Leita í fréttum mbl.is

Lýst eftir lygnum blaðasnápi á Vísi

Var þessi á vísi

Eins og fram hefur komið í fréttum, lét dr. Herdís Þorgeirdóttir forsetaframbjóðandi hafa eftir sér afar ljótar og ósæmandi skoðanir sumarið 1977. Hún hefur nú reynt að þvo hendur sínar af þessum ósóma með því að segjast hafa vitnað í George Wallace, sem og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi af blaðamanni Vísis. Wallace var þó aldrei eins grófyrtur um blökkumenn og Herdís, sem var reynda sjálf blaðakona á Mogganum sumarið 1977. Hún var spurð hvað hún myndi gera ef til landsins kæmu 10.000 negrar. Herdís var sko með Lokalausn í lagi: Senda þá á lekum bát út í hafsauga.

Ég furðaði mig á því í gær, að enginn hefði hnotið um orð Herdísar árið 1977, og reyndi að skýra það um leið og ég leitaði svara. Stuðningsmenn Herdísar hafa nú upplýst að grein hefði verið í Þjóðviljanum um ummæli Herdísar. En þetta er nú allt og sumt.

Eftir stendur að Herdís telur sig fórnarlamb skítseiðis úr sömu stétt og hún tilheyrði sumarið 1977. Manns sem sneri út úr merkum orðum hennar, þar sem hún var með heimspekilegar vangaveltur um George Wallace, sem hún mun hafa verið sérfræðingur í. En eins og menn muna, var sjaldan hægt að birta nema 10 orði í Svari Dagsins, svo blaðamanninum hefur verið vandi á höndum. Herdís segir hann ekki hafa stigið í vitið og lagt orð Wallace ríkisstjóra henni í munn. Þetta er auðvitað ljótt ef satt er. Og það sanna verður að koma í ljós.

Með svona mál í farteskinu munu erlendir blaðamenn sleikja út um ef Herdís næði kjöri. Illkvittnislegt heiti eins og Harðbrjósta Herdís mun hugsanlega loða við hana. Og hvað ætli Feneyjarnefnd Evrópuráðsins um Mannréttindi segði um orð Herdísar, en hún er einmitt formaður undirnefndar í Feneyjarnefndinni og líka sérfræðingur í frelsi fjölmiðla.

Ef þú ert einhvers staðar þarna úti, blaðasnápur á Vísið sumarið 1977, sem lagðir snöru um fót Herdísar, þá gefðu þig fram og segðu okkur þína hlið á málinu. Ef Herdís er hins vegar að bera upp á menn ósannindi til að bjarga sér fyrir horn, er augljóst að hún verður að stöðva framboð sitt og segja sig úr undirnefnd Feneyjarnefndarinnar um mannréttindi. Kona sem vill senda 10.000 negra á lekum bát út í hafsauga, verður ekki forseti. 

Hér, hér hér og hér má lesa brot úr sögu svarta mannsins á Íslandi sem ég hefi skrifað. Ég missti þó af því svæsnasta úr fordómunum, þ.e.a.s. orðum Herdísar Þorgeirsdóttur, sem voru ef til vill tekin úr samhengi, þar til annað sannast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þekkir enginn manninn? Getur það verið? Kannski man Herdís hvað kollega hennar hét og sem sneri úr orðum hennar.

Í morgun var síðasti dagurinn í réttarhöldunum yfir hinum geðsjúka Breivik í Noregi.

Er mikill munur á þvi að vilja í huganum senda 10.000 manns á lekum bát út í óvissuna, eða á sjúku hatri Breiviks í garð útlendinga, sem endað með fjöldamorðum á ungmennum sem Breivik kenndi um að útlendingar væru í Noregi.  Hatrið er það sama, en sjúkur heili getur gert martröð úr orðunum. En það er ekki langt á milli orða og gjörða þegar að útlendingahatri kemur. 

Herdís verður að gefa betri skýringu, ellegar draga sig í hlé og íhuga sín mál í undirnefnd Feneyjanefndarinnar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.6.2012 kl. 12:08

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kannski er blaðamaðurinn dáinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.6.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband