Leita í fréttum mbl.is

Eyđilegging Jerúsalems - mun aldrei takast

 Istanbuli2

Ég á gamla stálstungu sem ég held mjög mikiđ upp á. Hún sýnir gyđinga í Istanbuli samkunduhúsinu í Jerúsalem áriđ 1825. Istanbuli var reist áriđ 1764 á gyđingum frá Tyrklandi. En fljótlega var húsiđ einnig notuđ af gyđingum frá Kúrdistan, Norđur og Vestur-Afríku og meira ađ segja frá Hollandi.

Eitt af ţví sem einkennt hefur hersetuliđ í Jerúsalem, hefur veriđ skipulögđ eyđilegging ţeirra á samkunduhúsum og musterum gyđinga. Allir borginni óviđkomandi reyndu ađ útrýma menningu ţeirra og tilvist. Musteriđ í Jerúsalem var fyrst eyđilagt af Babýloníumönnum áriđ 586 f. Kr. Annađ musteriđ var eyđilagt af Rómverjum áriđ 70 e. Kr. Á musterishćđ hafa síđan á 7. öld e. Kr. stađiđ helgar byggingar múslima, sem gyđingar mega ekki nálgast. 

Grátmúrinn í dögun

Áriđ 1948 brenndu og eyđilögđu arabar fjögur forn samkunduhús sefardískra gyđinga í Jerúsalem.

Emtzai

Hurva samkunduhús Askenasa var sprengt í loft upp áriđ 1948.

destrhurva

Svona leit Hurva út áđur en ţađ gerđist. Nú er veriđ ađ endurreisa samkunduhúsiđ í sinni upphaflegu mynd eftir gömlum teikningum og ljósmyndum. Hurva var hér áđur ađalguđshús frćga rabbína frá Litháen. Ţađ voru nefnilega líka gyđingar í Palestínu. Ţeir voru ţar alla tíđ og líka á undan ţeim fjölleita og -lynda hópi sem kalla sig Palestínumenn.

Áriđ 1967 níddust Jórdanar á Yochanan ben Zakai sýnagógunni, sem er frá 17. öld. Ţar voru máski ađ verki sömu jórdönsku hermennirnir sem myrtu ţúsundir Palestínumanna hinn skćđa svarta septembermánuđ áriđ 1970 og mánuđina á eftir. Heilög bygging er ekki eins mikils virđi og mannslíf, en hvorki líf gyđinga né guđshús hafa veriđ hátt skrifuđ međal araba. Ţađ sýnir sagan okkur. Síđast í fyrra, er Ísraelsmenn yfirgáfu Gaza, réđust Palestínumenn á samkunduhús ţeirra, báru ađ ţeim eld og eyđilögđu. Slíkt virđingarleysi skapar ekki friđ.

Nú ţegar Fatah segist vera horfin frá stuđningi viđ vopnađa baráttu, eru ţeir komnir miklu lengra en leikhópurinn í stuđningsfélagi Palestínumanna á Íslandi. Ef treysta má Fatah, er orđiđ meira sennilegt ađ eyđilegging Jerúsalems muni ekki takast á nćstunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já ţökk fyrir samantektina. Ţađ hefur veriđ eftir ţví tekiđ ađ ţeir eru mjög snöggir ađ svívirđa helgidóma annarra. Svo mátti Sharon ekki stíga fćti á Musterishćđina í námunda viđ ţeirra eiginmosku, ţá fer af stađ styrjöld. Musterishćđina. Ţar sem taliđ er ađ allt frá dögum Salómons hafi stađiđ  mesti helgidómur okkar "hebreatrúar" Yahwe ţar til hann var endanlega tćttur niđur 70 e. Krist. Slíkur stađur vćri nú í augum múslima helgasti stađur á jörđu. Ţarna hafa ţeir nánast óáreittir haft moskuna sína. Ţađ er ekki sama Jón og séra J'on ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.7.2007 kl. 02:10

2 Smámynd: Ţórdís Bára Hannesdóttir

Furđulegt ađ friđartrúarbrögđ skuli vera notuđ í aldarlöng stríđ.  Mikiđ erum viđ mennirnir komnir stutt í ţroskaferlinu.  Er ţađ ekki?

Ţórdís Bára Hannesdóttir, 28.7.2007 kl. 11:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband