7.10.2011 | 13:51
Gagnaugað á Árna Þór - Samsæriskenning
Eftir hina ósvífnu eggjahríð sem lenti á Árna Þór Sigurðssyni þann 9/30 2011 sl. hef ég hugsað mikið um eggið sem lenti á höfði þingmannsins, og reyndar líka höfuðið á Árna. Ég hef sannast sagna hugsað um höfuðið á Árna á hverjum degi í fríi mínu í Berlín, sérstaklega þegar ég var í Austur-Berlín. Nú er ég búinn að komast að niðurstöðu í málinu.
Menn mega kalla þetta samsæriskenningu, en ég tel þetta vera atriði sem menn verða að spyrja sjálfa sig út í. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að Árni hafi "feikað" lendingarstað eggsins til að gera meira úr málinu. Gagnaugað er hættulegri staður en aðrir á höfði manna, þegar hlutir eins og egg lenda þar eftir flugferð.
Ef skoðaðar eru myndir af því þegar eggið hæfði Árna og hvar Árni heldur um meiddið, þá er greinilegt er að Árni heldur ekki um gagnaugað og að eggið lendir ekki á gagnauganu. En hann sagði sjálfur í fréttum að eggið hefði hæft hann í gagnaugað. Hvernig stendur á þessu? Hefur eggið valdið heilaskemmdum í Árna? Er myndin hér að ofan fölsun? Var einhver úr vinstri grænum sem henti egginu? Það er mafíulykt af þessu.
Eins og sumir á vinstri vængnum velta vöngum og gagnaugum yfir því hver stóð á bak við 9/11 árásina, leyfi ég mér að setja fram þá ósvífnu tilgátu, (með aðstoð sönnunargagns), að Árni hafi ekki fengið eggið í gangaugað.
Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna segir nú að mögulega beri að endurskoða hvernig þingsetning fari fram í ljósi þess mikla ófriðar sem skapast hefur á Austurvelli við síðustu þingsetningar. Árni segir: Menn eru hugsi yfir þessu. Þetta er hluti af okkar þingræðishefð, þessi athöfn þegar gengið er inn í Dómkirkjuna, en það kæmi mér ekki á óvart ef menn færu að hugsa þingsetninguna upp á nýtt,"
Ég verð fyrir mína parta að leggja til að Árni Þór Sigurðsson fái sér hjálm næst þegar hann trítlar úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna, þessi sannkristni maður, sem greinilega skilur ekki, að "hinn mikli ófriður sem skapast hefur" er m.a. honum að kenna. Egg eru þakkir fólksins, ekki lófaklapp.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það er ekki bara ásjónan sem er skemmd, heldur einnig sjálfsímyndin. Hin heillega mynd af samfélagi ábyrgra einstaklinga sem sýndu hver öðrum lágmarks virðingu þó að á reyndi er rofin. Hvers konar þjóð erum við? Þjóð sem elur af sér stjórnlausa einstaklinga sem efna til múgæsings og ofbeldis gegn stjórnvöldum og lögreglu? Er sjálfsvirðingin farin? Gætir fólk ekki hvors annars lengur, að það sleppi sér ekki af reiði, skemmdarverkum og ofbeldisverkum? Það sást í dag að eggjakast er ekki meinlaus iðja. Það leið yfir Árna Þór Sigurðsson þingmann Vg eftir að hann fékk egg í gagnaugað. Manneskja sem fellur í götuna í yfirliði getur meiðst mjög illa og jafnvel hálsbrotnað og lamast, ef óheppin. Þetta er ekki litakúlustríð á leiksvæði! Reyndi enginn meðal mótmælenda að stoppa þetta?
gangleri (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 15:48
Það leið aldrei ekki yfir Árna Þór, Ættleri! Það er til læknisfræðileg skilgreining á yfirliði. Í þessu tilfelli uppfyllti Árni það ekki.
Hvers konar þjóð, spyrð þú? Ja, sama þjóðin sem hefur skrimt við als kyns aðstæður, en mestmegnis við hor og seyru gegnum aldirnar. Þjóð sem er búinn að fá nóg af herrum, sem eru puntudúkkur eins og Árni Þór, sem á yngri árum hyllti þjóðarmorð Stalíns og Maós og sem nú situr á Alþingi segir fólki að halda kjafti.
Skólabróðir minn í MH, Árni Þór, var aldrei maður fólksins eða alþýðunnar, og sosíalimi hans náði aðeins niður í eigið launaumslag.
Að örlögin réðu því að egg búrhænu lenti á litlum haus Árna, er það sem á íslensku er kölluð óheppni. Alveg eins óheppni sú, er Íslendingar þurfa að horfa upp á fólk eins og Árna berjast meira fyrir hryðjuverkalið í "Palestínu" en Íslendinga sjálfa.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.10.2011 kl. 17:14
Ég er eiginlega sammála báðum, sem hér hafa skrifað. Árásir á Alþingi eiga ekki að líðast, en jafnframt blundar í mér Þórðargleðin. Þetta var nefnilega VG- maður, gamalgróðinn liðsmaður alræðis og gúlags samhliða „lýðræðis“ og „mannréttinda“- blaðri og ákafur stuðningsmaður látanna, sem kölluð eru því fáránlega nafni „búsáhaldabyltingin“. Hér kom vel á vondan. Og hvað sagði ekki kerlingin: „Oft veltir lítið egg þungum þingmanni“.
Vilhjálmur Eyþórsson, 7.10.2011 kl. 21:22
Þetta er nú meira bull í ykkur Villunum tveim, gagnauga á VG er stærra en á venjulega fólki lífræðið segir það, þunnur heili þunn höfuðkúpa og það sé enginn rökhugsun þar að baki bara eins og blöðkurnar á enska dráttarklárnum beint áfram og beint í fenið.
Rauða Ljónið, 7.10.2011 kl. 23:24
Já, maður vissi að hlutirnir færast til í höfði Árna Þórs en þegar gagnaugað er komið upp á miðjan skalla þá er um stökkbreytingu að ræða. það er uppá við á hausnum á meðan Árni hefur tekið þátt í að stökkbreyta lífskjörunum niður á við.
Menn eiga samt að hætta að henda fjöreggjum í vinstriafturhaldið og taka upp góðan skyrhræring að hætti Helga Hóseasonar, þá þurfa menn ekki að taka tillit til færanlegra gagnauga á þessum nýju homo horrorbilis, alþýðuvinunum miklu.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 06:21
já flottur þetta er gaman að lesa.
gisli (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.