22.8.2011 | 18:44
Eistland og hetjur landsins
Tuttugu ár eru nú liðin síðan Eistar, Lettar og Litháar brutust undan oki Sovétríkjanna og er þess skiljanlega minnst með pompi og prakt í þeim ríkjum.
Íslenskir ráðamenn, m.a. forseti Íslands, voru um helgina í Eistlandi til að taka þátt í hátíðarhöldunum, þar sem Eistar þökkuðu Íslendingum fyrir að vera fyrst sjálfstæðra þjóða til að viðurkenna Eistland sem sjálfstætt ríki árið 1991. Tallin var í gær full af íslenskum skemmtiatriðum.
Hlutverk Jóns Baldvins Hannibalssonar á hinum örlagaríku dögum árið 1991 er óumdeilanlegt, og eru Eistlendingar þakklátir honum og Íslendingum fyrir stuðninginn. Hér að að ofan er teikning af Þjóðarhetjunni Jóni Baldvini Hannibalssyni eins og Eistar sjá hann. Greinilegt er þó að þeir virðast sjá hann í öðru ljósi en sumir gera á Íslandi.
Skömm er hins vegar frá því að segja, að fyrsta sameiginlega verk Eista og Íslendinga var að reyna að koma í vef fyrir að mál eistnesks stríðsglæpamanns, sem sest hafði að á Íslandi yrði rannsakað þannig að hægt væri að gera hann ábyrgan gerða sinna. Eðvald Hinriksson, sem upphaflega hét Evald Mikson, dó árið 1993 skömmu eftir að íslensk yfirvöld töldu loks ástæðu til að draga fingurna úr gati aðgerðarleysisins.
Afsakið orðabragðið, en þeim sem rannsökuðu" málið var reyndar ætlað að komast að þeirri niðurstöðu, að Mikson væri saklaus. Neiti því þeir ef þeir vilja. Árið 1999 kom svo saman óháð nefnd sem komst að þeirri niðurstöðu, að Mikson hefði framið stríðsglæpi eins og góðvinur minn til margra ára Efraim Zuroff framkvæmdastjóri Jersúsalemdeildar Stofnunar Símons Wiesenthal hafði haldið fram.
Þessa smánarbletts á samskiptum Eistlands og Íslands var reyndar minnst í gær í mjög undarlegri grein eftir eiganda blaðsins Eesti Ekspress sem heitir Hans H. Luik, sem er eins konar Egill Helgason þeirra Eista. Í greininni er kolkrabbanum, Sjálfstæðisflokknum og Eimreiðarhópnum greinilega kennt um margt, en einnig talað um ásakanir Ísraels á hendur fyrrverandi lögreglumanninum (veterananum) Evalds Miksons, sem Davíð Oddsson á að hafa komist hetjulega í veg fyrir. Það er hins vegar ekki verið að minnast á það á 20 ára afmæli nýja Eistlands, að þessi "fyrrverandi lögreglumaður" hafi líka verið morðingi og nauðgari. Það skýrist ef til vill af því Luik þessi var hér um árið gestur afkomenda Miksons á Íslandi og er greinilega illa við að minning eistneskra gyðingamorðingja og nauðgara sé svert. Blað hans Eesti Ekspress er einnig þekkt fyrir að leggja mikla fæð á Efraim Zuroff. Sami maður og teiknaði helgimyndina hér að ofan af Jóni Baldvin hefur teiknað Zuroff sem djöful. Ég tel persónulega Zuroff vera mikilvægari hetju fyrir Eistland en Jón Baldvin Hannibalsson.
Heimsfrægur er seinagangur stjórnvalda í máli Miksons, sem má þakka mönnum eins og Mart Laars, Davíð Oddssyni og Lennarts Meeri, og sömuleiðis einkennilegt framferði yfirmanna á íslenskum fjölmiðlum, sem bönnuðu blaðamönnum sínum fréttaflutning af heimildum um glæpi Miksons. Ellert B. Schram, mágur Jóns Baldvins, var einn af þeim ritstjórum sem bönnuðu einfaldlega á ákveðnu stigi skrif um Mikson á Vísi. Duglegir rannsóknarblaðamenn eins og Þór Jónsson fengu bann við því að skrifa um málið.
Ég er þó viss um að Jón Baldvin hafi alltaf verið fylgjandi því að gyðingamorðingjar yrðu sóttir til saka, þó svo að hann hafi ærst þegar Simon Wiesenthal Center i Jerúsalem afhenti Davíð Oddssyni beiðni um að rannsaka mál Eðvalds Hinrikssonar.
Í því sambandi er kannski við hæfi að rifja upp, að Jón var sjálfur nærri því orðið "fórnarlamb" Rauðrússanna hér um árið, þegar menn héldu að hann væri á mála hjá KGB. Ekki er þó hægt að lá mönnum þá skoðun, því að Jón átti síðla árs 1960 fund með starfsmanni sendiráðs Sovétríkjanna, hinum merka manni Juri A. Rechetov, sem hvarf yfir móðuna miklu árið 2003. Juri er af mörgum talinn hafa stundað það á Íslands sem menn kalla venjulega njósnir og undirróður, eða fram til ársins 1966 að hann sneri aftur til Moskvu. Löngu síðar kom hann sem sendiherra til Íslandi, og var þá með doktorsgráður heimsspeki og alþjóðlegum refsirétti upp á vasann. Hann skipti sér af rannsókn Miksons-málsins, mörgum til mikillar gremju. Rechetov hitti Ragnar Arnalds og Jón Baldvin Hannibalsson fyrir utan veitingahúsið Naustið í október 1960. Kannski voru þeir bara að tala um fótbolta, en Rechetov hitti svo sannarlega naglann á höfuðið hvað varða alþjóðlega skyldur Íslands til að rannsaka mál Miksons. Grein hans var m.a. til að boltinn fór þrátt fyrir allt að rúlla á Íslandi.
Jú, sumir menn fara víða eftir dinner og drink á Naustinu á kostnað Kremlverja. Jón er orðinn þjóðarhetja í Eistlandi, Ragnar Arnalds er enn Ragnar Arnalds og aðalandstæðingur ESB. Hins vegar tel ég ekki líklegt að Eistar viti að þjóðhetjan Jón Baldvin Hannibalsson hafi verið í tygjum við rússneska sendiráðsstarfsmenn í Reykjavík, að minnsta kosti fyrir fram Naustið i haustið 1960. Oli Jón Baldvin Hannibalsson spioon venelaste?
Í sumar hafa sumir Eistar einnig minnst innrásar Þjóðverja í landið árið 1940, og margir hverjir með furðulega miklum hlýhug. Eistnesk yfirvöld telja þetta greinilega sjálfsagðan hlut. Eistnesk lögregla hindraði t.d mótmæli gegn hægriöfgahópum sem minntust SS-liða, og í Viljandi héldu vinir SS mjög viljandi upp á innrás Þjóðverja, sem myrtu þá gyðinga sem Evald Mikson og félagar hans í pólitísku Lögreglunni í Tallin tókst ekki að ræna og myrða fyrir innrás Þjóðverja. 99.3% gyðinga Eistlands voru myrtar í Helförinni.
Frelsi Eistlands, Lettlands og Litháen hefur augljóslega ekki komið í veg fyrir að óeðli ófrelsis, gyðingahatur og dýrkun fasisma er enn ásættanlegt ástand í þessum ríkjum. Það á ekki að vera ásættanlegt að Íslands styðji ríki, þar sem fasismi er enn dýrkaður og þar sem minning um helför gyðinga er hunsuð meðan leyft er að hylla svo kallaðar "frelsishetjur" sem hófu útrýmingu á gyðingum baltnesku landanna áður en þýskur her hóf innrás sína í þessi ríki. Fyrir utan að virða alveg örlög gyðinga í löndum sínum með því að hylla morðingja þeirra eru Eistar, Lettar og Litháar enn fremur afar móðgunargjarnir þegar þeir eru minntir á þennan svarta blett sögu sinnar, þegar frelsishetjur þeirra brytjuðu gyðinga niður.
Ég er einn þeirra sem ekki hef í hyggju að sætta sig við sögufölsun Eistlands, Lettlands og Litháens.
P.s. Myndin efst er ekki tekin fyrir utan Valhöll. Rússneskur arkitektúr hefur háð öðrum en Íslendingum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Helförin | Breytt 9.9.2011 kl. 06:20 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 237
- Frá upphafi: 1353057
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Vilhjálmur minn, þú ert svo lunkinn að finna forna hluti, geturðu reynt að ná kópíu af þessum smápistli, lesandabréfi í DV: ‘Leitum sannleikans’, DV 2. júlí 2001 (um ásökun á hendur íslenzkum ríkisborgara um stríðsglæpi í seinni heimsstyrjöld).
Jón Valur Jensson, 22.8.2011 kl. 21:58
Það er skömm að því að íslensk yfirvöld hafi ekki rannsakað þetta mál strax frá upphafi. Var það ekki bara vegna þess að Mikson var fyrir löngu orðinn íslenskur ríkisborgari, sem sagt merkikertaháttur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2011 kl. 22:22
Að mínu mati var það svo, Sigurður minn.
Og þar brást einn af okkar betri pólitíkusum.
Jón Valur Jensson, 22.8.2011 kl. 23:17
Þakka ykkur fyrir Jón Valur og Sigurður.
Jón, hér er slóðin að skoðun þinni í DV. Þarna er líka grein eftir Einar Ingva Magnússon, sem er annars hugar : http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3017457
Ég held nú að fleira komi til en ríkisborgararétturinn. Mikson og ævisöguritari hans Einar Sanden voru iðnir við að upplýsa að Mikson ætti einkaskjalasafn um menn og málefni. Í Sjálfstæðisflokknum voru, held ég líka, til menn sem héldu að Eðvald Hinriksson hefði nuddað út úr mönnum upplýsingar. Það held ég að hafi verið of mikil hræðsla, því karlinn gat vart gert sig skiljanlegan eða skilið aðra.
Svo var viss stuðningur úr röðum íþróttarhreyfingarinnar. Knattspyrnumenn studdu hann. Menn töldu að hann væri upphafsmaður körfuboltans á Íslandi. Körfubolti var fyrr nefndur í Þjóðviljanum sem falleg Íþrótt árið 1945 og hafa menn líklega séð Kanann leika sér. Nú sér maður það, Mikson til heiðurs, að hann á að hafa innleitt sauna (sána) til Íslands. Það er heldur ekki rétt.
Fyrir nokkrum árum kom út bók um MI5 á Bretlandseyjum, þar sem haldið var fram að sonur Evalds, Atli, ætti gögn í fórum sínum um njósnara Sovétríkjanna, sem hann hefði erft eftir föður sinn.
Stuðningur vinstrimanna við Mikson kom að mínu mati einvörðungu af hatri þeirra í garð Ísraels, og þess misskilnings í byrjun að Ísraelsríki stæði á bak við óskir um að mál hans yrði rannsakað.
Svo voru mikil bönd á milli íslenskra ráðamanna og eistneskra í máli þessu, sem maður vonar að hafi verið varðveitt í skjölum og muni enda á skjalasöfnum.
Ég hef stundum leikið mér af því að hugsa um stuðning þann sem Mikson fékk og borið þann stuðning saman við stuðningsleysi til "skúrksins" í biskupsmálinu. Er auðveldara fyrir meintan stríðsglæpamann eða dæmda morðingja (t.d. Ciecielski) að fá samúð Íslendinga endfyrir meintan barnaníðing og nauðgara? Hvað veldur? Ég á erfitt með að skýra þetta. En ég hef mínar tilgátur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.8.2011 kl. 06:52
Stuðningurinn við Mikson var ekki síður til hægri, samanber harðorðan leiðara Morgunblaðsins í garð Zhuroff. En hvaða upplýsingar ætli Sjálfstæðismenn hafi óttast frá Mikson?
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.8.2011 kl. 15:25
Athygli mín hefur verið vakin á ásökunum um, að ég hafi, í utanríkisráðherratíð minni (1988-95) "haldið verndarhendi yfir" íslenskum ríkisborgara, sem hafi verið uppvís að því að hafa stundað "morð og nauðganir" á gyðingum í Eistlandi á seinni heimsstyrjaldarárunum.
Staðreyndin er sú, að í utanríkisráðherratíð minni voru engar slíkar sannanir fram lagðar. Hið rétta er, að fulltrúi Simon Wiesental - stofnunarinnar lagði fram slíkar ásakanir gegn Ewald Mikson, en þegar hann var krafinn um sannanir, reyndust þær vera útskrift af sýndarréttarhöldum á vegum KGB í Eistlandi frá því um 1960 (ég hef ekki gögn við höndina og ábyrgist ekki dagsetningar). Þessi réttarhöld voru sett á svið í Tallinn af leyniþjónustu hernámsríkisins, beinlínis í þeim tilgangi að koma óorði á þá, sem höfðu gripið til vopna til að verjast sovésku innrásinni.
Ég svaraði Simon Wiesental-stofnuninni á þann veg, að gögn frá sýndarréttarhöldum sovésku leyniþjónustunnar í hinu hernumda Eistlandi væru ekki tekin góð og gild í mínu landi. Meðan ekki væru önnur og haldbetri gögn fram lögð til staðfesteingar þessum ásökunum, væri ekki þess að vænta, að krefja mætti íslensk stjórnvöld um aðgerðir í málinu. Engin slík gögn voru lögð fram í minni ráðherratíð, og því ekki tilefni til aðgerða af minni hálfu.
Dylgjur um meint gyðingahatur mitt eru ekki svaraverðar. Staðreyndin er sú, að ég er nánast "alinn upp" við aðdáun á andlegum afreksmönnum gyðinga og við djúpa samhygð með þeim sem fórnarlömbum evrópskrar þjóðrembu, sem náði hámarki í helförinni í þúsund-ára-ríki þýska nazismans. Ég hafði því lengst af jákvæða afstöðu til stofnunar Ísraelsríkis og fyrir baráttu landnema gyðinga þar fyrir tilverurétti sínum.
Það er ekki fyrr en nú á seinni árum, þegar fórnarlömb nazismans og afkomendur þeirra í Ísrael hafa, undir áhrifum öfgafullra trúarofstækisafla, valið ríki sínu hlutskipti böðulsins gagnvart varnarlausu fólki, óbreyttum borgurum, konum og börnum, að mér, eins og flestum öðrum með nokkurn veginn óbrjálaða réttlætiskennd, er gersamlega ofboðið.
Þessi umbreyting fórnarlambsins í böðul, sem bregst við nábyli sínu við varnarlaust fólk með sama hætti og nazistar gerðu forðum gagnvart gyðingum, er að mínu mati stærsti harmleikur okkar samtíma. Ísrael er nú hernámsríki, sem brýtur öll alþjóðalög og samninga um ábyrgð hernámsaðila á hernumdum svæðum. Þeir hafa breytt Gaza í stærsta fangelsi heims. Þeir skirrast einskis í að niðurlægja og auðmýkja varnarlaust fólk með sama hætti og sama Ubermensch-hroka og nazistar sýndu gyðingum forðum. Þeir ættu að rifja upp söguna um Varsjárgettóið.
Þeir beita yfirburðavaldi sínu til að svelta fátækt fólk til hlýðni. Með linnulausri útþenslu ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum, halda þeir áfram að ræna landi annarra með það að markmiði að breyta "the facts on the ground", þannig að sjálfstætt ríki Palestínumanna hafi að lokum enga jörð til að standa á. Þessi stefna er enn fremur styrkt með aparteid múrnum mikla - þessari grimmilegu táknmynd rasismans - sem slítur sundur byggðir Palestínumanna og gerir þær ólífvænlegar.
Stríðsglæpir Ísraelshers gagnvart Palestínumönnum eru svívirðilegir. Framganga hersveita Ísraels gagnvart þessu varnarlausa og forsmáða fólki minnir um flest á SS-sveitir nazista. Framferði hermannanna lýsir því, að afsiðun þeirra er þegar komin á það stig, að helst er að jafna við framferði útrýmingarsveita nazista í Austur-Evrópu í seinni heimstyrjöldinni. Þessi brútala gereyðingastefna hægri öfgamanna í Ísrael er ekki bara siðlaus - hún er viti firrt og mun að lokum leiða ólýsanlegar hörmungar yfir Ísraela, ef ekki verður gripið í taumana í tæka tíð.
Það er hryllileg tilhugsun, að þeir hrokafullu ofstækismenn, sem nú eru að eyðileggja orðstír Ísraels og að stofna framtíð þjóðar sinnar í yfirvofandi hættu, skuli ráða yfir kjarnavopnum. Það er ekki síður ógnvekjandi tilhugsun en að vita af kjarnavopnum í höndunum á valdhöfum í öðru herræðisríki á barmi hruns, nefnilega Pakístans.
Það sem hér er sagt, breytir engu um mál Miksons í Eistlandi. Ef það er rétt, að óháð nefnd, skipuð frambærilegum fulltrúum alþjóðasamfélagsins, hafi rannsakað málið og komist að ótvíræðri niðurstöðu um sekt hins ákærða, ber auðvitað að bregðast við - jafnvel þótt hinn ákærði sé ekki lengur á meðal vor. Sú skylda hvílir auðvitað fyrst og fremst á eistneskum stjórnvöldum og réttarkerfi. Úr þessu er ekki við íslensk stjórnvöld að sakast. Íslensk stjórnvöld veittu eistneskum flóttamanni griðland og höfðu ekki trúverðugar upplýsingar um glæpsamlegt athæfi fyrr en þá 1999, ef þær niðurstöður eru óvéfengjanlegar.
Ég minni á, að sænski forsætisráðherrann var um daginn, í tilefni af 20 ára afmæli hins endurreista sjálfstæðis Eistrasaltsþjóða, að biðjast, fyrir hönd Svía, afsökunar á misgjörðum sænska ríkisins gagnvart þeim. Sænsk og finnsk stjórnvöld viðurkenndu strax í lok seinni heimstyrjaldarinnar hernám og innlimun Eystrasaltsþjóða inn í þjóðafangelsi Stalíns. Sænsk stjórnvöld sendu hundruð flóttamanna frá þessum löndum til baka í opinn dauðann eða í gúlagið, - Svíum til skammar, þjóðar sem öðrum fremur segist grundvalla utanríkispólitík sína á virðingu fyrir mannréttindum.
Að því er það varðar, að breska leyniþjónustan hafi um árabil haft mig á skrá sem grunaðan um að vera sovéskur agent á Íslandi árið 1961, þá er það að vísu gott dæmi um fáfengileik og heimsku stofnana af þessu tagi. Persónulega er ég hins vegar stoltur af stimplinum. Ástæðan var nefnilega sú, að ég hafði frumkvæði að því að beita mér fyrir fjöldamótmælum gegn uppgjöf Bjarna Ben. og samstarfsmanna hans í ríkisstjórn (1961) frammi fyrir hótunum Breta um valdbeitingu í þorskastríðunum. Með breska samningnum skuldbatt Bjarni Benediktsson okkur Íslendinga til þess að færa ekki út fiskveiðilögsögu okkar umfram 12 mílur, nema að höfðu samræði við Breta, sem þá gætu kært okkur fyrir alþjóðadómstólnum í Haag, en niðurstaða hans yrði bindandi. Þetta voru ótrúleg afglöp. Við vorum á þessum árum í samstarfi við fjölmargar smáþjóðir í heiminum að vinna að því að breyta þjóðarréttinum um lögsögu strandríkja yfir auðlindum sjávar.
Við unnum þetta stríð að lokum með viðurkenningu á 200 mílunum í "The Law of the Sea Convention", sem varð að ríkjandi þjóðarrétti með samþykki SÞ 1982. Uppgjafarsamningur Bjarna Ben. við Breta 1961 voru stærstu afglöp okkar í Þorksatríðunum. Ég hélt á sínum tíma, að breski samningurinn hefði verið gerður að undirlagi Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðings. Löngu seinna, þegar ég hafði kynnst Dr. Hans náið, sagði hann mér, að hann hefði verið algerlega andvígur þessari uppgjöf, sem hefði verið knúin fram af Bjarna Benediktssyni.
Sagan af því, hvernig andstaða okkar Ragnars Arndalds við uppgjöf Bjarna Ben. í landhelgismálum frammi fyrir breskum hótunum varð til þess, að breska leyniþjónustan setti mig á skrá yfir hættulega njósnara, er sögð í Tilhugalífi (bls. 163 - 168) - og er bæði fáránleg og grátbrosleg.
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 18:45
Ég vil taka það fram, að þegar ég skrifaði hér: "Og þar brást einn af okkar betri pólitíkusum," þá átti ég ekki við Jón Baldvin Hannibalsson, enda álít ég hann ekki einn af okkar betri pólitíkusum, sjálfa EES- og ESB-jarðýtuna.
Jón Valur Jensson, 28.8.2011 kl. 14:30
Jón Valur, ég tek nú afar rólega þessum belgingi Jóns Baldvins, og taldi ekki eina mínútu að þú værir að minnast á Jón, þegar þú minntist á einn af okkar bestu pólitíkusum. Ég spyr, eru slíkir menn til?
Hvergi skrifa ég að Jón Baldvin Hannibalsson hafi ""haldið verndarhendi yfir" íslenskum ríkisborgara, sem hafi verið uppvís að því að hafa stundað "morð og nauðganir" á gyðingum í Eistlandi á seinni heimsstyrjaldarárunum." eins og Jóns Baldvin heldur fram í byrjun athugasemdar sinnar. Þaðan af síður hef ég kallað Jón gyðingahatara eða verið með dylgjur um slíkt. Jón les á milli línanna.
Flest þau gögn sem alþjóðlega nefndin notaði árið 1999 til að komast að þeirri niðurstöðu, að Eðvald Hinriksson hafi verið stríðsglæpamaður, höfðu verið birt í nokkrum Íslenskum fjölmiðlum af réttsýnum og þormiklum blaðamönnum eins og Þór Jónssyni og Karl Th. Birgissyni, núv. ritstjóri Eyjunnar og fyrrverandi kosningarstjóri Ólafs Ragnarssonar. Ólafur Ragnar básúnaðist reyndar einnig mikinn út af kröfu Simon Wiesenthal Stofnunarinnar í Jerúsalem og sagði ekki koma til máls að svara SWC meðan Ísrael skytu niður ákveðna menn í Suður Líbanon, sem reyndar voru hryðjuverkaleiðtogar Hizballah. Jón Baldvin Hannibalsson getur því verið fullviss um, að menn sem taka áttu á máli Miksons höndluðu gegn betri vitund í hans tíð sem utanríkisráðherra. En það er regin misskilningur hjá Jóni Baldvin, að Ísrael hafi staðið á bak við kröfur um rannsókn á máli Miksons. SWC er ekki Ísraels stofnun.
Samlíking Jóns Baldvins við Ísraelsríkis við Þýskalands nasismans er það sem á fagmálinu er kallað Holocaust-relativismi, og er því miður enn afar algengt fyrirbæri í Eistlandi, Lettlandi og Litháen, þar sem menn eiga afar erfitt með fortíðina. Samlíking Jóns Baldvins á Gaza og gettóinu í Warszawa er ógeðfelld og sýnir litla þekkingu á því helvíti sem gettóin voru.
Ísrael lét, Gaza, gamalt land gyðinga, af hendi fyrir nokkrum árum til Palestínumanna, en ekki t.d. Egypta, sem líka hafa gert tilkall til svæðisins. Smekkleysa sú sem felst í því að líkja saman svæði sem stjórnað er af herskáum hópi vitleysinga við gettóið í Warszawa er meira en neyðarleg fyrir Jón Baldvin. Hamas-samtökin, sem hafa útrýmingu gyðinga og Ísraelsríkis á stefnuskrá sinni, halda uppi stefnu sem er sú sama og nasistar héldu uppi á sínum tíma og sem Evald Mikson hafði líklega að leiðarljósi þegar hann nauðgaði og myrti gyðinga í Eistlandi. Undirskrift hans er einnig að finna undir handtöku- og aftökuskipunum.
En Jón Valur, ESB hefur ýmsar stofnanir sem tekur á fólki sem hefur svona skoðanir eins og Jón Baldvin. Því fyrr sem þeim er gert viðvart um hvers konar öfgamenn þeir eru að bjóða inn á sig í kratalituðum sauðagærum frá Íslandi, því betra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.8.2011 kl. 18:56
Ég bendi Jóni Baldvini á að lesa þetta og hér á síðu prófessors Dovid Katz í Vilnu. Ég vona að Jón svissi ofanstæðum harmkvælum sínum um Ísrael yfir á ensku og sendi til kollega sinna í ESB - annars geri ég það.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.8.2011 kl. 19:07
Vilhjálmur, reyndu að ná upptöku af sunnudags-morgunviðtali Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni við JBH í gærmorgun. Þar fór hann mikinn gegn Ísraelsmönnum (t.d. gegn múrnum), gott ef hann beit ekki í skjaldarrendur, og vill samansafna öllum Norðurlöndunum og baltnesku löndunum þremur um að leggja hart að SÞ að þvinga Ísrael nánast til U-beygju á allri sinni stefnu. Jón verður iðulega svo fullur af útblásinni eiginréttlætiskennd, þegar hann spanar sig upp í þykkjuþungar æsingaræður, að raun verður á að hlýða.
Jón Valur Jensson, 29.8.2011 kl. 07:44
Fer hér vel á með tveimu rógberum — Vilhjálmur hvað gengur þér til með að rægja Jón Baldvin gagnvart Eistum á eistneskum vef á þeirri forsendu einni að hann hafi hitt sendiráðsfulltrúa Sovétríkjanna með fleiri mönnum árið 1961? — Ótrúlega leggist þið lágt.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.8.2011 kl. 13:45
Rétt að taka það fram að ég vísa hér ekki til máls Eðvalds Hinrikssonar sem ég þekki ekkert og hef engar forsendur til að taka neinskonar afstöðu til nema þá eina að auðvitað á réttlætið alltaf að hafa sinn gang bæði um nauðsynlega sönnunarbirði og svo um dóm og refsingu.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.8.2011 kl. 13:51
Helgi Jóhann Hauksson, ég er ekki með neinn rógburð um Jón Baldvin. Ég er aðeins að lýsa samskiptum Jóns við fulltrúa Sovétríkjanna, svo Eistar sjái, að Jón Baldvin Hannibalsson hefur líka verið í kjöltu þeirra "böðla" sem Eistar hata mest. Er bannað að segja frá því?
Jón Baldvin hefur gefið sína skýringu á þeim fundum, en stenst hún? Trúum við orðum hans fyrir því hvað hann var að brasa með Júrí Rechetov fyrri framan Naustið eins og nýslegnum túskildingi ?
Jón er hins vegar sjálfur með rógburð um Ísraelsríki hér á síðunni og Bylgjunni og réttlætir hann með þvi að hann hafi lesið og dýrkað merka gyðinga.V ar það Marx, sá gyðingur sem valdið hefur dauða flestra manna (án þess að hafa bein áhrif á það), ef það var ekki frændi hans Jesús, sem líka var misnotaður af eigingjörnum hrokagikkjum?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.8.2011 kl. 16:16
Með fullri virðingu Vilhjálmur, þá get ég sagt eins og svo fjölmargir aðrir að ég var eindreginn og stuðningsmaður Ísraelsríkis „litla Davíðs í baráttunni við jafnvel marga Golíata“.
En með tíð og tíma blasir einfaldlega við að Ísraelsmenn hegða sér svívirðilega gagnvart Palistínumönnum og svo ekki verður líkt við annað en aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku hvíta mannsins og ósæmilega hluta af framferði og stefnu nasista — þeirra sömu og ofsóttu gyðinga sem leiddi til samúðar okkar með gyðingum á sínum tíma.
Af nákvæmlega sömu ástæðu og við (mannkynið) fékk samúð með gyðingum og tók að fyrirlíta nasista og aðskilnaðarsinna í Suður-Afríku hlýtur framferði ísraela að leiða til þess sama — að við fyrirlítum framferði Ísraelsmanna og palistínumenn fá samúð okkar. Sem betur fer erum við einfaldlega þannig að af Guði gerð að við finnum til samúðar með kúguðum og fyrirlítum kúgara, og sagan mun óhjákvæmilega dæma framferði Ísraelsmanna afar hart eins og framferði Búanna og Nasistanna og annarra slíkra yfirgangsseggja og kúgara.
Það hefur ekkert með gyðinghatur að gera heldur bara þetta samúð með kúguðum og ofsóttum og fyrirlitningu á slíku framferði og þeim sem því beita.
Ísraelar gera sjálfum sér mestan greiða að snúa sem fyrst af þessari braut kúgunar, ofsókna og gettóa.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.8.2011 kl. 06:13
Svo hitt, mikið léttilega verður ein fjöður að 12 hænum hjá þér fyrst samtal Jóns Baldvins með fleiri mönnum við sendiráðsfulltrúa Sovétríkjanna fyrir utan Naustið árið 1961 setji hann í „kjöltu þeirra "böðla" sem Eistar hata mest“ eins og þú segir. Með þessari setningu þinni staðfestir þú hinsvegar að þér gengur rógurinn einn til með þessu einnleggi á eistneska vefinn. Þú sjálfur ert í huga Eista að setja Jón í kjöltu þeirra "böðla" sem Eistar hata mest og gerir það á forsendu þessar einu myndar án þess að vita neitt meira um málið — það er rógur.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.8.2011 kl. 06:22
Hvað er það í innleggi mínu 29.8. kl. 7:44 sem þú þykist ekki sjá sem sannleikans orð, Helgi Jóhann, heldur sem "rógburð"? Má ekki segja satt um manninn? Hans öfgafullu áherzlur um Ísrael eru ekki einu sinni í samhljómi við þína heittelskuðu ESB-ráðamenn.
Jón Valur Jensson, 30.8.2011 kl. 09:01
How an innocent story can turn out ugly
A story I wrote in Estonian weekly newspaper Eesti Ekspress (called “A Man Who Dared”) about Jón Baldvin Hannibalsson seems to have caused quite a stir in Iceland, only because I mentioned war criminal Evald Mikson there. I was shocked when I read a text by Icelandic archeologist Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, whom the Danes (as he lives in Denmark) even call a historian, as he writes himself. Mr Vilhjálmsson seems to gravely misinterpret my point about Jon Baldvin Hannibalsson, Estonian attitude towards Jewish people and war criminals, and most importantly, Estonian history.
In my story, I was talking about the role Hannibalsson played as the foreign minister of Iceland in the process at the end of which the Baltic countries got its independence back. Hannibalsson stood up and talked for us in NATO and elsewhere at times when others did not and we ourselves could not make our voice be heard – for example, Lennart Meri was thrown out of Copenhagen human rights conference because Gorbachov threatened to leave. Hannibalsson was the one who came to the Baltics personally at turbulent times when Soviet special forces attacked unarmed people at Vilnius TV tower and tanks were on the streets. Perhaps the presence of a minister of a NATO state could, after all, make some change. When we proclaimed independence, Iceland was the first country to recognize it, for which we are thankful for ever. On 20th of August we celebrated the 20th anniversary of re-establishment of Estonian state and it was devoted to Iceland. That´s why I wrote an article about Hannibalsson.
Mr Vilhjálmsson, on the other hand, is interested only in the small passage mentioning probable war criminal, Icelandic citizen Evald Mikson, and showing Hannibalsson, Hans H. Luik (the owner of Eesti Ekspress) and even Estonia as shielders of war criminals. By distorting facts – or being simply not aware of them and misinterpreting - Mr Vilhjálmsson creates an image of Estonia as a small evil pro-nazi, Jew-hating state. He thinks that the article was written by Hans H. Luik (even though both in paper and internet version stands my name). Luik seems to be a bad person in his eyes especially because he visited Mikson´s sons. I can assure that it is my article, not Hans H. Luik´s, it was my idea to write about Hannibalsson, whom I happen to know, and that in Estonia, owners do not interfer in journalistic process.
I mentioned Mikson only to point out that Hannibalsson demonstrated having backbone later on, too. Based on Eesti Ekspress Year Book 1993 I wrote that Hannibalsson canceled a visit to Isreal, because notorious nazi-hunter Efraim Zuroff had insulted Icelandic state (with outrageous claims connected to Mikson). What I was trying to say was: no one can tell Iceland what to do. But as a good friend of Zuroff, Mr Vilhjálmsson seems to be biased to interpret this little passage as kind of attack. It´s not.
In a county which respects the law, you can not and you may not make a criminal out of someone who has not been convicted by court of law. Zuroff demanded that Iceland should immediately prosecute Mikson based on evidence from KGB. How can one demand from a souvereign state that it should prosecute its citizen, if there is no evidence? No one even vaguely familiar with Soviet times could consider KGB files as trusted evidence, since fabrication of documents and forced-out testimonies was KGB´s everyday reality. What has happened to the principle that no one is guilty before convicted?
Only in 2001 (not in 1998, as Mr Vilhjálmsson writes), Mikson is considered war criminal by international commission (no Estonian citizens there) headed by Max Jakobsen studying crimes in Estonia during the Second World War. But in 1992 there was no legal base to consider Mikson as war criminal and no ground to start investigation in Iceland based only on KGB documents, and Hannibalsson was not shielding anyone. Using unreliable KGB documents as a basis for arrest and prosecution makes one no better than a murderous KGB agent. And by the way, there has been no court, since Mikson passed away long ago.
Strange: Mr Vilhjálmsson writes that “the whole world knows that Mikson´s case was impeded by men like Mart Laar, Davíð Oddsson and Lennart Meri”. Estonian Prime Minister Mart Laar welcomed Zuroff and even handed over the KGB files. And it was Lennart Meri who initiated Max Jakobsen commission that put Mikson on par with war criminals. One has to accept that thorough research done by historians and conclusions drawn by the commission is a procedure that takes its time.
I do not intend to say that I disregard work done by Efraim Zuroff. I think he is doing important job bringing war criminals to justice. People who were war criminals should be brought to court, whatever their nationality. But I do not endorse Zuroff´s methods when they disregard the rights of the accused and due process.
But most disappointing about Mr Vilhjálmssons story are his false claims about Estonia. He writes that Estonians killed most of Jewish people already before German occupation in 1941. This is not true. Based on data provided by Jewish community in Estonian, there were around 4500 Jewish people in Estonia before the war. Before Germans, in 1940-1941 2500 Jews (56%) fled to Soviet Union, 12% were mobilized into Red Army, 10% Jews were deported by communists to Siberia by NKVD (predecessor of KGB, that commited a lot of atrocities in those years. Coincidentally two of the most notorious chiefs, Hans Grabbe and Mihhail Pasternak, happen to be Jewish. Pasternak, for example, personally lead NKVD squad that burned tens of peaceful families inside their country homes to death; all in all about 120 Jews were working for NKVD; 30 000 Estonian people were forcefully deported, tens of thousands killed. But if we calculate percentage of population, then NKVD terrorized Jewish people even more than Estonians. Historian Jaak Valge writes that by his sources, about 500 Jews were deported to Siberia and about 200 shot by NKVD. Under German occupations, about 900 Jews were executed. Valge concludes: “The number of Jewish people who suffered by Germans and Soviet repressions is nearly the same.” But strangly, Zuroff and Wiesenthal Organisation is not interested in Soviet executioners – none of them have been sought for or brought to justice (86 000 Nazi war criminals have been convicted).
22% of Jewish people living in Estonia or ca 929 were executed under Nazi regime (over 35 000 in Latvia, 136 000 in Lithuania). But the truth is, as Vilhjálmsson writes, that most of those who stayed, were killed. Those who stayed were afraid to flee to the Soviet Union – they feared repressions they had witnessed. Estonian Jewish writer Eugenia Gurin-Loov has written that Soviet occupation disrupted all peaceful and active life of the small Jewish community. “Cultural autonomy with all its institutions was abolished in July 1940. In August all organisations, societies, unions and corporations were closed. Many Jewish people were repressed (by Soviet NKVD – A.A.) on July 14 1941. After German army occupied Estonia in 1941, all Jews who did not flee to Soviet Union, were murdered. After the war, Jewish cultural life was not reborn,” writes Gurin-Loov. But let me stress it again: under Soviet occupation 1940-41, at least 450 Jews were sent to Siberia to die by communists, among them Jews themselves, under German occupation, ca 929 Jews were killed.
Mr Vilhjálmsson writes that this summer some Estonians celebrated in Viljandi the German occupation of the country in 1940. First, Germans came in 1941. Second, to understand what happened in Viljandi you must know more about Estonian history. To simplify: no one celebrated German occupation, it would be like worshiping 700 years of under German slavedom that preceeded. Those few veterans were commemorating the driving out of Soviet occupants, who had already commited here in one year more crimes against humanity than anyone thinks possible. They deported to Siberia 450 Jews and tens of thousand Estonians. They separated children from mothers, fathers from wifes and sent them in animal wagons to die. In Viljandi, they also commemorated those who were killed in the war fighting on German side. People were mobilized on both sides during the war, since we were twice occupied by Soviet Union and once by Germany, and many of them did not have a choice, and many hoped to drive out the evil that seemed greater with the help of another evil. What Estonians wanted most was to regain its independence, not to support fashism. Of course, we know that under Hitler´s regime Estonia would have been completely destroyed, all people deported and we could not have celebrated 20th anniversary of freedom now. But in the most tragic course of events, a brother was forced to fight against brother. People died on both sides and the fact that the dead are commemorated, does not mean anyone is praising fashism. This has nothing to do with that whatsoever. But it is hard to understand.
Mr Vilhjálmsson also claims that “anti-semitism and praising of fashism is still acceptable in Estonia”. This is simply not true, far from it. Maybe he should come to Estonia before making such claims and see for himself. Let me remind:
No one ever apologized to Estonians for gruesome murders, repressions and deportations that equaled with a death sentence, for things that were done by men like Grabbe and Pasternak. Things that can be considered a genocide. At the same time I am convinced that neither the few people working for NKVD extermination squads or the executioners in German SS do not characterize nations as a whole. One must not draw conclusion for the whole nation because of the actions of few.
But lets get back to the main point. Estonian-Icelandic relations have been very good for a long time and I am sure they will stay that way despite some bitter articles. Icelanders did at a crucial time a lot more than anyone would have expected. That is why one of the central squares in Tallinn is named after Iceland and that’s why we remember people like Hannibalsson, especially on the 20th anniversary of re-establishing our independence, on the holiday devoted to Iceland.
Askur Alas (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.