Færsluflokkur: hómófóbía
22.1.2015 | 12:32
Er nokkrum vært á Íslandi fyrir heimsku?
Sem fyrsta Íslendingnum, sem í rituðu máli stakk upp á byggingu mosku á Íslandi, þykir mér sárt þegar sígaunahatari, sem haldið hefur því fram, að Rómafólk ræni ljóshærðum börnum frá Svíþjóð og Finnlandi, banni mig í fjölmiðlaumræðu á íslenskum fjölmiðli. Kannist þið við Egil Helgason? Þið þekkið hann ekki, heilagleikann, ef þið vissuð ekki að ég er hér einmitt að nefna hann, þann gamla baráttumann fyrir frelsi og jafnrétti, sem hann kann meistaralega að beygja að sínum hentugleika,líkt og aðrir lýðskrumarar.
En ég er orðinn þreyttur á Agli og þetta fjallar um annan öfgamann: Gústaf Níelsson inn óferjandi. Gústaf, sem að öllum líkindum er sígaunabarn sem rænt var í Napólí af íslenskum kapteini (ef trúa má uppeldisbróður hans), hefur svo sem einnig látið mig heyra það, t.d. á smettisskruddu Gísla Gunnarssonar prófessors. Oft hefur Gustavo ásakað mig fyrir að vera drykkjumann eða á lyfjum. En þrátt fyrir æsinginn í þessum blóðheita innflytjenda tel ég óeðli og ólýðræðislegt, þegar maður með skoðanir Gústafs Adolfs er útilokaður frá nefnd um jafnréttismál, ef hann hefur verið kosinn í hana á löglegan hátt. Slíkt getur aðeins gert á Íslandi, líkt og þegar læknar fá 20-30 % launahækkun, þegar þjóðarskútan er að sökkva.
Gústaf hatar múslíma. Það tel ég næsta öruggt, jafnvel þá sem ekki eru morðóðir í nafni trúar sinnar, líkt og margir þeirra eru - því miður. Gústi er líka afar hræddur við homma. Þess vegna keppast allir við að hreinsa hendur sínar og afneita þessum orðhvata manni sem hleypir engu karlkyns nær rassi sínum en 4-5 metra fyrir framan sig.
En eins og ég er nú opin fyrir moskum og hommum og jafnvel hommum í moskum (þar sem ekki er boðað hatur), öllum litum og trúarbrögðum, þá er ég einnig opinn fyrir opinskárri og hreinskilinni umræðu. Ég hélt að margir væru það, en kannski missýndist eða -heyrðist mér hér um daginn, er menn voru farnir að tala frönsku og sögðust heita Charlie.
Ef menn banna Gústaf Adolf, þá eru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér. Gústaf hatar homma á sama hátt og stór meirihluti múslíma í heiminum gerir (þó hefur Gústaf aldrei sagt að þá beri að grýta eða hálshöggva), og það hefur ekki farið leynt að einn af prestum múslíma á Íslandi er skoðanabróðir Gústafs hvað varðar homma og lesbíur.
Múslímar á Ísland eins og annars staðar hata líka gyðinga og styðja hryðjuverk. Það er staðreynd. Ef þið afneitið því, eruð þið gyðingahatarar (sjá hér). Íslenskir múslímar hrópa jafnvel á eftir fólki sem þeim líkar ekki, að þeir séu "helvítis gyðingar". Ekkert heyrist þó í æðstaráði einherra æviráðinna dularfullra kvenna í HÍ þegar slíkt gerist, en þær ærast þegar Gústaf Adolf er kominn í einhverja nefnd.
Sumir múslímar eru jafnvel svo ósvífnir að líkja sér við fólk sem múslímar hata mest. Um daginn lét talsmaður íslenskra múslíma, Sverrir Hebdo, þá skoðun sína í ljós að "múslímar væru gyðingar samtímans" og væru ofsóttir eins og gyðingar forðum. Þvílík smekkleysa. Ætti ekki að reka manninn úr vinnu sinni? Nei, Sverrir er svo vænn við homma, að það tekur ekki að æsa sig upp yfir slíkum tittlingaskít.
Ég hef séð, að fólk með ættarnafnið Tamimi, haldi því ranglega fram og jafnvel stolt á góðri stundu, að það sé skylt konu einni sem framið hefur hryðjuverk gegn saklausu fólki í Ísrael. Þetta gera sumir íslenskir Tamimiar, þó svo að enginn skyldleiki sé við hryðjuverkakonuna samkvæmt "ættarhöfðingjanum" Salman Tamimi. En í hita leiksins, þar sem tilgangurinn helgar meðalið, telja margir Íslendingar og jafvel fólk með þetta eftirnafn á Íslandi, að allir Tamimi heimsins, sem líklega telja nokkur hundruð þúsund manna, ef ekki milljónir, séu komnir af sama forföðurnum. Sumir ættingjar Salmanns eru greinilega viljugir til að spyrða sig með upplognum skyldleika við hryðjuverkafólk sem drepur saklaust fólk í Jerúsalem.
Þessir ættingjar Salmanns Tamimis á Íslandi eru bornir á gullstóli þegar þeir segjast ofsóttir af múslímahöturum í kjölfarið á hryðjuverkaárás á gyðinga og skopteiknara í París, meðan hinn stóryrti Gústaf er jarðaður sem kynþáttahatari og hómófób. Eins og það sé ekki nóg. Hann er líka útilokaður af afdalaflokki þeim sem hann tilheyrir, sem sannarlega hefur reynst gyðingum sem komu til Íslands sem flóttamenn verr en nokkur múslími á Íslandi. Nú er afdalaflokkurinn sem sagt kominn með stefnu í mannréttindamálum, á síðustu dögum heilögum. Fljótt skipast veður í Moskuborg.
Það liggur við að maður lýsi yfir stuðningi við Gústaf eins og aðra minnihlutahópa. En ég er hvorki á lyfjum eða á flöskunni, eins og Gústaf hefur skrifað um mig, svo meiri stuðning fær hinn ofsafengni og blóðheiti sígauni (afsakið orðbragðið) ekki hér en þessi lokaorð:
Gústaf Adolf Níelsson virðist mér ekki vera meiri öfgamaður en margur annar Íslendingurinn. Þegar fólk flykkist á Lækjartorg til þess að styðja Hamas og er orðið að Fransmanninum Charlie Hebdo nokkrum mánuðum síðar, er ekki laust við að þjóðin sé geðklofa. Ekki útiloka ég þó, að meinið sé bara slæmt tilfelli af hræsni og heimsku.
(Myndina efst fékk ég lánaða hjá Charlie Hebdo)
hómófóbía | Breytt 30.9.2016 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2013 | 18:05
Typpasleikjó
Íslendingar eru alltof uppteknir af kynlífi og kynhneigð. Það finnst mér, og það á örugglega við um mig líka.
Þótt réttindi samkynhneigðra séu vart meiri á byggðu bóli en á Íslandi, fer heil vika þjóðarinnar í frekar dauflega göngu fyrir samkynhneigða í rigningu og sudda, og svo í rugl og raus í siðapostulum í kjölfarið. Það sem mest höfðar til kynhneigðar þjóðarinnar í göngunni er uppátæki borgastjórans í Reykjavík, sem var í gervi prestsmadömmu í ár.
Réttur fólks af öllum tegundum til að elskast og ganga í hjónaband, án þess að verða fyrir aðkasti fyrir það, er lögleiddur á Íslandi. Ég sé ekkert af því að karlmenn sleiki hvern annan á almannafæri ef það er fyrir ofan beltisstað og neðan lendarklæðis. En stundum finnst mér að sumir samkynhneigðir vilji eitthvað meira en grundvallarréttindin og að kynlíf þeirra og ást fjalli mest um sýndarmennsku. Mér skjátlast örugglega, því til er fólk sem borðar hreinlega smiðsson, gyðing, á táknrænan hátt í stórum húsum með turnum, sem geta minnt menn og konur með frjósamt ímyndunarafl á rausnarlegt reður. Hallgrímskirkja, uuhhm.
Þegar maður les í athugasemdum við fréttir af hommaóþoli Gylfa Ægissonar skemmtikrafts, að 5 ára börn hafi gengið um götur borgarinnar og sleikt sleikipinna sem lagaðir voru eins og typpi, er ekki laust viða maður sé hættur að skilja baráttu samkynhneigðra.
Allir hafa vitaskuld rétt á því að sleikja typpi maka sinna og hvað sem þeir vilja - en 5 ára börn, jafnvel 3ja ára eins og maður sér ef maður googlar, eiga fjandakornið fyrir enga muni að vera að sleikja sykurtyppi. Þau eiga að eiga það til góða. Það er að minnsta kosti mín skoðun. En nú til dags geta þau vitanlega séð morð og nauðganir í sjónvarpinu á hverju kvöldi, svo þau eru líklegast með meira hár á brjóstinu en ég var á þeirra aldri og kalla ekki alt ömmu sína í kynlífsmálunum. Líklega vita íslensk börn hvað hommi er þegar þau eru 3-5 ára. Ég vissi fyrst hvað það var svona um 12 ára aldur.
Ef rétt er, að hommar og lesbíur séu að dreifa typpasleikjó til barna í gleðigöngunni, er blygðunarkennd minni misboðið, þótt ég sé ýmsu vanur. Fólk sem telur mannréttindabrot að tala með óvirðingu um öfgafulla spámenn sem ekki má nefna, en gefur svo smábörnum typpi úr sykri til að sjúga, er ekki sjálfur sér samkvæmt.
Eru Hinsegin Dagar að fara framúr sér? Eru þeir einvörðungu til að ögra þeim sem ekki hugsa sífellt um að sleikja reður? Ég bara spyr.
Myndina efst fann ég á myndsíðu íslensk ungmennis sem er að sýna heiminum hvernig ungmenni i sletta úr klaufunum á erlendri grundu þegar pabbi og mamma sjá ekki til. Foreldrar barna sem þiggja typpasleikjó ráða hins vegar hvað börn þeirra sleikja, og ef fólk á Íslandi telur það gott mál að litlu börnin þeirra séu að bryðja sleikibrjóstsykur, sem er eins og reður í laginu, skipti ég mér ekkert frekar að því.
Ég hefði líklega ekki átt að skrifa þetta, því það er víst afar gamaldags að sleikja ekki typpasleikjó. Ég er greinilega að verða gamall. Typpasleikjó er það sem koma skal.
Hvaða bragðtegundir eru til?
hómófóbía | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 1352663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007