Leita í fréttum mbl.is

Allir ađ gera innrás í Danmörku

Samarbejdspolitik 

Samarbejdspolitik. Danskir lögreglumenn skála viđ Gestapo á Hótel D'Angleterre i Kaupmannahöfn. Ljósm. úr bókinni Medaljens Bagside.

Nú ráđast útlenskir lćknar inn í Danmörku. Udenlandske lćger invaderer Danmark” skrifar Jyllands-Posten. Hver fjórđi lćknir, sem fćr lćkningaleyfi í Danmörku, er útlendingur.  Ţađ hafa veriđ margar “innrásir” í Danmörku. Dönum er meinilla viđ ţćr. Á síđasta ári var talađ mikiđ um innrás Íslendinga, sem reyndar er kölluđ útrás á Íslandi.

Ţađ er ţó ein innrás, sem Danir eru búnir ađ sćtta sig viđ, ađ minnsta kosti sumir ţeirra. Ţađ er innrás nasista áriđ 1940 og vinsamleg samvinna Dana viđ ţá. Margir Danir telja ađ samvinnan viđ ţýska nasista hafi veriđ til heilla; ađ Danir hafi gert ţađ eina rétta: Ađ hneygja sig og beygja. Sumir leyfa sér meira ađ segja ađ halda ţví fram, ađ ađrar ţjóđir hefđu átt ađ taka Dani sér til eftirbreytni á stríđsárunum. Ţeir sem enn líta á “samvinnustjórnmálastefnu”, (Samarbejdspolitik), Dana sem samstarf viđ óvininn eru fallnir í ónáđ. Ţeir eru einatt kallađir siđapostular og öđrum verri skammaryrđum, sem danskir sagnfrćđingar strá um sig.  Ţeir danskir sagnfrćđingar, sem ađhyllast ţessa sáttahyggju varđandi samstarf viđ nasismann, eiga líka afar erfitt međ ađ nefna atriđi sem gleymdist ađ greina frá eftir stríđ í Danmörku; eins og t.d. brottvísun danskra yfirvalda á gyđingum og öđrum flóttamönnum til Ţýskalands nasismans. Sömu sagnfrćđingarnir ţakka hins vegar ólmir samvinnunni viđ Hitler-Ţýskaland björgun gyđinga til Svíţjóđar haustiđ 1943.

Dr. Bo Lidegaard, einn fremsti sáttasagnfrćđingurinn í Danaveldi, hefur nýlega skrifa tvćr stórar bćkur, sem eru mjög rómađar og innihalda greinilega ţađ sem Danir vilja helst heyra. Í ţeim hefur hann valiđ ađ ţegja um ýmsa ţćtti sögunnar, sem ekki passa inn í lćrisetninguna um ađ Danir gerđu ţađ eina rétta í Annarri heimsstyrjöld.

Danmörk mun tvímćlalaust áfram verđa fyrir alls kyns óţćgilegum innrásum, enda landiđ lítiđ og lágt, fólkiđ fátt og margir hér sem hugsa frekar smátt.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband