26.6.2007 | 02:58
Er ekki nóg komið?
Barak í egypska dagblaðinu Al-Akhbar
Ég hef fengið nokkra gesti í heimsókn á bloggið mitt, sem eru miklir stuðningsmenn Palestínumanna. Ein helstu rök þessara manna eru samlíkingar þeirra á Ísraelsríki við Þýskaland nasismans.
Mig langar að benda þeim á að EUMC (European Monitoring Centre on Racism and Xenophobia) hefur sett ákveðna staðla á hvað gyðingahatur er. Samkvæmt reglum EUMC eru þessir tveir- þrír gestir mínir, sem sí og æ líkja Ísraelum og gerðum þeirra við nasista og óyndisverk þeirra, gyðingahatarar (rasistar). Síðast í fyrradag þegar ég birti opið bréf til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, kom einn af þessum gyðingahöturum í heimsókn.
Niðurstöður EUMC varðandi gyðingahatur sem tengist Ísrael eru þessar:
- Denying the Jewish people their right to self-determination, e.g., by claiming that the existence of a State of Israel is a racist endeavor.
- Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.
- Using the symbols and images associated with classic anti-Semitism (e.g., claims of Jews killing Jesus or blood libel) to characterize Israel . . . .
- Drawing comparisons of contemporary Israeli policy to that of the Nazis.
- Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.
Bendi ég mönnum á að lesa þessa ágætu grein eftir Dr. Manfred Gerstenfeld til að fræðast um skilgreiningu EUMC á gyðingahatri.
Ef ég sé fleiri landa mína líkja Ísraelsríki við Hitler-Þýskaland, hef ég samband við EUMC, ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) og SÞ og bið stofnanirnar að hafa samband við dómsmálaráðuneytið í Reykjavík til að biðja það að hefja viðeigandi ráðstafanir gegn gyðingahatri á opinberum vettvangi á Íslandi.
Vinsamlegast lesið dæmi um gyðingahatur, sem ég safnaði saman á einni kvöldstund í fyrra, hér til vinstri á síðunni eða hér
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Kynning, Menning og listir, Vefurinn | Breytt 27.6.2007 kl. 20:20 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352110
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ég las grein þína um gyðingahatur hér á landi, og mér misbauð gjörsamlega. Þó svo að ég væri ekki trúuð persónu mundi þessi skrif misbjóða mér. Þú ert að gera góða hluti og ég styð þig heilshugar, við erum ekkert bættari fyrir vikið að afneita því að gyðingahatur hefur og er að færast í aukanna.
Linda, 26.6.2007 kl. 15:13
Þakka þér fyrir Linda. Ég leyfi mér þó að halda, að meirihluti íslensku þjóðarinnar sé með með sönsum og blöskri þetta líka.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.6.2007 kl. 18:57
Ekki veit ég hverja þú ert að kalla gyðingahatara hér en miðað við svör þín við gagnrýni minni á bréf þitt til Ingibjargar Sólrúnar rennur mér í grun að þú eigir meðal annars við mig.
Endilega sendu öll mín skrif til EUMC,
Sigurður M Grétarsson, 26.6.2007 kl. 23:18
Ýti aftur óvart á senda takann áður en ég er búinn með greinina. Hér kemur framhaldið.
Endilega sendu öll mín skrif til EUMC, ECRI, Sþ og Dómsmálaráðuneytisins og biddu þá um að kæra mig fyrir gyðingahatur. Þeir munu hlægja að þér einfaldlega vegna þess að það er ekkert í mínum skrifum, sem getur flokkast undir gyðingahatur. Gagnrýni á framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum er ekki gyðingahatur frekar en að gagnrýni á framferði Rússa gagnvart Téténum sé fordómar gagnvart rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni eða gagnrýni á framferði Breta á Norður Írlandi sé fordómar gagnvart ensku biskupakirkjunni.
Ef einher skrif á bloggsíðu þinni eiga erindi til dómsmálaráðuneytisins eru það skrif þín þar, sem þú kallar menn "gyðingahatara" að ósekju.
Hvernig væri að rökræða um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs við þá, sem eru ósammála þér um hverjir beri þar mestu sökina í stað þess að uppnefna þá með nafngift, sem þeir eiga engan vegin skilið? Svona framferði er dæmigert framferði rökþrota manns.
Sigurður M Grétarsson, 26.6.2007 kl. 23:25
Elsku Sigurður, þú og vinir þínir í atvinnumennskunni við stuðninginn við hryðjuverk ættuð að lesa greinagerðir EUMC, Evrópuráðsins, SÞ og annarra stofnana. Lestu grein Gerstenfelds. En fyrst og fremst, kynntu þér sögu Seinni Heimstyrjaldarinnar og hörmungar hennar áður en þú notar hana til að baða þér upp úr eymd Palestínuþjóðarinnar.
Mig hefur alls ekki þrotið rök; ég bendi þér einfaldlega á að fara varlegar í hlutina og kynna þér þá betur.
Ég skil vel áhyggjur þínar af Palestínumönnum. Múslimir verða að hjálpa bræðrum sínum. Þeir gera það ekki með vopnum, hatri , útrýming og fyrirlitningu fyrir öðrum þjóðum. Í virðingu felst lausnin. Réttur tilvista Ísraelsríki er óumdeilanlegur. Meðan Palestínumenn tala um útrýmingu Ísraelsríkis og jafnvel gyðinga á samlíking þín á nasistum aðeins rétt á sér í tengslum við Palestínumenn.
Samlíkingar þínar og annarra gesta hér á PostDocs eru frekar virðingarsnauðar. Þú ert aö eigin sögn jafnaðarmaður og ættir að vita betur, þó svo að rotin egg hafi verið til meðal ykkar, eins og t.d. Jónas Guðmundsson, sem þú getur lesið um í grein eftir mig um gyðinga á Íslandi, sem hægt er að lesa á spássíunni til vinstri.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2007 kl. 02:25
Bara svona til að byrja með. Ég hef aldrei stutt hryðjuverk hvorki í atvinnumennsku né sjálboðavinnu. Ég spyr enn og aftur. Hvernig væri að koma með rök í stað þess að kalla mig uppnefnum, sem engan vegin eiga við? Ég hef lesið svör við öllum greinum þínum upp á síðkastið og hef ekki séð eina grein, sem flokkast getur undir gyðingahatur eða stuðning við hryðjuverk.
Þú segist ekki vera rökþrota en kemur ekki með nein rök eða svör við spurningum, sem beint er til þín. Ég kem því með þessa spurningu aftur.
Hvað er það, sem gerir hernám Ísraela í Palestínum svo sérstakt að íbúar hernámssvæða þeirra hafi ekki sama rétt til vopnaðrar andspyrnu við hernámið eins og íbúar annarra hernámssvæða nú og fyrr hafa og hafa haft samkvæmt alþjóðalögum?
Þjáningar Palestínumanna stafa ekki af því hvernig önnur ríki múslima hafa hagað sér heldur af því hvernig hið grimma hernámsveldi Ísrael hefur hagað sér.
Réttur tilvistar Ísraelsríkis er ekki óumdeildur. Það er fjöldi ríkja, sem ekki viðurkennir tilvist Ísraelsríkis til dæmis Indónesía eins og þú sjálfur segir frá í öðru erindi hér á bloggsíðu þinni. Hitt er annað mál að í samþykktum Sameinuðu þjóðanna er tilvist Ísraelsríkis viðurkenndur en aðeins innan þeirra landamæra, sem þeim var úthlutað með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Öll önnur svæði, sem Ísrelar ráða yfir eru ólögleg hernámssvæði eða stolið land. Þar á meðal er Jerúsalem. Réttur Palestínumanna til að berjast fyrir frelsi sínu og landi er einnig viðurkenndur samkvæmt alþjóðalögum. Í því felst réttur þeirra til árásar á hernaðarleg skotmörk og þar með talda ísraelska hermenn.
Hvað varðar skilgreiningar EUMC á gyðingahatri þá eru þrjár af þeim fimm, sem þú vitnar þarna í út í hött. Það að tala illa um þjóðríkið Ísrael getur ekki á nokkurn hátt talist gyðingahatur. Það eru því aðeins skilgreiningar þrjú og fimm, sem geta talist gyðingahatur. Ekki veit ég hvers konar fyrirbrygði þetta EUMC er en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að einhver þjóðríki í Evrópu taki skilgreiningar eitt, tvö og fjörur alvarlega.
Ég er jafnaðarmaður og friðarsinni. Þess vegna fordæmi ég hernám og grimmilega kúgun á íbúum hernámssvæða eins og Ísraelar hafa ástundað í meira en hálfa öld. Þess vegna tek ég málstað þeirra kúguðu gegn kúgurum þeirra. Engin sannur jafnaðarmaður og friðarsinni getur stutt framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum.
Sigurður M Grétarsson, 27.6.2007 kl. 18:29
Sigurður, friðarsinni og jafnaðarmaður, ef þú vilt setja reglurnar í EUMC, skrifaðu þeim og segðu þeim skoðun þína og hvað þú hefur skrifar um Ísrael. Evrópuríki taka EUMC alvarlega, en "jafnaðarmenn" og margir vonlausir vinstrimenn eru að reyna við rasismann á fullu.
Ég hef þegar lesið skoðun þína. "I AM NOT IMPRESSED".
Lifðu samt heill! Ég mæli með því að þú verðir gerður að fyrsta ritara í sendiráði Ingibjargar Sólrúnar, hvort sem það verður á Sprengjuleirum á Vesturbakka eða í Gíg í Hamastan. En diplómatíu verður þú víst að læra áður en þú ferð.
Ég ef fullviss um að þú ert góður maður, en á milli skoðana okkar eru t.d. 6 milljónir manna, og það þykir mér vont.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2007 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.