22.11.2011 | 09:47
Margt varð ekki birt
Í nýrri bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um íslenska komma er sannleikurinn greinilega sumum svo sár, að aldnir Stalínistar og þar að auki einhver sögulaus rumpulýður á Eyjunni grefur nú síðustu skotgrafirnar til að fara á Hannesarveiðar, sem þykir víst hið besta sport meðal ákveðins hóps á Íslandi.
Tilsvör og athugasemdir á Eyjunni, sem ekki ber að taka alvarlegar en þá veitu sem birtir þær, benda til þess að til sé fólk á Íslandi sem aðhyllist ritskoðun og -bann. Ekki ólíku því sem menn beittu hér áður fyrr til að vernda ímynd Morðsovétsins, þangað sem þeirra sóttu nám sitt og fjárframlög til menningarmála, meðan milljónir manna voru myrtar Austantjalds vegna skoðana sinna, uppruna eða bara útlits.
Ekkja Sigfúsar Daðasonar fann sér tilefni til að skrifa skammargrein í Fréttablaðið eftir að hafa gluggað í lokaorð nýrrar bókar Hannesar í bókabúð í Reykjavík. Gæti verið að hún hafi ekki þekkt mann sinn (sem hún giftist árið 1983) eins vel og hún hélt? Í dag bendir Hannes henni í Fréttablaðinu á misminni hennar. Guðný Jónsdóttir hefur kannski rutt sannleikanum til hliðar eftir að draumsýn þeirra hjóna hrundi og óþefurinn í fyrirheitna landinu varð öllum lýðum ljós?
Það var nefnilega maðurinn hennar, hinn siðfágaði frankófíll Sigfús Daðason, sem árið 1961 gagnrýndi opinberlega flóttamanninn Tibor Merlay, sem hingað kom til að segja frá kúgun kommúnista í Ungverjalandi. Sigfús hafnaði árið 1963 ritgerðum Arnórs Hannibalssonar í Tímarit Máls og menningar um kúgun kommúnista í Ráðstjórnarríkjunum og þjónkun íslenskra kommúnista við Kremlverja. Árið 1963 neitaði Sigfús Daðason að tjá sig opinberlega um uppgjör Halldórs K. Laxness við kommúnismann í Skáldatíma, þótt Morgunblaðið leitaði eftir því. Það var Sigfús, sem hamaðist gegn Doktor Zhivagó, eins og flestir Harðlínukremlverjar á vesturlöndum gerðu skipulega. Svo mikil var hin andlega kúgun og siðferðileg slagsíða, að Sigfús Daðason fékk ekki einu sinni birta gagnrýna grein eftir sjálfan sig í tímariti Máls og Menningar, sem hann ritstýrði. Í dag liggur handaritið á Landsbóksafninu merkt af höfundi sjálfum sem „varð ekki birt". Greinin varð ekki birt frekar en annar sannsleikur um ógnarstjórn Sovétríkjanna og mannfyrirlitningu.
Sigfúsi lýstu margir að honum látnum sem siðfáguðum frankófíl sem bruggaði espresso úr Kaaber kaffi, einhvers konar heimsborgara í fjötrum lágkúru lands síns. Ég man sjálfur aðeins eftir honum sem geðvondum manni í strætisvagni sem sussaði á börn. Við sem ferðuðumst með þessum heimsborgara í níunni eða þristinum veðjuðum á hvort hann myndi fara að reykja inni í vagninum eða ekki, því hann hafði ávallt sett sígarettuna í munninn áður en vagninn kom að stoppistöð hans, nærri þar sem hann bjó í „öreigablokk" í Hvassaleitinu. Hann kveikti iðulega á rettunni á tröppum vagnsins. Seinna las maður ljóð hans í MH og sá að maðurinn með gulu reykingafingurna var merkilegt skáld.
Með bók Hannesar vitum við hins vegar betur, hvað var oft bak við ytra lag og búning íslenskra menningarvita og hve margt „varð ekki birt": Það er miður falleg saga, sem fyrir suma er erfitt að minnast. Hannes Hólmsteinn hefur unnið stórverk um vondu minningarnar, sem svo margir vildu gleyma. Það er góð sagnfræði og nauðsynleg!
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.3.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Við skulum tala og skrifa af virðingu um Sigfús heitinn Daðason, þann mæta menningarmann, en flest er þó rétt hér sem þú segir um þjónkun Tímarits Máls og menningar við sovétkommúnismann, enda var Mál og menning á fjárhagsstyrk frá Rússum (Rúblan var húsið á Laugavegi því eðlilega kallað) og sjálfur Kristinn E. Andrésson var á eftirlaunum frá Sovétríkjunum (sjá Moskvulínuna eftir dr. Arnór Hannibalsson) –– fyrir hvað annað en einhvers konar þjónustu?! (og hef ég þó mikið álit á Kristni sem bókmenntagagnrýnanda).
Sigfús var beittur penni, t.d. í skrifum gegn harðstjórn Frakka í Alsír, en hann varð að hlífa harðstjórunum í Moskvu, sennilega að sumu leyti þvert gegn vilja sínum, en Pasternak- og Tibors Merlay-málin eru honum þó ekki til sóma.
Gagnrýni hans á innrásina í Tékkó-Slóvakíu 1968, sem „varð ekki birt", skrifaði hann þó, en hvort það var hann, sem dró hana til baka eða meðritstjóri hans eða einhver með útgefandans vald, vitum við ekki, en líklegt þykir mér, að úr því að hann gekk þó þetta langt að skrifa greinina, hafi málið verið, að hann hafi lotið í lægra haldi fyrir einhvers konar hótun, t.d. um uppsögn hjá MM.
Fróðlegt væri að vita, hvort hann hefur getið þess í dagbókum sínum!
Ennfremur er löngu tímabært, að þessi óbirta grein hans fái birtingu sem fyrst!
En þakka þér þorið og frumkvæðið, doktor.
PS. Dr. Hannes gengur sennilega allt of langt (ég hef þó ekki lesið bókina) gagnvart hinum ágæta Þorsteini frá Hamri, og ég vísa um það til greinar Þorsteins í Baugstíðindum, alias Esb-Fréttablaðinu, í dag.
Jón Valur Jensson, 22.11.2011 kl. 10:40
"Tilsvör og athugasemdir á Eyjunni, sem ekki ber að taka alvarlegar en þá veitu sem birtir þær, benda til þess að til sé fólk á Íslandi sem aðhyllist ritskoðun og -bann. "
Hægur félagi. Eru að lýsa sjálfum þér hér??
thin (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 23:27
Hann var þunnur þessi, hr./fröken/frú "thin"!
Jón Valur Jensson, 30.11.2011 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.