Leita í fréttum mbl.is

Fornminjarnar, hinn forni fjandi

Oddur og Nafni konungs

10. gr.  Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja ţćr, laga né aflaga né úr stađ flytja nema međ leyfi Fornleifaverndar ríkisins.

13. gr.  Nú finnast fornleifar sem áđur voru ókunnar og skal finnandi ţá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er ţeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast viđ framkvćmd verks skal sá sem fyrir ţví stendur stöđva framkvćmd uns fengin er ákvörđun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og međ hvađa skilmálum.

Ţetta segja nú Ţjóđminjalög.

Bóndi vestur á landi hafđi ađra skođun er hann fann fornan spjótsodd í jörđu ţegar hann gróf fyrir brunni. Hann hunsađi lögin og sagđi, ađ ţví er virđist nokkuđ upp međ sér: „Ég passađi mig bara ađ setja brunninn niđur fyrst svo ţeir gćtu ekki stoppađ ţađ af".

Ţeir sem bóndinn er ađ tala um ef Fornleifavernd Ríkisins. Fornleifaverndin kom svo á stađinn og greip í tómt enda bóndinn búinn ađ umturna öllu svo rannsóknir voru fyrir bí. Skýrsla stofnunarinnar hljóđar í stuttu máli svo: "ólíklegt ađ fleiri fornminjar leynist í jörđ ţar sem oddurinn fannst, auk ţess sé nú búiđ ađ raska svćđinu svo mikiđ ađ ekki sé hćgt ađ ganga úr skugga um ţađ".

Ađ öllum líkindum er oddurinn frá síđari hluta Víkingaaldar eđa 11. öld ef dćma má út frá myndinni sem sýnir glađan brunneiganda og spjótsoddinn.

Fréttablađiđ greinir frá ţessum sérstćđa fornleifafundi sumarsins en finnst greinilega merkilegastur draumur bóndans í ţjóđlegu lopapeysunni. Eigandi atgeirsins kom í draumi til bóndans haldandi um skaftiđ, en af var oddurinn. Ţetta er kannski besta lýsingin á ţjóđminjalögunum. Ţau eru til einskis nýt, ef menn geta endalaust eyđilagt fornleifar án ţess ađ bera ábyrgđ.

Vođa er nú erfitt fyrir Íslendinga ađ fara ađ lögum og bera smá virđingu fyrir menningararfi sínum. Sums stađar ríkir algjör Menningarnótt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Ég furđađi mig líka á ţessari frétt. Algjört virđingarleysi virđist ríkja hjá öllum ţeim sem ţarna koma viđ sögu.

Á vef Menntamálaráđuneytis er ađ finna tilkynningu um skipun fornleifanefndar, frá 2001 !!!

Umbođ ţessarar nefndar er til 2005. Getur veriđ ađ menn hafi ekki nennt ađ skipa nýja nefnd ?

Skipun fornleifanefndar

23.10.2001

Menntamálaráđherra hefur skipađ fornleifanefnd sbr. 7. gr. Ţjóđminjalaga nr. 107/2001. Skipunin er til fjögurra ára frá 15. október 2001 til 14. október 2005.



Fornleifanefnd er ţannig skipuđ:

Valborg Snćvarr, lögfrćđingur, formađur, skipuđ án tilnefningar, Garđar Guđmundsson, fornleifafrćđingur, varaformađur, skipađur samkvćmt tilnefningu Félags íslenskra fornleifafrćđinga, Steinunn Jóna Kristjánsdóttir, fornleifafrćđingur, skipuđ samkvćmt tilnefningu Fornleifafrćđingafélags Íslands, Kristinn Magnússon, fornleifafrćđingur, skipađur án tilnefningar, Haraldur Ólafsson, prófessor, skipađur án tilnefningar,



Varamenn eru:

Arnfríđur Einarsdóttir, lögfrćđingur, skipuđ án tilnefningar, Agnes Stefánsdóttir, fornleifafrćđingur, skipuđ samkvćmt tilnefningu Félags íslenskra fornleifafrćđinga, Björn Stefánsson, fornleifafrćđingur, skipađur samkvćmt tilnefningu Fornleifafrćđingafélags Íslands, Birna Gunnardóttir, fornleifafrćđingur, skipuđ án tilnefningar, Jónas Kristjánsson, fyrrv. forstöđumađur, skipađur án tilnefningar.



Hlutverk fornleifanefndar er ađ fjalla um mál sem skotiđ er til hennar á grundvelli 1. mgr., 7. gr. ţjóđminjalaga, sem hljóđar svo: Heimilt er ađ skjóta ákvörđunum Fornleifaverndar ríkisins er varđa rétt eđa skyldu manna, svo sem ákvörđunum er varđa leyfisveitingar og rannsóknir, sbr. 10. gr., stöđvun framkvćmda, sbr. 13. og 14. gr. og leyfisveitingar, sbr. 15. gr. til úrskurđar fornleifanefndar.

Menntamálaráđuneytiđ, 23. október 2001

Loftur Altice Ţorsteinsson, 19.8.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nefndin hefur víst starfađ í mýflugumynd og er einvörđungu starfandi vegna vandamála, vafamála og ţvíumlíks, en veitir ekki leyfi.

Ég finn heldur ekki yngri nefnd en ţá sem ţú nefnir hér ađ ofan. Ég hef heldur ekki fylgst mikiđ međ ţessu nefndarstússi og hef ekki veriđ beđinn um ađ vera međ í slíkri nefnd síđan á 10. áratugnum. Ţá ţótti ţá of mikill harđlínumađur, enda veitti ţáverandi nefnd mönnum leyfi til ađ gera allan fjárann. Ég man eftir alvarlegu dćmi um mann sem fékk ađ reisa sumarbústađ ofan í forn- og náttúrminjar. Ţađ var krataráđherra, sem er mikill náttúrverndarsinni, sem ćrđist ţegar hann heyrđi ađ vinur hans og sumarbústađurinn hans fengju ekki náđ fyrir augum fornleifafrćđinga, sem gerđu vettvangskönnun á stađnum. Máliđ endađi međ ţví í fornleifanefnd, ađ manninum var leyft ađ byggja sumarbústađinn.

En er ţađ ekki annars flott dćmi um fyrirgreiđslu, ađ leyfa manni ađ ganga beint úr sumarbústađ sínum út í kumlateig á einum fallegasta stađ á landinu?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2007 kl. 16:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband