Leita í fréttum mbl.is

Hryđjuverkaríkiđ Danmörk

Ţessa dagana er talađ mikiđ um hryđjuverkamenn í Danmörku. Nýlega féll dómur í máli 4 meintra terrorista. Ţrír voru sýknađir, en einn á 18. aldursári var fundinn sekur og dćmdur í 7 ára fangelsi. Ekki ćtla ég ađ deila viđ dómarana um sakleysi ţrímenninganna sem sleppt var og sá sem sekur var fundinn hefur áfrýjađ dóminum, eins og vera ber í réttafarsríki. Annađ mál geng öđrum ungmennum í hryđjuverkahugleiđingum kemur brátt fyrir dómara í Óđinsvéum. Nýlega var Dani af tyrknesku bergi brotinn, dćmdur í fangelsi í Bosníu fyrir ađ leggja á ráđin um hryđjuverk gegn saklausu fólki í Evrópu.

Af hverju velja ţessi ungmenni ađ fremja hryđjuverk “einhvers stađar í Evrópu”?  Almenningi, sem ekki er í slíkum hugleiđingum, er jafnan sagt ađ ţessir piltar hafi átt erfiđa ćsku, séu flóttamenn, ef til vill Palestínumenn, eigi bágt og ađ dönsk yfirvöld hafi brugđist ţeim. Ekki ćtla ég ađ draga í efa, ađ ţađ geti veriđ hluti af skýringunni fyrir framferđi ţeirra. En ţađ er alls ekki búiđ illa ađ ţessum drengjum. Ţeir eiga kost á skólagöngu, húsnćđi og sömu mannréttindum og Danir njóta. En ţađ virđist ekki vera nóg fyrir ţá. Ţeir hafa ţví fundiđ annađ, mikilvćgara, sem ţeir láta stjórna lífi sínu og sem ţeir virđa meir en ţađ samfélag sem ţeir lifa í. Ţađ er ofsafengin trú, bólginn botnlangi Íslams, ţar sem allt ţađ versta í manninum er sett á oddinn til ađ leysa vanda samfélagsins. Lausnin er ein alsherjarsprenging, blóđsúthelling og ofbeldi sem fćr réttlćtingu í trúnni, vegna ţess ađ Allah er stór. Retóríkin er einföld en blóđug. 

21. júlí í fyrra varđ ég vitni ađ fjöldamótmćlum í Kaupmannahöfn. Á einum stađ, Axeltorv, höfđu safnast saman stuđningsmenn Hizbollah, ţó í óţökk vinstrimannanna sem héldu mótmćlastöđuna. Ţótt Hezbollah séu hryđjuverkasamtök sem EB hefur bannađ, ađhafđist danska lögreglan ekkert. Ćtli löggurnar hafa haft minnstu hugmynd um hvađ gulu fánarnir međ hríđskotarifflinum tákna?

Nazrallah í Tívolí  

Nasrallah Hezbollah-klerkur fyrir utan Tívolí - nei en gaman!

Löggan gerir ekkert 

"Ja, er det stationen? Nogle af dem har gule flag, er det farligt?"

Á Ráđhústorginu í Kaupmannhöfn fjölmenntu liđsmenn Hizb ut Tahrir, sem vilja stofna alheimsríki múslima, Kalífatiđ, og ćtla sér ađ taka Jerúsalem og nota hana sem höfuđborg. Ţeir vilja safna múslimum í eina ţjóđ, Ummah (%u0623%u0645%u0629‎), einhvers konar herraţjóđ. Liđsmenn ţessarra samtaka í Danmörku, sem eru bönnuđ í öđrum löndum umhverfis Danmörku, m.a. Svíţjóđ, hafa veriđ dćmdir fyrir ađ hvetja til dráps á gyđingum, hvar sem ţá er ađ finna. Ţeir tala um gyđinga, eins og nazistar gerđu, og líkja ţeim viđ óćđri dýr. Liđsmennirnir ganga snyrtilega til fara. Í svörtum jakkafötum og hvítum skyrtum og hermennskubragur er yfir öllu hjá ţessum ungmennum. Konur halda sig í bakgrunninum. Slagorđin á Ráđhústorginu voru “dauđi Ísraels” og ađalvandamáliđ voru gyđingar. Ţetta gćti alveg eins hafa veriđ í Nürnberg áriđ 1938.

Hizb ut Tahrir 1

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband