Leita í fréttum mbl.is

Berlínar búgí wúgí

Codex Frankfurticus mit Senf

Nýlega var ég á ferđinni í Berlín, nánar tiltekiđ á tónlistarferđ međ minni heittelskuđu spúsu. Fórum viđ m.a. til ađ hlusta á Leif Ove Andsnes í fílharmóníunni. Andsnes er án efa einn fremsti píanisti heimsins. Fyrir utan ađ hlusta á hann, er gaman ađ sjá hann spila, risavaxinn, Íslendingslegan andnesjamann, og svo er hann frá eyjunni Körmt. Ágćtis mótvćgi viđ gyđingasnillinga, smávaxin kóreönsk segulbandstćki og ţýskar múttur međ túttur, sem mađur getur orđiđ afar ţreyttur á.

Viđ hjóluđum í ár um Berlín og komum viđ í Norrćna sendiráđinu. Ţar var sýning um íslenska snillinga. Rithöfundana okkar. Ţessi sýning bar heitiđ Sagenhaftes Islandog er auđvitađ appertćsir fyrir Bókamessuna í Frankfurđuborg, ţar sem Ísland verđur heiđursgestur í ár.

En mikiđ var nú ómerkilegt rugl á ţessum pósterum í sendiráđinu. Íslenskir rithöfundar eru greinilega međ Konungsbók Eddukvćđa á heilanum. Ekki minnst Arnaldur Indriđason, sem mér finnst ţó ađallega hćgt ađ tengja viđ Rigor Mortis, ţó svo ađ menn haldi ađ hann sé höfundur Konungsbókar.

Daginn sem viđ vorum í sendiráđinu, var andrúmsloftiđ í anddyrinu ekki sem best. Ţar sat kona af ţeirri gerđ, sem Ţjóđverjar kalla Stadtstreicherin. Útigangskona ţessi var búin ađ finna sér samastađ í sendiráđinu. Hún var kappklćdd í hitanum og hafđi greinilega ekki fariđ í bađ nýlega. Ţar sem Ţjóđverjar hafa alltaf veriđ svo korrekt gagnvart utangarđs- og minnihlutahópum, situr hún ţar örugglega enn blessuđ kerlingin og mengar hiđ hreina norrćna andrúmsloft. Hún bćtir smá raunsćrri skítafýlu viđ klínískan hátíđleika íslensku rithöfundaspjaldanna.

Ţegar út úr sendiráđinu var komiđ, gátum viđ andađ léttar eftir sjálfshátíđleikann á rithöfundaspjöldunum og ţungt Kölnarvatn pokakonunnar, en ekki lengi. Gengt íslenska sendiráđinu er sendiráđ Sýrlands. Mér var rétt snöggvast hugsađ til sýrlenskra rithöfunda. Codex Assadicus er ţeirra lóđ í lífinu.

Schöne Irene in Berlin
Viđ leigđum okkur frábćr hjól hjá Berlin Take a Bike, sem er ađ finna skammt frá Reichstag á Neustädtische Kirchstraße 8, rétt hjá Friedrichstraße lestarstöđinni. Ţiđ finniđ leiguna á netinu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Viđ höfum tilhneigingu til ađ vera dálítiđ "heavy" ţegar viđ segjum frá okkur sjálfum. Má kannski rekja til minnimáttarkenndar útskerjabóndans.

Smá spaugsemi myndi ekki skađa.

Ragnhildur Kolka, 27.5.2011 kl. 07:50

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Daginn Ragnhildur, ţess ber ađ geta ađ Arnaldur Indriđason, eđa Faraldur Handriđason eins og hann var kallađur í MH, var ekki laus viđ spaug í lýsingunni á sjálfum sér, enda bar hún af.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.5.2011 kl. 07:59

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svei mér ţá Vilhjálmur, ef ţú ert ekki ađ vekja hér upp minningar um annann meistara, Handriđa G Skorsteins. Ţađ var húmor í honum. 

Ragnhildur Kolka, 27.5.2011 kl. 10:36

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já ég man eftir Handriđa, hann var alltaf númer 79 í röđinni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.5.2011 kl. 06:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband