Leita í fréttum mbl.is

Eistnesk stjórnvöld gera mistök

 Rússinn Rauði

Nú er hún farin styttan af Rauðliðanum í Tallinn. Hvað með öll minnismerkin um nasistana í þessa góða landi? 

Vandamál Eistlendinga með fortíðina leysast ekki við að fjarlægja minnismerki um fallna hermenn Rauða Hersins við Tonismagi Torg í Tallinn.

Einn maður er nú fallinn í valinn og 44 menn særðir eftir að eistnesk yfirvöld gengu í skrokk á Rússum, búsettum í Eistlandi, sem mótmæltu (þó nokkuð dólgslega) niðurrifi minnismerkis um hermenn Rauða Hersins í höfuðborginni Tallin. Minnismerkið, sem er hermaður úr bronsi, var reist í minningu þeirra hermenna Rauða Hersins sem féllu í baráttunni við nasismann. Í Eistlandi búa 1,3 milljónir manna. 300.000 þeirra eru Rússar. Mörgum þeirra þykir vænt um þetta minnismerki og það er ekkert óeðlilegt við það. Hins vegar hefur eitt helsta baráttumál Þjóðernishægriflokks Eistlands, sem heitir Pro Patria, lengi verið niðurrif Rauðliðans. Nýnasistar hafa oft ráðist á minnismerkið.

Eistlendingar líða það hins vegar, að víðs vegar um land þeirra standi minnismerki um fallna SS-liða. Eistnesk yfirvöld hafa oft verið beðin um að fjarlæga ýmis nasistaminnismerki. Samtök gyðinga hafa gert það og fjöldi einstaklinga hefur haft samband við stjórnvöld út af þeim minnismerkjum. Stjórnvöld í Eistlandi svara venjulega ekki slíkum erindum. Eistlendingar hafa enn ekki fjarlægt minnismerki um nasista og nasistar og nýnasistar fara gjarnan í pílagrímsferðir til staða, þar sem slík meinnismerki er að finna. Þettur er ljótur blettur á þessu nýja NATO-ríki.

Eistlendingar verða að horfast í augu við veruleikann. Ef ekki, ættu þeir kannski að íhuga að reisa Evaldi Mikson styttu, þar sem rauðliðinn var. Mikson, eða Eðvald Hinriksson eins og hann hét á Íslandi, var einn af þeim Eistum sem börðust heiftarlega gegn Rússum, en fyrst og fremst gegn gyðingum. Hann var stríðsglæpamaður (samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegar nefndar), en mér skilst einnig að hann sé líka dálítil þjóðhetja meðal ákveðins hóps í Eistlandi. Jú, setjum bara Mikson á stall í Tallinn í stað Rauðliðans og hugsanlega vilja einhverjir Íslendingar vera viðriðnir það prójekt?

Toomas Ilves, forseti Eistlands, hefur kallað þá sem mótmæltu fjarlægingu Rauðliðans, glæpamenn. Undir minnismerkinu af Rauðliðanum voru einnig jarðneskar leifar rússneskra hermanna. Þær hafa sömuleiðis verið fjarlægðar. Ekki er vitað hvar þær eru niður komnar né minnismerkið.

Hér heiðrar George W. Bush minnismerkið og virðist líka það vel.

Bush og rauðliðinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég mæli með því að fólk kynni sér efirfarandi grein Dr. Efraims Zuroffs sem byrtist 1. maj í Jerusalem Post

http://www.jpost.com/servlet/Satellite?cid=1178020745724&pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband