22.6.2007 | 18:47
Azzah
Azzah árið 1857
Azzah, eða Gazaborg eins og hún heitir á arabísku, er ævagömul borg. Borgin var að öllum líkindum stofnuð af Egyptum, en var síðar undir yfirráðum Filistea, sem sumir rugla vísvitandi við hinn mög svo blandaða hóp Palestínumanna nútímans. Borgin lá í alfaraleið milli Egyptalands og Asíu og var því mikilvæg fyrir verslun og íbúarnir voru fyrr á tímum velstæðir mjög. Um 150 f. Kr. réðu Gyðingar það ríkjum en var bolað burt af Rómverjum. Síðar var borgin byggð kristnu fólki. Alla tíð bjuggu þó Gyðingar í borginni og mikils metnir rabbínar og lærifeður störfuðu þar. Margoft var reynt að koma gyðingunum í burtu og voru þar að verki alls kyns "illmenni" og "ruddar": Persar, krossfarar, múslimir, Tyrkir og Bretar.
Eitt stærsta samkunduhús gyðinga til forna var í Azzah. Egypskir fornleifafræðingar fundu rústir samkunduhússins árið 1966. Þegar þeir birtu niðurstöður sínar, héldu þeir því fram að þetta væru rústir kirkju. Ári síðar, rétt áður en Ísraelsmenn hertóku svæðið, fundust leifar mósaíkmyndar af Davíð konungi, syni Jesse. Egypsku fornleifafræðingarnir birtu grein um fund sinn og héldu því fram að mósaíkmyndin sýndi Orfeus, þó svo að yfir myndinni stæði "Davíð" á hebresku. Skrítið hvernig men geta tapað allri glóru vegna haturs.
Hann Allan Johnston, sem nú er í Gaza í boði "vina" sinna, skrifaði árið 2004 um fornleifarannsóknir og fornleifar á Gazaströndinni. Honum tókst að greina frá sögu svæðisins án þess að nefna Gyðinga. Nú sýpur hann seyðið af vinsemd sinni við vitleysingana, sem eru að eyðileggja svæðið.
Alvarlegra er, að margar fornminjar sem til vitnis eru um veru gyðinga á þessu svæði, hafa verið eyðilagðar af Palestínumönnum í viðleitni þeirra að sýna hinum auðtrúa umheimi, að þeir hafi búið frá örófi alda á svæðinu. Tengdafaðir forseta íslenska lýðveldisins á reyndar ýmsar merkar fornminjar sem sýna tilvist gyðinga í Gaza fyrr á öldum, áður en Palestínumenn "urðu til".
Til þess að gera langs sögu stutta: Árið 1929 voru gyðingar sem búsettir voru í Gaza þvingaðir í burtu af Bretum eftir að arabar höfðu myrt 150 Gyðinga í borginni
Og ef dæma má út frá þessu frímerki, höfðu Egyptar ákveðnar skoðanir á yfirráðum sínum yfir Gaza árið 1948. Hugsið ykkur hvernig ástandið í Gaza hefði verið ef Egyptar hefðu þar enn yfirráð.
Ísraelar ("búsetar") yfirgáfu Gazaströnd árið 2006. Enn er þeim þó kennt um skálmöldina þar og blaðamenn tala enn um hersetu Ísraels. Ef það hefur farið fram hjá löndum mínum, þá stjórna hryðjuverkasamtökin Hamas Gaza í dag þessum landskika í raun. Þau eru studd af einfeldningum á vesturlöndum, sem vantar einhvern að hatast út í til að upphefja sjálfa sig.
Fyrir skömmu ætlaði utanríkisráðherrann okkar, hún Ingibjörg Sólrún, að heimsækja þetta litla strandríki til að eiga samleið með Norðmönnum í stuðningi þeirra við Palestínumenn. Ég minni menn gjarna á að Norðmenn eru þjóðin sem ekkert sagði þegar gyðingum Noregs var smalað í skip til Þýskalands áleiðis til Auschwitz, en þeir halda ekki vatni né sönsum ef soðinn er krabbi í beinni útsendingu í norska sjónvarpinu. Ingibjörg Sólrún á samleið með þjóð sem reyndi að setja peninga myrtra norskra gyðinga í eigin vasa og sem nú sendir sekkjafylli, nei gáma af peningum til Hamas. Ingibjörg vill eiga samleið með Norðmönnum sem styrkja áframhaldandi morðöldu meðal Palestínumanna. Á fé Íslendinga að fara í sömu vitleysuna?
Mér var hugsað til eins atriðis varðandi Gaza. Þegar Ísraelsmenn gjalda í sömu mynt fyrir eldflaugaárásir Hamas á saklaust fólk í Ísrael, segja fréttastofur einatt frá því hve margir óbreyttir borgarar hafi fallið í Gaza. Þegar Hamas og Fatah berast á banaspjót eru oftast aðeins upplýsingar um tölu fallinna og særðra, en ekkert um fjölda fallinna óbreyttra borgara. Er þetta ekki dálítið skrítið? Ef til vill fær Ingibjörg Sólrún skýringu á þessu í ferð sinni til Gaza. Gazalega verður gaman þá.
Ítarefni um sögu gyðinga á Gaza.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt 1.9.2018 kl. 18:26 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 10
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1352704
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
"...Filistea, sem sumir rugla vísvitandi við hinn mög svo blandaða hóp Palestínumanna nútímans."
Áhugaverð setning, í ljósi þess hve útbreiddur ruglingur er á milli Ísraelíta til forna og "gyðinga" nútímans. Það er einmitt sá misskilningur sem gerir það að verkum að þeim var afhent land sem fæstir þeirra geta gert nokkurt genetískt eða sögulegt tilkall til.
G. H. (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 19:13
G. H. , þú ert sannur Norðmaður, enda genetískt kominn af þeim - eða kannski ertu bara erfðafræðilega séð Kelti eða jafnvel Sami ("Lappi"). Þú ættir að fara aftur "heim", því þú hefur sögulegt og genetískt tilkall til eins og jafnvel tveggja smákonungsdæma í Noregi.
Ég skil ekki rök þín og mig grunar að þú sért að tala um eitthvað sem er þér ofviða
Gyðingar og Ísraelítar eru ekki bara erfðafræðilega stærð eins og þú og restin af "hreinu" hjörðinni hans Kára Stefánssonar á Fróni.
Gyðingar eru ekki "rasi" eins og Hitler hélt og byggði útrýmingarherferð sína á. Gyðingar eru miklu meira en eitthvað sem hægt er að mæla með litningum og stærð nefsins.
Gyðingum var afhent það land, sem þeir höfðu búið í í aldaraðir, og bjuggu í, þegar er "þeim var afhent það" árið 1948.
Palestínumenn, sem heldur eru ekki "genetísk" og einleit "þjóð", og vinir þeirra eins og G.H. vilja helst ekkert heyra um tilvíst gyðinga og tína til svona kjánarök, "genetískar og sögulegar" sannanir.
G. H. þú virðist hafa misst úr nokkra sögutíma og jafnvel ekki mætt í kristinfræðitímana.
Reyndar sýna erfðafræðirannsóknir og líkamsmannfræðilagar rannsóknir á hluta gyðinga nútímans, að þeir eru náskyldir því fólki sem byggði landið um Krists burð. Mítókondrial rannsóknir sýna einnig að formóðir gyðinga, bæði sefarda og askenaza, er ættuð frá Miðausturlöndum.
G.H., hvar voru forfeður þínir þegar Gyðingurinn Jésús var við störf? Í hellum í Neanderthal eða að eltast við gamlar geitur í Guðbrandsdal?
Sama hvaða sauðahúsi þú ert af, ertu velkominn með skoðanir, en undirbyggðu þær betur næst þegar þú kemur í heimsókn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.6.2007 kl. 19:42
Þúsund þakkir fyrir baráttu þína í þágu Ísraels.
Linda, 23.6.2007 kl. 02:18
Gott mál hjá þér Vilhjálmur, að fjalla um Gaza. Vonandi verður einhvern tíma friður á svæðinu, til að rannsaka betur fortíð þess.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.6.2007 kl. 19:11
Kvittun. Flott Villi. En bara spurning; ætli fornir Sephardim á Gasa hafi síðar farið vestur, þaðan áfram upp og endað í Hollandi?
En til samanburðar má nefna, að albönsk ætt settist að í Landinu helga, drap þar og útrýmdi ætt, sem kallaðist Husseini og ku hafa verið kominn frá Mekku, tók yfir eignir hinnar útrýmdu og, það sem meira er, nafn hennar.
Þessi nýja Husseini ætt varð síðan með valdamestu ættum á svæðinu. Af henni kom síðar sá maður, sem kallaði sig Yasser Arafat. Já Albanir hafa tekið yfir fleiri staði en Kosovo!
Snorri Bergz, 23.6.2007 kl. 20:54
Ég heillast af skrifum þínum hvort heldur sem er af afstöðu þinni, gagnasöfnun, málefnum, rannsóknarfærslum o.fl.
Ég segi bara; Takk,takk og hafðu góðan dag og biðjum (berjumst) öll fyrir þjóð drottins og Jerúsalem.
Gestur Halldórsson, 24.6.2007 kl. 10:17
Þakka ykkur öllum fyrir. Mér þykir þú segja tíðindi Snorri. Arafat allt í einu orðinn Albani, alveg eins og Móðir Teresa. Höfuðbúnaður þeirra var reyndar nokkuð líkur. Hvar getur maður lesið um þetta? Hjá Nóbelnefndinni?
Fornleifar eru óhemjulega mikið notaðar af Hamas í áróðri þeirra. Því er sífellt haldið fram, að Ísraelsher eyðileggi vísvitandi fornleifar. Fornleifarrannsóknir eru leiðinlegar þegar fornleifafræðingarnir verða stjórnmálamenn og láta "frelsishetjur" misnota lærdóm sinn. Það á því miður við um flesta og franska og breska fornleifafræðinga sem hafa verið að rannsaka á Gaza á síðustu árum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.6.2007 kl. 10:30
Þegar talað er um skipulega eyðingu minja til að láta líta út fyrir að þeirra eign menn hafi alltaf byggt ákveðin svæði tel ég rétt að bæta inn í þessa umræðu því að Ísraelar hafa í gegnum tíðina jafnað að minnsta kosti 300 og jafnvel allt að 450 palestínskum bæjum og þorpum við jörðu eftir að hafa hrakið íbúana á brott með vopnavaldi og byggt eigin bæji og þorp í staðinn. Svona bara til að nefna það þá er það gyðingur, sem hefur hvað mest safnað upplýsingum um þessa bæji og þorp. Það voru krækjur í upplýsingar um þetta á heimasíðu félagsins Ísland Palestína en þeir hafa breytt síðunni sinni þannig að ég finn þetta ekki núna og get því ekki nefnt nafn mannsins.
Sigurður M Grétarsson, 24.6.2007 kl. 22:02
Villi: Dror Ze'vi: An Ottoman Century. The Disctrict of Jerusalem in the 1600s (NY: State University of NY Press, 1996).
Snorri Bergz, 25.6.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.