5.8.2011 | 14:07
Ýtir Noregur undir hryðjuverk?
Dr. Manfred Gerstenfeld er Íslendingum vel kunnur eftir grein þá sem hann skrifaði nýlega um litla frægðarför Össurar Skarphéðinssonar til Gaza. Fyrr í vikunni birtist ný grein hans um þann mikla vanda sem Norðmenn, sér í lagi vinstrimenn, virðast eiga við að glíma varðandi tilfinningar sínar í garð Ísraelsríkis og gyðinga.
Grein Gerstenfelds birtist á Ynetnews.com þann 2.8. 2011 sjá: http://www.ynetnews.com/articles/0,7340,L-4103213,00.html, og birtist hér íslenskri þýðingu með leyfi höfundarins.
Hér, hér og hér má lesa nýlegar greinar Gerstenfelds á málefnum í Noregi
Ýtir Noregur undir hryðjuverk?
Eftir Manfred Gerstenfeld
Eftir hin skelfilegu morð í Oslo og á Utøya, sjáum við aukna athygli fjölmiðla á marghliða andísraelskri hvatningu norsku ríkisstjórnarinnar og menningarelítu landsins. Svein Sevje, sendiherra Noregs í Ísrael, hefur hins vegar enn ekki skynjað þetta. Eftir morðin i Noregi, hefur hann gefið í skyn að palestínsk hryðjuverk gegn Ísrael séu meira réttlætanleg en hryðjuverk gegn Norðmönnum. Alan Dershowitz brást við þessu: "Ég man ekki mörg önnur dæmi um svo mikla vitleysu í svo stuttu viðtali." Nokkrum dögum síðar sagði Sevje í viðtali við Haaretz: "Saga Noregs gagnvart Ísraels er saga mikils gagnkvæms stuðnings."
Til að afhjúpa meinlokuna í síðustu yfirlýsingu Sevje, er hægt að gefa mörg dæmi um hvernig Noregur hefur alið á andísraelskum terrorisma, sem lýsir sér á þrjá vegu. Fyrsta aðferðin felst í að beita tvískinnungi og að taka vægt á hryðjuverkum með því að gagnrýna Ísrael, um leið og lítið sem ekkert er minnst á morðárásir Palestínumanna á ísraelska borgara eða þjóðarmorð það sem Hamas hefur á stefnuskránni. Önnur aðferðin felur í sér yfirlýsingar sem óbeint hvetja til hryðjuverka. Þriðja aðferðin er fjárhagslegur stuðningur til stofnanna sem gera slíkt hið sama.
Varðandi fyrstu aðferðina: Árið 2002, lýstu nokkrir fyrrverandi meðlimir norsku Nóbelsnefndarinnar, sem veitt höfðu Yitzhak Rabin, Shimon Peres og Yasser Arafat friðarverðlaun Nóbels árið 1994 - þ.e. biskupinn í Oslo Gunnar Stålsett, Sissel Rønbeck og fyrrverandi norski forsætisráðherrann Odvar Nordli - vonbrigðum sínum yfir Peres. Fjórði meðlimurinn, Hanna Kvanmo, sagði að hún vildi óska þess að til væri leið til að taka verðlaunin af Peres. Hún sagði einnig, að Peres var á mörkum þess að teljast sekur um stríðsglæpi.
Kvanmo var fangelsuð eftir Síðari Heimsstyrjöld fyrir að hafa verið samstarfsmaður nasista. Engu að síður hafið norski Sósíalistaflokkurinn, Sosialistisk Venstreparti(SV), valið hana til setu í Nóbelsverðlaunanefndinni, sem samanstendur af einstaklingum sem eru tilnefndir af pólitískum flokkum. Þáverandi biskup í Oslo, Stålsett, lýsti aðkomu nóbelsverðlaunahafans Peres að mannréttindabrotum sem fáránlegum, en þagði um Yasser Arafat, sem hafði haldið áfram að fyrirskipa morð á ísraelskum borgurum, jafnvel eftir að hann fékk friðarverðlaun Nóbels. Árið 2004 birti Jerusalem Post grein, þar sem upplýst var að meðlimir Nóbelsnefnfdarinnar styddu enn val sitt á Arafat. Þá hafði Ísrael þegar birt lista yfir hryðjuverkamenn sem Arafat hafði fjármagnað og sýnt að undirskrift hans var að finna á skjali með lista yfir fjárhæðir sem greiddar voru til morðingjanna.
Ásakanir um blóðfórnir á okkar tímum
Í síðasta mánuði, deginum áður en morðin í Osló og Utøya áttu sér stað, talaði Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs í and-Ísraelskum hvatningarbúum AUF, ungliðasamtaka Verkamannaflokksins. Hann krafðist fjarlægingar öryggisvarna Ísraels. Støre vissi vel að þær voru reistar til að hindra frekari morð- og hryðjuverkaárásir Palestínumanna. Hann var því óbeint að hvetja til hryðjuverka gegn Ísraelum, deginum áður en sumir áheyrendur hans urðu sjálfir hryðjuverkum að bráð.
Á síðari árum hefur Lúterska kirkjan í Noregi krafist þess að öryggisvarnir Ísraels verði fjarlægðar, jafnvel um leið og hún viðurkennir ógn þá sem Ísrael stafar af hryðjuverkum. Þessi ríkiskirkja getur því einnig talist vera óbeinn hvatningarmaður palestínskra hryðjuverka. Hjálparstofnun Norsku Kirkjunnar, Kirkens Nødhjelp, fær meiriháttar styrki frá norska utanríkisráðuneytinu. Maður getur gert að umræðuefni hvort kirkjan tekur aðeins vægt á hryðjuverkum, eða aðili sem óbeint hvetur til hryðjuverka. Eftir yfirtöku Hamas á Gasa árið 2006, gagnrýndi Hjálparstofnun Norsku Kirkjunnar norsku ríkisstjórnarinnar fyrir að "afturkalla efnahagslega stuðning" til "ríkisstjórnar Hamas."
Norsk Folkehjelp gerði það sama. Norsk Folkehjelp er ein af stærstu og virtustu mannúðar- og þróunarhjálparstofnunum Noregs og er fjármagnað af utanríkisráðuneytinu. Á heimasíðu sinni styður Norsk Folekhjelp "Stop the Wall Campaign" í Noregi.
Mads Gilbert og Erik Fosse, tveir læknar af ysta broddi vinstri vængs norskra stjórnmála, komu til Gaza í Cast Lead stríðinu 2008-2009, og héldu því fram að þeir vildu veita Palestínumönnum læknisaðstoð. Eftir 9/11 árásirnar 2001, sagði Gilbert að hann styddi hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Hann og Fosse voru mjög mikið teknir tali af norskum og alþjóðlegum fjölmiðlum, og komu með alvarlegar ásakanir í garð Ísraels. Samkvæmt stærsta dagblaði Noregs, Verdens Gang, var greitt fyrir ferð þeirra til til Gaza af norska utanríkisráðuneytinu.
Gilbert og Fosse láðist að nefna að Al-Shifa sjúkrahús á Gaza, þar sem þeir unnu, hafði verið notað í hernaðarlegum tilgangi af Hamas. Síðar hefur verið upplýst að forsætisráðherra Hamas, Ismail Haniyeh og aðrir stjórnendur Hamas tóku undir sig heila deild á þessu sjúkrahúsinu í stríðinu.
Gilbert og Fosse skrifuðu síðar metsölubók um dvöl sína á Gaza. Þeir voru enn á ný hljóðir um veru herja Hamas á sjúkrahúsinu þar sem þeir störfuðu. Staðhæfing þeirra um að Ísrael hafði farið inn á Gaza til að drepa konur og börn er nútíma stökkbreyting á klassískum ásökunum í garð gyðinga um blóðfórnir. Á baki bókarkápu bókar þeirra, sem inniheldur andgyðingleg skilaboð, voru athugasemdir skrifaðar af Støre og fyrrverandi forsætisráðherra íhaldsmanna Kåre Willoch.
Að lokum má nefna að aðstoðarumhverfismálaráðherra Norðmanna, Ingrid Fiskaa, hefur yndi af draumsýnum um hryðjuverk gegn Ísrael. Ári áður en hún kom inn í ríkisstjórnina, sagði Fiskaa í viðtali við blað, að sig dreymdi stundum um að Sameinuðu Þjóðirnar skytu eldflaugum inn í Ísrael. Maður ætti að vera á varðbergi gagnvarg slíkum yfirlýsingum í framtíðinni, í því skyni að greina þá Norðmenn sem ekkert hafa lært neitt af hinum skelfilegu morðum á svo mörgum samlöndum sínum, sem framin voru af einum á meðal þeirra."
Dr. Manfred Gerstenfeld hefur gefið út 20 bækur. Tvær af þeim fjalla um Ísraels- og gyðingahatur í Noregi. Hér má lesa eina þeirra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Ísrael | Breytt s.d. kl. 14:10 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 1352296
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það virðist sem Norðmenn hafi átt þetta allt skilið - þeir hafa vogað sér að gagnrýna ísrael!!
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.8.2011 kl. 16:43
Þú bullar bara Hjálmtýr.
Rauða Ljónið, 5.8.2011 kl. 20:22
Nei Týri, það eru fáir sem lesa á milli línanna eins og sumum Íslendingum er einum lagið. Margir Norðmenn gagnrýna eins og þú, en hverju má búast við af manni sem hyllt hefur stjórnvöld alræðisríkja.
Þegar allir eru búnir að sjá í gegnum draumsýnina og fatta að hugsjónir æsku þinnar studdi morð, eymd og mannvonsku, beindi fólk eins og þú hatri þínu að Ísrael, landi sem er umlukt af ríkjum þar sem morð, eymd og mannvonska gegn saklausum þegnum er daglegur kostur. Það er ekki nema von að Rauða Ljónið telji þig vera bullara, þegar þú ert með svona dómadags rugl.
Gerstenfeld er aðeins að gefa okkur dæmi um hatursfulla umræðu í Noregi, sem gæti hugsanlega skýrt nýjust öfgarnar í nágrannalandi okkar. Það er ekki langt frá öfgum villta vinstursins til hægriöfganna eins og ofangreind Hanna Kvanmo sýndi okkur, eða t.d. Magnús heitinn Kjartansson, eða fyrrverandi nágranni minn Gert Petersen hér í Danmörku. Hoppið frá nasisma yfir í "sósíalismann" er jafnauðvelt og hoppið úr "sósíalismanum" yfir í nasismann, þegar hatrið er primus motor.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.8.2011 kl. 21:00
Ástæða þess að gamlir Pol Pot- istar eins og Hjálmtýr hatast svo mjög við Ísrael er, að það er útvörður Vesturlanda á þessu svæði, en vinstri menn eru í hjarta sínu innri óvinir Vesturlanda og vilja þau feig, eins og ég hef reyndar skrifað þó nokkuð um. Hér gildir lögmálið „óvinur óvinar míns er vinur minn“. Rauðir Kmerar, Hamas og Hisbollah, Mao o.fl. o. fl. eiga það sameiginlegt með Hjálmtý og skoðanabræðrum hans að hata Vesturlönd og vilja tortíma þeim. Slíkir eiga því vísan stuðning vinstra fólks, að vísu mis ákafan allt eftir því hve „langt til vinstri“ þeir teljast. Gott dæmi er, að vinstri menn, „róttækir“ og aðrir sameinast um að gera sem minnst úr ódæðum Castros enn í dag og reyna jafnvel að kenna Bandaríkjamönnum um illvirki hans.
Það er líka rétt að skrefið er stutt frá „þjóðernissósíalisma Hiters og kommúnista. Nasistaflokkurinn hét jú, og ekki að ástæðulausu „Þjóðernis- sósíalíski verkamannaflokkurinn“ (NSDAP).
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.8.2011 kl. 15:22
Asskotans kjaftæði er þetta í ykkur strákar. Villi Örn ruglar saman hugtökum í færslum sínum og setur = merki milli Ísrael og Júða.
Þó Júðar búi í Ísrael og reyni með öllum illum látum að stjórna hinu fyrirmyndarreknu Ísraelsríki, þá tel ég stórvafasamt af þér Villi Örn að setja = merki á milli þessara hugtaka.
Það má hins vegar setja = merki milli hugtakanna Palestínumaður og Ísraelsmaður og líka milli hugtakanna Gyðingur(Júði) og múslimur. Það er í raun enginn munur á þessu fólki hvað blóðskyldleika snertir þó að segja megi að Ísraelsmenn hafi þynnst út og blandast Vesturlandabúum síðustu 19 aldir eða svo.
Hvað varðar trúarvenjur og trúarviðhorf eiga Gyðingar(Júðar) og múslimir ansi margt sameiginlegt. Báðir þessir öfgahópar sem finnast innan um Ísraelsmenn og Palestínumenn, elska og hvetja til steinkasta gegn þeim sem "virða" ekki trúarvenjur þeirra. Báðir þessir öfgahópar þrýsta á foreldra drengja að umskera þá. Báðir þessir öfgahópar þrýsta á börn sín til að þylja eða kyrja vers úr Torah eða Kóraninum.
Svo, hví ekki að láta þessa labbakúta leika sér áfram þarna fyrir botni Miðjarðarhafs í friði fyrir okkur Vesturlandabúum?
Sigurður Rósant, 6.8.2011 kl. 23:53
Sigurður Rósant, þú ert með afar ljótan hugsunarhátt? Þetta sem þú ert með hér er hreint hatur bundið inn i barnalegar alhæfingar.
Hitler var með forhúð, ekki hjálpaði það Vesturlandabúum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2011 kl. 07:14
Hurðu mig Villi. Nú ert farinn að misnota ? merki í ofanálag. Hvurnig veistu þetta með typpið á Hitler?
En hvað varðar nýframsett ágreiningsefni um "ljótan hugsunarhátt", þá finnst mér nú Abram (síðar Abraham) hafa verið haldinn ljótum hugsunarhætti með tilskipun sinni (sem hann heimfærði upp á blásaklausan og algjörlega hlutlausan Guð) um afnám forhúðar drengja/karla. Og svo þið Júðar og múslimir að apa og viðhalda þessum "ljóta hugsunarhætti" í fjölskyldum ykkar. Meira að segja hafa einhverjir kristnir í Norður-Ameríku byrjað á þessum andskota og talið vera tilskipun frá Guði sínum líkt og viðgengst hjá ykkur Júðum og múslimum.
Ertu ekki sammála mér að við ættum að taka upp betri siði, Villi?
Sigurður Rósant, 10.8.2011 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.