Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi er sorgmæddur yfir umskurðarbannstillögu þess flokks sem vísaði fjölskyldu hans úr landi

irispapa

Ég talaði um daginn við góðvin minn Felix Rottberger. Hann var að halda til stuttrar dvalar í Ísrael með konu sinni Heidi, þar sem þau munu halda Pesach-hátíðan hátíðlega.

Hann er fyrsti gyðinginn sem fæddist á Íslandi. Er hann fæddist, vildi enginn læknir í Reykjavík umskera hann. Hann var umskorinn í Danmörku eftir að Framsóknarflokkurinn vísaði fjölskyldu hans og honum úr landi. Hann man vel eftir aðgerðinni, sem framkvæmd var af lækni, Nathan að nafni, með yfirumsjón Marcus Melchiors rabbína.

Allt gekk vel og Felix hefur eignast 6 börn og umskurðurinn hefur aldrei verið honum til vansa.

Þegar ég reyndi að láta íslensk yfirvöld bjóða Felix til Íslands á áttræðisafmæli hans, stóð framsóknarráðherra (hvað annað) í vegi fyrir því. Hún tímdi því ekki. Felix, sem er furðu lostinn og sorgmæddur yfir því að heyra um umræðuna um bann á umskurði á Ísland, á hins vegar inni veislu á Bessastöðum, ef yfirvöld bjóða honum. Nýnasistar eru greinilega meira velkomnir á Íslandi en gyðingar sem fæddust þar. Það er tekið eftir því. Myndin efst er af Felix með dóttur sinni Iris.

PB100393

Sonur minn Ruben bregður á leik við Felix. Felix er besti PABBI sem ég hef á ævinni hitt. Barngóður, fyndinn, glaðlyndur og á allan hátt sáttur við tilveruna, en sorgmæddur yfir því sem er að gerast í landinu þar sem hann kom í heiminn á flótta undan Hitler og hans hyski


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Afstaða stjórnvalda hér á landi og reyndar margra annarra gagnvart Ísrael og Gyðingum yfirleitt er sorgleg, hreint út sagt. Svona framkoma eins og þú lýsir hér Vilhjálmur veit ekki á gott og getur ekki orðið þjóð okkar til heilla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.3.2018 kl. 11:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá ykkur báðum, Vilhjálmur og Tómas.

Fullyrðingar um stuðning danskra lækna við bann við umskurn eru falsfréttir.

Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur, heimspekingur o.fl., ritaði á Moggablogg sitt 20.þ.m.:

"4% danskra lækna styðja umskurðarfrumvarp

Fullyrðingin "Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarp" gefur til kynna að almennur stuðningur sé við þetta frumvarp meðal danskra lækna.

En raunin er sú að tæplega eitt þúsund (ekki yfir eitt þúsund eins og ranglega er haldið fram í fréttinni) af um 24 þúsund dönskum læknum hafa undirritað álitið sem vísað er til.

Rétt fyrirsögn væri því: "Fjögur prósent danskra lækna styðja umskurðarfrumvarp".

Hvet ég ritstjóra til að leiðrétta fyrirsögnina og fréttina, ásamt því að veita blaðamanninum tiltal, enda getur það tæpast verið markmið Morgunblaðsins að flytja rangar fréttir."

Jón Valur Jensson, 22.3.2018 kl. 17:08

3 Smámynd: Valur Arnarson

Öll umfjöllun um málið lyktar af hlutdrægni og einhverskonar annarlegum hvötum. Maður sér sama fólkið í athugasemdakerfum, aftur og aftur, tjá sig um sömu röngu staðreyndirnar, með mjög villandi hætti.

Einhver rannsókn í Bandaríkjunum sýndi að 117 drengir hefðu dáið eftir slíka aðgerð eitt árið, og stærsta orsökin er talin vera blæðingasjúkdómur en 0,008% líkur eru á slíkum kvilla í börnum.

Þessir 117 drengir verða 200 í meðförum sumra hérlendis, jafnvel lækna, sem eiga að greina satt og rétt frá rannsóknum. Einnig er því alltaf sleppt í frásögnum af þessari rannsókn að 1,3 milljón umskurðir eru framkvæmdir í Bandaríkjunum árlega, og er 90% ánægja með aðgerðina hjá þeim sem eru umskornir.

Valur Arnarson, 23.3.2018 kl. 21:48

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jafnvel þessi "einhver rannsókn í Bandaríkjunum" er ómarktækt rugl eins manns sem getur ekki sýnt neinar fyrirliggjandi heimildir fyrir fullyrðingu sinni.

Jón Valur Jensson, 27.3.2018 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband