Dr. Manfred Gerstenfeld er Íslendingum vel kunnur eftir grein þá sem hann skrifaði nýlega um litla frægðarför Össurar Skarphéðinssonar til Gaza. Fyrr í vikunni birtist ný grein hans um þann mikla vanda sem Norðmenn, sér í lagi vinstrimenn, virðast eiga við að glíma varðandi tilfinningar sínar í garð Ísraelsríkis og gyðinga.
Grein Gerstenfelds birtist á Ynetnews.com þann 2.8. 2011 sjá: http://www.ynetnews.com/articles/0,7340,L-4103213,00.html, og birtist hér íslenskri þýðingu með leyfi höfundarins.
Hér, hér og hér má lesa nýlegar greinar Gerstenfelds á málefnum í Noregi
Ýtir Noregur undir hryðjuverk?
Eftir Manfred Gerstenfeld
Eftir hin skelfilegu morð í Oslo og á Utøya, sjáum við aukna athygli fjölmiðla á marghliða andísraelskri hvatningu norsku ríkisstjórnarinnar og menningarelítu landsins. Svein Sevje, sendiherra Noregs í Ísrael, hefur hins vegar enn ekki skynjað þetta. Eftir morðin i Noregi, hefur hann gefið í skyn að palestínsk hryðjuverk gegn Ísrael séu meira réttlætanleg en hryðjuverk gegn Norðmönnum. Alan Dershowitz brást við þessu: "Ég man ekki mörg önnur dæmi um svo mikla vitleysu í svo stuttu viðtali." Nokkrum dögum síðar sagði Sevje í viðtali við Haaretz: "Saga Noregs gagnvart Ísraels er saga mikils gagnkvæms stuðnings."
Til að afhjúpa meinlokuna í síðustu yfirlýsingu Sevje, er hægt að gefa mörg dæmi um hvernig Noregur hefur alið á andísraelskum terrorisma, sem lýsir sér á þrjá vegu. Fyrsta aðferðin felst í að beita tvískinnungi og að taka vægt á hryðjuverkum með því að gagnrýna Ísrael, um leið og lítið sem ekkert er minnst á morðárásir Palestínumanna á ísraelska borgara eða þjóðarmorð það sem Hamas hefur á stefnuskránni. Önnur aðferðin felur í sér yfirlýsingar sem óbeint hvetja til hryðjuverka. Þriðja aðferðin er fjárhagslegur stuðningur til stofnanna sem gera slíkt hið sama.
Varðandi fyrstu aðferðina: Árið 2002, lýstu nokkrir fyrrverandi meðlimir norsku Nóbelsnefndarinnar, sem veitt höfðu Yitzhak Rabin, Shimon Peres og Yasser Arafat friðarverðlaun Nóbels árið 1994 - þ.e. biskupinn í Oslo Gunnar Stålsett, Sissel Rønbeck og fyrrverandi norski forsætisráðherrann Odvar Nordli - vonbrigðum sínum yfir Peres. Fjórði meðlimurinn, Hanna Kvanmo, sagði að hún vildi óska þess að til væri leið til að taka verðlaunin af Peres. Hún sagði einnig, að Peres var á mörkum þess að teljast sekur um stríðsglæpi.
Kvanmo var fangelsuð eftir Síðari Heimsstyrjöld fyrir að hafa verið samstarfsmaður nasista. Engu að síður hafið norski Sósíalistaflokkurinn, Sosialistisk Venstreparti(SV), valið hana til setu í Nóbelsverðlaunanefndinni, sem samanstendur af einstaklingum sem eru tilnefndir af pólitískum flokkum. Þáverandi biskup í Oslo, Stålsett, lýsti aðkomu nóbelsverðlaunahafans Peres að mannréttindabrotum sem fáránlegum, en þagði um Yasser Arafat, sem hafði haldið áfram að fyrirskipa morð á ísraelskum borgurum, jafnvel eftir að hann fékk friðarverðlaun Nóbels. Árið 2004 birti Jerusalem Post grein, þar sem upplýst var að meðlimir Nóbelsnefnfdarinnar styddu enn val sitt á Arafat. Þá hafði Ísrael þegar birt lista yfir hryðjuverkamenn sem Arafat hafði fjármagnað og sýnt að undirskrift hans var að finna á skjali með lista yfir fjárhæðir sem greiddar voru til morðingjanna.
Ásakanir um blóðfórnir á okkar tímum
Í síðasta mánuði, deginum áður en morðin í Osló og Utøya áttu sér stað, talaði Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs í and-Ísraelskum hvatningarbúum AUF, ungliðasamtaka Verkamannaflokksins. Hann krafðist fjarlægingar öryggisvarna Ísraels. Støre vissi vel að þær voru reistar til að hindra frekari morð- og hryðjuverkaárásir Palestínumanna. Hann var því óbeint að hvetja til hryðjuverka gegn Ísraelum, deginum áður en sumir áheyrendur hans urðu sjálfir hryðjuverkum að bráð.
Á síðari árum hefur Lúterska kirkjan í Noregi krafist þess að öryggisvarnir Ísraels verði fjarlægðar, jafnvel um leið og hún viðurkennir ógn þá sem Ísrael stafar af hryðjuverkum. Þessi ríkiskirkja getur því einnig talist vera óbeinn hvatningarmaður palestínskra hryðjuverka. Hjálparstofnun Norsku Kirkjunnar, Kirkens Nødhjelp, fær meiriháttar styrki frá norska utanríkisráðuneytinu. Maður getur gert að umræðuefni hvort kirkjan tekur aðeins vægt á hryðjuverkum, eða aðili sem óbeint hvetur til hryðjuverka. Eftir yfirtöku Hamas á Gasa árið 2006, gagnrýndi Hjálparstofnun Norsku Kirkjunnar norsku ríkisstjórnarinnar fyrir að "afturkalla efnahagslega stuðning" til "ríkisstjórnar Hamas."
Norsk Folkehjelp gerði það sama. Norsk Folkehjelp er ein af stærstu og virtustu mannúðar- og þróunarhjálparstofnunum Noregs og er fjármagnað af utanríkisráðuneytinu. Á heimasíðu sinni styður Norsk Folekhjelp "Stop the Wall Campaign" í Noregi.
Mads Gilbert og Erik Fosse, tveir læknar af ysta broddi vinstri vængs norskra stjórnmála, komu til Gaza í Cast Lead stríðinu 2008-2009, og héldu því fram að þeir vildu veita Palestínumönnum læknisaðstoð. Eftir 9/11 árásirnar 2001, sagði Gilbert að hann styddi hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Hann og Fosse voru mjög mikið teknir tali af norskum og alþjóðlegum fjölmiðlum, og komu með alvarlegar ásakanir í garð Ísraels. Samkvæmt stærsta dagblaði Noregs, Verdens Gang, var greitt fyrir ferð þeirra til til Gaza af norska utanríkisráðuneytinu.
Gilbert og Fosse láðist að nefna að Al-Shifa sjúkrahús á Gaza, þar sem þeir unnu, hafði verið notað í hernaðarlegum tilgangi af Hamas. Síðar hefur verið upplýst að forsætisráðherra Hamas, Ismail Haniyeh og aðrir stjórnendur Hamas tóku undir sig heila deild á þessu sjúkrahúsinu í stríðinu.
Gilbert og Fosse skrifuðu síðar metsölubók um dvöl sína á Gaza. Þeir voru enn á ný hljóðir um veru herja Hamas á sjúkrahúsinu þar sem þeir störfuðu. Staðhæfing þeirra um að Ísrael hafði farið inn á Gaza til að drepa konur og börn er nútíma stökkbreyting á klassískum ásökunum í garð gyðinga um blóðfórnir. Á baki bókarkápu bókar þeirra, sem inniheldur andgyðingleg skilaboð, voru athugasemdir skrifaðar af Støre og fyrrverandi forsætisráðherra íhaldsmanna Kåre Willoch.
Að lokum má nefna að aðstoðarumhverfismálaráðherra Norðmanna, Ingrid Fiskaa, hefur yndi af draumsýnum um hryðjuverk gegn Ísrael. Ári áður en hún kom inn í ríkisstjórnina, sagði Fiskaa í viðtali við blað, að sig dreymdi stundum um að Sameinuðu Þjóðirnar skytu eldflaugum inn í Ísrael. Maður ætti að vera á varðbergi gagnvarg slíkum yfirlýsingum í framtíðinni, í því skyni að greina þá Norðmenn sem ekkert hafa lært neitt af hinum skelfilegu morðum á svo mörgum samlöndum sínum, sem framin voru af einum á meðal þeirra."
Dr. Manfred Gerstenfeld hefur gefið út 20 bækur. Tvær af þeim fjalla um Ísraels- og gyðingahatur í Noregi. Hér má lesa eina þeirra.