Færsluflokkur: Öfgar á Íslandi
14.4.2019 | 06:19
Nautheimska
Þetta (opnið hlekkinn) er það sem ég kalla NAUTHEIMSKU: Jóhann Þórsson hjá Landgræðslu og Ólafur Ragnar Grímsson eru greinilega farnir að stunda skinheilagt nautaat. Ef Jóhann þessi ferðaðist minna á ráðstefnur erlendis og Óli hefði flogið minna á ævileiðinni, og þeir báðir ferðuðust með strætisvagni, væru þeir ekki bolast í nautpeningi sem aðalorsök losunar. Arfavitleysa í annars skynsömu fólki er stundum til vandræða.
Vel mætti minnka við sig í nautaati og græðgislegu hamborgaraáti, en heimsendaakstur Íslendinga og grillæði þeirra og annarra velmegandi þjóða er miklu verri en prumpið úr fjórfætlingum. Vitaskuld er unnið graslendi fyrir nautpening á CO2 eyðandi landsvæðum og skógum er eytt fyrir parketið ykkar. Það er mikið vandamál. Menn geta einfaldlega hætt að borða nautakjöt sem framleitt er á þann hátt og gengið út í búð til að kaupa naut, í stað þess að sendast á bílnum.
Óli og Jóinn hjá Landgræðslunni leysa einnig vind. Aukin grasafæða þeirra, þegar þeir eru hættir í wagyu nautakjötsátinu og gúllasinu, mun óefað auka metanlosun og valda heimshitnun. Tvískinnungur geldneytis í heimshitnunarbissnessinum er bölvað prump - og til vandræða.
Metan og önnur losun við nautakjötsframleiðslu, í t.d. aðalkapítalistalandinu BNA, er aðeins 2,3% af allri losun BNA. Ef slík framleiðsla er svo mikið til vandræða, er þá ekki best fyrir Óla og Jóa að hætta að drekka mjólk og éta skyr. Beljur reka álíka mikið við og þau naut sem verða að kjöti.
Mannskepnan ætti líklega að hugsa um að fækka sjálfri sér (á skynsamlegan hátt), því það er hún, en ekki nautið sem veldur heimshitnuninni.
Myndin efst er tekin af sökunautum undir eldfjalli. Er ekki best að banna eldfjöllin líka, fyrst nautheimskan er við völd - helvítis útgeldingana og túrhestana sem flykkjast til "hreina landsins" okkar í flugvélum og þeytast um í rútum og á bílaleigubílum. Það eru skepnurnar sem valda losuninni.
Öfgar á Íslandi | Breytt s.d. kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2018 | 11:42
Here comes the Circumcision Police
It is worth knowing that the now world famous anti-circumcision bill in Iceland uses the Icelandic word líkamsárás about circumcision of male children. Let me translate this word for you. Literally it means a bodily attack. Definitions like a bodily attack, molestation, child molestation etc. are widely used by anti-circumcision activist. Their primitive vocabulary doesn´t match their allegedly noble issue.
Despite of the rogue and misleading vocabulary of anti-circumcision activists and their often more or less anti-Semitic and Islamophobe supporters, the anti-circumcision bill in Iceland preposes punishment for circumcision of male children with up to 6 years in prison for those who might violate the preposed addition to the penal code, which they are trying to introduce to criminalize circumcision of a religious practice. Yes, I wrote penal code (the criminal legislation). This is not a law about a health issue and protection of children. This is a bill which criminalizes a religious practice of Jews and Muslims - which should be protected by the Freedom of religion acts in the Icelandic law and the constitution of Iceland.
Please imagine this scenario:
The Icelandic circumcision police enters the buildings, where Jews and Muslims live. See before you how their special squad runs up the stairs, brakes down the doors and apprehends the parents of illegally circumcised children, who are taken from their parents, while they are left in an Icelandic prison for six years.
Please apologize if your imagination gives similar images in you mind, to a Gestapo-raid. Do the people who propose the introduction to a circumcision ban into the Penal code of Iceland, realize what kind of horrors they might be afflicting on the the children, whose parents will be sent to prison because they wanted their sons to follow the religion and practices of their ancestors?
Some of you might now be thinking: He is pulling the Hitler-card out of his hat. But no, there is not magic hat nor a bag of tricks. I leave those methods to the opponents of religious circumcision. With my Gestapo-vision transferred to a stairway in Reykjavík, one might think I was Hitlerizing the opponent. Let me enlighten you. Mrs. Silja Dögg Gunnarsdóttir, the primary presenter of the anti-circumcision penal code addition in Iceland is a member of the old Icelandic political Party, Framsóknarflokkur (Progressive Party), which today is defined as a centre-right, populist and agrarian party.
Originally and traditionally Framsóknarflokkur was a conservative and nationalistic farmers´ party, the equivalent to similar agrarian parties in Scandinavia. This party was the most ardent opponent against Jewish asylum seekers in Iceland in the 1930s. The Framsóknarflokkur was the most active political entity in preventing Jews in finding safe haven in the country, even more so than the non-parliamentary Icelandic Nazi party. Gunnarsdóttir´s party caused the "NO", which Jewish refugees received as responses to their asylum requests. Most of the people writing to the Icelandic embassy in Copenhagen, or Danish embassies and consulates [who took care of Icelandic intrestes ] in Nazi Germany and Anschluss-Austria were killed in the Holocaust. When Jews, who made it to Iceland, like young Alfred Kempner did, was expelled in 1939, the officials who all were members of the Framsóknarflokkur wrote a letter to the authorities in Norway and Denmark, in which the Icelandic Police director wrote:
I take the liberty of requesting, that the [Danish] Police, if he might not recieve a residents permit in Denmark, takes care of his further deportation to Germany. The costs for occurring expenses by this will of course be taken care of here.
Hermann Jónasson (Framsóknarflokkur) the Icelandic foreign minister in 1937 told C.A.C. Brun, a Danish diplomat in the Danish Embassy in Reykjavík who was deeply engaged in helping Jews in Reykjavík, that he would give a one year extension to the residents permit for the Jewish family Rottberger from Berlin, but foreign minister Jónasson added:
It is a principal, Iceland has always been a pure Nordic country, free of Jews, and those who have come here in later years must leave again.
If one looks at the supporters of the anti-Circumcision bill, it is obvious that a small proportion of them have high values relating to worries about pain and side effects for a circumcised child. The wast majority of supporters, however (an this can easily be witnessed in public discussions in Iceland), are still thinking like xenophobes, just as Hermann Jónasson did in 1937 - about the pure Nordic race of Iceland.
Alfred Kempner, who came from Leipzig, in a Danish mugshot from 1940, when the Danes were trying to get the German occupants to deport him to Germany. The ilustration at the beginning of the essay is my vision of the apprehension fo Kempner in Reykjavík before he was expelled to Denmark.
The Framsóknaflokkur has never apologized for its anti-Semitic agenda in the past. They were also among other parties in Iceland who asked the American forces based in Iceland for decades not to bring black servicemen to Iceland nor those of Slavonic or Jewish extraction. They never came around to apologize for the partys´ racist views before some of their politicians again were involved in a disgusting anti-Muslim and anti-Mosque dialogue which pestered Icelandic public life few years ago.
Recently I spoke to my good friend Felix Rottberger, the first Jew to ever be born in Iceland, back in 1936. He was not circumcised in Iceland. There was no rabbi nor a mohel (Jewish circumciser) in the country. Felix was circumcised in Copenhagen after his family had been expelled from Iceland in 1939. Felix had heard about the anti-circumcision parliament bill in Iceland and gave me his opinion, when I asked him:
I am very sad that the same political party, which expelled me and my family from Iceland, is still trying to exclude Judaism in Iceland and thus preventing Jews from settling there - very sad
Felix Rottberger, who is now 82, with one of his daughters Iris.
Öfgar á Íslandi | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2017 | 17:34
Fallerí, fallera
Spacey datt út skápnum að hætti Kaizer Söze, Simon Cowell datt niður stiga og Pawel Bartoszek datt af þingi. Það hlýtur að vera sárt að detta.
Karlar á Íslandi eru furðu valtir á stallinum, enda eru orðnar mjög fáar konur á bak við manninn sinn. Þær duttu nú líka margar af þingi.
Kannski er það þess vegna að Sigmundur Davíð datt út úr panamanska peningaskápnum og beint aftur inn á þing, uppreistur af sjálfum sér. Mér dettur nú í hug að það sé nú meira vegna algjörs minnisfalls (Allsheimers) hjá stórum hluta þjóðarinnar.
Inga Snæland lét það detta út úr sér á aftursætinu hjá Simma bimm að hún væri af sígaunaættum. Féllust Sigmundi þá hendur eftir að hún las lófa hans. Nú fellur hann einn og óstuddur.
Þó Þorgerður Katrín sé pólitískt kúbein, er Viðreisn ekkert annað en endurhæfingarstöð fyrir dottið fólk. Pabbi Benna borðaði með Hitler í stríðinu. Það þætti í sumum löndum nóg til þess að afkomendurnir héldu sig alfarið frá stjórnmálum.
Katrín Jak er vitaskuld "dottningin" og Bjarni hefur alltaf verið prins, þó við sjáum seint kónginn. Píratar eru eins og óvirkjaður Dettifoss í meðferð á geðdeildum og hafa aðeins áhuga á einhverju kynferðislegu. Spúkí!
Samfylkingin datt upp yfir þegar hún tilkynnti að hún ætlaði að hrægammast á sparifé gamla fólksins. Fljótt dó byltingin sem hefði getað fengið 12 sæti ef hún hefði ekki asnast til að detta ofan á sparifé gamla fólksins.
Framtíðin er ekki björt og Bundproppen er líka rokinn út í veður og vind. Hann var límið í fyrri stjórn.
Hvað hefur fólk gert til að fá þetta yfir sig. Það er því miður ekki hægt að kjósa það sem ekki er í boði.
Ég man vart eftir jafnaumum kosningum. Allir stjórnmálamennirnir hugsuðu einvörðungu um sjálfa sig og enginn er í þessu fyrir fólkið í landinu. Allir töluðu um mál sem engu máli skiptir.
þessar kosningar fá falleinkunn.
Kevin Spacey kemur út úr skápnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2015 | 06:53
Vítahringur íslensku þjóðarinnar
Hægfara sjálfsmorð íslensku þjóðarinnar er löngu hafið, en nýlega var því hraðað til muna. Því hefur verið hótað að 16 nýir skyndibitastaðir muni hjálpa til við þjóðarsjálfsmorðið.
Misskiljið mig ekki. Ég hef ekkert á móti hóflegum kapítalisma. Ég tel hins vegar að menn eigi ekki að éta sig í hel hans vegna. Það á ekki að troða kapítalisma ofan í kok á fólki, frekar en fimm ára áætlunum og sænskum kanelbullum frá IKEA.
Íslendingar eru vissulega að drekkja sér í fitu og kafna í sykurpytti. Þetta er eins og hernaður. Nú er líka búið að hertaka íslenska fánann og setja hann á amerískan vítahring. Reyndar nær litarefnið í sykurdrullunni ekki bláa litnum í ilhýra fánanum okkar. Dunkin´ Donuts brýtur því íslensk fánalög með þessum E-1944 blue lit.
Afnám tolla og gjalda á fitu og sykur meðan að tollar á grænmeti hækkuðu, komu sér eins og himnasending fyrir Pétur Árna Jónsson sykurpabba á Dunkin' Donuts. Forstjóri 10-11 virðist reyndar sjálfur vera orðinn fórnarlamb sölumennsku sinnar. Bíldekk eru farin að myndast um mjöðm og um háls þessa áður svo mjóslegna framtaksmann. Líklega er einnig farið að þrengja að kransæðunum í Pétri, því nú drekkur hann bara blávatn að læknisráði þegar hann er Dunkin´ Donuts (sjá hér). Pétur Árni mælir þó ekki með að aðrir fari að því ráði. Hann græðir nefnilega á sykri og fitu.
Sú staðreynd blasir við, að þeir sem versla munu á öllum Dunkin´ Donuts stöðum Péturs Árna (og borða kjúklinga á KFC í kvöldmat), munu að meðaltali lifa miklu skemur en foreldrar þeirra, afar og ömmur, sem létu sér nægja eina og eina kleinu með kaffinu og það án fánalitanna úr sykurdrullumixi.
Ekki skilja mig rangt, mér þykja góðir kleinuhringir, en án drullu, og ég bý þá sjálfur til 2-3svar á ári, en ég tel að þessi matvara, eins og allt annað matarkyns sem þróað var áfram í Bandaríkjunum sé aðeins hollt fyrir menn sem vinna erfiðisvinnu, t.d. Pólverjana og Litháa sem þrælað er út í verslunum 10-11.
William Rosenberg, bandarískur gyðingur sem hætti í skóla þegar hann var 14 ára til að lifa af, stofnaði Dunkin´ Donuts keðjuna árið 1950, þegar honum var ljóst sem smásölumanni fyrir matvörur til iðnaðarfyrirtækja, að kaffi og kleinuhringir voru vinsælustu matvörur verkamanna, sem unnu langan og erfiðan vinnudag. Rosenberg borðaði aldrei mikið af kleinuhringjum sjálfur, enda vann hann ekki erfiðisvinnu. Það er heldur ekki í sjálfu sér honum að kenna, að þjóðarbrot sem ekki eru vön djúpsteiktum mat og hafa lifað á horriminni í aldaraðir fitna óeðlilega mikið þegar þau komast í slíkt "fæði". Á þetta við um þeldökka Bandaríkjamenn, Íra sem sem og Íslendinga og margar aðrar þjóðir. ekki síst. frumbyggja Bandaríkjanna, sem nú er verið að útrýma á miklu hagkvæmari hátt en á 19. öld. Þegar fólk fer að innbyrða alla fituna og sykurefnin í kleinuhringjunum er hægfara sjálfsmorð hafið. Fólk með skaðaða sjálfsímynd, fátæklingarnir, fólk með "fíkilsgen" og þeir sem vantar hemla þegar að matarlist kemur, verða fórnarlömb fitu og sykurdrullunnar.
Dónuttarar. Myndin fannst á FB Dunkin´ Donuts. Þeim virðist illt í rassinum.
Ekki er ég þó viss um að sugar-daddyar íslensku þjóðarinnar sem troða fitusoðnum kjúklingum og kleinuhringjum ofan í garnir Íslendinga og skola því út með ropvatni í öllum regnbogans litum, muni skila arði sínum í einstaka sjúkrahús eða spítaladeildir, þar sem afleiðingar þessa einstaka framtaks þeirra verða "læknaðar" á kostnað skattborgaranna. Þeir fara ekki að fordæmi Williams Rosenbergs, sem gaf nokkrar krabbameinsdeildir þegar hann var sjálfur kominn með krabbamein í annað hvert líffæri. Íslensku sykurotrarnir og fitukjúklingarnir borga ekkert og munu hlæja alla leið í bankann með arðinn af sjálfsmorðsvilja viðskiptavinanna.
Eftir situr hin hreina og einstaka þjóð, í súpersize rúmum á troðfullum hjarta- og krabbameinsdeildum, ef fólkið er þá ekki þegar farið úr bráðaristilbólgu, lífhimnubólgu eða skitusting.
Öfgar á Íslandi | Breytt 10.9.2015 kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2015 | 12:02
Þegar menn þrýtur góðu rökin
Sjaldan er eins mikill dónaskapur og gorgeir í mönnum og þegar málefni Miðausturlanda ber á góma. Gamlir harðlínukommar, sem áður studdu morðóð alræðiskerfi sósíalismans og jafnvel PolPot og Rauðu Kmerana, hafa eftir að vígi sæluríkjanna hrundu, eitt af öðru, snúið haturskröftum sínum að Ísraelsríki, eina lýðræðisríkinu í ólgusjó öfga og einræðisríkja.
Stundum fer umræðan úr böndunum. Þegar menn sem styðja Hamas og önnur álíka öfgaöfl, sem hafa þjóðarhreinsanir á dagskránni, er ekki langt í skítkast og ad homine árásir á þá sem ekki deila þeirri skoðun að Hamas séu friðsamlega skátasamtök. Eitt af sérgreinum illa uppfræddra, íslenskra stuðningsmanna Hamas og annarra hryðjuverkahópa er að væna stuðningsmenn Ísraels um barnaníð og alls kyns perrahátt. Undir slíku stendur enginn án mótmæla.
Vændur um að stinga nammi upp í litla munna
Hér gef ég vitaskuld dæmi af því sem ég hef orðið fyrir af skítkasti manna sem stunda slíkt persónuníð og ærumeiðingar.
Á Moggabloggi eins helsta stuðningsmanns Pol Pots og Rauðu Kmeranna á Íslandi, Hjálmtýrs V. Heiðdal, þraut marga menn rökin árið 2008. Maður nokkur sem kallaði sig "Vin Vilhjálms Örna sinna" setti inn athugasemdir í athugasemdakerfið og skrifaði m.a. þetta:
"Vilhjálmur Örn er góður maður sem vill öllum múslimum vel. Gott dæmi um góðmennsku Vilhjálms er nammið í buxnavasanum sem hann stingur upp í litla munna þegar mömmur sjá ekki til. Honum þykir líka vænt um íslenska bændur og silfurpeninga. Svo þykir honum vænt um sjálfan sig sem er aldrei slæmur kostur. En einmitt á því prinsippi er hernám Vilhjálms og félaga grundvallað. Villi og vinir drepa fólk sem er fyrir til að hjálpa því og senda inn í annan og betri heim." (Sjá hér)
Þarna var ég m.a. vændur um að stinga nammi upp í litla munna þegar mömmur sjá ekki til. Ekki nóg með það, ég var einnig vændur um að hafa skrifað þetta sjálfur undir fölsku nafni og tók bloggarinn undir það ásamt ættingja sínum sem eining ber nafnið Heiðdal.
Hugsanlegt er að þetta myndmál, sem beint var gegn mér, sé vísun í frumstætt og ógeðfellt áróðursrit nasista um gyðinga frá árinu 1938, Das Giftpilz (Eitursveppurinn), þar sem mátti finna teiknaða "skopmynd "af ófrýnilegum gyðingi sem gefur börnum gott og er hann látinn segja:
"Hier, Kleiner, hast du etwas ganz Gutes! Aber dafür musst ihr beide mit mir gehen ..." [Hér litli minn, er smá nammi! En fyrir það verðið þið bæði tvö að koma með mér".
Ég kvartaði vitaskuld við Moggabloggið yfir þessum óþverrahætti og krafðist þess að fá upplýst hver hefði sett fram þessa athugasemd (sjá hér), en umsjónamaður bloggsins gerði ekkert. Það aðgerðarleysi var líka glæpur og meðsekt um aðför að æru minni. Mogginn aðhafðist ekkert.
Ég krefst þess vinsamlegast nú, að Morgunblaðsbloggið gefi mér upp IP tölu þess sem skrifaði áðurnefndan rægingatexta og ef mögulegt er nafn þess sem skrifaði.
Creepy old man
Fyrr í ár tók ég þátt í umræðu á FB heiðursmannsins Gísla Gunnarssonar, eins af fremstu sagnfræðingum þjóðarinnar. Á efri árum hefur Gísli kastað sér að fullum krafti út í stuðning við Palestínuþjóðina. Það er stuðningur sem ég skil, en ekki að hann sé sýndur með þeim öfgum sem Gísli og margir Íslendingar sýna.
Ungur fréttamaður hjá RÚV sem ég hef gagnrýnt fyrir ónámkvæmni og óundirbyggðan fréttaflutning og sem enn hefur ekki geta sannað fyrir mér eða öðrum að Ísraelsher hafi ráðist á hann á Vesturbakkanum líkt og hann hefur haldið fram.
Fréttamaður þessi,sem einnig er þekktur sem uppistandari, fór heldur betur á kostum á FB Gísla Gunnarssonar i aprílmánuði sl. (2015). En uppistandið var þá svo svæsið að Gísli fjarlægði alla umræðuna líkt og hann væri þaulvanur prófarkarlesari á Neues Deutschland. Lítum hér á smáræði af því sem Gunnar Hrafn Jónsson skrifaði í aðför sinni að mér, áður en Gísli ritskoðaði FB sína.
Gunnar kallaði mig m.a. "creepy old man", því ég hafði kallað grein um meinta fréttafölsun hans "Krummi krunkar úti". Það fór fyrir brjóstið honum að ég hafði kallað hann Krumma, nafn sem ég þekkti hann undir er hann bjó í kjallaranum í því húsi þar sem ég leigði íbúð í risinu á húsi afa hans, sómamanninum Leó Eggertssyni. Gunnar vill ekki vera kallaður Krummi, þótt hann hafi aldrei verið nefndur öðruvísi á nafn við mig af ættingjum hans, og segir mig hafa rekist á sig á Neshaganum fyrir tilviljun. Auðvitað er þar nokkuð "creepy", ef það væri bara satt.
Til að bæta gráu ofan á svart hélt Gunnar því fram að ég hefði ráðist á móður sína og föður á bloggum mínum. Ég hef aldrei skrifað um móður þessa unga fréttamanns. Þeim rökum svaraði hann þá með að hann ætti þrjár mæður og einn föður og að það það hefði ekki verið lífræn móðir hans sem ég réðst á heldur kona hennar sem heitir Jóhanna.
Ekki er Gunnar eingetinn, þótt ekki meira né minna en þrjár mæður hafi komið að tilvist hans, en föður hans hef ég aðeins einu sinni skrifað um, og það af vel gefnu tilefni (sjá hér).
Gunnar Hrafn lét þetta ekki nægja í ófrægingu sínum á mér á FB Gísla Gunnarssona og skrifaði, að afi sinn ágætur leigusali minn, sem ég hef aðeins hið besta að segja um og af, "hefði alveg vitað hvaða mann ég hef að geyma". Að lokum skrifaði Gunnar Hrafn í skipunartóni til Gísla Gunnarssonar sem þjónkaði við því með því að fjarlægja allt sem á undan var farið (sem ég var þá búinn að taka afrit af vegna ærumeiðinganna):
"Viltu ekki drífa í því að þrífa upp eftir þetat [sic] helvítis ómenni sem dregur látna ættingja mína inn í þetta, fari þú fjandans til Villi og afi minn vissi alveg hvaða "mann" þú hefur að geyma".
Aumingja Gísli gerði eins og sonur hinnar þríheilögu móður skipaði, enda er ein af mæðrum Gunnars Hrafns í sama stjórnmálaflokki og prófessor Gísli.
Hvað veldur orðræðunni?
Hvað fær menn í hita umræðu til að væna andstæðinginn um öfuguggahátt og kalla þá "creepy old man" eða tala um þá eins og þeir séu barnaníðingar?
Næst er mér að halda að þeir, sem slíkt myndmál nota, séu haldnir einhverri veilu sjálfir, sem þeir ráða ekki við. Slíkt persónuníð er alvarlegur glæpur og gerði Gísli Gunnarsson sér vitaskuld grein fyrir því og fjarlægði svæsnar persónuárásir Gunnars Hrafns Jónssonar í minn garð.
Þetta et sett hér fram til að sýna mönnum á hvað stigi stuðningurinn á Íslandi við hina hrjáðu þjóð Palestínumanna er. Lítið held ég að sú þjóð græði á slíku. En nú vona ég menn sjái, að fréttamaður RÚV, sem oft sér um flutning af fréttum frá Miðausturlöndum, er alls ekki starfi sínu vaxinn. Fréttir eiga ekki að vera uppistand og tilbúningur. hann verður að geta sannað að hann varð fyrir skotárás sem hann segir auðtrúa fólki frá í fjölmiðlum. Fréttir eru sannleikurinn handa fólkinu en ekki gróusögur búnar til af þrímæðruðum starfsmönnum RÚV. Sem betur fer getur fólk í frjálsum löndum fundið sannari fréttir en þær sem Gunnar Hrafn flytur um Ísrael, og hann bjargar ekki Palestínumönnum með því að væna mig eða aðra um að vera "creepy old men".
Ég er nýorðinn 55 ára gamall og telst því enn maður á besta aldri og hef greinilega betra andlegt heilbrigði en ungir menn sem telja alla sem ekki deila ranghugmyndum þeirra um heiminn vera öfugugga og barnaníðinga. Vona ég að þetta vaxi af Gunnari Hrafni. Litla trú hef ég hins vega á því að viðhlæjendur Hjálmtýs Heiðtal eigi von á bata.
Öfgar á Íslandi | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2015 | 08:29
Það hlægir mig...
Þeir eru uppteknir nú sérleyfishafarnir á réttar og sannar skoðanir, sem flestir fela hausinn undir vinstri vængnum og kurra að allir sem hafa aðrar skoðanir en þeir séu óferjandi öfgamenn. Hún er orðin leiðinleg mantran hjá því fólki sem telur sig einkaleyfishafa á frelsi og réttlæti um leið og það styður leynt og ljóst baráttu hópa sem vinna gegn lýðræði og frelsi í heiminum.
Blaðamenn sem vikulega, ef ekki daglega hylla Fatha, Hamas og önnur öfgaöfl og kenna Bandaríkjunum um hvernig fer í Miðausturlöndum, líta nú á sig sem fórnarlömb og líka sér við teiknara og skophöfunda (íróníu, paródíu, satíru og jafnvel aulafyndni) á Charlie Hebdo.
En það er nú einu sinni svo að öfgaöflin sem þessir blaðamenn styðja með pennanum í einni hendinni, myrða saklaust fólk sem sömu blaðamennirnir skrifa síðan minningargreinar um með hægri hendinni. Þetta voru vitanlega ekki blaðamenn sem myrtir voru. Þetta voru miklu siðvandaðra fólk.
Teiknarar og pistlaritarar Charlie Hebdo eiga ekkert skylt við menn sem stutt hafa meintan nauðgara sem hatar sama landið (USA) og morðingjarnir í París. Nauðgarinn situr í sendiráði í London og er hylltur af sumum syrgjendum starfsmanna Charlie Hebdo sem frelsishetja. Þeir eru til á Íslandi sem ljúga því að íraelski herinn hafi ráðist á þá með skriðdrekaskothríð, eða sem hafa haldið uppi vörnum fyrir öfgafullan múslíma sem myrti mann með köldu blóði í Reykjavík. Slíkir blaðamenn eiga ekkert skylt við fórnarlömbin á Charlie Hebdo og eru ekki hið minnsta fyndnir. Ef eitthvað er, þá eru slíkir karakterar meðsekir að morðum. Slíka blaðamenn eigum við á Íslandi. t.d. á RÚV.
Sumir skopteiknarar á Íslandi, sem grínast að fólki sem á afar frumstæðan hátt aðvarar gegn moskubyggingu, sjást ekki skopast að öfgamönnunum sem réðust á skrifstofur Charlie Hebdo. Þeir taka vart undir grein Zusanne Moore á Guardian sem segir um morðingjana : We should ridicule them
Gleymum því þó ekki, að Moore og margir samstarfsmenn hennar á Guardian eru ekki beint að berjast gegn öfgum með gríni, þegar þeir lýsa endalaust stuðningi sínum við öfgasamtök með hatri sínu á USA og Ísrael. Þar eiga þeir sameiginlegt áhugamál með morðingjum Charlie Hebdos og jafnvel þeim myrtu á Charlie Hebdo.
Þannig er það nú... Tvískinnungurinn er líka banvænn. Ekkert var og verður teiknurum Charlie Hebdo heilagt eins og sjá má á teikningum þeirra. En það er nú einu sinni svo, að sama fólkið sem oft úthýsir trúarbrögðum sem vitleysu, styður öfgaöflin. Öfgarnar þakka ekki fyrir sig nema með dauða. Trú gefur hins vegar sumu fólki líf og við sem ekki trúum höfum ekki neinn siðferðilega rétt til að banna þeim það. En þegar gert er gys af morðum 6 milljóna manna, er ljóst að eitthvað áttu teiknarar Charlie Hebdo sameiginlegt með drápsmönnum sínum.
Tjáningar- og ritfrelsi er það sem öfgarnar þola ekki. Það gerist á Íslandi, að menn sem styðja öfgaöfl um leið og þeir líkja sjálfum sér við fórnarlömbin á Charlie Hebdo á góðum degi, banna fólk í athugasemdum á íslenskum fjölmiðlum. T.d. hefur hr. Egill Helgason, ómenntaður og frekar tragikómískur blaðamaður, bannað mig á athugasemdum, án þess að gefa nokkrar skýringar á því, af hverju hann bannaði mig. Sumir hafa ályktað að það hafi verið vegna þess að ég skrifaði um föður "fósturmóður" Egils, sem var nasisti og síðar bankastjóri. Margir aðrir hafa líka verið bannaðir á Eyjunni og DV. Enginn þeirra munu skjóta Egil í hryðjuverkaárás, en Egill gerir oft það sem hryðjuverkamennina dreymir um og líkir sér svo við fólk sem missir lífið fyrir mönnum sem vilja banna allt.
Ef menn þola ekki grín, skop, háð og telja og allt annað sem fær okkur til að brosa, og finnst að sér vegið þá verða menn að leita til dómsstóla. En sumir telja sig náttúrulega yfir slík fyrirbæri hafna og vilja hafa sína eigin dómstóla (Sharia) í lýðræðisþjóðfélögum. Níðingsverkin í París sýna okkur eins og oft áður að réttarfar Íslam og algjör vöntun á kímnigáfu, á ekkert erindi í vestrænum þjóðfélögum.
Blessuð sé minning fórnarlamba skrípamyndanna í París.
Öfgar á Íslandi | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.12.2014 | 11:00
Jólaball Vantrúar
Það nálgast guðlast, þegar yfirlýstir byltingarsósíalistar og Vantrúarmen Íslands lýsa því yfir, að þeir kæri sig ekki um að íhaldssöm, kristin öfl ræni jólunum á Íslandi.
Einn þessara skrítnu byltingarkarla á seingelgjuskeiði er Vésteinn Valgarðsson, sem nú elur manninn í eintómri "julehygge" á Jótlandi. Hann vill láta banna trúarlega innrætingu eins og gert var í Sovétsófétinu og DDR forðum, eða bara öll önnur trúarbrögð en Vantrú og kannski væga útgáfu af Íslam. Sjá hér, hér, hér og hér. Minnir þetta óneitanlega á bönn öfgamúslíma sem þola heldur ekkert annað en sína eigin bókstafstrú.
Litli læknissonurinn, sem er sonur Katrínar Fjeldsted sem er ráðssett sjálfstæðiskona og fyrrum þingmaður, var nú ekki aldeilis á þeim skónum að banna trúarlega innrætingu þegar hann fór árið 2008 á friðarráðstefnu í Kaíró, sem var haldin af Múslímska Bræðralaginu. Þar sat hann innan um klerka og verðandi hryðjuverkamenn, sem ofsækja og drepa kristna í nafni trúar sinnar og hafa heitið því að útrýma gyðingum og eyða Ísraelsríki. Vantrúarmarmeðlimurinn Vésteinn Valgaðrsson fór á slíka ráðstefnu til að hylla frið.
Um leið og Kaírófarinn Vésteinn, vinur Bræðralagsmanna, lýsir kirkjudeildum á Íslandi sem öfgasamtökum sem stunda heilaþvott í skólum, er honum nú líka í nöp við múslimaklerka þar sem hann býr í Árósum í Danmörku. Hann skilur ekki, af hverju ekki er búið er að sprengja upp mosku í Árósi, þar sem innræting á sér stað á stráklingum og smákrimmum áður en þeir eru sendir til að myrða á Sýrlandi (sjá hér). Kannski sér Vésteinn Vantrúarmaður samhengið, þegar hann uppgötvar, að andlegur leiðtogi ISIS var eitt sinn meðlimur í Múslímska Bræðralaginu (sjá hér og hér). Vonandi er honum ekki eins kalt til kirkjunnar og meints heilaþvotts hennar. En kannski förum við að sjá kirkjusprengingar eða kirkjubruna eins og í Noregi (þar munu þó hafa verið satanistar eða sjúklingar á ferð).
Um leið og ég óska Vésteini Valgarðssyni gleðilegrar hátíðar, þar sem hann situr og hræsnast yfir jólum flestra Íslendinga þar sem hann stundar andagt í Árósi í Danmörku, vona ég að hann átti sig á því að jólafræðsla kirkjunnar manna á Íslandi eru ekki öfgar, heldur hluti af friðarboðskap. Friðarboðskap er vitaskuld einnig hægt að snúa yfir í öfgar eins og Kaíróferð Vésteins ætti að hafa kennt honum. Fræðslan í öfgamoskum í Danmörku og víðar er hins vegar hatursboðskapur, þar sem kjarninn er svipaður og í ákveðinni útleggingu kommúnista á tilverunni. Ástæðan fyrir því að svo margt er líkt með ráðstjórnarkommúnisma, öfgaíslam og nasisma, og að fólk úr þeim "trúarbrögðum" leika vel saman eru elstu og frumstæðustu kenndir mannsins (sem eitt sinn var líka stunduð af kristnum): Það er að kenna öðrum um það sem miður fer. Þess vegna hefur gyðingahatrið verið svo vinsælt á meðal þessara andlegu bræðra.
Höfum það líka á hreinu, að vinstri menn eru ekki mannréttindasinnaðri en aðrir, þótt að Vésteinn trúboði Vantrúar skrifi það í inngangi jólapistils síns frá Danmörku. Það sjáum við bara á fjölda þeirra mann sem drepnir hafa verið fyrir boðskap "vinstrisinna" eða annarra sem þeir eru í bræðralagi við.
Öfgar á Íslandi | Breytt 27.12.2014 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
1.6.2014 | 09:00
Íslenskt þjóðfélag er skopmynd
Allt er að verða vitlaust út af Ku-Klux-Klan teikningunni í Fréttablaðinu. Vissulega er þetta frekar klén teikning. Dagur er líka illa teiknaður og líkist mest Bryndísi Skram án brjósta. Hægra megin við Sveinbjörgu stendur maður sem stutt hefur Hamas. Enginn hefur sett hann í Hamasbúning á skrípamynd, þó hann styðji samtök sem beita sér fyrir eyðingu Ísraels og gyðinga, líkt og Hitler. Erfiðleikar Sóleyjar Tómasar við að eignast karlkyns afkvæmi vegna þess að hún ólst upp við eintóman kvennafans, var víst líka tilvalin skrípamynd sem aldrei birtist.
Jú, skopmyndin af Framsóknarkonunni sem komst til "áhrifa" með hjálp Allah er afar óvönduð, sama hvaða skoðun maður hefur á mosku. Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins verður að gera sér grein fyrir því að aumkunarverðu lýðskrumi Sveinbjargar er ekki hægt að líkja við Ku-Klux-Klan. Kanahatur vinstrimanna hér um árið var líka kynþáttahatur að hluta til, þegar þeir sungu í kór um blessuð börnin sem fæddust uppi á Miðnesheiði: "Ekki plagar okkar þjóð, vakkfódedillafodædódey, úrkynjun né gamalt blóð, því börnin fæðast brún og létt, með boginn fót og trýnið grett, sem Filippseyjafólkið nett".
Gleymum heldur ekki, að Sveinbjörg Slæða hefur reyndar áður gengið með eins konar slæðu. Hún vann fyrir Air Atlanta í Jeddah. Ekki kvartaði hún þá yfir múslímum, þegar þeir borguðu henni laun.
Er ekki vandamálið einfaldlega það að Íslendingar hafa upp til hópa verið útlendingahatarar og eiga erfitt með að viðurkenna að þeir eru nýlosnaðir úr hlekkjum fortíðarinnar?
Af hverju var fjölskyldu Felix Rottbergers vísað úr landi? Felix var fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hermann Jónasson sá um að koma fjölskyldunni úr landi. Við tóku miklar hörmungar fyrir fjölskylduna í Danmörku, sem lesa má um í bók minni Medaljens Bagside. Myndin er tekin af syni mínum Ruben og Felix, þegar Felix heimsótti mig hér um árið til að tala í samkunduhúsi gyðinga í Kaupmannahöfn. Honum hefur hins vegar aldrei verið boðið til Íslands, landsins sem losaði sig við hann og fjölskyldu hans.Öfgar á Íslandi | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2014 | 16:18
Kraftaverk í ESB
Í löndum ESB, t.d. Ungverjalandi og Eystrasaltsríkjunum, vex nasisma og fasisma fiskur um hrygg. ESB sækist eftir samskiptum við fasistastjórnina í Úkraínu og telur Úkraínu líklegri til að verða ESB-ríki en t.d. Ísland, þótt nóg sé vitaskuld af vinstri-nasistum á Ísland, sem ólmir reyna að líkja öllum með ESB-óbeit við fasista og nasista.
Sagan um nasistann og gyðingahatarann Szegedi Csánad er góð til að minna fólk á tilgangsleysi kynþáttahaturs. Á Íslandi andmæla menn eins og Egill Helgason og Guðmundur Andri Thorsson því að frægir Íslendingar hafi verið nasistar. Egill gerist karaktervitni fyrir Davíð Ólafsson nasista og bankastjóra. Halda þessir karlar, að menn séu bara nasistar ef þeir stunda þjóðarmorð? Þá ætti Egill að hrópa hærra þegar Íslendingar ásaka Ísraelsmenn um þjóðarmorð og þjóðarhreinsun um leið og Palestínumenn og aðrir lýsa því endalaust yfir að þeir ætli sér að útrýma Ísraelsríki og gyðingum.
Öfgar á Íslandi | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2014 | 08:40
Bananaskýrsla SÞ
Loftslagsskýrsla SÞ var borin fram með rotnum ávöxtum í sjónvarpsfréttum RÚV í gær með aðferðum sem er alkunnar á þeirri stofnum. Enn erum við að tala um öfgatrúarbrögð, þegar rökin fyrir meintri aukningu bilsins milli ríkra og fátækra sökum loftslagsbreytinga á jörðinni okkar er studd með bananaræktanda í Jórdaníu (sjá hér).
Bananaræktandi í Jórdaníu er jafnvel fjarstæðukenndara fyrirbæri en bananaræktandi í gróðurhúsi í Hveragerði. Bananar eru hitabeltisávöxtur og Jórdanía hefur ekki verið í hitabeltinu eins lengi og elstu menn muna. Að nota vatn í bananaframleiðslu í Jórdaníu er eins fjarstæðukennt og að reisa 50 metra keppnislaug á Gaza (sem hefur verið gert, og sundlaugar byggðar við annað hvert hótel), meðan "vatnslaus og langþyrst" börn eru notuð í áróðrinum gegn Ísrael, sem ranglega er kennt um að stela vatninu.
Svo kom Sigmundur Davíð og vitnaði í enn einn gervispámanninn hjá UCLA, Laurence C. Smith, landfræðing sem stundað hefur framtíðarfræði, sem segir að Ísland verði á meðal 8 farsælustu þjóða í heimi eftir 50 ár. Sigmundur sér sóknartækifæri í loftslagsbreytingunum og telur greinilega að íslenskir bændur verði orðnir ofurmatarframleiðendur hungraðs heim áður en langt um líður.
Var Sigmundur ekki einu sinni blaðamaður? Það leynir sér ekki. Nú getur hann hæglega snúið sér að bananaræktun eða tómu tóbaki.
Já, ég sé þetta fyrir mér, Ísland er að verða að framsóknarparadís hér á jörð. Vísir hf getur þá farið að flytja aftur til Húsavíkur og Þingeyrar. Nóg verður af fiski. Makríllinn verður vissulega kominn á fyrrverandi Norðurpólinn og loðnan alveg horfin, enda bara til leiðinda. Flugfiskar munu hins vegar fljúga á land í íslenskum verstöðvum og börnin þurfa ekki lengur að kaupa matreiðsluvín í Kaupfélaginu. Þau verða vínbændur og besta vínið Mouton Rottenchild 2060.
Öfgar á Íslandi | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 217
- Frá upphafi: 1353028
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 166
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007