár. SS mađurinn kallar bókina hefnd og reiđikast gamallar konu og kallar samband ţeirra "One night stand".

Urban

SS mađurinn, sem ekki er nefndur fullu nafni í bók Urbans, heitir Erich Steidtmann. Offar hans og móđgunargirni út af ćviminningum Lisl Urban hefur varpađ ljósi á mjög blóđuga fortíđ hans. Steidtmann hélt hélt ţví fram ađ hann hafi aldrei veriđ međlimur í SS (Allgemeine SS), en síđar hefur hann ţó dregiđ í land og bćtt viđ ađ hann hafi veriđ í Waffen-SS [sem einnig tóku virkan ţátt í útrýmingu gyđinga]. Hann segist vera alinn upp á góđu krataheimili og hafi veriđ sendur á vígstöđvarnar gegn eigin vilja. Hann segist hafa veriđ sómaborgari eftir stríđ. Annađ er nú komiđ a daginn. Hann var framarlega útrýmingarsveitum lögreglusveitar Waffen-SS nr. 101 í Austur-Evrópu. Hann starfađi í útrýmingarherferđum sveitarinnar í Majdanek búđunum og í gettóinu í Lublin, og síđar í apríl og maí 1943, í Varsjá, ţar sem hann sá um ađ halda vörnum umhverfis gettóiđ. Ţá voru nasistar ađ berjast viđ síđustu sálirnar í gettóinu, eftir ađ 300.000 gyđingum hafđi veriđ smalađ saman í útrýmingarbúđir áriđ áđur.

Nú er dómstóll í Leipzig búinn ađ hafna kćru hégómlega SS-mannsins Steidtmanns og ţýsk yfirvöld hefja aftur rannsókn á málum hans fyrir tilstilli Dr. Efraim Zuroffs hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem. Tími var kominn til, og sannast sagna mikil skömm af ţví fyrir Ţýskaland ađ gera ekki meira í málum gamalla morđingja.

Ţegar ţetta hefur veriđ skrifađ og birt, má ég búast viđ ţví ađ ég fari ađ móttaka rugl frá Íslendingum eins og oft sást međan ađ mál Eđvalds Hinrikssonar var rekiđ á Íslandi. Einhver segir líklega ađ Erich Steidtmann sé of gamall fyrir réttarhöld og vinir Palestínu fara ađ bera sjálfskaparvítiđ Gaza saman viđ Varsjá-gettóiđ. Ţađ er nefnilega líka til siđlaust fólk á Íslandi, sem sér söguna á sama hátt og SS-mađurinn Steidtmann.

Hér má lesa frekar um máliđ:

http://www.lvz-online.de/aktuell/content/49552.html

http://www.welt.de/kultur/article1341609/SS-Offizier_klagt_gegen_eine_Bibliothekarin.html#reqRSS

http://www.jpost.com/servlet/Satellite?cid=1196847365049&pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ađalbjörn Leifsson

Vilhjálmur ţakka ţér fyrir ţessa frétt, illvirkjarnir munu finnast og verđa dćmdir hverjir sem ţeir eru. Morđ fyrnist aldrei og gyđinga morđin mega ekki gleymast. Guđ blessi ţig.

Ađalbjörn Leifsson, 19.12.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vel mćlt, Ađalbjörn

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.1.2008 kl. 09:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband