Leita í fréttum mbl.is

Laxness - Texas

Astin Texas

Eitt af heitustu málunum í kuldakastinu á Íslandi er deila Ólínu Kjerúlf Ţorvarđardóttur og Björns Bjarnasonar. Ég hallast helst ađ ţví ađ kalla ţetta ljóta rimmu íslensks forréttindafólks međ sérţarfir.

Rit Ólínu Ţorvarđardóttur er persónulegt uppgjör afar skapmikillar konu, sem lítur á sig sem eins konar fórnarlamb og ţolanda Sjálfstćđisflokksins - líkt og hún telur Laxness hafa veriđ líka. Rit Ólínu er til umrćđu á Fornleifi nú ţar sem margt í ritrýni Ólínu er leiđrétt.

Björn Bjarnason hefur vitaskuld svarađ Ólínu, ţví hann er sonur föđur síns sem var einn fremsti ráđherra Sjálfstćđismanna á 20. öld. Börn halda oftast úti vörnum um minningu nánustu ćttmenna sinna. Björn svarar náttúrulega ţeim ásökunum hennar ađ fađir hans og Sjálfstćđisflokkurinn hafi komiđ í veg fyrir ađ Atómstöđin yrđi gefin út í BNA sem hafi útilokađ stóra hluti fyrir Laxness í henni Ameríku. En Ólína líkir hins vegar hálfgert sínum eigin "vandrćđum" viđ vandrćđi Laxness (ekki er leiđum ađ líkjast) og íhaldiđ er vitaskuld skúrkurinn.

Heimildarýni Ólínu er hins vegar međ afbrigđum léleg viđ ţetta atriđi í bók hennar og Björn er heldur ekki međ allt á hreinu. Ólína hefur ekki getađ lesiđ bók Halldórs Guđmundssonar sér til gangs, enda máliđ varđandi Laxness og tekjur hans af Sjálfstćđu fólki í Bandaríkjunum dreifđar um bókina. Bćkur HHG um Laxness koma víst ađ engu gagni heldur.

Mig langar ađ biđja ţetta valdafreka fólk (ţví Ólína er einfaldlega ekki fórnarlamb) ađ fara til Bandaríkjanna, ţegar ţađ verđur hćgt, nánar tiltekiđ til Austin í Texas.

Eftir ađ hafa hvílt úr sér jet-laggiđ á góđu 5 stjörnu hóteli sem hentar ráherra- og sýslumannabörnum, langar mig ađ biđja ţau ađ aka ađ Harry Ransom Center á University of Texas. Áđur en ţau koma ţangađ geta ţau beđiđ um ađgang ađ skalasafni Alfred A. Knopfs útgáfunnar (Alfred A. Knopf Inc. Records; Manuscript Collections MS 00062), og panta skjöl úr ţessum flokki sem varđar bréfaskriftir forlagsins viđ heimsskáldiđ Halldór X.Laxness, sjá hér fyrir neđan. Ţiđ lesiđ rétt Halldór X. Í BNA Trumps er Laxness ekki betur ţekktur en svo, ađ hann heitir ţar Halldor X. Laxness. Minnir ţetta óneitanlega á hann Malcolm, sem er ekki minna ţekktur en Laxness.

Í ţessum skjölum, bréfaskriftum viđ Laxness, er hugsanlega hćgt ađ sjá ástćđuna fyrir ţví ađ Alfred A. Knopf vildi ekki halda áfram útgáfu á Laxness. En ef til vill var ţađ Laxness X sjálfur sem vildi ekki láta gefa sig út í BNA?

Stađhćfingin um ađ Sjálfstćtt Fólk / Independent People, sem Alfred A. Knopf tók ađ sér ađ gefa út í Bandaríkjunum áriđ 1946, međ leyfi útgefanda og ţýđanda á Englandi, hafi veriđ metsölubók eru einfaldlega stađlausir stafir. Ţiđ getiđ lesiđ frekar um ţađ á Fornleifi.

Hér sjáiđ ţiđ, Björn og Ólína, möppur ţćr sem ţiđ ţurfiđ vćntanlega ađ skođa í Austin. Ţetta gildir líka fyrir menn sem skrifa bćkur um Laxness, bćđi löglegar og ólöglegar.

Svo óska ég Birni og Ólínu góđrar ferđar til Austin í Texas.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband