7.1.2010 | 21:11
Vinur Uffes gefi sig fram!
Uffe Ellemann-Jensen hefur skrifað á bloggið sitt, að hann telji að Íslendingar séu að melda sig út úr samfélagi manna.
Karlskömmin hélt því fram á fréttaskýringu á TV2 í dag, að hann hefði talað við prófessor einn, vin sinn á Íslandi, sem hefði fullvissað sig um að 30 milljarðarnir (í dönskum krónum), sem hann segir Icesaveskuldina hljóða upp á, sé aðeins 100.000 danskar á mann. Hann sagði að íslenski prófessorinn hefði fullvissað sig um að þegar allar eignir bankanna hefðu verið gerðar upp, yrði þetta ekki nema svona 10.000 danskar á hvert mannsbarn í landinu. Gaman væri að fá nafnið á þessum stórfenglega vini Uffsa og hvað hann hefur fyrir sér í þessu. Gefðu þig fram og vinn fyrir launum þínum prófessor. Þýddu þetta blogg og sendu Uffe. Ef þetta er rétt, ætti það sem Danir ætluðu að lána Íslendingum að hafa nægt. Dönum veitir víst ekki af þessum peningum sjálfum.
Uffe hélt því líka fram, að viti bornir menn bæru ekki smámál eins og skattamál" undir þjóðaratkvæði. Uffe gerir sér greinilega ekki grein fyrir því að Icesave er ekki skattamál.
Dómgreind Uffe Ellemanns-Jensen gef ég ekki mikið fyrir. Þetta er uppblásinn og ofmetinn blaðamannsgarmur, sem því miður fór út í stjórnmál með herfilegum afleiðingum. Hann var þekktur fyrir að fara út fyrir lýðræðislegan ramma og fékk allmargar pólitískar ávítur í starfi, það sem Danir kalla næser.
Það sem hann skrifar á bloggi sínu í dag, sýnir ekki hatur í garð Íslendinga eins og sumir kjánar sem skrifa þar andsvör. Uffe elskar að veiða á Íslandi, en hann elskar víst dauðan lax meira en lifandi Íslendinga. Uffe er fyrst og fremst bara svona vitlaus og hefur enn vitlausari íslenska heimildarmenn, eins og margir aðrir erlendis þessa dagana, heimildamenn sem ekki eru með fullum dönskum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson sýndi ekta lýðræði.
Uffe Ellemann-Jensen er ekki lýðræðissinni og skilur þess vegna ekki það sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði. Uffe gaf í skyn í viðtalinu á TV2 í kvöld að fyrrverandi pólitískir andstæðingar Ólafs Ragnars væru nú í stjórn. Hann sagði Ólaf hafa verið yst á vinstrivængnum. Byrjaði ekki Óli í Framsókn, systurflokki Venstre, sem ranglega hefur hýst Uffe Ellemann-Jensen.
Fyrir nokkrum árum lýsti Uffe yfir virðingu sinni fyrir dönskum Waffen SS-mönnum við minnismerki um þá í Eistlandi og sagði þá vera góða hermenn í bréfi til mín þar sem hann hafði í hótunum. Maður sem lýsir morðsveitum sem góðum hermönnum er að mínu mati ekki marktækur á nokkurn skapaðan hlut.
Maður eins og Uffe, sem mært hefur SS-liða, er ekki dómbær á lýðræðiskennd Íslendinga. Það hefði verið óskandi að þetta danska fyrirbæri hefði sagt Hollendingum að borga gyðingum skaðabætur á tímabilinu 1945-1996. En svo lengi drógu Hollendingar að greiða aftur það sem þeir stálu eða hjálpuðu Þriðja ríkinu að ræna af gyðingum. En greiðslurnar komu auðvitað ekki í stað allra mannslífanna. Mikill meirihluti gyðinga í Hollandi var myrtur. Það tók Hollendinga 50 ár að punga út til að friða vonda samvisku sína. Fjöldi hollenskra krata var samt á móti greiðslu þessara skaðabóta sem runnu til stofnanna gyðinga og ýmissa góðra málefna.
Nú heimta hollenskir kratar að Íslendingar borgi strax fyrir glapræði Hollendinga sem trúðu því að Íslenskir bankaglæframenn myndu gefa betri arð en bankar í Hollandi eða í Arabalöndunum. Að því er ég best veit dó enginn Hollendingur vegna Icesave. En sú nánasastjórn, sem nú er við völd í Hollandi, hagar sér eins og Íslendingar hafi myrt Hollendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 237
- Frá upphafi: 1353057
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sæll. Var að lesa um karl Ugluna í dag, man nú eftir ruglinu í honum hér á árum áður hefur ekkert þroskast mun ekki gera það, þetta er náttúrulega hauga lygi í honum um 10.000 dkr ef hann hefur talað við Íslenskan prófessor þá kemur engin til greina nema Sólan Íslandus hann er víst dauður.
Held að Uglan sem best geymd niður á 6 fetum.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 7.1.2010 kl. 21:45
Úff. Þessi Ellemann hlýtur að vera afkomandi Trampe greifa (var hann ekki danskur annars) eða einhvers amtmanns sem Íslendingar hafa farið illa með. Af hverju þetta Íslandshatur í þessum gæja?
Guðmundur St Ragnarsson, 7.1.2010 kl. 21:53
Þakka ykkur yfir herramenn. Ég held ekki að þetta sé hatur. Þetta er fáfræði og vanþekking. Uffe er eins og margur stjórnmálamaðurinn, kominn úr röðum blaðamanna. Við höfum séð til nokkurra af þeirri gerð á Íslandi og hvað þeir hafa leitt af sér.
Ég er búinn að senda færslu mína til Uffe, og biðja hann að fá prófessorinn, heimildamann sinn á Íslandi, til að vippa henni yfir á Íslensku.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.1.2010 kl. 22:05
Uffemand hefur verið búinn að fá sér of marga Carlsberg 47.
Aðalbjörn Leifsson, 7.1.2010 kl. 22:24
Kannski er þessi bægslagangur út af því að honum hefur ekki verið boðið í ókeypis lax í lengri tíma. Þessi maður rómaði útrásavíkingana okkar lengur er eðlilegt var.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.1.2010 kl. 22:38
Lítum á "Nei" forseta Íslands sem tækifæri, í stað þess að fórna höndum, og álykta að nú fari allt til fjandans. Ísland, er nú aftur í erlendum fjölmiðlum, og það akkúrat getur einnig verið tækifæri!
Vil vekja athygli á þessu:
Hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus - ef þeir bera kostnaðinn.Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:36
Var ekki talað um að karluglan væri Íslandsvinur ? Mér sýnist lítið eftir af þeirri vináttu, enda hafa boðsferðir hans til Íslands fallið niður. Núna nefnir hann Ísland bananalýðveldi og segir ódýra brandara á okkar kostnað.
Þessi fyrrverandi Íslandsvinur hefur greinilega verið mataður af aula-hirð Jóhönnu og étið það sem að honum hefur verið rétt. Þetta bull í honum er allt á sömu bókina lært, ekki vottar fyrir viti eða þeirri vináttu sem fíflið þykist hafa borið til Íslendinga. Farið hefur fé betra !
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.1.2010 kl. 23:37
Hljómar eins og, að einhver hafi notað upphæðina 300 miljarðar og svo deilt í með 300þús.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:46
Sæll og blessaður
Slæmt að karlinn sé að eitra málstað okkar. Ef skuldin væri svona lág eins og hann væri þetta yfirstíganlegt. En svo er spurning um hver á þessar skuldir Íslendingar eða Björgólfsfeðgar?
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2010 kl. 23:57
Það er ekki eiðandi orðum á svona menn
Eyjólfur G Svavarsson, 8.1.2010 kl. 00:10
Hann fær ekki að fiska bröndu hér meir. Það er allavega ljóst að við þurfum ekki óvini, þegar við eigum svona "Íslandsvin."
Það er svo undarlegt mat hjá honum að hér ríki pólitískir andstæðingar Ólafs Ragnars. Hér er "tær" vinstristjórn. Afsprengi Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins, sem ég veit ekki betur en að hann hafi verið orðaður mest við.
Raunin er bara sú að Óli hefursýnt það að sannað nú að hann er meiri málsvari alþýðunnar en það fólk verður nokkurntíman.
Það má vel vera að telji sig vin Íslendinga, en Íslendingar eru ekki vinir hans. Grein hans er ein öfugmælavísa út í gegn.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 05:21
Vinur er sá sem til vamms segir.
En flestir eiga erfitt með að skilja þessi speki fyrr en kannski þegar þeir eru endanlega búnir að skíta upp á bak...ég minni á viðtökurnar sem dönsku hagfræðingarnir tveir fengu 2006 þegar þeir drógu þá ályktun að veruleg hætta væri á þjóðargjaldþroti - hroki, frekja,þjóðernisdramb og vanþekking komu okkur í þessi vandræði í upphafi - er ekki kominn tími til að hætta að rífa kjaft og hlusta á aðra?
En nei nei látum Hollendinga og Breta greiða skuldbindingar þær sem Íslenskar ríkisstjórnir steyptu þjóðinni í.
Réttast væri að skipa sérstaka samninganefnd og reyna að semja um að þeir greiði líka tapið vegna gjaldþrot Seðlabankans...það er óþolandi að við séum að greiða fyrir tap sem íslenskar ríkisstjórnir sem höfðu meirihluta þjóðarinnar á bak við sig báru ábyrgð á.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 08:34
Hverjar eru þessar skuldbindingar Þráinn? Hvað erum við skuldbundin til að gera í þessu máli? Geturðu smellt því fram, svona til glöggvunnar eða er þetta bara eitt samfylkingarsándbætið á borð við "alþjóðasamfélagið" og fleira álíka djúprist.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 11:44
Rifjaðu svo upp hverjir létu hæst í að afneita aðvörunum dana og fleiri þjóða á sínum tíma og gengu svo langt að stinga skýrslum og skriflegum viðvörunum undir stól. Hringir nafnið Ingibjörg Sólrún einhverjum bjöllum?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 11:46
Bíddu ertu að klína smjörklípum?
Ég ber ekki blak af stjórnmálamönnum, hvar í flokki sem þeir standa. Þannig að Ingibjörg Sólrún hringir eiginlega engum bjöllum hjá mér. Jafnvel ef Vilhjálmur grefur upp ástæðu til að væna ingbjörgu um stuðning við nasisma myndi ég bara geispa og halda áfram að horfa á True Blood.
Þeir sem létu hæst og vildu ekki hlusta voru Forsætisráðuneytið og viðskiptaráð...og ingibjörg og haarde létu bjóða sér að vera teymd á eftir útrásarvíkingum eins og hundar í bandi út um allan heim að sannfæra alla um að á Íslandi væri allt í lagi.
Því segi ég er ekki kominn tími til að hætta að rífa kjaft og kenna öllum öðrum um og hlusta á t.d. einstaklinga eins og Uffeman sem hefur alltaf verið vinur íslensku þjóðarinnar - helduru að Uffeman viti ekki hvað hann er að tala um?
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:11
Kannast einhver við þennan mann?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2010 kl. 08:38
Þakka góðann pistil Vilhjálmur.
Þráinn, þú spyrð hvort "Uffeman" viti ekki hvað hann er að tala um. Ég held að hann viti það ekki, en ég tala að sjálfsögðu bara fyrir mig og tek fram að ég hef ekki lesið greinina hanns.
Annars hef ég verð að lesa erlenda fjölmiðla undanfarna daga og því miður er talsvert um dangværslur, einkum vegna þess að fréttaritarar og bloggarar hafa ekki betri upplýsingar.
Vilhjálmur, ég kannast við manninn á myndinni en man ekki nafn hanns. Leyfðu mér að giska, er maðurinn"prófessor"?
Þórður Bragason, 10.1.2010 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.