24.8.2007 | 14:00
Ekki fyrr?
Ekki fyrr en byssurnar hafa þagnað? Ljósmynd Mia Farrow.
Íslendingar taka þátt þegar byssurnar þagna, segir talsmaður Utanríkisráðherra. Þetta eru skilaboð utanríkisráðuneytisins til Darfúr. Hundruð þúsundir manna eru fallnar í herferð sem aðeins er hægt að kalla þjóðarmorð. Íslendingar ætla samt ekki að lyfta litla fingri í Darfúr, fyrr en böðlar Allah í Dschumhūriyyat as-Sūdān hafa drepið enn fleiri. Fyrr þagna ekki byssurnar - verið viss um það.
Það hefur sýnt sig, að allar "munnlegar" aðgerðir gegn hryðjuverkum, sem skráðar eru hátíðlega í alþjóðasamþykktir, duga skammt til þess að stöðva morðæði Íslömsku Þjóðarfylkingarinnar í stærsta landi Afríku. Það er verið að berjast í nafni Allah, og þegar það er gert þagna byssurnar ekki fyrr en allir andstæðingarnir liggja í valnum.
Graf sem sýnir tölu myrtra í Darfúr, sem eykst þrátt fyrir "stóra" vísifingurinn og flottu loforðin. Sjá www.reddarfur.dk
Íslendingar telja það hinn nauðsynlegasta hlut að styðja baráttu Palestínumanna, sem margir hverjir vilja koma eina lýðræðisríkinu fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir kattarnef. Miklu nær væri fyrir valkyrjurnar í Utanríkisráðuneytinu að sparka í punginn á Frökkum, Rússum og Kínverjum sem gera böðlunum í Súdan kleift að útrýma aðframkomnu fólki í Darfúr. Rússar selja böðlunum hátæknivopn og Frakkar kaupa olíu af Súdan (sem kann þó að breytast með Sarkozy í embætti forseta).
Þegar byssurnar þagna í Darfúr, eru stjórnvöld í Súdan væntanlega búin að ljúka ætlunarverki sínu. Pútín og pakk hans hafa grætt á tá og fingri og Frakkar aka um á blóði Darfúrbúa og Íslamska byltingin þakkar Íslendingum fyrir aðgerðarleysið.
Íslendingar bíða þangað til og gera ekki neitt. En þangað til geta menn auðvitað skeggrætt um uppáhaldsumræðuefnin sín: þvagleggi, þarmahreinsun og mikilvægi þjóðarinnar á meðal þjóðanna.
Ég leyfi mér svo að minn á, að Íslendingar gerðu heldur ekki neitt til að hjálpa gyðingum í 4. og 5. áratug síðustu aldar. Heldur ekki þegar byssurnar höfðu þagnað.
"To judge by what is happening in Darfur, our performance has not improved much since the disasters of Bosniaand Rwanda," .
"Sixty years after the liberation of the Nazi death camps, and 30 years after the Cambodian killing fields, the promise of never again' is ringing hollow."
Kofi Annan
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kynning, Matur og drykkur, Trúmál og siðferði | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 237
- Frá upphafi: 1353057
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Hvað ættu Íslendingar að geta gert, fyrr en byssurnar hafa þagnað? Ekki eigum við her, svo ekki getum við sent hermenn. Við getum auðvitað komið að aðstoð við flóttafólk en hvað annað en það?
Daði Einarsson, 24.8.2007 kl. 14:19
Við höfum nú hingað getað sent hermenn erlendis þótt við höfum ekki fastaher.
Það væri vissulega mikil sæmd í því ef við sendum leiðangurshersveit til Súdan.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:51
Það er þvæla að Ísrael sé eina lýðræðisríkið í miðausturlöndum. Þegar Hamas sigraði kosningarnar í Palestínu höfðu alþjóðlegir eftirlitsmenn nánast engar athugasemdir við framkvæmd kosninganna. Það hefur reyndar margt farið á verri vegin síðan og meðal annars vegna þess að hvorki Ísrael né Vesturlönd vildi una úrslitum lýðræðislegra kosninga og settu Palestínu í kjölfarið á vonarvöl fjárhagslega.
Ennig er lýðræði í Líbanon og Jemen. Það er einnig kosið til þings í Egyptalandi þó lýðræði þar sé vissulega ekki eins þróað og á Vesturlöndum og þætti ekki merkilegt í þeim heimslhuta.
Hvað Ísrel varðar þá er það álíka mikið lýðræðisríki og Suður Afríka var á tímum Apartheid. Til að land geti talist lýðræðisríki verður kosningaréttu að vera almennur en ekki bundin við til dæmis húðlit eða trúarbrögð.
Það eru reyndar til múslimar með kosningarétt í Ísrael en það er undantekningin. Gyðingar, sem flytja til Ísrael fá samstundis ríkisborgararétt og þar með kosningarétt en aðrir innflytjendur fá hvorki ríkisborgararétt og þar með ekki kosningarétt.
Þó þeir múslimar í Ísrael, sem hafa kosningarétt hafi líka kjörgengi og geti því orðið þingmenn og ráðherrar, þá eru æðstu ráðherraembættin frátekin fyrir gyðinga og aðrir geta ekki fengið þau.
Svo má ekki gleyma palestínskum flóttamönnum, sem fá ekki einu sinni að snúa aftur heim til sín hvað þá að þeir hafi kosningrétt í sínu eigin landi.
Sigurður M Grétarsson, 24.8.2007 kl. 21:24
Frábær predikun hjá þér í dag Vilhjálmur. Ég fjallaði um svipað efni í gær, sem finna má hér: Jihad í Afríku
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.8.2007 kl. 21:36
Fáein orð til Sigurðar M. Grétarssonar. Ef Hamas heldur kosningar í landi, er örugglega ekki lýðræði í landinu. Ef maður styður Hamas er maður ekki lýðræðissinni. Svo einfalt er það nú.
Gaman hefði verið heyra frá þér um lausnir á vandanum í Darfúr, en þú virðist því miður enn sjá öll vandamál þín og Palestínumanna upprunin hjá Gyðingunum í Palestínu. Það er einfaldlega meinloka, og þú hjálpar ekki Palestínumönnum með henni. Stjórnvöld í Súdan segjast líka vera lýðræðissinnar. "Sterki meirihlutinn ræður", það er lýðræðishugmynd Íslams. "Við erum fjölmennastir, við ráðum" það er það sem þú þarft að undirbúa þig undir Sigurður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2007 kl. 02:25
Pétur Guðmundur og Daði, ég þakka ykkur fyrir komment. Stór og rauðskeggjaður víkingur eins og Daði mundi einfaldlega hrekja stjórnarliða Súdana á braut bara ef hann sæist á svæðinu, svo hermannlegur er hann.
Sammála þér Pétur, Íslendingar gætu alveg haldið úti leiðangurshersveit í stað þess að borga fyrir viðhaldið á vopnabúrum Palestínumanna. Enn hvað með að nýta vinskapinn við Palestínumenn og kunnáttu þeirra í hernaði og styrkja þá til að fara með til Súdan undir íslenskum fána og berjast þar fyrir góðan málstað?
Íslendingar gætu að sjálfsögðu líka sent inn lið lækna og hjúkrunarfólks og mat áður en byssurnar þagna. En því miður er eina lausnin á helförinni í Darfúr hernaður gegn böðlunum sem nota rússnesk hátæknivopn til að útrýma allslausu fólki í eyðimörk í nafni Allah.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2007 kl. 02:41
Sæll Loftur,
fín grein hjá þér, sem ég hafði ekki séð vegna anna.
Ekki hafði ég tekið eftir heimboði Ólafs Ragnars fyrir böðulinn Omar al Bashir. Ólafur hefi einfaldlega átt að neita að taka á móti manninum, eins og þegar hann hér um árið, ásamt öðrum, neitaði að fara í kvöldverð með Shimon Peres. En það er greinilega ekki sama hver maðurinn er.
Farið eindregið á síðu Lofts og lesið grein hans, grein sem íslenskir fjölmiðlar myndu aldrei birta, vegna pólitísks rétttrúnaðar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2007 kl. 02:56
Eitilharður og góður ertu í þessum pistli þínum, Vilhjálmur.
Tek undir með þér og t.d. honum Petri Guðmundi.
Hafði sjálfur einmitt hugsað mér að blogga um það ...
þ.e.a.s. í hans stíl, en þú ert sá, sem velt getur steinunum.
Jón Valur Jensson, 25.8.2007 kl. 02:57
Ég er búinn að blogga mikið um þvagleggi en á eftir þarmahreinsunna. Það verður næsta númer! Mér varð hins vegar hugsað til þín um daginn þegar ég las frétt um að Eistar voru að kæra níræðann kall fyrir að hafa flutt landa sína í útlegð til Síberíu og sagt var að Eistar væru duglegir að elta uppi slíka menn. En það sem mér dattt í hug var hvort þeir væru eins duglegir að elta þá uppi sem ofsóttu gyðinga í Eistlandi en mér skilst að þeir hafi lagt sig alla fram við slíkar ofsóknir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2007 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.