6.4.2010 | 12:39
A Holy Bridget Jones Co-production
Hörmulegir atburðir, sem gerðust árið 2007, sjást á myndbandi, sem nokkrir Íslendingar hafa tekið þátt í að "framleiða" fyrir Wikileaks, samtök sem fyrir hátíðir taldi og hélt fram um allan heim, að íslensk yfirvöld væru að ofsækja þau.
Birgitta Jónsdóttir, sem notar tíma sinn í kreppunni á Alþingi til að vera vikastelpa fyrir Wikileaks, vill nú knýja fram afsökunarbeiðni Alþingis til írösku þjóðarinnar. En hvað gerði Ísland er Saddam og synir hans brytjuðu niður þjóðir þær sem búa í Írak? Hvar er afsökunarbeiðni heilögu Birgittu til Kúrdanna í Halabja fyrir að hafa ekki stutt þá sem steyptu fjöldamorðingjanum Saddam Hussein af stóli?
Myndin, sem Wikileaks lak í gær, sýnir m.a. tvo eða þrjá unga menn með vopn, skjálfvirka AK-47 riffla og hugsanlega hlaðnar RPG-7 sprengivörpur. Því er frekar langsótt, að halda því fram að þyrluskyttan og áhafnir tveggja þyrla hafi verið að fremja stríðsglæpi. Þeir gátu tæknilega séð orðið fyrir skoti áður en þeir skutu sjálif. Ekki er verið að greina frá því að mennirnir með vopnin voru liðsmenn Maehdi-hers Moqtada al Sadr. Myndbandið úr þyrlunni er frá því að leitaraðgerð bandaríska hersins að þeim stóð yfir í Adamiyah hverfinu í Bagdad.
Wikileaks túlkar þetta svona: It appears that a man in this frame is holding something that might be a weapon. He however never appears to mount it or show any attempts to use it.
Gæti verið að flugmenn þyrlu bandaríska hersins hafi orðið fljótari til en mennirnir með sprengjuvörpuna?
Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi gaf sér það í Kastljósi RÚV í gær, að þyrluflugmennirnir hafi séð að börn voru í bláa sendibílnum áður en þeir skutu á bílinn. Amnesty International er vonandi eftir að sanna það. Það var greinilega ekki fyrr en börnin eru tekin særð út úr bílunum, að þeir gera sér grein fyrir því. Flugmennirnir ályktuðu og gáfu sér hluti á svipaðan hátt og fólk sem vinnur fyrir Wikileaks og RÚV gefur sér og ályktar, enda er það fólk líka í stríði, en stundum er erfitt að sjá við hvern eða fyrir hvaða málstað.
Börnin, sem lifðu árásina af, áttu föður, sem bar greinilega litla virðingu fyrir lífi þeirra. Þó svo að hans eina ætlunarverk hafi verið að bjarga tveimur blaðamönnum (sem voru á eigin ábyrgð á svæðinu), þá fer enginn faðir með tvö börn inn á svæði, þar sem skothríð hefur átt sér stað. Eðlilegur faðir fer með börnin í burtu frá slíkum stað og það í miklum flýti. En ekkert er eðlilegt i Írak og það geta menn sem heimta afsakanir í sífellu skrifað á reikning Saddams.
Myndbandið frá WikipLeaks lætur engan mann ósnortinn. En nokkrar geðveikar og/eða hræddar bandarískar þyrluskyttur eru ekki allur bandaríski herinn, og síðan 2007 hefur löglega kosin stjórn í Írak beðið Bandaríkjaher og aðra heri að vera áfram í Írak. Þar ríkir skálmöld, sem ekkert hefur með veru Bandaríkjanna eða annarra herja í landinu að gera. Vandi Íraks og fjölda annarra þjóða á þessum slóðum eru ekki Bandaríkin eða stjórnmálamenn á Íslandi, sem tóku þátt í að fjarlægja einn versta níðing heimsbyggðarinnar síðan Hitler var og hét.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 1352817
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
''Sjá þessi dauðu kvikindi'', sagði einn skotmannanna. Að þú skulir vera að verja þetta. Hvar læra menn þennan hugsunarhátt nema í hernum? Hann getur auðvitað þrifist annars staðar líka. Hver ert svo þú að geta ákveðið án hiks hvað sé eðlilegur faðir en nýbúinn að sleppa orðinu með það að ekkert sé eðlilegt í Írak.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.4.2010 kl. 16:28
Hefur þú heyrt hvað al Sadr, sem nú er í Íran, segir um okkur á Vesturlöndum?
Alveg sama hvað óeðlilegt ástand er, vernda, eða reyna foreldrar að vernda börnin sín. Blaðamenn, sem vinna meðal "óbreyttra borgura" sem greinilega bera sprengjuvörpur, er ekki mikilvægara að bjarga en börnum sínum.
Vinstri Grænir og Birgitta verða að sanna það, að þeir sem við sjáum fellda í myndbandinu hafi verið venjulegir borgarar. Veist þú Sigurður fyrir víst að þyrluflugmennirnir hafi séð börnin í bílnum?
Dómharkan er óeðlileg miðað við vitneskjuna. Það eru fordómar og hræsni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2010 kl. 18:42
Hver dæmir meira en þú þegar þú tekur þig til? Hver er að kalla menn hræsnara?
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.4.2010 kl. 19:11
Nafni, reyndu ekki rökræður við við VÖV.
Sigurður Sveinsson, 7.4.2010 kl. 04:19
Elsku Siggarnir mínir, þið getið farið með Árna Þór Sigfússyni og Briget Jones from The Movement alla leið til Bagdad og beðist afsökunar á hnjánum.
Áður en þið farið, þá ber kannski að athuga að yfirvöld í Bagdad, sem eru löglega kosin, hafa beðið Bandaríkjamenn og aðra um að vera í Bagdad. Stjórnvöld í Írak hafa barist við öfgahópa sem vilja koma í veg fyrir lýðræði og t.d. frelsisbaráttu Kúrda, hópa sem vinna fyrir Íransstjórn.
Afsökunarbeiðni frá Íslendingum, hvar svo sem hún verður afhent, er aðeins fjöður í hattinn á hryðjuverkasamtökum.
Ákvörðun íslenskra yfirvalda að styðja stríðið í Írak var réttmæt. Stuðningur við hryðjuverkasamtök í Írak, sem stjórnað er af óvinveittri þjóð í samsulli við trúarofstæki og skálmöld milli tveggja hópa Íslams, er ekki réttlætanleg.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.4.2010 kl. 06:14
Sigurður & Sigurður vilja ekki rökræða og skítkastarar hafa ekki látið sjá sig. Ég var að heyra að 800 manns höfðu fengið vinnu. Kannski voru það skítkastararnir?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.4.2010 kl. 06:22
Ég tek undir með þér Vilhjálmur að "ákvörðun íslenskra yfirvalda að styðja innrásina í Írak var réttmæt". Það þarf ekki annað en líta til ný yfirstaðinna kosninga til að átta sig á því. Þrátt fyrir yfirgnæfandi fjölda trúaðra Shia í landinu var guðveldi þar hafnað og veraldleg öfl unnu þar sigur. Muqtada al-Sadr situr því áftam í útlegð í Íran.
Það hefði mátt gera meira úr þessum kosninganiðurstöðum í fréttaflutningi hér heima, jafnvel taka snúning í einum eða tveimur Kastljóssþáttum. Það var hins vegar ekki gert af ótta við að það gæti varpað hagstæðri birtu á Georg W.; sýnt að innrásin var réttlætanleg og líkleg til að hafa áhrif í lýðræðisátt vítt og breitt um gervöll Mið-Austurlönd.
En, true to form, eins og við mátti búast ákvað RÚV og Kastljósið að skipa sér í lið með hryðjuverkaöflum.
Ragnhildur Kolka, 7.4.2010 kl. 12:10
Villi minn, hógværi, orðvari og réttsýni Villi minn, ég sagði ekki orð um það að Íslendingar ættu að biðja Íraka afsökunar! Ég var heldur ekki að ræða um réttmæti innrásarnnar í Írak sem slíkrar. Ég var að skrifa um ákveðna aðgerð sem sýnd er á myndbandinu. Og mér finnst einkennilegt að varpa allri ábyrgð á föður barnanna en engri á þá sem skutu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.4.2010 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.