Leita í fréttum mbl.is

Sendisveinar Obama

image.jpg
 

Björn Bjarnason og Evrópuvaktin birtu í gær áhugaverða greiningu á útnefningu nýrra sendiherra Bandaríkjamanna á Íslandi, í Noregi og Ungverjalandi. Þeir einstaklingar sem Obama-stjórnin tilnefndi komu fyrir nefnd, U.S. Senate Committee on Foreign Relations, þ. 16 janúar sl. Sjá upptöku hér. Ég er á því að slík nefnd væri nauðsyn á Íslandi. Fólk verður að kunna eitthvað, vita eitthvað og kunna sig sem fulltrúar landa sinna, en jafnframt bera virðingu fyrir þeirri þjóð sem þeir eru fulltrúar fyrir.

Greinilegt er að Norðmenn fá ekki skarpasta hnífinn í skúffunni, þegar Georges James Tsunis (mynd efst) sest á stól sendiherra BNA í Noregi. Tsunis er af grískum ættum, sonur fátækra innflytjanda sem náðu í skerf af ameríska draumnum. Hann hefur sjálfur risið hátt í lögfræðifyrirtækjum og hótelbransanum, og keypt sér áhrif. Nú er verið að launa honum greiðann.

Fáviska sú sem Tsunis sýndi fyrir nefndinni, þegar kom að stjórnmálum í Noregi, var afar neyðarleg. John McCain gerði réttilega grín að frammistöðu sendiherraefnanna. Því sem Tsunis þurfti að svara, hefði hann getað kynnt sér áður á hálfsdags hringferð á veraldarvefnum. Tsunis varð svara vant, strandaði í svörum sínum, talaði um forætisráðherra Noregs sem forseta og var fullur af vanþekkingu á Framfaraflokknum í Noregi, en það er þó ekki að undra miðað við hvernig heimspressan hefur brennimerkt þann flokk af vanþekkingu. Í salnum fyrir aftan spyrjendur voru greinilega blaðakonur frá Noregi, sem hristu hausinn yfir frammistöðu Tsunis.

journalist_not_impressed.jpg
 
colleen-bell-and-bradley-bell-lacmas-art_3594514_1226479.jpg
Bell hjónin, bold and beautiful
 
Verðandi sendiherra BNA í Ungverjalandi heitir Colleen Bradley Bell. Hún fer til lands þar sem kynþáttafordómar og öfgar eru stórt vandamál. Hún sýndi líka mjög mikla vankunnáttu. Hún er framleiðandi Bold and the Beautiful-þáttanna, sem er furðulegt þegar tekið er tillit til þess að hún er demókrati. Hún fékk góða kennslustund um fasismann og öfgarnar í Ungverjalandi. Hún var mest beautiful.
rob_c_barber_1226481.jpg
Rob Barber nýr sendiherra BNA á Íslandi.

 

Nýr sendiherra BNA á Íslandi, Robert C. Barber, slapp best í gegnum nálaraugað af þeim þremur sem prófið þreyttu. Þetta virðist vera ágætis maður, 63 ára lögfræðingur. Barber er fæddur deap down in Georgia og ólst upp í Suður-Karólínu. Hann kann að setja sig inn í efnið og hann hafði unnið heimavinnuna sína. Vonandi verður hann ekki eins mikill trúður og fráfarandi sendiherra, sem bauð íslamistum í veislu einn daginn og samkynhneigðum hinn daginn (sjá hér). Sagt er að Barber hafi lokið prófið hinum fína menntaskóla Philips Academy árið 1968. Hann er enn ekki kominn á "vegg" fyrir merka nema í þeim skóla (m.a. George W. Bush), en kemst það líklega eftir veruna á Íslandi.

Takið annars eftir hrósi Senators Benjamin Cardins um Ísland (ca. 1:09) sem er eins og klippt og skorið út úr ræðu eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Þetta gleymdi Björn Bjarnason að nefna !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er það ekki hringborðs-deildin sem skipar sendisveina?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2014 kl. 19:03

2 Smámynd: Jens Guð

  Nýskipaður sendiherra BNA í Færeyjum er samkynhneigður.  Sumir Færeyingar velta fyrir sér hvernig eigi að túlka það.  Færeyingar urðu,  jú,  alþjóðlegt (eða að minnsta kosti vestrænt) fréttaefni fyrir örfáum árum vegna hommafælni sem birtist m.a. í grófu ofbeldi.  

Jens Guð, 24.1.2014 kl. 21:31

3 identicon

Skært skín sem fyrr ljós forseta 98% íslendinga.

Erlendur (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 21:32

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Guð Jens, Rufus Gifford heitir sendirherra BNA í Þórshöfn, en hefur reyndar aðalbækistöðvar sínar í Kóngsins Kaupmannahöfn, þar sem næturlífíð og lífið yfirleitt fyrir homma hefur verið allt annað en Þórshöfn. Eru ekki hommar enn barðir eins og skreið í Færeyjum? Hvers kyns er sendiherra Bandaríkjanna í Skagafirði?

FORNLEIFUR, 24.1.2014 kl. 22:33

5 Smámynd: Jens Guð

  Í dag er bannað að lemja homma í Færeyjum.  Norðurlandaráð neyddi færeyska lögþingið til að breyta lögum í þá átt fyrir örfáum árum.  Færeyingar eru löghlýðnir. 

  Bandarískir ráðamenn vita ekki að Skagafjörður er til.  Það gæti breyst þegar Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki verður alþjóðlegur varaflugvöllur.  Þá væri eðlilegt að sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi verði staðsett í Skagafirði.  

Jens Guð, 26.1.2014 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband