14.12.2013 | 10:02
Hvar eru öll hin fórnarlömbin?
Fastafulltrúi Íslands í Genf afhenti Páfanum í Róm trúnaðarbréf og nýtti tækifærið, að sögn Visir.is, til að "ræða ofbeldið við Páfa". Vísir á hér við meint ofbeldi og barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. En skyldi Martin Eyjólfsson, sem er góður kaþólikki, vera fullviss um sekt starfsmanna kirkju sinnar á Íslandi og hefur hann frætt páfa um eitthvað í þeim málum, þótt engar sannanir séu fyrir hendi? Martin sagðist ætla að biðja fyrir Páfa. Ef frétt Vísis er á einhvern hátt rétt, er líkast til réttara að Páfi biðji fyrir lausmálugum fastafulltrúanum.
Ósamræmi í frásögnum meintra fórnarlamba
Vitnisburður meintra fórnarlamba kynferðisofbeldis starfsmanna kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hefur verið eitt helsta jólaefni sumra fjölmiðla að undanförnu og fylgir þeim krafa um milljónaskaðabætur sem fjölmiðlar og fyrrverandi ráðherrar reka á eftir, þó engin sekt sé sönnuð. Það vekur furðu mína, að framburður meintra þolenda stangast á við þær upplýsingar sem þeir veittu rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar. Þar að auki er ósamræmi á milli þeirra frásagna sem fjölmiðlar miðla nú, sem ekki komu fram við rannsóknina, þannig að ætla mætti að annað hvort hafi blaðamenn Morgunblaðsins eða DV verið afar ónákvæmir í endursögn sinni af segulbandsupptökunum, eða að þolendur séu tví- eða margsaga og bætir sífellt í endurminningarnar.
Meintir þolendur ofbeldisins segja einnig, að margir aðrir hafi orðið fyrir barðinu á sams konar glæpum og þeir halda fram að þeir hafi sjálfir orðið fyrir. Hvar er allt þetta fólk? Kannski veit fastafulltrúinn í Genf það, eða utanríkisráðuneytið. Já, hver veit, kannski Ögmundur Jónasson sem líka kyndir undir fordómunum í þessu máli.
Ég skal gefa ykkur dæmi um mismunandir gerðir sögu sem nú er sögð af Valgarði Bragasyni, sem hann greindi ekki rannsóknarnefnd frá.
Dæmi um ósamræmi
1) Morgunblaðið, mbl.is 21.11.2013
"Alverstar eru þó minningar hans úr sumarbúðunum á Riftúni. Þar valdi Margrét Müller reglulega einn dreng til að verja nóttinni með séra Georg og varð viðmælandi mbl.is nokkrum sinnum fyrir valinu. Segir hann að vaktkona í svefnskála drengjanna hafi ekki virst sjá neitt athugavert við þetta jafnvel þótt, hann hafi barist um á hæl og hnakka ef hann var „valinn". Hann var þá háttaður nakinn upp í koju til séra Georgs þar sem fór fram einhvers konar endaþarms samfarir eða nudd af hálfu prestsins gagnvart drengnum, þá 8 og 9 ára gömlum."
2) DV 6.-9. desember 2013, bls. 13
"Frá þeim tíma á ég minningar sem ég hef aldrei skilið. Mer var oft gefin flóuð mjólk fyrir svefninn og tel að mér hljóti að ha verið byrluð lyf. Því ég átti þessa minningu sem ág áttaði mig aldrei á og hélt að væru bara draumar, þegar sér Georg var að halda á mér á náttfötunum yfir bílaplanið á Riftúni og bera mig aftur í rúmið mitt í svefnsskálanum. Ég skildi samt ekki af hverju mig var alltaf að dreyma sama drauminn aftur og aftur og þessar minningar hafa alltaf fylgt mér. Ég er alveg viss um að ég hafi verið misnotaður á meðan ég svaf, enda var ég að glímavið mikil óþægindi varðandi endaþarminn á þessum tíma og missa saur." ... Reyndar segist Valgarður hafa veitt þvi eftirtekt að fleiri drengir voru teknir úr svefnskálanum á nóttunni. Ég vissi ekki af hverju en eftirá þá var það mjög skrýtið"
Valgarður Bragason
Í Morgunblaðinu segir Valgarður frá því að hann var háttaður nakinn upp í koju séra Georgs en í DV eru þetta minningar úr draumi, kojan er farin og honum hefur nú verið byrlað ólyfjan. Blaðakona á Mbl. viðurkenndi gagnvart mér að hún breytti nunnu í vaktkonu. Þetta var nunnan Nellie McLaughlin, sem í dag er þekkt nunna á Írlandi, og af einu góðu. Hún kannaðist ekki við neitt í sögu Valgarðs þegar rannsóknarnefndin hafði samband við hana. Hvaða hag ætti hún að sjá í því að ljúga um þetta mál? Jú, andstæðingar kaþólsku kirkjunnar eru upp til hópa trúaðir á samsæriskenningar.
Hvar geyma allir þessir misþyrmdu drengir í minningu Valgarðs Bragasonar sig? Þeir ættu líka að geta tjáð sig um kojuna sem Georg svaf í. Allir sem muna eftir húsaskipan i íbúðarhúsinu í Riftúni og sáu inn í herbergi Georgs, vita þó að þar var engin koja.
Deyfilyfin koma inn í myndina
6. desember2013 segir Valgarður blaðakonu DV frá draumförum sínum og hvernig hann missti saur, þótt slíkt hafi ekki verið komið í lýsingar hans rúmir viku áður í Morgunblaðinu: Nokkrum dögum áður skrifaði ég á bloggi mínu:
"Fyrsta sumarið sem ég dvaldi í Riftúni fór ég þegar í maí mánuði austur. Ég fékk mikla magakveisu (ég var með laktósaóþol, sem ekki var reyndar ekki mælt fyrr en ég var 49 ára). Kveisurnar voru miklar í þetta sinn. Nunnur tvær, ein þýsk og hin íslensk (Klementía/upphaflega Svanlaug Guðmundsdóttir) gáfu mér lyf sem mér var sagt að væri mjög sterkt verkjalyf með ópíum í. Mixtúran var í brúnu glasi með rauðu innsiglislakki efst. Ég svaf eins og steinn eftir að hafa tekið inn lyfið og vaknaði ekki fyrr en síðla næsta dag, þegar sr. George stendur við kojuna mína (efri koju, svo fólk með dónalegt hugarfar fari ekki að láta sig dreyma) og spurði mig hvor ég vildi eitthvað að borða og kom síðar með súpu og samloku til mín."
Engar lýsingar á deyfilyfjum eða grun um notkun þeirra koma fram í máli meintra þolenda kynferðisofbeldis í Landakoti og Riftúni, eins og því er lýst í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Fyrsta skipti sem það gerist er á blogginu mínu. Saga mín er sönn. Viku síðar er Valgarður farinn að tala um að sér hafi verið byrluð deyfilyf, en hann man þetta sem í draumi.
Það var heldur ekki fyrr en ég skrifaði blogg um málið árið 2009, að fórnarlömbin byrjuðu að tínast úr högum gleymskunnar og bælingarinnar og segja sögur sem á vissan hátt hljómuðu eins og mínar. En ofan í það illa sem ég lýsti var bætt barnaníði, sem vitasaklaust fólk getur nú átt á hættu að vera ákært fyrir í tíma og ótíma eins og við sjáum.
Íslendingar vilja ógagnrýnið trúa slíkum glæpum upp á erlenda presta kaþólsku kirkjunnar, kirkju sem reyndar á undir högg að sækja. En þegar kennari í Reykjavík verður fórnarlamb óþekktra ásakana, keppast Íslendingar í kviðdómi götunnar við hvern annan um að sýkna manninn og lýsa ágæti hans undir þeirri meginreglu, að saklaus er sérhver sem ekkert ójafnt er sannað á - og þeirri reglu eigum við að fylgja, einnig þegar kemur að látnum, kaþólskum presti.
Þó ég sé ekki í vafa um sakleysi kennarans í Norðlingaskóla, einfaldlega vegna þess að ég þekki ekki meinta sekt hans, þá var hann alveg viss um "eðli" kaþólsku kirkjunnar hér um árið og dómharður með ólíkindum. En hann er nú fórnarlamb sömu fordóma og hann hafði gagnvart meintum barnaníðingi, sem og vegna laga sem að mínu mati eru á skjön við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála sem Íslendingar hafa undirritað.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | Breytt 15.12.2013 kl. 13:08 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 1352744
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.