6.3.2012 | 17:59
Réttlæting á hatrinu í Passíusálmunum
Mikil umræða hefur orðið um gagnrýni Simon Wiesenthal Stofnunarinnar á Passíusálmana og lestur þeirra í RÚV. Ég greindi frá gagrýninni á hinu bloggi mínu, Fornleifi, sem fjallar um ýmis konar forneskju eins og til dæmis Passíusálmana. Ég sé mjög mismunandi réttlætingu hjá mönnum á því af hverju þeir telja Passíusálmana fallegan og hreinan trúarboðskap, þótt gyðingar telji sálmana haturssöng í sinn garð. Einn maður hefur t.d. vænt mig um Íslendingahatur og rasisma vegna þess að ég tel sálmana tímaskekkju. Annar vill berja mig með naglspýtu með 5 tommu nagla á Lækjatorgi.
Á Íslandi ætlast menn til þess að starf Simon Wiesenthals Stofnunarinnar (SWC) séu nasistaveiðar. Starf SWC hefur reyndar aldrei einvörðungu falist í því að leita uppi stríðsglæpamenn, líkt og Jóhann og aðrir virðast halda, heldur berst stofnunin einnig við það hatur sem gerði venjulega menn að böðlum milljóna manna í Síðari heimsstyrjöld. Barátta og stríð gegn þessu hatri og öðrum mannréttindarbrotum er aðalverkefni stofnunarinnar, barátta fyrir sannleikanum og helfararafneitun annað, en nasistaveiðar eru svo að segja að renna sitt skeið. Eftir nokkur ár eru þeir glæpamenn sem sumar ESB-stjórnir Austur-Evrópu hafa friðað farnir til helvítis.
Röksemdir aðventistaprests
Á Fornleifi skrifar meðal annarra Jóhann Magnús Þorvaldsson aðventistaprestur athugasemd (nr. 57) til að sýna fram á villu SWC-stofnunarinnar og ágæti Passíusálmanna. Jóhann er fyrrverandi prestur Sjöunda Dags Aðventista:
"Tengdafaðir minn, sem var gestgjafi í litlu þorpi í Vestur Þýskalandi á stríðsárunum, var sjálfur í lífshættu vegna þess að hann faldi gyðingafjölskyldu á flótta. Konan mín mundi vel eftir þessari fjölskyldu sem hún aðstoðaði við að fela. Ég bar mikla virðingu fyrir þeim fyrir þetta þegar ég seinna heimsótti þennan stað. "
Kreye var ættarnafn konu Jóhanns, Irmgard, en hún lést árið 2005 í Noregi. Hafa góðverk Kreye fjölskyldunnar í garð gyðinga verið skráð einhvers staðar? Vissulega! Af veraldarvefnum þekki ég bók eftir Eric nokkurn Kreye, sem var meðlimur í Hitler Jugend, en hann flutti eftir stríð til Bandaríkjanna. Bókin ber titilinn Under the Blood Banner: The Story of a Hitler Youth. Eric Kreye er sjöunda dags aðventisti eins og Jóhann M Þorvaldsson mágur hans og leiðtogi "kirkju" í húsnæði High School Pharmacy í smábæ nokkrum, Estacada, í Oregonfylki.
Og þegar við lesum sögu Erics Kreye, þar sem kemur við sögu Kreye systir hans, finn ég ekkert um það hvernig Eric, bróðir Irmgards giftist gyðingi eins og Jóhann heldur fram. Faðir þeirra systkina, eigandi Hölscher Gasthaus í Unsen skammt frá Bielefeld í Þýskalandi var meðlimur í Gestapo (sjá hér), en er sagður hafa haft gyðinginn Prófessor Erhardt og konu hans hjá sér am Gasthof. Því er meira að segja haldið fram, að Frau Erhardt hafi komið með dóttur sína Júlíu mikið veika og falið hana í kolageymslu Kreye fjölskyldunnar meðan á loftárásum stóð á stórborgina (Hannover?). Uppáhaldsfrænka Erics var meira að segja gyðingur samkvæmt bókinni (sjá hér).
Lesið bók Kreye hér og hér, sem er athyglisverð lesning.
Kreye, faðir Erics og Irmgards vann um tíma hjá Gestapo í Hameln. En í Hameln var aðeins rekin ein stofnun Gestapo, illræmt fangelsi þar sem fólk var svelt myrt. Þetta hefur sérfræðingur í Hameln sem ég þekki greint mér frá. Gyðingar, Hollendingar, Danir, Tékkar, Pólverjar, Frakkar, kommúnistar og samkynhneigðir voru í þessu fangelsi á stríðsárunum. Ef Herr Kreye hefur unnið fyrir Gestapo í Hameln hefur hann unnið í þessu illræmda fangelsi. Hitler Jugend, sem Eric Kreye var meðlimur í var reyndar stofnað í Hameln árið 1930.
Í Bielefeld, þar sem Kreye átti ættingja, var safnað saman gyðingum af elli- og sjúkraheimilum í nágrenninu. Gamla fólkið var svelt í hel í fangabúðunum Schlosshof í bænum Bielefeld. Á meðan fór Eric Kreye með niðursoðinn mat til ættingja í Bielefeld.
Eric Kreye, sem hefur tekið sér mörg skáldaleyfi, en hefur skrifað opinskáa bók. Hún og meint hjálp Kreye fjölskyldunnar við gyðinga réttlætir hins vegar ekki Passíusálmana. Það sem sagt er um hjálp við gyðinga í bókinni stenst ekki athugun, og bókin verður að flokkast til þeirra þúsunda af lýsingum afkomenda Þjóðverja stríðsáranna sem á seinni árum hafa keppst við að halda því ranglega fram að foreldrar þeirrar eða afar og ömmur hafi bjargað gyðingum. Ef svo margir hefðu í raun hjálpað gyðingum, þá hefði líklegast aldrei orðið nein Helför. Bók Harald Welzer "Opa war kein Nazi" lýsir þessum heilkennum sumra Þjóðverja.
Söguhetjan, Eric Kreye, bróðir Irmgard (sem ég tel víst að hafi verið kona Jóhanns Aðventistaprests) gerðist síðar sjöunda dags aðventisti í Bandaríkjunum.
Sjöunda Dags Aðventistar í Þýskalandi voru ekki frægir fyrir hjálp sína við Gyðinga, þó svo að ég útiloki ekki að góðir einstaklingar í meðal aðventista hafi verið miklar hjálparhellur. Gyðingar sem tekið höfðu trú þína, Jóhann, voru meira að segja framseldir af "trúbræðrum" sínum, 7. dags aðventistum, í hendur nasista!
SWC leitar að sannleikanum. Sá Jesús, sem Jóhann hefur um langan tíma kennt trúna á, kenndi einnig mönnum að hafa sannleikann að leiðarljósi. Eric Kreye, sonur Gasthaus-eigandans sem var í Gestapo, sagði einnig sögu sem ég vona að sé sönn. Hann komst til BNA í stað gyðinganna sem neitað var um landvist þar.
Hallgrímur Pétursson sagði ekki sanna sögu af gyðingum í Passíusálmunum og því mótmæla gyðingar í dag. Það er engin ástæða til að segja glansmyndasögur í anda aðventista ef þær eru ósannar, til þess eins að réttlæta Passíusálmana. En Sálmarnir innihalda, nú sem fyrr, hatur í garð gyðinga. Það er staðreynd.
Ef Íslendingar vilja hylla slíka menningu, þá þeir um það. En það verður ekki gert án kröftugra mótmæla.
Gasthaus Kreye-fjölskyldunnar i þorpinu Unsen (nærri Hameln og Hannover) eins og húsið lítur út í dag.
Herr Kreye gestgjafi i Unsen, sem samkvæmt bók Eric Kreyes sonar hans var aðeins í Gestapo í þrjá mánuði, náði samt að krækja sér í síldarsalat. Trúverðugleiki bókarinnar er lítill og afrek Kreye- fjölskyldunnar eru að mín mati alls ekki nógu góð ástæða til þess að réttlæta gyðingahatur Passíusálmanna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Íslenskt gyðingahatur, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 1353048
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Vilhjálmur Örn, ég var að lesa yfir athugasemdirnar hjá Fornleifi um sama efni.
Ég varð fyrir vonbrigðum með að þú, sem ert svo fær að afla þér upplýsinga um fólk, skulir rugla saman Margréti Eggertsdóttur (sem er ekki guðfræðingur) og Margréti Erlendsdóttur.
Legg til að þú aflir þér upplýsinga um Margréti Eggertsdóttur. Hún er virtur fræðimaður. Ég þori ekki að skilgreina sérsvið hennar, en Passíusálmar Hallgríms og annar skáldskapur 17.aldar fellur þar undir.
Það getur alveg verið að fólk án sögu og án trúarhefðar geti heyrt eða lesið hatur í garð gyðinga í sálmunum, en við sem hlustum á þá sem trúarlegan skáldskap og höfum einhverja smá þekkingu á sögu og kristinni trúarhefð skynjum ekki orðin um júðana sem hatur á gyðingum, þó slíkt hatur hafi verið algengt á tímum skáldsins.
Ég hef enga trú á því að þeir sem hugsanlega gætu túlkað orð sálmaskáldsins sem hatur hlusti á lestur sálmanna í útvarpinu eða taki sér bókina í hönd til að lesa þá. Gæti þó hugsast að þessi viðbrögð þín vektu forvitni þeirra.
Hólmfríður Pétursdóttir, 6.3.2012 kl. 19:48
Hólmfríður Pétursdóttir, þú ferð með rangt mál. Ég skrifaði eftirfarandi meðan ég beið svara við spurningu minni um dr. Margréti frá henni sjálfri:
Hvað varðar Margréti Erlendsdóttur [átti að vera Eggertsdóttir], þá velti ég því alvarlega fyrir mér hvort það sé sama manneskjan og Margrét Erlendstóttir [átti að vera Eggertsdóttir] sem tróð upp á sumarþingi BIWF árið 2110 http://www.britishisrael.co.uk/newsletter/4.pdf sem eru samtök sem álíta að hina eiginlega afkomendur Ísraels sé að finna í Vestur-Evrópu, og meðal annar meðal "Benjamíníta" á Íslandi. Það eru samtök sem tekin hafa verið í gyðingahatri gegn þeim gyðingum sem BIWF viðurkennir ekki. Var dr. Margrét hjá þessu fólkí árið 2010?
Ég var ekki að rugla neinum saman. Ég var að spyrja. En þú kemur hér með nokkuð ógeðfellda fullyrðingu um það andstæða.
Ég get upplýst þig, að konan sem ég leitaði að, sem trúir því að Íslendingar séu afkomendur ættkvíslar Ísraels, heitir Margrét Eggertsdóttir og var fædd 1950, en alnafna hennar dr. Margrét er fædd 1960. Þetta staðfesti dr. Margrét sjálf, svo þetta er ekki ein og sama konan, og því hélt ég heldur ekki fram ,þótt þú hafir komist af þeirri niðurstöðu eftir að hafa lesið athugasemd mína rangsælis og ekki áttað þig á því að ég skrifaði Erlendsdóttir í misgripum fyrir Eggertsdóttir.
Margrét Eggertsdóttir, sem hafði farið á fund BIWF, skrifar hins vegar bækur sem Þjóðkirkjan (Skálholtsútgáfan) gefur út, sem gerir hlutina ekki betri. Henni þykja líklega Passíusálmarnir uppbyggilegir.
Vert þú svo ekki að væna mig eða aðra um söguleysi og trúleysi. Við erum bara ekki öllu sömu trúar og þú og þið sem elskið Passíusálmana og sjáið ekki ósómann í þeim.
Skrif þín nálgast það að vera dónaleg. Hafðu því endilega samband við SWC og segðu þeim hve erfitt þú átt með að lesa texta og hvað mikið þér þykir vænt um gyðingahatrið í Passíusálmunum.
En vænna þætti mér að fá athugasemd um það sem þetta blogg mitt fjallar um. Finnst þér kannski líka, Hólmfríður, að það sé góður siður að réttlæta gyðingahatur Passíusálmana og verjast gagnrýni á þá með því upplýsa um afrek fjölskyldu konu sinnar í Þýskalandi?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2012 kl. 20:55
Hólmfríður, eitt enn. Þetta fjallar ekki um hvað þú skynjar og hvað var að gerast á tímum Hallgríms. Liðin eru 350 ár. Ég get ekki sagt þér hve margir hafa þurft að deyja fyrir sams konar hatur á þeim árafjölda.
Andúð á gyðingdómi og gyðingahatur er ekkert betra í dag þótt það hafi orðið til 17. öld.
Kannski er það söguleysi þitt sem veldur, þar að þú skynjar ekki orðin í sálmunum á sama hátt og gyðingar sem lesa sálmana og heyra, og vonandi er þeim ekki bannað að lesa þá og hafa skoðun. Ekki hafa gyðingar bannað Kristnum og múslímum að "ræna" og í sumum tilvikum misskilja Tanach (GT).
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2012 kl. 21:12
Vilhjálmur, mér þykir leitt að hafa brotið reglur bloggsins með því að svara á rangri síðu.
Þegar ég skrifaði færsluna mína var ekkert fjær mér en ætla að vera dónaleg. Þaðan af síður ætlaði ég að gera lítið úr trú þinni eða annarra.
Hólmfríður Pétursdóttir, 6.3.2012 kl. 21:42
Vilhjálmur, ég las svar þitt aftur og skil að þú gast vel tekið til þín það sem ég skrifaði. Málið er bara það að af skrifum þínum á báðum bloggunum þínum, veit ég að þú ert hvorki sögulaus né trúlaus, ég var að reyna að ímynda mér í hverju hættan af því að lesa Passíusálmana gæti falist. Þess vegna þetta tal um sögu og hefðir. Ég reyni að tala við fólk af fullri virðingu, enda ekki ástæða til annars.
Hefði sennilega átt að halda þessum bollaleggingum fyrir sjálfa mig.
Hólmfríður Pétursdóttir, 6.3.2012 kl. 21:50
Nei, maður á endilega að vera með bollaleggingar, en sleppa palladómum. Misskilningurinn hjá þér kom auðvitað til vegna þess að ég skrifaði Erlingsdóttir í fljótheitunum, en ég vildi ekki vera að fjarlægja það í athugasemdum. En líklegast verðum við seint sammála um Passíusálmana. Í virðingu og vinsemd
Vilhjálmur Örn
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2012 kl. 22:30
Sæll Vilhjálmur.
Það sem gerir umræðuna um meint hatur í Passíusálmunum
næsta vonlausa við að fást er sú staðreynd að
Wiesenthal stofnunin tiltekur þessa 50 punkta sína
um meint gyðingahatur án þess að hafa fyrir því að rökstyðja
einn einasta þeirra. Þekkja þeir ekki eigin fræði?
Vita þeir ekki að í flestum þessara 50 punkta ef ekki öllum
er verið að ræða um einstaka valdsmenn en ekki almennt um gyðinga?
Kunna hinir vísu menn við þessa stofnun ekki skil á þeim
mismun sem er á þessu tvennu?
Húsari. (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 22:55
Hvað skyldi þurfa að endurtaka hlut oft til þess að hann verði hefð svo sterk að hún breytist í kvöð? Hvenær og hvers vegna og að hvers frumkvæði byrjaði þessi opinberi upplestur á nauðrími sjálsvorkunarpúkans og þunglyndissjúklingsins hégómlega Hallgríms P?
Bara svona pæling. Á meginhátíð Gyðinga, Páskunum, stíga menn hér á stokk og lesa samansúrraða gyðingaforakt og útvarpa henni á ríkisfjölmiðlum. Réttlætingin: Hefð. Engin efnisleg skýring né vottur af skömm. Það er drullað yfir ykkur á þessum Páskadögum sem eiga sér um hvað...4000 ára hefð hjá ykkur og er frá ykkur komin. Sleppúr hátíðin sjálf, sem fagnar því að guð hafi skippað húsum gyðinga í drápsferð sinni á frumburðum í egyptalandi.
Almættið var þá ekki gleggra en svo að gyðingaþrælarnir þurftu að slátra lambi og rjóða blóði þess á dyrastafi sína svo Jahve vissi hvaða húsum hann ætti að sleppa.
Þetta segir okkur líka að Gyðingar virðast ekki hafa haft það svo skítt sem þrælar í Egyptalandi. Þeir áttu lömb og dyrastafi og þar með hús, sem ekki voru frábrugðnari húsum Egypta en svo að það þurfti að merkja þau sérstaklega svo hinn refsandi engill tæki ekki feil. Svo lítið frábrugðnir voru þessir þrælar í Egyptalandi að engin greinarmunur er gerður á þeim og öðrum borgurum, enda hvegi minnst á þá í sagnfræði Egypta. Raunar hvegi nema í einni bók, sem gyðingar skrifuðu sjálfir.
Hefðir maður...þvílíkt dómadags rugl.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2012 kl. 03:44
Jón Steinar, þú ert ekki lágvaxinn en samt tregur
James Hoffmeier er góður að mínu mati. Gefðu þér tíma og hlustaðu á hann. Ég hef áður bent þér á að lesa bækur hans. Þá skilur þú að allir bæir eru ekki eins og Siglufjörður.
http://www.youtube.com/watch?v=GBWWO8dCeY0
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2012 kl. 07:16
Finnst þér forleifafræðingnum sjálfum það halda vatni sem þessi apologisti segir? Voru útlendingar í nauðungarvinnu hjá Egyptum? Já er svarið. Oftast voru þrælarfangar eða útlendingar. Ekkert bendir til að þetta hafi verið Ísraelsmenn, sem aldrei eru nefndir á nafn. Á myndunum virðast þetta vera afkomendur Ham af hörundslit að dæma. Voru Ísraelsmenn blökkumenn? Vitleysan heldur svo áfram úr einu ályktanahrapinu í annað. Þetta er einmitt svona fornleyfafræði sem hefur verið stunduð fram að þessu þar sem menn grafa með biblíuna í annari og spaðann í hinni Villi minn.
Þessar sögur eru svo ekki skráðar fyrr en í fyrsta lagi 500 f.kr. enda enginn skrifandi á hebresku fyrir þann tíma. Semsagt nokkur þúsund ára munnmæli, skráð eftir orðrómi um flökkusögu. Engar staðfestingar úr fornleifafræðinni um Exodus Villi. Maðurinn segir það meira að segja sjálfur í inngangi sínum.
Hver er svo James Hoffenheimer? Hann poppar nú ekki beint upp sem virtur fræðimaður í yfirborðslegri leit á netinu. Er það kannski eitthvað samsæri?
Ég veit ekki hvort er verra, tregða mín eða þráhyggja þín. Þú ert jú skilyrtur frá blautu barnsbeini til að trúa þessari þvælu, svo þú átt þér þó málsbætur.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2012 kl. 09:34
Þetta er ekkert samsæri Jón minn, James Hoffmeier er til og hefur skrifað röð verka um fornleifafræði sem eru langtum merkilegri en þráhyggja Finkelsteins. Farðu á Fornleif vin okkar og lestu hvað hann skrifa um Yum Suf í dag. http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1227357/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2012 kl. 09:53
Reyndar er það nú svo, að sumir gyðingar nútímans deila genum með þeldökkum Afríkumönnum. Hugsast getur að þrælar frá Kanaanlandi í í Egyptalandi hafi blandað blóði við Afríkumenn. Er það ekki ósköp sennilegt og eðlilegt?
FORNLEIFUR, 7.3.2012 kl. 10:07
Mig langar til að biðja menn, og þig líka Fornleif, að ræða um efnið sem þessar athugasemdir eiga að vera við.
Jón Steinar sá sig því miður til neyddan til að fara í andköfum til Egyptalands þar sem hann telur gyðinga aldrei hafa verið. En um leið sýndi hann okkur að hann er eigi fjarskyldur Hallgrími Péturssyni.
Finnst mönnum það í lagi að vilja halda í Passíusálma æsku sinnar í heiðri vegna þess að tengdafjölskylda manns, sem voru nasistar og gestapomenn, hafi verið góðir við gyðinga?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2012 kl. 10:44
Þér til fróðleiks og tengdara efninu, þá sáu Aðventistar ástæðu fyrir einhverjum árum að gefa út opinbera afsökunarbeiðni vegna þjónkunnar sinnar við Nasista og þáttöku í Gyðingaofsóknum. Minnir að það sé tengill á þetta á wikipediasíðunni um Aðventista.
Varðandi Hoffenheimer, þá gaf Eric von Daneken út fullt af lærðum ritum. Mér virðist þessi maður á svipuðu kaliberi.
Ég bið þig að standast þá freistingu að orða mig við gyðingahatur, þótt ég hafi efasemdir um að saga gyðinga í biblíunni sé sannleikanum samkvæmt. Ég veit jafn mikið um það og þú, eða ekkert. Ég held ekkert um það hvort gyðingar hafi verið í egyptalandi eður ei. Ég fylgi bara gögnunum og fæ ekki séð að svo hafi verið þótt vera megi að menn hafi vísvitandi komið sér hjá að nefna þá og eytt öllu sem minnir á þeirra menningu.
Þú hefur manna fremstur gagrýnt draumóra og rómantíseraða óskhyggju í fræðigrein þinni hér á landi, en þegar kemur að þínum trúarbrögðum, þá eru engar skorður þar á þrátt fyrir skort á sönnunum. Ekki nóg með það...heldur verðu ósköpin með nafnaköllum og brígslum um gyðingahatur ef maður kyngir ekki því sem engin leið er að kyngja. Þar áttu jú margt sammerkt með kristinni hefð sem byggir á því að trúa því ótrúlegasta þvert ofan í alla skynsemi. Það kallast trú. Eitthvað sem á sér engan fót í veruleikanum. Sannleikur og sannanir eru afþakkaðar þar því staðreyndir flokkast ekki undir trú. Skilyrði trúar eru fjarstæðan.
Þú ert kannski nógu gamall til að hafa áttað þig á þessu Villi. Á meðan feiknin öll og teiknin í sögu gyðinga eru ekki staðfest, þá tek ég hinn hlutlausa pól og segi ég trúi ekki fyrr en ég sé. Það kallast víst trúleysi í dag og þykir meðal ykkar trúmanna hinn versti brestur sem loðað getur við mann. Það að vaxa ekki úr grasi og gera greinarmun á fantasíum og óskhyggju annarsvegar og bláköldum staðreyndum hinsvegar er göfgin ein.
Ef þú flokkar mig sem gyðingahatara á þessum forsendum, þá er sjálfhverfan og rökleysan komin á alvarlegt stig.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2012 kl. 11:05
Rétt er að nefna að enginn Faraó er nefndur með nafni í sögu ykkar og illa hægt að átta sig á hvaða tímabil er verið að vísa í. Rahmsesarnir eru heldur seint á ferðinni fyrir Móses, ef þú skoða tímalínuna og svo má nefna að Keops pýramýdinn er byggður um það bil sem búið er að eyða öllu lífi á jörðinni nema Nóa og co. Hann hefur því sennileg snarað honum upp ásamt mörgum öðrum aðdáunarverðum afrekum.
Samanburður tímalínu forleifafræðinnar og Biblíunnar þvælist þó ekki fyrir þér í liggaliggaláinu. Allavega þegar það hentar ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2012 kl. 11:16
Þú mátt þó gefa Aðventistum það kredit að þeir trúa hverju einasta orði af þessu. Þeir eru meira að segja á því að Jesús hafi iðið um á Brontósárus en ekki tvíbekt á asna og múlatta inn í Jerúsalem við mikinn fögnuð Gyðinga, sem breyttist síðar um daginn í morðæði án sýnilegrar ástæðu...en það er nú önnur fantasía sem þið teljið mikla fjarstæðu rétt eins og ég.
Ég er nú bara kofer og infidel sem trúi ekki neinni af þeim sögum sem aðrir taka svo bókstaflega að þeir telja alla þá réttdræpa sem trúa ekki akkúrat þeirra fjarstæðu. Það því kannski ekkert að marka mig í þessari umræðu.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2012 kl. 11:24
Jón Steinar, Hoffmeier, og ekki Hoffenheimer. Það er alveg ástæðulaust að vera með skítkast í þennan mann. Maðurinn er fornleifafræðingur, doktor og prófessor og mjög virtur á því sviði sem hann vinnur með.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2012 kl. 11:26
Halda sig við efnið: Sjá http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1227357/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2012 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.