Leita í fréttum mbl.is

Áhugi á gosinu mikill erlendis

Island and the Volcano Monkeys

Áhuginn á gosinu á Fimmvörðuhálsi er allur að færast í aukana, en fólk ferðast í nágrenni þess á eigin ábyrgð og ef maður fer ekki varlega getur maður lent á spítala eða í hraunhellu.

Mikill áhugi er náttúrulega líka á gosinu erlendis og eru menn þegar farnir að græða og gera út á það í leyfisleysi. Út er komin bókin Island and the Volcano Monkeys, sem tekur fyrir Icesave og áhugann á gosinu í einni og sömu bókinni. "Merkilegt verk", segir Egill Helgason, enda er hann aðalheimildamaður höfundarins.

Danskir málvísindamenn eru á leið til landsins til að heyra hvaða dönsk mállýska heyrist upp úr gígnum. Þórður Tómasson í Skógum telur það reyndar vera platþýsku, eins og þá sem íslenskir leiðsögumenn tala.

Leikfangaiðnaðurinn framleiðir nú módel fyrir jarðfræðinga á öllum aldri, þar sem maður getur leikið sér að Fimmvörðuhálsgosinu heima í stofu.

eigið eldfjall

Hinn síungi Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur segir leikfangagosið alveg æðislegt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú skyldir ekki hafa þetta í flimtingum. Þetta er grafalvarlegt mál á heimsmælikvarða. Allavega í fjölmiðlum erlendis.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón, tími risaeðlanna er liðinn og Jóhanna er komin í staðinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.3.2010 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband