11.1.2010 | 13:39
Ísland er í lagi
Í frábærri grein í Wall Street Journal skýrir dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson frá því af hverju Íslendingar vilja ekki greiða skuld þá sem ríkistjórn landsins vill ólm leggja á herðar þjóðarinnar.
Eins og allir vita, sem þora að lesa eitthvað eftir Hannes, þá hefur hann í mörg ár sýnt okkur myndir af sjálfum sér með frægu fólki, celebrití, og jafnvel framliðnum. Mér finnst nokkrar myndanna hafa horfið að undanförnu. Ég legg til að Hannes setji myndina hér að ofan í safn sitt, þó hún sé fótósjoppuð.
Það er lýðræðið í hæsta veldi, þegar gamlir andstæðingar í stjórnmálum eru fullkomlega sammála í máli sem varðar líf og framtíð þjóðar og hvort hún geti yfirleitt kallað sig þjóð. Málið er hafið yfir flokkadrætti og hreppapólitík þá sem ríkisstjórnarflokkarnir eru alltaf í. Forsetinn fer ekki um og biður ráðherra annarra landa að tala harkalega til Íslendinga. Ég tel víst að það hafi Steingrímur gert í Noregi, en norskir starfsbræður hans komu með diplómatískari yfirlýsingu en Steini hafði vænst. Aftenposten spurði hann: Hvorfor det var riktig at Islands befolkning skulle betale for kaoset som noen få bankfolk står bak? Það eina sem Steingrímur gat svarað var: Hvorfor er ikke verden rettferdig? Þetta lýsir annað hvort heimsku eða örvinglun ráðherrans.
Ríkisstjórninni og sauðahjörð hennar og fylgifiskum til mikils ama virðist vera sem umheimurinn sé að verða sterkasti stuðningsmaður okkar í því að greiða ekki fyrir syndir Ólínu Þorvarðardóttur (les: Icesave). Þakka ber öllum þeim Íslendingum og sérstaklega Ólafi Ragnari Grímssyni, sem hefur tekist að ná til umheimsins í alþjóðlegum fjölmiðlum, meðan Frú Jóhanna og Steini harðibóndi á Allsleysu fara á miðilsfundi. Gaman var að heyra að Max Keiser, sjónvarpsmaðurinn sem tekur aðra tali og leyfir þeim aldrei að segja neitt, átti góðan heimildamann á Íslandi.
Svo virðist sem meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi gert upp hug sinn og vilji hafna Icesave-skuldinni, sem er ekki skuld þjóðarinnar, heldur tap erlendra áhættufíkla sem héldu að einhverjir jólasveinar á Íslandi myndu gefa þeim meira í aðra hönd en aðrar fjármálastofnanir. Enginn þessara áhættufíkla geta sýnt fram á að þeir hafi haft ástæður til að trúa á að öryggi Icesave-reikninga væri mikið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 237
- Frá upphafi: 1353057
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sæll Vilhjálmur,
Í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki kosið um IceSave lögin. Þar er kosið um lög til breytinga á lögum nr. 96/2009. Ef þessi lög eru felld þá einfaldlega standa lög 96 óbreytt, en þau fjalla um greiðslur og ábyrgðir vegna IceSave. Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum í þessum lögum, en verði nýju lögin felld þá einfaldlega þarf að setjast aftur að samningaborðinu þar sem niðurfelling fyrirvaranna hefur verið felld. Flestir halda að hér sé um að ræða lögin um IceSave en svo er ekki, þessi lög eru einfaldlega til breytinga á eldri lögunum frá því í byrjun september.
Ég bloggaði um þetta nýlega og setti þar inn linka á bæði frumvarpið, umræðurnar um það og endanlegu lögin sem Ólafur neitaði að undirrita.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 11.1.2010 kl. 17:43
Þetta er í grundvallaratriðum rangt hjá þér Arnór. Icesave eitt er fallið úr gildi, ekki bara fyrir það að þeim var hafnað af handrukkurunum heldur einnig vegna þess að nú sem stendur eru Icesave 2 lögin í gildi fram að niðurstöðu þjóðaratkvæða og þessi eldri lög féllu úr gildi samdægurs.
Hvaðan þú hefur þína sérfræði veit ég ekki, en þú ert þá eini maðurinn, sem vogar sér að halda þessu fram án þess að roðna.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 18:02
Sæll Arnór, Ég kaupi nú ekki alveg rök þín.
Viðbrögð Breta og Hollendinga eigum við nú eftir að sjá. Þeir telja þetta skuldir Íslendinga, eins og ríkisstjórnin okkar, og telja að lög samningar hafi verið samþykktir, enda var Svavar búinn að segja þeim það.
Ef Íslendingar hafna breytingum á lögunum, nenna Bretar og Hollendingar varla að sækja þetta mál eða ræða það frekar, við förum ekki í ESB, sem er frábært, og mögulegt er að lánavilji "vinaþjóða" okkar hafi verið eintómt hjal. Ríkisstjórnin verður að leita sér að nýrri vinnu eða rifja upp hvernig það er að vera í stjórnarandstöðu.
Þetta er ekki skuld þjóðarinnar. Því fyrr sem menn hætta að ganga með þá grillu, því betra fyrir framtíðina. Hún verður erfið, en hver hefur lofað öðru. ESB, AGS, Egill Helgason?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.1.2010 kl. 18:16
Þegar ég var í þorskastríðinu í den þá lágum við undir grófum hótunum frá bretum, þegar loksins þeir munduðust við að efna þær, þá brást alþjóðasamfélagið við og knúði menn að samningaborðinu. Þeir kostuðu mig næstum lífið, svo ég er minnugur þessa.
Hefðum við látið undan þá, þá væri hvorki ýsukóð né þyrsklingur eftir hér og allir hefðu tapað. Sama staða er uppi nú. Ef menn ætla sér að rústa efnahag og framtíð landsins þá tapa allir í þessu spili. Undirliggjandi afl í þessu máli er yfirtaka banksteranna á auði landsins og þeir eru ekki þjóð né hafa landamæri og hafa því engan rétt. Gervialþjóðastofnunin AGS gengur erinda þeirra, en þeir geta ekkert gert okkur, ef við stöndum gegn þeim eins og argentínumenn gerðu t.d.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 18:39
Forsetinn hefur lýst opinberlega yfir að verði lögin nr. 2 felld úr gildi, standi hin fyrri lög óhögguð og undirrituð af honum.
Vandamálið er það að samkvæmt þeim lögum skuldbindum við okkur til að greiða þessa skuld samkvæmt þeim fyrirvörum sem Bjarni Benediktsson hefur lýst yfir að allir flokkar hafi látið góða heita.
Ef Bretar og Hollendingar myndu ákveða eftir að lög nr. 2 yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu að sætta sig við fyrirvarana úr lögum nr. 1 sætum við uppi með að greiða allt gumsið samkvæmt lögum nr. 1 og myndum líta út eins og algerir ómerkingar ef við hlypum frá því.
Icesave-málið getur orðið að langtímamáli á borð við Versalasamningana, en lagfæring á þeim var gerð í Locarnosamningunum sex árum eftir stríðslokin og þær lagfæringar hefðu líkast til haldið ef heimskreppan mikla hefði ekki skollið á.
Icesavemálið snýst um siðferði og sanngirni, "Fair deal". Þjóðirnar þrjár hafa ákveðið að skattborgarar skuli borga innistæðueigendum tjón þeirra að ákveðnu marki.
Það er hins vegar ekki sanngjarnt að hver íslenskur skattborgari borgi 24 sinnum meira en hver skattborgari í Bretlandi.
Ómar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 09:31
Eigum við bara ekki að lifa við það að líta út sem ómerkingar. Það hefur fleira komið í ljós síðan þetta var samið. Ómerkingar værum við ekki í augum neinna nema nokkurra beurocrata og bankstera. Það er ansi afstætt hvar ómerkilegheitin liggja hér. Ég hef sjalfur ekki mikla virðingu fyrir undirlægjum og raggeitum og ætla ekki að Íslendingar vilji þann stimpil heldur. Þetta er prófsteinn á mannréttindi fleira folks en Íslendinga. Ég mun allavega berjast til síðasta blóðdropa.
Þeir fá allar eignir landsbankans upp á ríflega 1000 milljarða og það er þeim nóg. Þeir eru ekki beint að auglýsa þá staðreynd. Þeir vilja setja okkur á hausinn og kaupa okkur á brunaútsölu. Þetta er stríð en ekki diplómatík, takk fyrir.
Hugleiddu svo þá stórmerkilegu tilviljun að allir þeir sem styðja þetta fjárhagslega þjóðarmorð eru ákafir Evrópubandalagssinnar. Össur segir þó að hér hangi ekkert á spýtunni, enda hefur hann jú ekki komið nálægt Icesave, sem utanríkisráðherra. Er það ekki svolítið merkilegt líka?
Bretar hafa hafnað hinum samningnum. Punktur.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.