17.6.2011 | 08:44
Mjög alvarlegar ásakanir
Ágætu lesendur mínir. Snemma í morgun las ég mikinn bálk í Fréttatímanum, sem fjallar um ónáttúru og illmennsku kaþólskra presta og kennara á Íslandi. Ég skrifaði fyrir tveimur árum síðan um dvöl mína í Riftúni, sumarbúðum kaþólskra á íslandi, þar sem ég var sendur til dvalar í nokkrar vikur, alsaklaus og ókaþólskur, tvö ár í röð. Ekki lýsti ég þeirri dvöl minni með hlýhug, en minningar mínar um Margréti Müller koma að mörgu leyti heim og saman við það sem ég les í dag í Fréttatímanum. Hún var illmenni og lagði mig í einelti, en ég varð þó ekki fyrir kynferðislegum tilburðum hennar, sem nú er haldið fram að hún hafi sýnt.
Hins vegar man ég ekki eftir neinu vondu, illu, óeðlilegu eða andstyggilegu í fari séra Georgs, sem nú er ásakaður um hræðilega hluti. Hann var vinur barnanna og afar góður við alla, þegar ég sá til. Eitt sinn fékk ég mikla magakveisu og varð að vekja nunnurnar um nóttina og fékk ég mixtúru sem róaði magann. Svaf ég fram á miðjan næsta dag, þegar ég var vakinn af séra Georg og nunnu og spurði séra George, hvort ég og gæti borðað og sagði mér svo fá sviplegu andláti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans á Þingvöllum, sem hann svo bað fyrir í matartímanum.
Ég get auðvitað ekki útilokað neitt með minni upplifun af manninum, en ég trúi ekki á allt eins og hin ágæta kona Guðrún Ögmundsdóttir, þegar hún segir að "nú sé fólki trúað" í viðtali í Fréttatímanum í dag.
Lesið vinsamlegast lýsingu mína á dvöl minni og upplifun minni í Riftúni fyrir fyrir 40 árum síðan (hér fyrir neðan eða með því að klikka hér). Ég get að sjálsögðu ekki sýknað sr. Georg, en tveir einstaklingar geta heldur ekki dæmt hann. Hann mun aldrei geta varið sig. Þessir einstaklingar gætu hafa orðið fyrir sama eineltinu og ég af höndum Frau Müller, og gætu hafa höndlað það á annan hátt en ég gerði, og vilja nú kenna sr. Georg um, enda var hann hræddur við þýsku ráðskonuna í Riftúni og þorði ekki að ávíta hana.
4.6.2009 | 11:15
Í nöp við kaþólska
Ég verð að létta þessu af hjarta mínu. Mér var eitt sinn í nöp við kaþólikka. Álíka mikið og Sigurði G. Tómassyni á Útvarpi Sögu er við gyðinga. Ekki alla, bara suma. Ekki til dæmis við Jón Val og ekki við páfann í Róm. Hins vegar dæmdi ég þá einu sinni, alla sem einn, og mig langar að segja ykkur af hverju. Mea culpa.
Ég fór á unga aldri í sumarbúðir kaþólskra í Ölfusi. Ég fór í þessar búðir, þar sem faðir minn þekkti prestinn þar. Ekki er ég kaþólskur frekar en andskotinn, og enginn hefur verið það í fjölskyldu minni íslenskri síðan forfeður mínir, munkar og biskupar Rómarkirkjunnar voru það á miðöldum. Nefni ég engin nöfn. Þá var mikið syndgað. Ég get þannig stoltur sagt, að ég sé afrakstur hórlífis í íslenskum torfklaustrum, þegar konur gátu sig ekki varið, enda verjur synd og holdið var veikt.
Í sumarbúðunum í Ölfusi, sem voru í Riftúni, voru bæði nunnur og prestur einn hollenskur, séra Georg, sem var hinn vænsti maður. Hann er nýlega látinn. Hann spilaði mikið fótbolta við okkar strákana, enda hafði hann verið liðtækur knattspyrnumaður áður en hann svaraði kallinu og fékk brauð á Íslandi. Enski boltinn var greinilega mikilvægari fyrir hann en messan á sunnudögum, sem allir urðu að vera viðstaddir til að sjá kaþólikkana borða líkama Krists, Amen.
Kvöl okkar, barnanna í Riftúni sem ekki vorum kaþólikkar, og sérstaklega þeirra sem voru algjörir heiðingjar og efasemdamenn eins og ég, var þýsk kona. Hún var vond við börn og var gædd þeim leiða eiginleika að ofsækja ákveðin börn.
Konu þessari var einstaklega illa við mig og mér við hana. Margir aðrir fengu að kenna á teutónískri grimmd hennar. Hún stærði sig af því við börnin, að bróðir hennar hefði tekið í höndina á Hitler. Sjálf leit hún út eins og Marteinn Lúther, bara ljótari.
I Riftúni léku menn skrítna leiki ef veður leyfði ekki útiveru. Þá var leikið teningaspil um súkkulaði það sem þýska konan hafði gert upptækt í pökkum barnanna. Leikurinn gekk út á það ef maður kastaði og fékk tvo teninga með sex í sama kasti, fékk maður bakka með súkkulaðiplötu, hníf og gaffal. Maður mátti brjóta stykki af með hnífnum og gafflinum og borða eitt stykki í einu og kyngja því þangað til næsti maður fékk 2x6. En ef maður tók annað stykki áður en maður var búinn að kyngja því fyrsta, tók meira en eitt stykki eða framdi þann hræðilega glæp að halda áfram átinu í nokkrar sekúndur eftir að sú þýska sagði Schtopp", þá gátu börnin búist við kinnhesti eða því að vera slegin í hnakkann. Eitt sinn rak hún fingurinn upp í strák og krækti súkkulaði út úr munni hans. Hann kastaði upp. Ég fékk ekki þetta Straf hjá Frau Verbissene, en nóg annað mátti ég reyna. Eitt sinn tognaði ég alvarlega í hástökki. Ég gat rétt dröslað mér í matsalinn en kom of seint. Þýska konan gerði bara grín af mér og sagði að ég væri bara aþ zykjast". Fyrir bragði fékk ég ekki hádegismat.
Sama dag um kvöldið uppgötvaði systir Klementína, sem var íslensk kona, ástand ökklans á mér. Það var í einasta sinn sem ég hef séð nunnu reiðast og hún hellti sér yfir þýsku ráðskonuna, úlfynjuna Ilse, - nei það var reyndar ekki hið rétta nafn hennar. En mig grunaði síðar að hún hefði verið böðull í fangabúðum nasista, eða pabbi hennar.
Myndin að ofan er úr þýsku blaði sem dreift var til foreldra þeirra sem sjást á myndinni. Textinn undir henni hljóðaði: Frohes Leben herrscht in katolischen Kinderferienheim Riftun auf Island. Ég er þarna að dansa (í köflóttri skyrtu) eftir bítlaplötu, en var í raun að skipuleggja flótta úr kaþólsku fangabúðunum í huga mér. Einn drengur flýði reyndar fótgangandi frá búðunum og komst með bíl til Reykjavíkur. Mér var af einhverjum ókunnum kennt um það! Rannsóknarrétturinn, STRAF, og dómur féll: Ég fékk engan mat og ekki að fara oftar til Þóroddsstaða, bæjar í grenndinni, til að gefa hænsnunum þar matarúrganga okkar í Riftúni.
Hver vill ekki flýja stað, þar sem plata með þýskum mörsum var spiluð þegar einhver átti afmæli?
Eitt sinn vildi svo illa til að sippuband sem ég sveiflaði að hætti kúreka slóst í í kinnina á stelpu af fínum ættum. Alveg sama hvað ég reyndi að skýra hvað gerst hefði , þá var dómurinn að ég hefði framið mikinn glæp. Sú zýska setti ofsóknir í gang gegn mér. Ég hafði slasað kaþólikka, nú átti ég greinilega að iðrast og biðja 40 maríubænir og skríða á hnjánum alla leiðina suður í Róm. Ég fékk ekki frið fyrir konunni.
Vegna þýsku konunnar hataði ég lengi kaþólikka. Ég geri það stundum enn, en það kemur ekki niður á neinum. Þýska konan var ekki á vegum Guðs, hún var bara vond kerling, sem ekki hefði átt að fá að koma nálægt börnum, sem hún áleit vera vond frá nátúrunnar hendi. Ég er alveg viss um að Kristur hefði ekki átt 7 dagana sæla í Riftúni hefði Jósef faðir hans sent hann þangað í stað þess að láta hann pússa mublur með vikri frá Sínaí.
Til að kóróna allt kom systir zýsku konunnar í heimsókn frá Þýskalandi með börnin sín tvö, sem voru eins og Hans og Gréta - skrímsli. Hann, gekk í Lederhosen, sama hvernig viðraði og hún var með fléttur og í þjóðbúningakjól eins og Heidi í Heiðarkofanum. Drengurinn í leðurbuxunum reyndist vera hinn versti böðull og sadisti og stjórnaði öllu með leikjum sem höfðu kvalarlosta að ívafi. Ég vona að hann sé ekki prestur í dag. Gabi, þjóðbúningastúlkan var liðtæk í Gestapo. Hún klagaði yfir öllu. Var eyru og augu frænku sinnar í Straffinu.
Misskiljið mig ekki, ég hef ekkert á móti Þjóðverjum heldur. Sumir Þjóðverjar eru bestu vinir mínir.....bara ef þeir berja mig ekki í Lederhosen í Ölfusinu, eins og ribbaldar börðu Ögmund biskup Pálsson á Hjalla Ölfusi forðum.
Síðar segi ég frá góðu kaþólsku fólki sem ég hef kynnst. Jón Valur er nú örugglega farinn að hugsa mér purgatoríið á 696 gráðum fyrir þessar minningar. Þess vegna set ég punkt hér.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt 18.6.2011 kl. 10:33 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 1352303
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Við lifum á tímum nornaveiða. Bálkestir eru hlaðnir og allir sem einhver mistök hafa gert í lífinu (hver hefur það ekki) eru umsvifalaust brenndir. Jafnvel þótt þeir séu löngu dauðir og geti þar af leiðandi hvorki játað syndir sínar né neitað.
Ragnhildur Kolka, 17.6.2011 kl. 09:47
Til hamingju með dag frelsishetju okkar, dr. Vilhjálmur!
Til hamingju með að vera á landinu kalda, a.m.k. eftir nokkra daga þegar þú flytur þinn fyrirlestur um miðaldakaleikinn í kirkju fyrir norðan.
Ég hugsa þér sannarlega ekki neitt illt fyrir þessi skrif. Margrét Müller var kennari elztu dóttur minnar í Landakotsskóla og tókst að uppræta úr henni allan áhuga á hannyrðum með því að leggja hana í einelti og láta hana vinna í þessu lon og don og sitja eftir við það. Dóttir mín vildi alls ekki vera lengur í þeim skóla og fekk að ráða því, mig minnir hún hafi bara verið þar einn vetur. Löngu seinna var yngsta dóttir mín þar, eftir daga Margrétar og var þá hjá annarri Margréti og hefur ekki haft betri kennara um ævina, held ég.
Haltu áfram að segja sannleikann, vinur.
Jón Valur Jensson, 17.6.2011 kl. 14:05
Sæll,
Sjálf var ég í Landakotsskóla og eins og allir sem gengu í þann skóla, þá man ég vel eftir Frau Müller. Það er gott að vita að það eru fleiri þarna úti sem hata hana eins mikið og maður gerir sjálfur. Ég er töluvert yngri en þú, en ég get sagt þér það að súkkulaðileikurinn var ennþá leikinn þegar ég var í skólanum. Viðbjóður.
Hins vegar vil ég benda á að séra Georg var ekki hræddur við kerlinguna, það var ekki málið. Séra Georg og Margret Müller áttu í ástarsambandi. Ég efast því um að mennirnir, eða maðurinn, sem steig fram með þessa hræðilegu lífsreynslu hafi verið að reyna koma sök á séra Georg til að hefna fyrir einelti af hálfu M.M. Þau voru par.
En þetta er vægast sagt sjokkerandi að fá að heyra svona fréttir eftir að hafa umgengist þetta fólk svona mikið. Ég fór líka í Riftún. Hræðilegir tímar. Séra Georg var þó, eins og þú manst eftir honum, ljúfmenni hvað ég best veit. En það er þó eitthvað í mér sem segir mér að þetta sé satt og ég trúi þessum manni.
Gunnþórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 18:28
Ragnhildur og Jón Valur, þakka ykkur fyrir góðar og upplýsandi athugasemdir.
Gunnþórunn Jónsdóttir, ástarsambandssaga sú, sem þú talar um, er bara kjaftasaga eða saurugir þankar úr Heyrt og Séð, þangað til þú kemur með fótinn fyrir henni og skýrir mál þitt betur en með Gróusögu.
Mennirnir sem segja okkur þessar hræðilegu sögursínar verða að koma fram undir nafni. Þá fyrst eru þeir sterkir, þá fyrst hafa þeir sigrast á því sem þeir urðu fyrir. Maður sem gengur í Ásatrúarfélagið, eins og einn þeirra sem segist hafa orðið fyrir órétti, getur ekki þrotið kraft, til að ganga fram á völlinn og sigra með sannleikanum. Það gera þessir menn ekki með því að fela sig í pilsfaldi lélegrar blaðamennsku og fussumsvei fólks sem finnst gaman af svæsnum sögum.
Ég tek vissulega undir sögu hinna nafnlausu, og hef staðið fram með upplýsingar, um Margréti Müller. Glæpur hennar gegn þeim er auðvitað stærri en það sem hún gerði mér og öðrum börnum meðan ég var í Riftúni.
En þar sem ég hef einnig lesið rannsóknir og fréttir um kaþólikka sem fóru út á hála braut í lífinu, og kenndu síðar kaþólsku kirkjunni um allt sem illa fór, án þess að það var fótur fyrir ásökununum, verða allir að koma hreint til dyranna. Það er afar auðvelt að ásaka hina dauðu. En ef tveir menn hafa orðið fyrir barðinu á Muller og Sr. Georgi, þá hafa örugglega fleiri gert það. Þeir eru vonandi eftir að koma fram líka, svo ekki verði tvær, nafnlausar raddir sem kasta brigður á mann sem margir hafa góðar minningar um, og væna kirkjuna um glæp, sem kirkjan er langt frá því að vera ein um að ala með sér. Illmenni finnast víðar en í kirkjunni, t.d. í Moral Majority háttalagi íslenskra sérleyfishafa í sannleikanum og manngæskunni, sem á síðustu dögum heilögum í krepputilvist íslensku þjóðarinnar eru víst fyrst og fremst að finna djúpt í skauti öfgafemínisma íslenskrar vinstristefnu, sem telur víst að öll mannleg gildi hafi verið höndluð til fullkomnustu af þeim sjálfum meðan lýðurinn og illmennin kjósa ekki VG, Samflykkinguna, gynokratíuna og hið heilaga ESB. Firringin er víðar en í trúarbrögðunum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.6.2011 kl. 17:24
Góður pistill. Ég dvaldi einnig í sumarbúðunum í tvö sumur mjög ung. Á engar sælar minningar þaðan, þekki þessa lýsingu á Margréti þrátt fyrir að hafa ekki orðið fyrir barðinu á henni sjálf, alltaf skíthrædd við hana. Georgs minnist ég sem góðs barnakalls og man einmitt eftir honum spriklandi í fótbolta með strákunum.
Við skulum ekki gleyma því að margir sem stunda þá iðju sem Georg er nú sakaður um að stunda koma fram sem traustvekjandi og barngóðir einstaklingar. Upplifun okkar af einum manni þarf ekki að koma heim og saman við upplifun annarra. Eins og þú sjálfur segir maður getur ekki útilokað neitt útfrá sinni eigin upplifun í svona málum.
Á síðu Blátt áfram er að finna eftirfarandi upplýsingar:"Það eru líka talsverðar líkur á að þú þekkir barnaníðing. Börnunum okkar stafar ekki mest hætta af ókunnugum heldur vinum okkar og fjölskyldumeðlimum.”• 34% fórnarlambanna eru misnotuð af fjölskyldumeðlimum.• 59% til viðbótar eru misnotuð af fólki sem fjölskyldan treystir –gerendur reyna oft að vingast við foreldra; mynda tengsl og ávinna sér traust þeirra.• Stór hluti barnanna er misnotaður af eldri eða stærri börnum.• Fólk sem misnotar börn lítur út og hagar sér rétt eins og allir aðrir. Og það sem meira er; oft leggja þeir sig sérstaklega fram um að virka traustverðugir til þess að komast að börnum.• Þeir sem misnota börn kynferðislega dragast að stöðum þar sem líklegt er að þeir komist í návígi við börn; s.s. í íþróttafélögum, trúarstarfi,ungmennahreyfingum, tómstundastarfi og skólum."Guðrún (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 13:11
Takk fyrir færslurnar! Frábær lýsing á Riftúnssælunni. Eins og tímavél! Var búin að gleyma þessu með súkkulaðiátkeppnirnar skemmtilegu. Og frændsystkinin frá Þýskalandi voru mærð eins og hjáguðir þegar þau voru ekki þarna- en svo LOKSINS þegar þau komu voru þau leiðinleg og kunnu ekki að leika sér. Man eftir fyndninni hennar FrökenMM í matsalnum: hver vill bégúrku! Hún hló að þessu í hvert skifti. Ég skildi aldrei hvernig hún gat hleigið að sama hlutnum svona oft. Húmorinn ömurlegur - en fyrst og fremst vond manneskja.
Ég kveikti óvart á íslenskri útvarpsrás 17.júní (bý í útlöndum)og heyrði þá af kynferðisofbeldinu í kaþólska söfnuðinum. Las síðan fréttina með lýsingum mannanna . Er í sjokki , en samt viss léttir. Mér finnst þetta skýra margt. Loksins!
Ég tel ekki nauðsynlegt að þolendur komi fram undir nafni í fjölmiðlum. Skil ekki hvaða tilgangi það ætti að þjóna í þessu tilfelli, þó það sé auðvitað ágætis viðmiðunarregla. Held það geti valdið fjaðrafoki ef fólk afhjúpar hver það er - það verður bara kjaftagangur. Að koma fram undir nafni getur gert fjölskylduna að skotspæni. Betra að við einbeitum okkur að horfast í augu við staðreyndirnar og hvernig þetta gat skeð - til að hindra slíkt í framtíðinni. Gott að menn tali - það hjálpar mér líka að skilja eigin reynslu.
Mér finnst alrangt að gagnrýna fólk fyrir að segja ekkert fyrr en núna. FrökenMM og séra Georg hefðu hvorugt viðurkennt neitt. Þau voru búin að nota vald trúarinnar til að réttlæta allt fyrir sjálfum sér. Afsöluðu sér ábyrgð í hendur guðs - misnotuðu allt sem hægt er að misnota. Nýlega kom upp mál í kaþólska söfnuðinum þar sem ég bý. Það komst loks í blöðin eftir að kirkjan hafði þaggað niður málið í lengri tima. Biskupinn (hann heitir reyndar Müller líka og er þjóðverji- að fornafni Georg) hafði verið leystur frá störfum og sendur burt úr bænum (heppinn - getur byrjað upp á nýtt annars staðar eins og þessi hollenski biskup sem kom til Íslands). Georg Müller fyrrv biskup er nú á leyniadressu einhversstaðar í Evrópu undir vængjum kaþólsku kirkjunnar í fríu fæði og húsnæði að ...sýna bót og betrun (???). Kirkjan sér um sína. Hann þarf a.m.k. ekki að mæta því fólki sem leitaði til kirkjunnar og leitaði réttar síns. Það er líka margreynt að gerendurnir geta verið svo forhertir að þeir neita blákalt þó þeir séu gripnir glóðvolgir!! Það er annað áfall fyrir fólk sem hefur þolað slíkt ofbeldi, þegar gerendurnir ljúga upp í andlitið á þeim. Nóg er nú samt. Kýs að styðja það sem þolandinn sjálfur treystir sér til að koma fram með og þegar viðkomandi er tilbúinn.
Kveðja
Þóra Laufey Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 20:39
Margrét Müller var algert óféti sem lagði mig og aðra krakka í einelti. Þegar ég var 8 ára fyrir 24 árum var hún kennari minn, og sú reynsla breytti lífi mínu. Hún lét mig sitja eftir hvern einasta dag, þannig að ég byrjaði að skrópa og forðast skólann og hana eins og heitan eldinn. Hún sendi mig endalaust hágrátandi til Séra Georgs til láta hann skamma mig fyrir ekki nákvæmlega neitt að mig minnir. Hún kenndi mér að enginn mætti hjálpa mér með heimanámið, og taldi mér trú um að ég væri ömulegur að spila á píanó, þegar ég var byrjaður á þriðja stigi.. ég hætti auðvitað að spila. Ég var ekki sá eini sem var lagður í einelti, ég man eftir því hvernig hún baktalaði einn nemandann og sagði að hann væri vondur strákur og varaði okkur við honum áður en hann kom í bekkinn. Í eitt skipti svo strokaði hún út nöfn á töflu og kendi svo tveimur steplum um það og húðskammaði þær. Þetta sýnir bara hvers slags satisti hún var.
Það var oft kvartað yfir konunni, og séra Georg hélt alltaf yfir henni verndarhendinni, og sá til þess að ekkert breyttist. Hann var þannig samverkamaður Margétar, og á enga miskunn né vorkunn skilið. Þær sögusagnir sem maður hefur heyrt um að þau hafi haft í ástarsambandi kemur mér ekki á óvart, né að satisti eins og Margrét hafi haft undarlega kynferðislega hneigðir. Hún hefur ábyggilega verið fórnarlamb sjálf í æsku. Það réttlætir þó á engann hátt þá þann varanlega skaða sem hún hefur valdið fjölda fólks.
Bjarni
Bjarni Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.