Leita í fréttum mbl.is

Stokkurinn og gríman

Maskubaru

Japanskir ferđamenn á kínverskum veitingastađ í Reykjavík. "Japanarnir taka vart af sér grímurnar ţegar ţeir borđa" segir Teitur Fong veitingamađur.

 

Í fréttum Sjónvarpsins í gćrkvöldi var greint frá mengun í höfuđborginni og kröfum um ađ fá Kringlumýrarbraut og Miklubraut niđur í stokk. Hefur einhver hugsađ um, hvernig mengunin í stokknum yrđi? Hvar á ađ lofta út? Ef til vill úti í Viđey?

Ein af mörgum smámćltum, eđa andstuttum, fréttakonum Sjónvarpsins rabbađi svo fram og aftur og klikkti út međ myndskeiđi, sem kvikmyndatökumađur hafđi náđ af ferđamanni međ ÖNDUNARGRÍMU.

Nú er ţađ svart mađur, hugsađi ég, og bjóst viđ ţví ađ sjá ferđamann međ súrefnihylki og öndunargrímu vegna mengunar í Reykjavík. Svo var skúb tökumannsins sýnt, og ţađ sem ég sá á myndinni var japönsk kona međ kvefgrímu, sem Japanir setja á sig, fyrst og fremst til ađ varnar ţví ađrir fái ekki kverkaskítinn sem er ađ krauma í ţeim sjálfum. Tökumađurinn ofsótti ungt japanskt par međ myndavél sinni og japanski mađurinn uppgötvađi myndatökuna. Tiplađu pariđ, ađ hćtti Japana, undan í flćmingi inn á nćsta kaffihús. Ég held ađ ţau hafi veriđ á flótta undan Íslendingum, sem héldu ađ konan vćri fárveikur útlendingur međ pest – eđa svona óánćgđ međ mengunina í Reykjavík, höfuđborg hreinasta lands í heimi.

Í Japan setja menn á sig grímur til ađ varna ţví ađ öll ţjóđin fái ekki kvefiđ, sem ţađ gengur međ. Gríman er hugsuđ sem tillitssemi viđ náungann. Á Íslandi telja menn ađ grímur séu settar upp vegna ţess ađ ţađ er kominn tími til ţess ađ setja Kringlumýrarbraut og Miklubraut í stokk.

Ég hef aldrei veriđ spámađur í mínu eigin landi. Ég á ekki lengur bíl og hjóla bara. Ef fólk á höfuđborgarsvćđinu ćki meira í almenningsvögnum, vćri öll umrćđa um stokka komin undir stein. Í strćtó gćti fólk bara skellt á sig andlitsgrímu ađ hćtti Japana, ţegar ţví vćri illt í hálsinum og grímulausir gćtu óskađ grímuklćddum góđs bata á ţeim 20 mínútum sem ferđin tćki. Öndunargrímur eru ađeins fyrir fólk sem ferđast mikiđ í stokkum og ţarf ađ komast í vinnuna á 2 mínútum.

En hvađ veit ég? Veit bara ađ á Íslandi ţarf hugafarsbreytingu í sjálfsánćgukastinu og ţađ ţýđir ekkert ađ flýja niđur í stokk á jeppanum sínum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og ţađ ţýđir heldur ekki ađ hćkka og hćkka og hćkka fargjöld međ strćtó á sama tíma og ferđum er fćkkađ og leiđir lagđar niđur....

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.3.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kannski eru ţeir farnir ađ safna fyrir stokknum?? Láta svo vesalings strćtófólkiđ borga fyrir veisluna. Ţađ liggur viđ ađ ég setji á mig andlitgrímu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, sennilega ćtla ţeir ađ láta strćtó niđurgreiđa stokkinn!

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.3.2007 kl. 15:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband