Leita í fréttum mbl.is

Saumavélasaga

 

Singer 

Gott framtak. Mikið er gott að sjá að íslenskir innflytjendur saumavéla fái samkeppni.

Blaðamaðurinn veltir fyrir sér af hverju ekki sé opið á bás saumavélaseljandanna á laugardag. Á því eru örugglega eðlilegar skýringar. Ef til vill langar sölufólkinu að Gullfossi og Geysi?

Fyrirtækið Jerry Fried er í eigu gyðings og starfsmenn flestir gyðingatrúar. Fyrirtækið hefur aðsetur í Gateshead, úthverfi Newcastle, þar sem búa nokkuð stórir söfnuðir gyðinga,  m.a. söfnuður eins heittrúaðasta safnaðar gyðinga í heiminum. Kannski heldur starfsfólk Frieds hvíldardaginn heilagan á laugardag.

Ég varð fyrir þeirri miklu ánægju að kynnast nokkrum úr hópi Gateshead-gyðinga vorið 1989, þegar ég kynntist rabbínanum og læriföðurnum Bezalel heitnum Rakov. Okkar kynni bar að á afar einkennilegan hátt. Ég var að koma frá Newcastle til háskólaborgarinnar Durham, þar sem ég stundaði rannsóknir. Ég hafði farið til Newcastle með vini mínum, Wu frá Kína, til að kaupa í matinn fyrir kínverska veislu sem við ætluðum að undirbúa. Verð ég þá vitni að því er enskir plebbar voru að angra gyðingfjölskyldu sem var stödd í Durham. Ég hafði séð þau fyrr um daginn þegar ég fór á lestastöðina. Ensku fólin flýðu þegar þau sáu mig og Wu bera að garði. Fyrir utan hinn mjög hávaxna rabbína, var með honum kona hans mjög lávaxin, sonur hans með stærsta nef sem ég hef séð, og þroskaheft dóttir. Ég talaði við rabbí Rakov og hann bauð mér síðar heim til sín til Gateshead. Það var einkennileg heimsókn. Meðan á henni stóð komu margir kápuklæddir gyðingar með alskegg og slöngukrullur (peyot), til að sjá þennan merkilega mann frá "outer space", sem að sögn þeirra, "hafði bjargað rabbína þeirra frá bráðum bana í Durham".  Mér fannst það sem gerðist ekki eins alvarlegt og þeim, en skömmu áður hafði ítalskur námsmaður reyndar verið stunginn niður og myrtur í Durham og íkveikja var í húsinu, Kepier House, sem ég bjó í ásamt 14 öðrum útlendingum. Hollenskur námsmaður, sem nú er embættismaður í Evrópubandalaginu, heyrði einhverja hrópa um nóttina að  þeim langaði að "drepa helvítis útlendingana". Við sem í húsinu bjuggum, flýðum út um brunastiga um miðja nótt.

Rabbí Rakov fæddist í Frankfurt í Þýskalandi en flýði með foreldrum sínum til Bretlandseyja árið 1938. Einhvern veginn þróaðist það að hann varð einn af virtustu rabbínum heittrúaðra á 20 öld. Mikil virðing var borin fyrir honum á Bretlandseyjum og víða annars staðar.

Hvað kemur Reb Bezalel Rakov saumavélum í Kringlunni við? Ekkert. Ég varð bara að segja frá þessum merka manni sem bjó í Gateshead eins og Jerry Fried sem selur saumavélar á Íslandi um þessar mundir.


mbl.is Saumavélar streyma út í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar að ég flutti til New York kynntist ég mjög trúuðum gyðingum frá Ísrael. Þetta var einstklega góð fjölskylda og elsta dóttirin kenndi mér Ensku á nokkrum vikum

Athyglisverðar greinar sem þú ert með á síðunni.

Ástríður (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband