23.3.2014 | 10:07
Sjúkleg íslensk hópæsing
Í gær var DV með enn eina frétt í röð sinni um löngu látinn kennara sem sakaður er um að hafa verið barnaníðingur. Miklar umræður urðu á athugasemdabálki fréttarinnar. Ég, einn á móti öllum, og talsmaður þeirrar óvinsælu skoðunar á Íslandi, að ekki sé hægt að dæma menn án sannanna - Hinir allir hæstaréttadómarar í dómstóli götunnar og fullvissir um að hægt sé að draga mann niður í svaðið án sannana og einnig þá sem benda á ósiðsemi þess athæfis. Tveir menn sem tóku þátt í umræðunni gáfu í skyn að ég væri barnaníðingur.
Sumu fólki nægið ekki að skeggræða, þeir urðu að beita ad hominem rökum. Ingi Jóhannesson, sem búsettur er á Ólafsfirði fann sig til knúinn að leita uppi, hvernig maður skrifar Jahve ist mein Führer á Google Translate og það á jiddísku og lét það flakka í athugasemdunum.
Íslendingar voru vissir um sakleysi stríðsglæpamanns
Þegar sannanir voru lagðar fram fyrir sekt stríðsglæpamanns sem bjó á Íslandi, hópuðust sumir Íslendingar saman honum til stuðnings. Fjölmiðlar lögðu lok á fréttaflutning. Engin átti með að koma og segja neitt ljótt um góðan Íslending. Allar ásakanir og gögn voru uppspuni og falsanir KGB og gyðings, sögðu menn. Sekt mannsins hefur verið sönnuð. Hann fyrirskipaði morð á gyðingum. Sagnfræðinganefnd hefur síðar komist að þeirri sömu niðurstöðu. En þegar styðja á við móðursýkislega herferð á hendur látnum manni, sem sakaður er fyrir að hafa verið barnaníðingur, og það án sannanna, telst það til eðlilegrar hegðunar að skrifa Jahve ist mein Fuhrer, þegar deilt er við mann sem bendir á að enginn sé sekur nema að sekt hans sé sönnuð.
Frétt DV.is fjallaði í gær um "Englabörn Skeggja Ásbjörnssonar", sem samkvæmt minningabók Brynju Benediktsdóttur voru þeir nemendur sem Skeggi leyfði að setja á kjöltu sér. Taldir voru til landsfrægir menn, Styrmir Gunnarsson, Ragnar Arnalds, Jón Baldvin og fleiri. Þessir ritstjórar og stjórnmálamenn voru að sögn heimildarkonu DV englabörn Skeggja.
Ég sé fyrir mér, að brátt birtist frétt með þessa fyrirsögn í DV: Jesús var barnaníðingur. Hann sagði "leyfið börnunum að koma til mín". Englabörnin hans Jesús verða örugglega svínuð til af DV áður en yfir líkur. Það er í tísku.
Lesið einnig fyrri færslu: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1362782/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Gyðingahatur | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 222
- Frá upphafi: 1353033
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 170
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þessi pistill er undarlegur. það er grundvallar regla réttarkerfisins að allir eru saklausir þangað til sekt þeirra er sönnuð. Sekt verður að vera hafin yfir allan efa í lögfræilegum skilningi. Þannig á að vera tryggt að saaklaus maður sé aldrei dæmdur. Það getur hins vegar verið að sekir menn sleppi. Þannig er hugmyndafræði réttarríkisins en veruleikinn getur verið annar.--Þú ert sem sagt ekki einn Vilhjálmur enda væri réttarríkið þá löngu fallið-. Blaðaskrif og umræður um meint kynferðisafbrot eru vandmeð farin. Stundum er talað um "dómstól götunnar". Hér eru auðvitað einginn dómur, einginn dómur felldur og alls ekki faglegt mat á trúverðugleika frásagna. Trúverðugleikann verður hver að meta fyrir sig. Slíkumræða hefur ýmsa kosti og ýmsa galla. Ef sá sem er ásakaður er í valdastöðu, tengdur valdamönnum og nýtur virðingar mun hann geta varið sig.Þetta á við um stríðsglæpamanninn sem þú nefnir. Það sem er mest sláandi í hinu málinu að ekkert eða nánast ekkert mark var tekið á börnum og frásögnum þeirra. Vald og virðing hins ásakaða og tíðarandinn var slíkur. Í nokkrum löndum Evrópu var það í lögum allt fram á seinni hluta 19du aldar að framburður barna væri algerlega marklaus. Það hefur mikið breyst. Í seinna málinu vona ég að þeir sem brotið hefur verið á fái uppreisn æru og samfélagið viðurkenni að það hafi brugðist þeim.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 10:26
Það liggur enginn framburður barns fyrir í máli gegn Skeggja Ásbjarnarsyni, Hrafn Arnarson. Það hefur aldrei verið höfðað mál gegn Skeggja. Orðagjálfur þitt er út í hött, og þú ferð allt í einu að tala um "seinna málið" og "að þeir sem brotið hefur verið á fái uppreisn æru". Þessi athugasemd þín er úr öllu samhengi og svo notuð séu þín orð: Undarleg.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2014 kl. 10:32
Íslendingar eru til í að verja stríðsglæpamann þrátt fyrir sannanir gegn honum, en það þykir allt í lagi að ræna menn æru og kalla þá barnaníðinga þótt engin sönnun liggi fyrir. "Hugmyndafræði réttarríkisins" sem Hrafn Arnarsson skrifar um virkar greinilega ekki á Íslandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2014 kl. 10:50
Það er ljótt, dr., að sjá hvernig þú falsar hér forsíðu DV 21.-24. marz.
Bara það að búa til svona lagað er ljótt, þó að flestir fatti kannski, að þetta er bara út frá orðm þínum þana í lok pistilsins.
Og það er Drottins dagur!
Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 16:29
... orðum þínum þarna ...
Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 16:30
Drottins dagur var í gær hjá sumum, en hvað finnst þér um ummæli Inga Jóhannessonar í umræðunni um Skeggja Ásbjarnarson: Jahve ist mein Führer?
Ég veit að þetta "listaverk" mitt er ljótt, en innihald DV er oft ljótt og rotið og mér þótti enginn dagur verri en annar til að koma því til áliti mínu til skila.
Jesús og börnin eru ein fallegast hugsjón nokkurrar trúar. Ég geri ekki lítið úr henni. Það vona ég að fólk sem les færslu mína sjái. Fjandsemi í garð barna er ekki boðskapur kristni eða gyðingdóms og ég held ekki nokkurra annarra trúarbragða. En þú veist hvernig atast hefur verið í kaþólsku kirkjunni á síðustu árum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2014 kl. 17:22
Þú ferð vonandi ekki að kæra mig í til Moggabloggsmanna fyrir helgibrotsmynd mína, því hér á blogginu eru daglegar árásir á gyðingdóm sem engin kippir sér upp við:
T.d. http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/entry/1366468/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2014 kl. 17:28
Hvað með bjór sem kallaður er Jesús?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2014 kl. 19:17
Vilhjálmur Örn !
Bara - svona í eitt skipti fyrir ÖLL.
Gyðingdómur og Múhameðstrú - eru UPPSPRETTUR stærstu manngerðra vandamála veraldarinnar / að Kommúnisma og Nazisma meðtöldum.
Eingyðistignun - hinna fyrrnefndu hefir leitt af sér ekki minni hörmungar en gamla Sovétið (Leníns og Stalíns) sem og ''Þriðja ríkið'' (Hitlers).
''árásir'' sem þú kallar - er FYLLILEGA RÉTTMÆT gagnrýni á heimsku og fordild fylgjenda þessarra kreddna - ágæti fornleifafræðingur.
Hindúisminn - með sína ótölulegu Guði og Gyðjur er aftur á móti ekki / til neinna vandræða - svo dæmi sé tekið af skurðgoða- og myndadýrkun.
Reyndu svo - að fara að jarðtengjast maður.
Með fremur þurrum kveðjum / af Suðurlandi
e.s. Má víst gott kalla - fái þessi athugasemd mín að standa / hjá hinum kunna síðuhafa.
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 23:52
Óskar Helgi Helgason, þú ert aumur gyðinga- og múslímahatari og ert hér með vinsamlegast beðinn um að halda þig frá bloggi mínu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.3.2014 kl. 02:01
Mér er spurn...af hverju beið þetta fólk í öll þessi ár með þessar annars þokukenndu ásakanir? Var lag að selja bækur? Var breiðavík svona mikill sukksess að fólk fann sig knúið til að fylgja því eftir?
Sorry, þetta getur hljómað tilfinningasnautt, en maður hlýtur að velta fyrir sér tilgangnum þegar meintur gerandi hefur legið í gröfinni í einhver ár. Er ekki eitthvað millistig á því að bera harm í hljóði eða vera á forsíðu mesta sorprits þjóðarinnar með þetta?
En....ég er bara dauðlegur maður og skil ekki allt.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2014 kl. 02:47
Jón Steinar, þessi spurning hefur einnig leitað á mig. Skömm er vitanlega stór þáttur, og hún var fyrr á tímum stundum innprentuð svo vandlega í ungmenni og börn að þau báru aldrei sitt barr eftir það.
En ég á erfitt með að trúa því að kennari hafi getað, já segjum það eins og er, nauðgað nemendum með þukli í miðjum tíma, án þess að þeir segðu nokkuð eða samnemendur þeirra gerðu nokkuð. Mér er það óskiljanlegt.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.3.2014 kl. 03:16
Það hefði verið sannfeðrugra að hafa mynd af Múhameð þarna á forsíðunni, en þá hefðirðu líka verið sprengdur í loft upp á stundinni af einhverjum fulltrúa trúarbragða kærleikans. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2014 kl. 04:14
... af honum Mumma með Æsu litlu. Ég held ég sleppi því. Mér annt um líf mitt og fjölskyldu minnar. En vissulega jaðrar þessi "expressjón" mín í það sem aðrir upplifa sem helgispjöll. T.d. Jón Valur. En stundum verður maður að gerast frakkur til að fá umræðu og umhugsun.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.3.2014 kl. 08:38
Ég vil nú svara orðagjálfri Vilhjálms. Það voru mörg börn sem sögðu frá athæfi Skeggja en þeim var einfaldlega ekki trúað. Börn voru slegin utanundan og þeim sagt að þegja. Skeggi naut virðingar fyrir störf sín. Hvaða gildi hafði hafði framburður fátæks barns á þessum tíma? Nánast ekkert gildi. Það er afar algengt að fólk geti ekki sagt frá ofbeldi sem, það er beitt. Skömmin er of mikil. Skömm og niðurlæging fjölskyldunnar yrði of mikil.(Nauðganir eru dæmi um þetta) Vilhjálmur ætti að geta skilið þetta. Það að fólk kemur núna fram og segir frá öllu er mikilvæg slálarhreinsum fyrir það. Viðbjóðurinn sem olli sálarangist er nú hreinsaður burt.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 09:32
Af hverju ferðu rangt með Hrafn? Þrír eru ekki margir. Miklu fleiri hafa lýst ágætum mannsins. Þessir 3 stigu fram á með minningar sínar á síðustu 4 vikum.
Eins og Hrafn getur lesið aðeins ofar, þá er ég sammála honum um bölvaða skömmina. En ég trú því ekki að barn sem var handnauðgað af kennara í kennslustund hafi ekki uppskorið samúð og reiði samnemenda sinna ... fyrr en 50 árum síðar. Hefðir þú viljað lifa með slíka vitneskju um skólafélaga þína í 50 ár Hrafn Arnarson? Það efa ég.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.3.2014 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.