3.11.2012 | 15:19
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar er klámhögg
Ég hef fengið skýrslu rannsóknarnefndarinnar Kaþólsku kirkjunnar í hendur og er búinn að hraðlesa hluta hennar. Gagnstætt því sem ég bjóst við í eintómum hégóma mínum, þá hefur nefndin auðvitað engan áhuga haft á æskuminningum mínum og skrifum, þótt skrif mín hér á blogginu um málið staðfesti margt það sem kemur fram við nánari athugun á framburði sumra vitnanna, framburði sem stenst ekki nánari rannsókn, eða er ekki hægt að staðfesta.
Ég greindi fyrr í dag frá þeim grun mínum, að Jóhannes Gijsen fyrrv. biskup hefði orðið einhvers konar vitni í málinu. Það má teljast afar óeðlilegt, en greinilegt er þó að frásagnir Gijsens stangast á við minni annarra lærðra innan kaþólsku kirkjunnar.
Nefndin kemst svo að þessari niðurstöðu (bls. 108):"Með vísan til alls ofangreinds verður rannsóknarnefndin að telja óvarlegt að álykta nokkuð um efni ásakana eða viðbrögð við þeim fyrr en kemur að árinu 1988".
Þetta er vissulega mjög viturleg og rökrétt niðurstaða, en verður aðeins að einhvers konar stílbragði. Henni er alls ekki fylgt sem skyldi. Hvert sinn sem því er haldið fram að yfirmenn Georgs hafi brugðist skyldu sinni, er vitaskuld gefið í skyn að ásökuninni sé trúað. Það er ekki það sama að telja sér óvarlegt að álykta um efni ásakananna eða viðbrögðin við þeim fyrir 1988.
Greinilegt er að eitthvað ósætti hefur verið innan nefndarinnar um ályktun. Því það er í raun er engin ályktun, heldur mikið af mótsögnum og skildir eru eftir lausir endar, sem er hægt að hnýta á ýmsan hátt, eftir því sem mönnum hentar. En uppi stendur áminning til stjórnenda kirkjunnar um eitthvað sem þeir tóku ekki á, þótt maður geti ekki sannað hvað það var. Þannig niðurstaða er ekkert annað en klámhögg.
Ég sé strax að frásögn A (bls. 100), sem enginn getur farið villur vegu um hver er, stangast á við það sem "A", sem hélt því fram að hún hefði orðið fyrir barðinu á séra George, tjáði Fréttatímanum árið 2011. En í skýrslunni er ekki greint frá þeim hrópandi mótsögnum sem voru í frásögnum A í fjölmiðlum.
Skýrslan er einnig full af einkennilegum setningum og övönduðu máli, eins og t.d. á bls. 103:
Borið var á hinn bóginn að A hafi sagt séra Davíð Tencer frá ofbeldi af hálfu séra George árið 2007 þar sem hann var staddur í verslun.
Hvernig á maður að skilja þetta rugl? Var A að halda því fram að séra George hefði haft í frammi ofbeldi við sig í verslun árið 2007. Eða sagði A Davíð Tencer frá því árið 2007, að George hefði beitt sig ofbeldi, þegar A hitti Tencer í versluninni? Hvað á maður að halda? Las enginn þetta yfir? Í svo mikilvægum skýrslum verða menn að skrifa skiljanlegt mál.
Þessa skýrslu verður vitaskuld að endurrita, svo hún sé ekki ruglingslegt plagg á kjánalegu og illa ígrunduðu lagamáli. Öllu verður að lýsa faglega með heimildarýnisaðferðum, t.d. hvað stangast á í frásögn vitna, trúnaðarmanna og við það sem kemur fram í öðrum upplýsingum, til að mynda barna sem dvöldu í Riftúni, sumardvalarheimili Kaþólsku kirkjunnar, og svo og barna í Landakotsskóla.
Nú, þegar í ljós er komið, að vart stendur steinn yfir stein í frásögnum meintra þolanda frá því fyrir 1988, sem hægt er að álykta um á rökrænan og vitrænan hátt, að nöfn þessa fólks sem setti fram ásakanirnar er alveg eins hægt að birta eins og nöfn meintra gerenda.
En eitt er víst, sumir íslenskir fjölmiðlar eru þegar búnir að fella sinn dóm og einnig fjöldi manns sem ekki hefur lesið skýrsluna, en sem hatar kirkju og trú með svo miklum krafti, að hvaða áfellidómur sem er verður að vatni á hatursmyllu þess.
Lesið einnig færslu mína frá því fyrr í dag, sem ég kallaði "Kirkjunauðgun?"
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:40 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 255
- Frá upphafi: 1353075
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 195
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ekki er þetta flottur málstaður sem þú ert að berjast fyrir í þetta skiptið Vilhjálmur. Rengja fórnarlömb meints kynferðisofbeldis. Það hefur ítrekað komið fram undanfarin ár og áratugi að eitthvað virkilega alvarlegt var í gangi í þessum skóla þegar þetta fólk stjórnaði skólanum. Þessi skýrsla, hvort sem megi prófarkalesa hana betur, er að mörgu leyti staðfesting á því.
Hvernig eitthvað er orðað svona eða hinsegin að þá er þessi skýrsla áfellisdómur yfir kaþólsku kirkjunni og þeim sem stjórnað hafa þar undanfarna áratugi.
Að því slepptu að þá er líka innan kirkjunnar mjög gott fólk. Eins og t.d sr. Patrick. Sá prestur er kirkjunni til sóma.
Ólíkt mörgum þar innanborðs.
Einar (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 17:52
Málefnalegt er nú ekki orðið sem ég myndi nota um þennan pistil..
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 18:29
Heyrði ekki betur en formaður nefndarinnar segði á RÚV að sannleiksgildi framburða hafi ekki verið staðfestir. Þarf ekki að gera það áður en kaþólska kirkjan er tjörguð og fiðruð.
Ragnhildur Kolka, 3.11.2012 kl. 21:44
Greinilega ekki Ragnhildur. Dómurinn féll nefnilega í fyrra í Fréttatímanum, á Eyjunni og hjá Illuga Jökulssyni yfirdómara.
En mér finnst skýrslan samt illa gerð. Þessari setningu:
"Með vísan til alls ofangreinds verður rannsóknarnefndin að telja óvarlegt að álykta nokkuð um efni ásakana eða viðbrögð við þeim fyrr en kemur að árinu 1988".
er nauðgað með vangaveltum um hvað mikið vissir aðilar "brugðust". Vissulega brugðust menn, en glæpirnir hafa ekki verið sannaðir á séra Georg, og þær ásakanir voru nú þess valdandi að ég ákvað að fylgja málinu, því ég man eftir þessum manni sem allt annarri persónu en sum meintu fórnarlömb hans.
Ég útilokaði ekki neitt, en nú er komið í ljós að ekkert stenst athugun í framburði þess fólk sem segist hafa orðið fyrir glæpum Georgs fyrir 1988 (nema að hann hafi virkilega ráðist á A í verslun árið 2007).
Nú verður örugglega farið að tala um SAMSÆRI innar kirkjunnar til að vernda sitt fólk. Skýrslan er þó ágæt sönnun þess að svo er ekki, og er það einn ljósi punkturinn ásamt góðum tillögum til úrbóta. Menn læra af mistökum, en hér hefur hluti að málinu verið fár í þjóðfélaginu.
Þau fórnarlömb sem sannanlega urðu fyrir barðinu á fólki sem átti að vernda það, kenna því og uppfræða, eiga hluttekningu mína alla. Þau voru sem betur fer færri en almenningsálitið og skandalssoltnir fjölmiðlar ætluðu.
FORNLEIFUR, 3.11.2012 kl. 22:19
Vilhjálmur, vinsamlega útskýrðu og rökstyddu meða vitrærum hætti hugtakið "klámhögg"
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 00:32
Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni Kristján, að þú túlkir orðið klámhögg á annan máta en ég. En ég skil það í orðins upprunalegu merkingu, þó ég viti vel að það sé notað vitlaust í dag. Skýrslan er léleg smíð.
En hvaða skilning leggur þú í "hugtakið" klámhögg, Kristján?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.11.2012 kl. 01:05
Eins og búast mátti við náði RÚV í þolanda "A", en rannsóknarnefndinni tókst ekki að fá staðfestingu neinna þeirra sem hún hafði dregið inn í málið. Margt af því sem hún sagði við Fréttatímann stóðst ekki athugun. En skýrsluhöfundar gleymdu líklega að kynna sér það, en fengu þó um það upplýsingar.
Samt leyfir RÚV, þar sem margir fréttamenn eru orðnir sérfræðingar í að búa til fréttir, að lýsa því yfir að skýrslan sýni að A hafi verið fórnarlamb kynferðisofbeldis séra Georges.
A heimtar nú skaðabætur með RÚV sem lögfræðing sinn. Því miður tók rannsóknarnefndin ekki ásakanir A lið fyrir lið í skýrslu sinni, en nefndin valdi þessa leið:
"Með vísan til alls ofangreinds verður rannsóknarnefndin að telja óvarlegt að álykta nokkuð um efni ásakana eða viðbrögð við þeim fyrr en kemur að árinu 1988".
Með því að taka ekki á öllum ásökununum og sýna fram á að þær voru mótsagnakenndar lið fyrir lið, er það nefndin sem ber ábyrgð á hugsanlegum greiðslum til meint fórnarlambs, sem skýrslan kallar A. Vanmáttug skýrsla þessi og klúðursleg gefur möguleika á því að fólk geti gert sér þetta mál að féþúfu, þó svo að framburður þess sé ekki sannaður á neinn hátt.
Í engu "réttarríki" nema á Íslandi held ég að svona farsi geti orðið til og í engu eðlilegu landi er til fjölmiðill eins og RÚV.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.11.2012 kl. 09:14
Ég á eftir að skoða skýrsluna, en ég hjó eftir því í fréttum að talað var um 20 eða 30 vitnisiburði.
Þú talar hér um vitnisburð 'A'. Hvað með vitnisburði annarra?
Skeggi Skaftason, 4.11.2012 kl. 12:06
Ég þekki ekki fyrr en nú til vitnisburðar þeirra sem urðu fyrir brotum eftir 1988. Ég leyfi mér aðeins að trúa því sem nefndin hefur sannreynt og ekkert af því sem gerðist fyrir 1988 virðist standast nánari athugun.
Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að í kirkjunni eins og annars staðar þar sem fólk hefur umsjón með börnum, að hlutirnir geti farið illa ef rangt eða sjúkt fólk velst til þeirra starfa. En framburður A var svo holóttur og svo út í hött á köflum, að frekari rannsókna er örugglega þörf í máli hennar, ef að greiða á henni skaðabætur. Fólk sem hún segist hafa talað við kannast ekki við það. Ég held ekki að það sé samsæri. Þolandinn verður einnig að þola rannsókn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.11.2012 kl. 15:28
Vilhjálmur ég hef áhyggjur af þér.
Þú ert í djúpri afneitun.
Varðandi sr. George.
Viggó Jörgensson, 4.11.2012 kl. 15:30
Viggó Jörgensen, nauðgaði hann þér?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.11.2012 kl. 17:32
Svo skrifar einn blaðamaður Moggans:
Rannsóknarnefndin tekur það fram í skýrslu sinni að það sé ekki hlutverk hennar að leggja mat á trúverðugleika frásagna um ofbeldi og afleiðingar þess
en þannig skrifar Sannleiksnefndin:
"Með vísan til alls ofangreinds verður rannsóknarnefndin að telja óvarlegt að álykta nokkuð um efni ásakana eða viðbrögð við þeim fyrr en kemur að árinu 1988".
Ja, dæmi hver fyrir sig. Er Mogginn að segja rétt frá? Eða er RÚV veiran komin upp á Hádegismóa?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.11.2012 kl. 18:12
Öfugt við þig Vilhjálmur
var ég aldrei í Landakotsskóla eða Rifstúni
og hitti manninn aldrei.
Besta kveðja
Viggó JörgensSON.
Viggó Jörgensson, 4.11.2012 kl. 18:27
Svo sé ég ekki Vilhjálmur að sr. George hafi yfirleitt naugað neinum.
Ekki í þeim skilningi að um samræði hafi verið að ræða.
Heldur snýst málið um grófa kynferðislega misnotkun.
Það stendur fyrrverandi nememdum nær en mér.
Að spyrja sig hvort þeir hafi bælt niður minningar um misnotkun.
Og séu í afneitun.
Svona af því að þú spurðir.
Viggó Jörgensson, 4.11.2012 kl. 18:50
Svo sé ég það núna í bréfaskriftum þínum til rannsóknarnefndarinnar.
Að þú segir þar að faðir þinn sé fæddur í Hollandi eins og sr. George.
Og að faðir þinn hafi þekkt þá Hollendinganna.
Það skýrir að mínu mati algera blindu þína á mál sr. George.
En Margréti Muller kallar þú skrímsli enda var hún þýsk.
Viggó Jörgensson, 5.11.2012 kl. 00:09
Viggó Jörgensen, ert þú á þinni skoðun vegna þess að faðir þinn var Íslendingur eins og meint fórnarlömb Georgs?
Ertu að gefa í skyn, að vegna þess að faðir minn þekkti George, að faðir meinn var honum málkunnugur og hitti hann öðru hvoru í pósthúsinu, að þá sé komin ástæðan fyrir því að ég fari varlegar í ásakanir á hendur séra George en aðrir gera, og bendi á mótsagnir í framburði meintra fórnarlamba, mótsagnir sem rannsóknarnefndin tók enga afstöðu til? Eða heldur þú, að allir útlendingar af sama þjóðerni rotti sig saman í klíkur til að verjast ásökunum, sama hver hún? Þá ertu nú kjáni, Jörgensen.
Ég á vala ekki orð yfir kjánaskapnum í þér. Faðir minn, sem var eldri en George hafði engin bein samskipi við séra George og var heldur ekki meðlimur í kirkjunni hans séra Georges, á nú að vera ástæðan fyrir því að ég bið menn um að staldra við og kynna sér ásakanir á hendur George í ljósi þess að engar sannanir eru fyrir hendi og að áskakanirnar eru í meira lagi mótsagnakenndar.
Faðir minn heitinn og uppruni hans kemur akkúrat ekkert mínum skoðunum við. Ég er einfaldlega ekki gefinn fyrir að dæma menn án þess að sannanir fyrir sekt þeirra liggi fyrir.
En siðleysi margra Íslendinga gerði það að verkum fyrir 20-12 árum síðan, og jafnvel enn, að þeir afneituðu þvi algjörlega að maður nokkur sem sest hafði að á Íslandi hefði verið stríðsglæpamaður, þó svo að sannanir lægju fyrir því og alþjóðleg nefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu.
Samkvæmt Íslendingum var morðingi frá Eistlandi saklaus þótt sannanir lægju fyrir sekt hans, en prestur og sálusorgari er dæmdur af Íslendingum án haldbærra sannana. Það gerðist nú líka með Íslenskan biskup, svo ekkert er nýtt undir sólu.
Siðleysi og -blinda í bland við rökleysuhyggju og múgæsingu er að mínu mati mjög mikið vandamál á Íslandi og hluti af því hvernig fór árið 2008 - og það kom ekkert föður mínum né mér við. Kröfur gegn íslenskum fjárglæpamönnum frá Hollandi komu heldur ekki föður mínum né mér við.
Ertu ekki bara nokkuð fordómafullur í garð útlendinga, Hr. Jörgensen, og hvers konar nafn er nú það? ... Þú ert þó ekki útlendingur?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.11.2012 kl. 08:34
Þú ert alveg sérstaklega skemmtilegur maður Vilhjálmur.
Þú sagðir sjálfur í bréfi til rannsóknarnefndarinnar:
"... Ekki er ég kaþólskur, en það kom til að ég fór þarna, að faðir minn var fæddur í Hollandi og þekkti því flesta Hollendingana sem unnu hjá Kaþólsku kirkjunni á Íslandi..."
Ég var að leita að skýringu á afneitun þinni á afbrotum sr. George.
Var farinn að halda að hann hefði áreitt þig en þú værir í afneitun.
En svo sá ég skýringuna þegar ég las þetta með pabba þinn.
Þú hefur að sjálfsögðu verið einn af litlu englunum hans sr. George.
Hann hefur sýnt þér allar sýnar bestu hliðar.
Það er von að þér sé misboðið.
Ég er búinn að vekja athygli þína á því að ég er
EKKI Jörgensen HELDUR Jörgensson.
Ekki traustvekjandi hjá fræðimanni að geta ekki lesið nafnið á viðmælandanum rétt.
Finnst þér það?
Og hvað eiga menn þá að halda um annað sem þú skrifar?
Viggó Jörgensson, 5.11.2012 kl. 09:22
Svo skrifar einn blaðamaður Moggans:
Rannsóknarnefndin tekur það fram í skýrslu sinni að það sé ekki hlutverk hennar að leggja mat á trúverðugleika frásagna um ofbeldi og afleiðingar þess
en þannig skrifar Sannleiksnefndin:
"Með vísan til alls ofangreinds verður rannsóknarnefndin að telja óvarlegt að álykta nokkuð um efni ásakana eða viðbrögð við þeim fyrr en kemur að árinu 1988".
Ja, dæmi hver fyrir sig. Er Mogginn að segja rétt frá? Eða er RÚV veiran komin upp á Hádegismóa?
FORNLEIFUR, 5.11.2012 kl. 09:57
Ég bið hr. Jörgensson afsökunar á því að hafa vænt hann um að vera af erlendum ættum. Það var honum greinilega ofviða, því útlent fólk er vont að hans mati og rottar sig saman.
Hr. Jörgensson er staðhæfingaglaður og skrifar:
Þú hefur að sjálfsögðu verið einn af litlu englunum hans sr. George.
Hann hefur sýnt þér allar sýnar bestu hliðar.
Það er von að þér sé misboðið.
Fyrir utan það, hefur hann haldið því fram að ég hafi verið í Landakotsskóla. Þar hef ég aldrei gengið í skóla.
Dylgjur Jörgenssonar eru ógeðfelldar. Hann gerir mig hér að eins konar samverkamanni og yfirhylmingarmanni séra Georges, og kallar mig einn af "litlu englunum hans".
Nei, ég er bara vel upp alinn og dæmi ekki fólk fyrr enn sekt þeirra er sönnuð.
Jörgensson gerir því ekki frekari athugasemdir á þetta blogg, því það gæti fljótlega orðið Jörgenssyni til vansa. Ólöglegar staðhæfingar, þar sem saklaust fólk er spyrt saman við menn sem kynsvallssoltinn íslenskur almenningur hefur dæmt sem óyndismenn án nokkurra sannanna varðar við lög.
Jörgensson, þú ert ótíndur dóni og dylgjukarl sem finnst gaman að smjatta á gróusögum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.11.2012 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.