1.6.2010 | 10:00
Hriplekur friðarfloti
Öfgamenn á friðarflotanum sem stöðvaður var í gær, sungu um óskir sínar að kála gyðingum eins og þeir gerðu á tímum Múhameðs spámanns. Sjá: http://palwatch.org/main.aspx?fi=157&doc_id=2323
Þó svo að krimmahöfundurinn Henning Mankell tæki sjálfan Wallander með sér á hriplekan dall frá Tyrklandi og sigldi ólöglega inn í lögsögu Ísraelsríkis, myndi það ekki skapa frið. Meðan Mankell og aðrir velmeinandi gíslar öfgaíslams deila káhettu með öfgamönnum, þá er enginn friður á ferð. Meðan Ulf Carmesund frá Bræðralagi (Broderskapsrörelsen) Krata í Svíþjóð, sem eru samtök kristinna krata (já Amen!), ákveður að sigla til að bjarga Gaza, er kannski áhugavert að vita, að Bræðralagið í Svíþjóð hefur samvinnu við Bræðralag múslíma, Al-Ikhwān al-Muslimūn, sem styður hryðjuverk og hvetur til sjálfsmorðsaðgerða í Ísrael.
Þó svo að allir nóbelsverðlaunahafar heimsins flytu á fleka visku sinnar að ströndum Gaza, yrði þeim einskis ágengt, meðan að nýju "hipparnir" um borð bera vopn. Friðarboðberar gera ekki öfga-múlla, sem boðar Jiihad gegn Ísrael og afneitar því að Ísraelsríki sé til, að stýrimanni sínum. Ef hásetarnir hafa tengsl við hryðjuverkasamtök, er fullljóst að friðurinn er ekki í höfn. Friðarboðberar sem styðja stjórnvöld á Gaza, hljóta að hafa mjög afbrigðilega skoðun á friði. Friður sá sem boðaður er á Gaza, er útrýming Ísraelsríkis. Þann boðskap fá börn á Gaza í vöggugjöf.
Imperíalismi núverandi stjórnvalda í Tyrklandi er óþolandi. Ef Tyrkland telur það eðlilegt að tyrknesk skip brjóti hafréttarreglur og sigli í ísraelskri lögsögu, er það besta sem Ísrael getur gert að slíta stjórnmálasambandi við Tyrki. 10% Tyrkja telja að Tyrkland eigi að stækka og að núverandi stærð landsins beri vott um veikleika. Hvað gengur Tyrkjum til með því að senda "friðarflota" inn í lögsögu Ísraels? Tyrkland þarf á stuðningsmönnum að halda við áform sín. Þess vegna þegja þeir yfir kjarnorkuríkinu Íran og segja ekkert við Sýrlendinga, sem geyma vopn Saddams. Samviska tyrkneskra stjórnvalda er svört.
"Friðarsinnunum" á tyrknesku skipunum var boðið að sigla til Haifa og Ashod og afhenda varning sinn til Gaza þar. Ísrael bauðst til að afhenda hann á Gaza. Reynslunni ríkari verða Ísraelsmenn náttúrulega að hafa eftirlit með því sem sent er til Gaza. Yfirvöldum þar er nefnilega meira annt um að fá vopn en mat handa börnum sínum. Margsinnis hafa Ísraelsmenn og Egyptar stöðvað vopnasendingar til Gaza. Yfirvöld á Gaza, hryðjuverkasamtökin Hamas, eru þau yfirvöld sem eyðilögðu öll gróðurhús Ísraela á Gaza. Gróðurhús, þar sem hægt hefði verið að rækta mat.
En lygaherferð hinna fljótandi friðarsinna er yfirgengileg. Heimurinn vill helst heyra um hamfarir á Gaza, þótt þar líði enginn skort. RÚV, með skrímslafræðinginn Þorvald Friðriksson í broddi fylkingar, miðlar afar takmörkuðum og vægast sagt undarlegum fréttaflutningi af því sem gerðist. Ísrael er versta skrímslið sem Þorvaldur þekkir. Þorvaldur hefur enn ekki sagt okkur frá því hvaða boðskapur var hafður í frammi um borð á tyrknesku skektunum.
Utanríkisráðherra Íslands, sem virðir þjóð sína að vettugi og hendir 7 milljörðum í ESB-ævintýri sitt, hrópar svo á torgum um ástandið á Gaza án þess að vita, eða vilja vita, hvað gerðist. Hann segir hins vegar mest lítið um um ástand sinnar eigin þjóðar, sem hefði getað notað þær 7 milljarða króna sem hann kastar á fórnareldinn. 7 milljarðar sem gætu farið til heilbrigðis-, skóla- og atvinnumála á Íslandi.
Hryðjuverkamenn finnast víða og Bræðralag Krata er og verður dýrt. Össur Skarphéðinsson er samhryðjuverkamaður þeirra "friðarsinna" á tyrknesku skipunum sem sungu um óskir sínar um að útrýma gyðingum. Össur hefur brotið hegningarlög svo um munar. Ég sé ekki betur en að íslenska ríkisstjórnin hvetji til gyðingamorða í anda Múhameðs.
Farið í friði.
Það er munur að aðferðum "friðarsinna" og flota Ísraelsríkis.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Helförin | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 1352817
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Fréttastofa hefur birt eftirfarandi myndbönd á Youtube sem virðast sýna meinta hjálparstarfsmenn ráðast gegn löggæslumönnum með miklu ofbeldi er þeir komu um borð í morgun. Sjá myndbönd.
http://www.youtube.com/watch?v=bU12KW-XyZE&feature=player_embedded
http://www.youtube.com/watch?v=gYjkLUcbJWo&feature=player_embedded
Rauða Ljónið, 1.6.2010 kl. 10:52
Þakka fyrir þetta, Sigurjón.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 10:57
Það er greinilegt að skipverjar slá þarna Ísraelsmenn í anda Múhameðs spámanns. Eins og þeir sungu áður en þeir brutu ísraelsk lög.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 11:04
Sæll. Þú átt eftir að fá marga ruglum dalla í dag sem sjá málið aðeins frá einni hlið.
Rauða Ljónið, 1.6.2010 kl. 11:06
Ég vil ekki að fara út í neinar ritdeilur hér, læt nægja að segja að ég er ekki sammála ykkur. Hinsvegar vildi ég benda Rauða Ljóninu á að myndböndin sem vísað er í koma beint frá almannatengslaskrifstofu ísraelska hersins og geta því ekki talist hlutlaus heimild um hvað raunverulega gerðist. Við vitum t.d. ekkert hvað gerðist áður en þetta stutta myndskeið hefst eða eftir að því lýkur. Eins og með allan áróður borgar sig líklega að skoða báðar hliðar og taka svo "meðaltalið".
Hvaða skoðun sem við höfum á deilumálum fyrir botni Miðjarðarhafs held ég að allir geti verið sammála um að þetta séu hörmulegir atburðir. Vilhjálmur, þú ert greinilega hliðhollur málstað Ísraels og Rauða Ljónið virðist taka í sama streng. Sjálfur hef ég ekkert á móti Gyðingum eða ísraelsku þjóðinni, en er hinsvegar mjög andvígur þeim herskáa Zíonisma sem stjórnvöld þar leggja stund á með stuðningi Bandaríkjastjórnar og er m.a. forsenda fyrir því að atburðarás eins og sú sem hér er fjallað um geti yfir höfuð átt sér stað. Mér þætti forvitnilegt að sjá skoðanir ykkar á þeirri hlið málsins, fyrst og fremst frá veraldlegu sjónarmiði frekar en á grundvelli trúarbragða.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2010 kl. 11:56
Guðmundur, eina ástæðan fyrir því að þessi atburður gat átt sér stað er hið óhemjumikla hatur sem ríkir gegn Ísrael í heimi múslíma, og sá stuðningur sem þetta heiftarlega hatur fær m.a. hjá vinstri mönnum. Gyðingum er kennt um helminginn af því sem miður fer í löndum múslima og Bandaríkjamönnum um tæplega restina. Þessar tvær þjóðir/ríki eiga hins vegar ekki sök á hinu ömurlega ástandi og frelsiskerðingu sem ríkir í ríkjum Íslam. Svo einfalt er það.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 14:08
Árni Þór Sigurðsson formaður Utanríkisnefnd ætlar á morgun að leggja til við nefndina sína, að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stórt er tekið upp í sig af manni sem dýrkaði Lenín og Stalín og morð þeirra á milljónum á yngri árum.Þegar Árni lauk stúdentsprófi og húfur voru keyptar á stúdenta kom í ljós að Árni varð að flokkast undir mikrókefalista. Ummál höfuð hans var aðeins 52 sm, sem er afar lítið. Árni gat því ekki til langhöfða en líklega frekast til lítilla þverhausa. Hann varði sig með því að segja að heimskir væru jafnan höfuðstórir og má það vel vera í einhverjum tilvikum, þar sem menn geta ekki unnið úr öllum þeim sellum sem þeir hafa fengið. Ekki hefur smæð craniae Árna þó hjálpað honum mikið. Eyjan fagra Eyjan, fréttamiðill, þar sem einhverjir karlar hafa gaman að narta í fréttir frá öðrum og jórtra á þeim fyrir þá sem ekki geta tuggið sjálfir, birti í dag frétt um þessi áform Árna. Ekki lét hatrið og fordómarnir í íslenska þjóðfélaginu sitja á sér. Margir brjálæðingar, mest karlar, fara hamförum við þessa frétt Eyjunnar, jafnvel undir nafni. Þarna er t.d. Hlynur sem ritar: Eyðum gyðingum þeir eru vesen heimsins.Hlynur hefði sómt sér vel um borð á tyrknesku döllunum sem siglt var til Gaza. Þar um borð var fólk sem sagði það sama og hann. Þetta voru ekki friðarsinnar, heldur fólk sem vill útrýma gyðingum, eins og Múhameð spámaður gerði það.Össur, hins vegar, ætlar ekki að flasa að neinu eins og hann sagði við Mbl.is í dag á tröppum Forsætisráðuneytisins og fer þar m.a. að ráðum PLO.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 15:35
Sæll. Guðmundur ég vill benda þér á að myndbönd sem þú notar eru frá Aljazeera og eru þá hlutlaus þó að ég sjá það ekki, hinsvegar bar ég saman fréttir frá Aljazeera og fjölmiðlum frá Ísrael og Evrópu til að skoða málið út frá báðum hliðum.
Ísraelamenn voru búnir að gefa út yfirlýsingu að þeir myndu stöðva skipin hinsvegar mátt þau koma í höfn í Haifa, það var ekki farið eftir þessu, hversvegna voru svona margir um borð nægir að hafa áhöfn upp á 10 menn og fáeina farþega? hvað var þarna í gangi eftir yfirlýsingu Ísraelsmanna um skipakomur?
Máli snýst um mistök sem sjóherinn gerði og afglöp sem leiddi til óþarfa mannsláta.
Rauða Ljónið, 1.6.2010 kl. 15:38
Vísir.is
Stjórnvöld í Ísrael höfðu margsinnis sagt að skipalestin fengi ekki að sigla að Gaza ströndinni. Þess í stað höfðu þau boðið að hún færi til hafnar í borginni Ashdod og hjálpargöngin yrðu send þaðan landleiðina til Gazaströndina.
Þau höfðu í leiðinni beðið um að tekinn yrði með pakki frá fjölskyldu ísraelska hermannsins Gilads Schalit sem hefur verið fangi Hamas samtakanna í nær fjögur ár. Þessu var hafnað.
--
Maður getur ekki annað en sett spurningamerki við tilgang þessarar ferðar, þegar því var hafnað að koma í höfn í Ísrael og þaðan yrðu hjálpargögnunum komið til skila til fólksins á Gaza.
Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvort tilgangur ferðarinnar hafi verið annar en að koma hjálpargögnum til Gaza, allavega eingöngu.
Augljóst er líka þegar myndbönd af atvikinu eru skoðuð að þá voru öfgamenn um borð. Þarna var fólk sem kom í þeim tilgangi að valda vandræðum. Ekki koma með hjálpargögn. "friðarboðskapurinn" hefur greinilega gleymst í höfn.
Vinstri menn hér á landi og flestir íslendingar apa þetta upp í einfeldni sinni, eftir áróðrinum frá Sveini í Ísland-Palestína. En dapurlegast finnst mér að þingmenn í þessari nefnd sem og utanríkisráðherra, fara svona hrapalega framúr sér í þessu máli.
Þetta er ótrúlegt að horfa upp á.
ThoR (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 17:38
Viðbrögðin frá vinstra liðinu gegn þessari árás voru fyrirsjáanlegri en viðbrögð stjórnmálamanna gegn skýrslunni.
Maður hefur séð speki líkt og "hitler gerði rétt, útrýmum rottunum etc"
Hatur þessa vinstra einstefnufólks er hreint út sagt ótrúlegt.
Ekki nema von að Íslenska lögreglan þurfti að lúta þegar þessi sami hópur vildi komast til valda veturinn 2008 !
Eitt er þó að trufla mína rökhugsun, þegar týndu synir vinstri manna á vesturlöndum hengja pólitískt ranga kynhneygðinga (nýyrði)eða grýta konur til dauða fyrir smámuni, þá er tunnan full og hvellurinn hljóður.
Aftur á móti er innihaldið í öfugu hlutfalli við hljóminn er íslenskir prestar eru tregir í taumi með giftingar sama kyns, eða þegar Ísraelar hreyfa sig.(aukaatriði við þessa frétt en hræsni veldur mér velgju)
Vissulega gengu Ísraelar full langt í þetta skiptið, en það þarf tvo í tangó og þegar land eins og Ísrael býr við stanslausan ófrið í áratugi þá er skiljanlegt að oft sé stuttur þráðurinn.
Ísraelskir hermenn hafa, líkt og Palestínumenn, tapað ástvinum í þessum bölvanlegu látum !
Og plííís.. ekki segja að Ísrael þrái lætin, strax og þeir fengu viðurkenningu á sjálfstæði sínu þá var ráðist á þá frá arabalöndunum í kring. Baráttan varir ennþá, en einungis sökum þess að Ísrael svarar enn fyrir sig !!
Það eru engir einhliða sakleysingjar í þessari deilu, sama lögmál gildir um sökudólgana !
runar (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 17:57
http://www.youtube.com/watch?v=JvS9PXZ3RWM&feature=player_embedded
Á þessu myndbandi sést mikið magn vopna sem var um borð í "friðarskipinu".
Greinilegt að einfeldningar og kjánar skipa VG og ekki er utanríkisráðherran skárri.
Var virkilega ekki hægt að bíða og fá alla málavexti áður en göslað var fram og krafist að slitið yrði stjórnmálasambandi við ísrael, tala nú ekki um ef beðið hefði verið eftir rannsókn á málinu áður en fordæmingum var gargað í alla fjölmiðla.
Þvílíkt og annað eins. Þvílíkt kjána land sem maður býr í.
Þór (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 00:14
Þór: við erum þá a.m.k. ekki meiri kjánar en flestar nágranna- og samstarfsþjóðir okkar, sem hafa líka fordæmt verknaðinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 03:52
Guðmundur, eitt er að fordæma, annað er að fara út í svo mikla öfga og hatur að talað er um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael, sem er eina lýðræðisríkið í Miðausturlöndum. Össur vill ekki fordæma, því hann veit að þá er hann búinn að eyðileggja möguleika sína á að komast inn í ESB, þar sem menn hafa alls ekki fordæmt á þann hátt sem þú heldur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.6.2010 kl. 04:36
Þór, þakka þér fyrir að gera mér viðvart um myndbandið. Það er hægt að drepa með öllum þessum vopnum. En mín skoðun er sú, að bátsverjar sem sungu morðsöngva frá 8. öld, hafi borið hættulegustu vopnin. Hugarfar getur einnig drepið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.6.2010 kl. 04:39
Öll vopn eiga það sameiginlegt að þeim verður ekki beitt nema með berum höndum. Það er hægt að kalla hvað sem er vopn, ef því er beitt sem vopni, líka hendurnar sjálfar.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.