26.3.2010 | 13:13
Þegar menn vildu gera Ísland að nýlendu
Nýlega skrifaði Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og forstöðumaður Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi færslu á blogg sitt um landsölumál. Það er að segja þau skipti, sem til tals kom á seinni hluta 19. aldar og menn veltu því fyrir sér, hvort Ísland væri falt fyrir peninga. Stutt frásögn Haraldar er skemmtileg og fræðandi eins og allt hans blogg, en ekki var allt kórrétt sem í henni stóð. Þetta kom fram nokkrum dögum síðar á bloggi Egils Helgasonar á Eyjunni.
Þar læddust allt í einu fram á ritvöllinn menn undir fullu nafni, sem er frekar óalgengt hjá Agli. Hann fær mest svartagallsraus frá einhverjum Rómverja, Bubba og Icemaster, ellegar lof og ástaryfirlýsingar frá Guggu og Byltingarseggi. Tveir sagnfræðingar, og einn fornleifafræðingur skrifuðu allir undir réttu nafni til að leiðrétta hugsanlegan misskilning í grein Haraldar, sem ekki var lengur hægt að gera athugasemd við. Nafnleysingi, sem kallar sig Kakkalakka, lagði einnig málefnaleg orði í belg, þrátt fyrir hið dýrslega nafn. Allt var þetta mjög siðmenntað og gáfulegt, sem sjaldan er tilfellið í umræðu á bloggi Egils. Haraldur vissi örugglega ekkert um þessa umræðu, eða var að undirbúa túristagos á Fimmvörðuhálsi.
Svo vildi til, að fornleifafræðingurinn, (moi), kom með upplýsingar, sem einn sagnfræðinganna taldi af og frá og út í hött. Hann taldi það útilokað að félagar Venstre hefðu verið andsnúnir Íslendinum 1918 og síðar. Þessu hafði fornleifafræðingurinn haldið fram. Gísli Gunnarsson Háskólaprófessor ætti að vita, að ekki eru allir fornleifafræðingar sem setja hlutina fram í einhverjum hálfkæringi. Til voru menn í Venstre, eins og í dag (Uffe Ellemann-Jensen) sem ekki voru Íslandsvinir, þótt þeir lýstu því iðulega yfir á tillidögum eða on the takeúti í góðri laxveiðiá. Einn þeirra var Jens Sørensen Vanggaard (1875-1945) sem árið 1944 var ríkisendurskoðandi fyrir Venstre. Hann sagði mönnum frá því, að hann hefði oft stungið upp á því að gera Ísland að nýlendu.
Þingflokkur Venstre sendi 1944 leynilega (fortrolig) greinargerð til félaga þingflokks Venstre. Hún fjallaði meðal annar um möguleikana á að selja bacon eftir stríð og sárar áhyggjur bænda í Danmörku og Venstre yfir því, að ómögulegt yrði að selja stríðshrjáðum þjóðum flesk, eftir öll góðu árin þegar þeir höfðu fóðrað heri nasista fyrir ágætis verð.
J.S. Vanggaard er höfundur frekar langrar yfirlýsingar um Ísland, Grænland og Færeyjar. Þessa skýrslu geymdu menn vandlega, þangað til ég komst í hana með nefið eins og gammur. Í greinargerðinn er Íslendingum ekki vönduð kveðjan. Vanggaard hefur skýrslu sína með því að halda því fram, að Íslendingar séu ekki sekir um meira né minna en byltingu: Det, Islændingene er i Færd med at Foretage, og som utvivlsomt bliver gennemført, er intet mindre end en Revolution, idet Kongefællesskabet er uopsigeligt, medens Forbundsloven ensidig kan ophæves af Islands, vel at mærke naar den efter Loven fastlagte Forhandling med Danmark er ført, og Sagen derefter paa Island gennemgaar visse Afstemninger. ...
Þetta var auðvitað alrétt hjá gamla manninum, og hann skrifaði einnig:
... Men det ver derfor ingen Nødvendighed for Island at foretage det Skridt, det nu er i Færd med. Saavel Statsminitrene Stauning som Buhl har meddelt den islandske Regering, at man fra dansk Side var villig til den i Loven forudsatte Forhandling, og heller ikke vilde lægge sig i Vejen for Islands Ønsker angaaende Forbundslovens Ophævelse. Island kunne da udmærket have ventet, til begge Lande forhaabentlig har opnaaet deres Selvstændighed. Naar Island har travlt nu, er det altsaa ikke Forbundsloven, der er i Vejen, men Ønsket om at indføre Republik og afskedige Kongen, hvilket Islænderne selv erkender er en Revolution, og hvis Foregangsmand er den tidligere Udenrigsminister Olafur Thors, Søn af den brave Dansker Thor Jensen, der paa Island har gjort en eventyrlig økonomisk Karriere, og denne islandsk fødte Hustru. Som den islandske Socialdemokrats [Alþýðublaðið] Redaktør sagde til mig i 1930 ved Tusindaarsfesten, Børnene af dansk-islandske Ægteskaber er de mest danskfjendtlige. Der er ligesom vort paa disse Omraader noget svage Blod ved denne Omplantning faar en ukendt Styrke, men en Styrke der desværre vender sig imod os. De islandske Socialdemokrater har for øvrigt som Landets mindst nationalistiske Parti staaet os Danske nærmest.
Hið veika blóð í Thorsurum fór greinilega í taugarnar á bóndadurgi eins og Vanggaard, enda Hriflu-Jónas búinn að gera þeim vel skil við skoðanabræður sína í Danmörku. Og satt er það enn, sem Vanggaard segir um krata, nú þegar þeir vilja selja landið ESB og það ódýrt.
Vanggaard rekur áfram stöðu mála, og söguna allt frá árinu 1874, sem hann kallar með einu orði Udmygelse, niðurlægingu fyrir Dani. Hann upplýsir, að hann hafi árið 1918 ekki séð sér fært að styðja Fullveldi Íslands eftir allar niðurlægingarnar, og sat því hjá við atkvæðagreiðslu. Neðar í skjalinu koma svo þessi orð:
Efter 1908, da den indgaaede Overenskomst om Islands Forfatning var forkastet af Altingets Flertal og efter alle de pinlige islandske Demonstrationer, havde det været en god Anledning for Danmark til at virke for en dansk Kolonisation paa Island. Island havde i Forhold til sine Hjælpekidler kun en meget ringe Befolkning, der ikke den Gang selv forstod at udnytte Mulighederne. Vi har efterhaanden lært dem det meste.
Lavajord er frugtbar, der kan avles godt, undtagen modent Korn, hvor man forresten ogsaa nu har fundet en Bygsort, der kan modnes. Paa Sydlandet var et næsten ubeboet Lavland paa Størrelse med Fyn. Ved Vandfaldene, der havde en Vandkraft adskilligt større end Norges, var der rige Muligheder for en stor Industri, særlig Saltpeter. Fiskeriet bød store Fortjenestemuligheder. Fingerpeg i den Retning blev dog afvist. De faa Danske, der, jeg maa nærmest sige tilfældigt, har bosat sig paa Island, har gennemgaaende haft en udmærket økonomisk Karriere. Men en saaden Indvandring skulde naturligvis være planlagt og støttet fra dansk Side, formelt dog privat. I Stedet vandrede vore Folk hen, hvor Uvandring nu en Gang var begyndt, særlig Kanada, hvor danske har ført en ofte ret kummerlig og meget slidsom Tilværelse som Skovhuggere, og derefter en yderst besværlig Opdyrkning til Landbrug".
Árið áður (1943) en Jótinn J.S. Vanggaard létti þessu öllu af hjarta sér, hafði hann látið það sama eftir sér hafa á fundi í Det dansk-islandske Nævns danske Afdeling:
Jeg har for adskillige Aar siden holdt frem og udtalt til mange betydende, at vi skulde kolonisere Island.
Svo, Dr. Gísli Gunnarsson, þannig er sagan; ekki alltaf eins einföld og maður hefur túlkað hana í fyrstu umferð.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.3.2010 kl. 00:11 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 1352813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Nú held ég að þú sért dálítið að misskilja hina tungljúfu dönsku. Það sem Vangaard átti við var ekki breyting á þjóðréttarlegri stöðu Íslands úr hjálendu (biland) í nýlendu (koloni) , heldur hvatti hann til þess að Danir flyttu til Íslands og byggðu það. „Kolonisation“ í merkingunni nýbyggð. Það vildu Íslendingar auðvitað ekki sjá. Og Danir ekki heldur.
Auðvelt er að finna ýmsar sérskoðanir stjórmálamanna og annarra sem tjáðu sig um dönsk-íslensk málefni á millistríðsárunum og í kjölfar sambandsslitanna. Það jafngildir ekki stefnu stjórnmálaflokkanna í þeim sömu málum.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 14:20
Sæll Kristján,
ekki geri ég það. At kolonisere, sem í orðabók Freysteins útleggst að gera að nýlendu, þýðir akkúrat það sem Vanggaard sagðist vildi hafa séð á Íslandi. Þ.e. að Danir hefðu sest þar að og tekið völdin með búsetu, þar sem það litla sem Íslendingar gætu og kynnu hefðu þeir hvort sem er frá herrum sínum Dönum og fyrirfólki af dönskum ættum. Kolonisering veldur því að úr verður koloni, sem Freysteinn þýðir nýlenda.
Hjálena (dépendance) Biland á dönsku, sem þú talar um, var ekki lagaleg eining og hafði orðið enga lagalega eða þjóðréttarlega þýðingu þegar það var notað um Ísland. Orðið kemur því hvorki fyrir í Loven om Islands forfatningsmæssige stilling i Riget frá 1871, né í Forfatningslov for Islandske Anliggender frá 1874. Ríkisstaða Íslands var nokkuð sérstök og einkenndist af meiri virðingu við land og þjóð, en sýnd var fólki í öðrum einingum Konungsríkisins.
Hvergi segi ég að þetta hafi verið stefna Venstre. Ég er að greina frá einum manni, sem lagði skoðanir sínar á borðið, þegar það var um seinan.
"Auðvelt er að finna ýmsar sérskoðanir stjórnmálamanna og annarra", segir þú. Þær eru ekki auðfundnar í íslenskri söguritun. Svo mikið er víst.
Hvað varðar skilgreiningu á Íslandi sem Koloni eða Biland veit ég að Anna Agnarsdóttir hefur velt þessum hlutum fyrir sér, en ég hef ekki séð grein eftir hana um málið. Máttu senda mér hana ef þú þekkir.
Hvað Danir vildu með Ísland í síðara stríði gat vissulega komið út á eitt. Ísland var hersetið og laut eigin stjórn, en til voru Venstre-stjórnmálamenn sem í litu til baka og vildu hafa gert Ísland að almennilegri danskri nýlendu, Koloni, og það hrekur þú ekki með staðlausum stöfum um dönskukunnáttu mína.
Vanggaard gerði því einnig skóna, að ef ekki væri hert koloniseringin á Grænlandi og í Færeyjum, myndi þar fara á sama veg og á Íslandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.3.2010 kl. 15:45
"Það vildu Íslendingar auðvitað ekki sjá. Og Danir ekki heldur. "
Reyndi eitthvað á það? Ég veit ekki til þess að opinber umræða hafi verið í Danmörku um það.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.3.2010 kl. 16:16
Vanggaard skrifaði eitt sinn um Grænlendinga:
Grønland har vi villet holde som en menneske-zoologisk Ekimohave i Stedet for at følge de fremmelige Grøndlænderes Krav om Fordanskning. Nu begynder der ogsaa en grønlandsk separatistisk Bevægelse, ledet af en Grønlænder Jens Klejst, der ville spille en Ghandis Rolle overfor sine Landsmænd.
Vanggaard var hlynntur fullkominni kolonisation, þar sem trömpuð var niður menning íbúanna og þar sem allt var "Fordanskað". Þetta hefði hann einnig vilja sjá Íslandi. Hann hafði afar lítið álit á Íslendingum, líkt og samtíðarmaður okkar Uffemand (Uffe Elleman-Jensen), sem þykist hafa vitið fyrir okkur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.3.2010 kl. 16:57
Ég vissi þetta, djöfullinn er danskur!
Aðalbjörn Leifsson, 27.3.2010 kl. 20:35
Þú ræðir um blogg mitt, og telur að "ekki var allt kórrétt sem í henni stóð." Þar vísar þú til bloggs Egils Helgasonar um sama efni. Ég er algjörlega ósammála. Athugasemdir sem gerðar voru eru ekki málefnalegar og sýna á engan hátt villur í mínum pistli. Pistill minn er byggður á staðreyndum, en ekki túlkunum. Auk þess get ég ekki séð að blogg þitt um málið, tengt atburðum um og eftir aldamótin 1900 komi málinu við.
Haraldur Sigurðsson, 28.3.2010 kl. 21:53
Sæll Haraldur. Ég segi hvergi, eða gef í skyn, að blogg mitt um hugsanlegar landsölur komi því máli við, sem þú skrifaður um. Ég greindi frá athugasemdum við þitt blogg, sem ég tel enn mjög málefnalegar, og svaraði svo athugasemd frá Gísla Gunnarssyni prófessor, því ekki var hægt að svar honum á þínu bloggi. Þetta kemur allt skýrt fram hér að ofan. Þetta er ef til vill munurinn á hugvísindum og náttúruvísindum. Þið eruð svo fjárans afgerandi og absólút - við spyrjum ávallt spurninga og eigum það til að vera leiðinleg með leiðréttingar og "nasty comment". Þetta er ekki eins augljóst hjá okkur, eins og hjá ykkur í jarðfræðinni.
Fyrir utan það langar mig að leiðrétta dálítið meira á bloggi þínu. Þú segir að það hafi nýlega komið fram, að Bandaríkjamenn hafi falast eftir Grænlandi árið 1946. Þetta eru ekki neinar nýjar upplýsingar. Sagnfræðingurinn Tage Kaarsted kom með þessar upplýsingar árið 1977 og ég tel að meðal sagnfræðinga hafi þetta verið þekkt áður. Árið 1977 komi í ljós að utanríkisráðherra BNA, öndvegismaðurinn James Byrnes, hafi boðið Gustav Rasmussen utanríkisráðherra Dana að kaupa Grænland á fundi í New York árið 1946. Blaðamenn hafa, sem kunnugt er, afar stutt minni og málið var endurvakið í Jyllands-Posten, eins og nýr sannleikur árið 1991, en þá kom fram kauptilboðið 100.000.000 $. Líkast til hefur hefur þessi gamla frétt verið uppgötvuð nýlega, enn og aftur, alveg upp á nýtt, nema að þú teljir 1991 eða 1977 vera fyrir skömmu. Ég hef skoðað athugasemdir Dana við þessu 100 milljóna $ tilboði árið 1946 og lítið var gefið fyrir það.
Ég hef skoðað Íslandsmál á 19. og 20. öld í Rigsarkivet i Kaupmannahöfn og hef aldrei rekist á neina umræðu, athugasemdir, nótur, minnismiða eða nálganir frá BNA vegna skoðana/bókar Peirce.
Ég þakka þér fyrir að hafa byrjað þessa umræðu, Haraldur, og vildi gjarna sjá sem mest af þessu í stað þess hroða sem vellur víða um völlu www.is
Næst þegar ég fer á Rigsarkivet, mun ég athuga þetta með Peirce nánar - ef -ég hef tíma.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2010 kl. 06:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.