1.4.2007 | 07:13
Álsagan er ljót
Þessir forljótu tjaldhælar þýska nasistahersins úr áli minna mig á söguna um Hitler og Göbbels sem fóru í útilegu. Þegar þeir fóru að tjalda sagði Göbbels:"hæl Hitler, hæl Hitler, hæl Hitler, hæl Hitler....". Ætli álið í hælunum hafi verið framleitta af fyrirtækjum sem síðar hvörfuðust inn í þann risa sem Hafnfirðingar höfnuðu í gær?
Í gær sigraði naumur meirihluti Hafnfirðinga yfir ALCAN. Ég verð að hæla Hafnfirðingum fyrir þetta afrek.
Í gær greindi ég frá viðskiptum álrisans ALCOA við nasista í Seinni Heimstyrjöld. Það virtist fara fyrir brjóstið á ýmsum.
En fleiri álrisar undu vel hag sínum í viðskiptum við Þriðja Ríkið. Mörg svissnesk fyrirtæki stofnuðu leppfyrirtæki í Þýskalandi, til að geta haldið áfram rekstri sínum þar í "hlutleysi" lands síns. Meðal þessarra fyrirtækja voru Nestlé, ABB Ltd. (Brown Boweri & Cie), og Swiss Aluminium Industrie AG (AIAG), sem síðar gekk undir nafninu Algroup/Alusuisse Group AG (ALIG), sem keypt var af kanadíska fyrirtækinu ALCAN. Verksmiðjur Alusuisse voru m.a. í Martinswerk i Bergheim, í Singen og Lonza. Álrisarnir eru búnir að "friða samviskuna" með því að lofa að borga skaðabætur, en maður heyrir sjaldan um fórnarlömb sem hafa notið góðs af því.
Árið 2001 kom út merk svissnesk skýrsla sagnfræðinganefndar undir stjórn Jean Francois Bergiers. Í henni er hægt að finna upplýsingar um að leppfyrirtæki fyrrgreindra og annarra svissneskra fyrirtækja í Þýskalandi hafi notast við þræla; Fólk sem nasistar fluttu nauðugt til að vinna í þýskum iðnaði. Sum svissnesk leppfyrirtæki notuðu meira að segja þræla frá Auschwitz.
Næst þegar þið "búið til súpu" úr MAGGI pakka, getið þið minnst þess að Maggi var leppfyrirtæki Nestlés í þýska ríkinu. Súpur þessar hituðu morðingjum nasista. Rétt áður en Bandaríkjaher nálgaðist þetta þrælasúpufyrirtæki árið 1944, var hakakrossfáninn dreginn niður og að húni var dregið svissneska flaggið, blóðrauðugt með hvítan kross.
Álsagan er því miður blóðug! munið það Hafnfirðingar! Og þótt breski herinn hafi leitað uppi og skráð nasista í bæ ykkar árið 1940, var þar afar lítið að finna af ljótum körlum á við það sem svissneskur iðnaður lumaði á.
Ég hvet nú yfirvöld í Hafnafirði til að hefja alvöru rannsókn á tíðni krabbameinstilfella og annarra alvarlegra sjúkdóma meðal starfsmanna ALCAN (ALÍS/Alusuisse). Einnig væri spennandi að fá að vita hvað sumir af þýsku frumkvöðlunum í Straumsvík voru að gera í verksmiðjunum í Bergheim og Singen í Seinni Heimsstyrjöldinni.
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kynning | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1352575
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Vilhjálmur. Ég bíð spenntur eftir því að þú bendir fólki á hvar þessa skýrslu sé að finna. Ég er búinn að leita á netinu og finn einungis einhverja furðulega þýska síðu sem segir ekki neitt um málið enda ekki skýrslan sjálf. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt en notkun þrælavinnuafls við álvinnslu er erfitt vegna þess að ferlið er viðkvæmt og þá sérstaklega fyrir skemmdarverkum. Auðvelt væri að skemma framleiðsluna án þess að nokkur tæki eftir því. Þar sem áliðnaðurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir flugvélaframleiðsluna reikna ég með að Þjóðverjar hafi viljað hafa fulla stjórn á ferlunum. En þú mátt endilega vísa í þessa skýrslu þegar þú sakar fyrirtæki um að vera blóði drifin. Reikna með að þú berir sömu tilfinningar til stálframleiðenda þannig að járnblendið á væntanlega von á sendingu frá þér.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 1.4.2007 kl. 08:13
Guðmundur, þegar ég vann á Dansk Center for Holocaust og Folkedrabstudier, lét ég panta allar skýrslur sem Bergier hafði framleitt með hópum sínum. Ég á þær ekki sjálfur, enda hef ég ekki pláss fyrir slíkt. Þær voru líkar allar til á netinu en efnahagsskýrlan er örugglega erfiðari að ná í en skýrslan um flóttamenn og gyðinga í Sviss.
Leyfi ég mér að benda þér á þetta í staðinn.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/1516430.stm
og
http://www.stockmaven.com/medrepcN.htm
Þess má einnig geta at Dr. Bergier er frekar óánægður með viðbrögð og aðgerðir Svissneskra yfirvalda eftir að skýrslur hans og ICE komu út.
http://www.swissinfo.org/eng/social_affairs/detail/Bergier_saddened_by_lack_of_political_feedback.html?siteSect=201&sid=7627781
Um störf ICE getur þú lesið hér:
http://www.uek.ch/en/index.htm
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.4.2007 kl. 09:11
Hérna Guðmundur og fólkið, hér eru skýrslurnar:
http://www.uek.ch/en/index.htm
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.4.2007 kl. 09:17
Kristinn Pétursson, fyrrv. alþingismaður er ólmur eftir að komast með mér og mér, Hitler og Göbbels í álútileguna og hefur tekið einhvern saklausna Grænfriðung með sér.
Líklegast mun Kristinn rétta Hitler og Göbbels áleiningar í eldflaug, en ég og grænfriðungurinn neitum og endum svo í fangabúðum, umgirtum álgaddavír. Og nú er brandarinn búinn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.4.2007 kl. 09:25
Sæll Vilhjálmur
Gluggaði í skýrsluna og hún bendir til þess að AIAG og Singen Walzwerke hafi ekki notað starfskraft úr fangabúðum. Þeir hafi hinsvegar fengið bæði stríðsfanga, fólk í vinnuskyldu frá Vestur Evrópu og síðan "Forced Labour" frá Austur Evrópu sem voru bæði almennir borgarar og stríðsfangar. Af þessum fengu Vestur Evrópubúarnir sömu meðferð og Þýskir verkamenn en matarskammtar og aðbúnaður fyrir Austur Evrópubúana var bágborinn en þó trúlega skárri en í blýnámunum í Kolyma. Brown Boweri notaði hinsvegar fólk úr fangabúðum að einhverju leyti.
Í þessu samhengi held ég að það verði að skoða aðstæðurnar sérstaklega. Fyrirtækin í Þýskalandi voru dótturfyrirtæki sem Svissnesku móðurfyrirtækin höfðu takmörkuð yfirráð yfir á meðan stríðinu stóð. Ef þýski hergagnaiðnaðurinn hefði talið sig vera að fá minna út úr fyrirtækjunum en þau gætu afkastað hefðu þau einfaldlega verið tekin eignarnámi. Það má síðan deila um siðferði þess að loka ekki fyrirtækjunum og láta Þjóðverjana hirða þau. Það er sama mál og þegar fólk segir afhverju Vesturveldin gátu ekki látið Hitler komast upp með neitt en Stalín fékk hinsvegar frítt spil. Nú voru þessir herramenn álíka slæmir en fengu ekki sömu meðferð.
Annars þakka ég fyrir linkana því þeir voru fróðlegir.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 1.4.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.