Færsluflokkur: Fáfræði
8.12.2020 | 09:58
Læknadólgurinn og yfirvöld sem brugðust íslensku þjóðinni
Hvaða fjallmyndalega kona er þetta með þessa fallegu grímu? Þetta fer henni vel. En farið nú varlega; Flagð er undir fagurri grímu.
Þegar læknadólgurinn Elísabet Guðmundsdóttir (undir grímunni efst) braut sér nýlega leið inn í landið án andlitsgrímu, með helgrímuna beraða, og braut þar með allar tilskipanir og reglugerðir varðandi COVID-19 á Íslandi, stóðu íslenskir löggæslumenn eins og hænsn og aðhöfðust ekkert.
Íslenskt löggæslufólk, sem sumt er í amerísku kukli eins og bláum strikum og öfgamerkjasöfnun, stóð í lotningu og beygði sig og bukkaði fyrir ofbeldiskonunni sem skaust "heim" til að æsa upp nokkra vitskerta einstaklinga á Austurvelli, og þaut svo aftur út í lönd til að stækka brjóst og sprauta eitri í hrukkur á einhverri iðnaðarklíník þar sem græðgi er aðaltilgangurinn en læknishjálp aukaatriði.
Ef íslensk yfirvöld gera ekkert, þá geri ég það persónulega. Það verður að hafa samband við heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum þar sem læknadólgurinn vinnur og vara við konunni. Hún hefur brotið lög og tilmæli á Íslandi. Hún bar grímu á Kastrupflugvelli, þar sem hún hefði verið lögð í plast og stungið í klefa án grímu, en svo þegar hún er komin á íslenskan flugvöll berar hún sitt öfgaandlit og íslensk lögregla staðfesti enn einu sinni að greind er því miður oft ábótavant við löggæslustörf á Íslandi.
Kona þessi er hvorki sérfræðingur í veirufræði né í smitsjúkdómafræði. Þetta er læknir sem vinnur á stað þar sem hégómamadömmur verða að sillikonum og aðrar eru sprautaðar með eitri í andlitið vegna þess að hrukkur eru hættulegri lífsviðurværinu í þeirra hænuhaus en Covid 19.
Íslensk lögregluyfirvöld, sem telja nú orðið menn sem í erlendum fjölmiðlum tjá sig á niðrandi hátt um erlent fólk á Íslandi (sjá hér) gerðu ekkert. Þeir horfðu bara á Guddu frekju í hvíta sloppnum eins og hún væri Guð og settu hana ekki í járn, sem minni brot manna hafa oft gefið þeim átyllu til.
Læknadólgurinn Elísabet Guðmundsdóttir tilheyrir þeim leiða hluta læknastéttarinnar sem sjálfur heldur að hann sé kominn i guða tölu. En læknadólgurinn "sem kom heim" er augsjáanlega enginn gyðja. Hún er glæpon og íslensk yfirvöld verða að meðhöndla hana sem slíkan. Hún sýndi andsamfélagslegt eðli á erfiðri stund fyrir alla þjóðina. Þetta eðli grunar mig að hún hafi þróað vegna einhverrar mikilmennskukenndar vegna þess að hún lifir upp í mýtunni um að læknar séu æðra öðru fólki. Við sjáum þessa kennd t.d. þegar læknar fara fyrstir í slag fyrir launin sín, þessi sárþjáði verkalýður. Það hefur líka sýnt sig að vera happadrjúg barátta. Kenndin er líka öllum ljós þegar annálaðir íslenskir Rómanalæknar fara frá Íslandi og setja plastbarka í fólk. þó þeir séu sérfræðingar í hjartaskurðlækningum en ekki öndunarfærasjúkdómum - og þá dreymir alla leiðina út og heim aftur um Nóbelsverðlaun og frægð í hirð ítalsks pylsugerðarmeistara. Hvernig gátu þeir eftir 12 ára nám ímyndað sér að barki úr plastefni myndi gagnast í hálsi dýrs?
Sem löghlýðinn plebbi, sem fylgir tilmælum yfirvalda í hættuástandi fyrir almenning þegjandi og hljóðalaust þegar skynsemi og almannaheill ráða ferðinni, legg ég til að íslensk yfirvöld fjarlægi umsvifalaus rétt Elísabetar Guðmundsóttur til að stunda læknisstörf á Íslandi og vari við henni hjá systuryfirvöldum sínum erlendis. Ef það gerist ekki, er ekki heill þráður í fjasi Víðis, Kötu og Þórólfs og alls þess góða fólks sem gerir sitt besta til að koma í veg fyrir að fólk deyi af völdum græðgisveiru frá Kína og læknadólgs sem treður pyngjuna þegar hún er ekki að hrópa á torgum með brjálæðingum.
Fáfræði | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.10.2020 | 15:04
Þegar íslenskur lögreglumaður tjáði sig um "útlendinga" í frönsku blaði
Fornleifur frændi er farinn að blogga heldur of mikið um nútímavandamál. T.d. um löggur með fánablæti. Ég hef sagt honum (og eiginlega fyrirskipað) að halda áfram grúskinu, annars set ég hann í járn og læt hné fylgja hálsi.
Um daginn var Fornleifur að segja álit sitt á merkjalöggum og öðrum mótsögnum innan lögreglumannastéttarinnar.
Eins og Fornleifur, tel ég flest það fólk sem starfar innar lögreglunnar sé gott fólk sem reynir að halda innviðum samfélagsins gangandi, þó þeim hafi of oft verið beitt til að ganga erinda þeirra sem hafa fjármagnsvöldin til að troða á verkalýð og fólki sem leyfir sér að nota lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla óréttlæti. Sem betur fer berja lögreglumenn ekki á sjálfum sér þegar þeir sjálfir líta niður í tóm launaumslög sín og sjá hve lítils virði starf þeirra er.
Líkt og alls staðar er þó brestur á, líkt og við höfum séð varðandi fánabera merkislögreglumanna, sem ekki hafa tekið eftir í tímum í lögregluskólanum.
Einn íslenskur lögreglumaður, sem talaði um fjölþjóðakærleika Íslendinga á ráðstefnu World Muslim League i Kaupmannahfön á sl. ári, sagði Frökkum það árið 2016 þeir [Frakkar] hefðu átt að velta fyrir sér í hvaða samfélagi þeir vildu búa í áður en þeir samþykktir komu allra þessara útlendinga. Sami lögreglumaðurinn sá ástæðu til að agnúast út af færslu hjá Fornleifi (sjá hér og athugasemdir fyrir neðan færsluna á Fornleifi).
Lokasvar mitt til lögreglumannsins sem sagði eitt við múslíma árið 2019 og annað við franskt öfgahægriblað (Valeurs) árið 2016, en sem greinilega telur Íslendinga betri en annað fólk, sem er svo sem ekki nýtt fyrirbæri á meðal Íslendinga:
Það er álit mitt, að skoðun sú sem kemur fram hér að neðan sé ekki sæmandi lögreglumanni í lýðræðisríki. Ég vil ekki hafa löggur í mínu landi sem láta slíkt hafa eftir sér. En vandamálið er bara að þær hafa margar þessar skoðun sem kemur fram í viðtali hins hægrisinnaða vikublaðs, Valeurs, í Frakklandi. Hér getið þið lesið hvað íslenskur lögreglumaður sagði um innflytjendur/flóttafólk á Íslandi og í Frakklandi. Viðmælandi Valeurs var Gísli Jökull Gíslason, lögreglumaður sem talar um heift þeirra sem ekki vilja sitja undir hatursræðu Íslendinga þegar helfarar gyðinga er minnst á Íslandi.
En 2014, ils étaient 22 744 étrangers résidant sur le territoire islandais. « Des chiffres toujours en hausse, mais il fait trop froid ici pour qu´ils débarquent en masse », s´amuse Gísli Jökull Gíslason. À propos de la France, il déclare simplement : « Vous auriez du vous demander dans quelle société vous aviez envie de vivre avant d´accepter la venue de tous ces étrangers. » https://www.valeursactuelles.com/le-miracle-islandais-64035
Kuldinn kemur í veg fyrir margt og það er mikið um kulda og hatur á Íslandi. Ég þekki það ósköp vel sem sonur innflytjanda.
Heiftin og fordómarnir eru þitt vandamál Gísli Jökull rannsóknarlögreglumaður. Þú mælir með því að stórþjóð notist við sama xenófóbiska kerfið og alla tíð hefur ríkt á Íslandi. Hvað heldur þú eiginlega að þú sért? Þú ert eins mikill innflytjandi og allir aðrir á Íslandi.
Það er reyndar ekki frostið, Norðangarrinn eða ólögleg barmamerki lögreglumanna sem heldur útlendingum frá Íslandi. Fordómarnir hafa líka gert það í miklum mæli, og nú vitið þið "landar" að íslenskir lögreglumenn eru virkir boðberar ósómans.
Ég vonast til að íslensk yfirvöld skoði vel þá menn sem gegna löggæslu í framtíðinni. Íslendingar mega ekki við því að missa lýðræðið og sjálfstæði vegna fólks í einkennisbúningum, sem dregur fólk í dilka eftir hentugleika eins og Gísli Jökull Gíslason, eftir uppruna þess.
Ef franskan vefst fyrir ykkur, notið þá Google translate.
Frakkar velja kannski ekki "réttu útlendingana", en gerir Íslendingurinn á myndinni það? Mjög hægrisinnuðu blaði í Frakklandi líkaði þessi lögga...
Fáfræði | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2019 | 06:38
Nú er það svart aftur, maður!
Ef "kerfið" á Íslandi hefur verið að flokka fólk sem "negríta", og hefur skráð hörundsdökkt fólk frá Afríku í þann flokk, er það bara enn eitt dæmi um furðulélega menntun á Íslandi, en einnig pólitíska rétthugsun sem farin er út fyrir allar villigötur.
Kona frá Suður-Afríku, eins og sú sem kvartaði yfir flokkun á sér í íslensku heilbrigðiskerfi, getur ekki verið negríti (Negrito), sem er flokkun á þjóðflokkum í Asíu, af mismunandi uppruna, sem sem eru dekkri á hörund en flestir aðrir á svæðunum umhverfis þá. Stundum eru negrítar í Asíu flokkaðir í mannfræðinni sem pygmear.
Illa menntað lið í læknastétt á Íslandi, sem þarf ekki lengur að læra latínu, hefur líklega ætlað sér að nota íslenskaða mynd af Negroid (negróíð) til að hitta á hinn rétta lit.
Aftur á móti er útí hött að banna sér og öðrum að nota ýmis lýsingarorð til að lýsa fólki sem er ættað eða frá Afríku og er dökkt á hörund.
Negrus á latínu og negros á grísku eru lýsingarorð sem fengin hafa verið að láni í fjölda tungumála. Ef menn vilja ekki að það orð sé notað um fólk frá Afríku, er til nóg af orðum sem enn er hægt að nota án þess að eiga á hættu málsókn. Annars endar þetta þannig:
Hann Óli er með konu, þú veist, sem er ekki eins bright og hann sjálfur.
Því miður hefur brunnið við, að amast sé yfir orðum sem hægt er að lýsa Afríkumönnum með. Einhvern tíma sá ég mikinn æsing hjá fólki sem ekki þoldi orðið þeldökkur. Það er hins vegar ekki hægt að nota einvörðungu fyrir fólk með Afríkuuppruna, því Indverjar og aðrir geta líka verið þeldökkir.
Konunni sem vitanlega leiddist að hún var orðin að negríto, þó hún sé bara frá Suður-Afríku en sé ekki pygmei frá Asíu, heitir upphaflega Surprise Manamela. Ætli það nafn hafi verið henni svo mikill fjötur um fót að hún varð að Evu Þóru Hartmannsdóttur? Mína svörtu sál grunar ýmislegt.
Ef ég er hvítur eða bleikur, er Eva Þóra Hartmannsdóttir Manamela svört, eða brún. Ég er hvítingi, hún er svertingi. Ég vil þó ekki láta kalla mig blanco frekar en hún vill kallast negro.
En er ekki hægt að slappa dálítið af, þegar N-orðið er annars vegar og hægt er að segja Fuckin´ N, ef maður er sjálfur hörundsdökkur?
Nú vill svo til að ég er með 3% subsaharan gen. Ég heyrði einu sinni af manni einum sem "sá svart" og byrjaði á N-orðaæði er hann fékk að vita það sama um uppruna sinn og ég. 3% subsaharan genamengi, sem ekki var villa í raðgreiningunni, urðu til þess að hann fór að hlusta á jazz og bannaði svö öllum að kalla sig negra, enda rauðhærður með gegnsæja húð.
Eins gott að ég þurfi ekki að fara í sykurþolspróf, þó ég sé ó léttur.
Svarthöfði, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, reyndi eitt sinn við asíata, eða var það mongólíti (mongoloid)? Reyndar var Svarthöfði vatnshöfði (hydrókeflvíkingur, samvæmt íslenska læknakerfinu). Plakat i eigu ritstjóra Fornleifs.
Kölluð negríti í kerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fáfræði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2012 | 07:07
Jónas Hallgrímsson á Facebook
Auðvitað var það smekkleysa og bríarí hjá mér um daginn að líkja Þjóðskáldinu við fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik.
Meiri smekkleysa finnst mér það hins vegar hjá hasarmiðlinum Pressunni að apa þessa myndlíkingu mína eftir (sjá hér) og eigna sér hana á Facebook, án þess að nefna sökudólginn á nafn. Pressuetík?
Nokkrir þeirra sem supu hveljur út af myndlíkingunni, sem einnig birtist hjá Pressunni, virðast engin líkindi sjá með norska brjálæðingnum og þjóðskáldinu. Aðrir, sem hafa haft samband við mig, benda á að nefið sé ekkert svipað, þótt allt annað sé nær steypt í sama mótið. Leyfi ég mér í því sambandi, að nefna, að nefið á Breivik var ekki nógu arískt, svo hann lét breyta því hér um árið. Slíkar breytingar stóðu ekki til boða fyrir Jónas.
Annar líkur, Ole Højland, norskur stórþjófur (sjá hér)
Bið ég svo aðstandendur og hugsanlega afkomendur þjóðskáldsins afsökunar á því að líkja honum við ófreskjuna norsku. Þetta var bara mannfræðileg, fysíógnómísk, tilraun til að sýna skyldleika Íslendinga við Norðmenn, sem sumir afneita grimmt.
Útlitið er þó ekki allt.
Fáfræði | Breytt s.d. kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2011 | 05:52
Íslendingar eru örugglega líka á bak við fall Strauss-Kahn
Hér skrifar einn sem er afar langþreyttur á endalausum samsæriskenningum vinstri manna. Þeir virðast nærast á að skýra það marga sem miður fer í þeirra höndum sem alþjóðleg samsæri.
Michele Sabban, ESB-embættismaður frá Frakklandi og félagi Dominique Strauss-Kahns i franska sósíalistaflokknum (PSF), sem er auðvitað systurflokkur Samflykkingarinnar, heldur því nú fram að Strauss-Kahn sé fórnarlamb samsæris. Samkvæmt félaga Sabban átti Strauss-Kahn að halda ræðu í lok mánaðarins í Túnis, þar sem hann ætlaði að að segja Túnismönnum að vera einarðir við byltinguna sína. Gefur hún einnig í skyn að Grikkir standi á bak við samsærið á hótelinu í New York.
En í stað þess að halda að AGS (IMF) sé á bak við byltingu í Túnis og að einhverjir séu að gera Strauss-Kahn grikk, hefur Sabban hugsað út í Ísland? Ég meina það. Hefur hún ekki heyrt um gengi eins og Íhaldið, Bláu höndina, SÍS-Mafíuna, Kolkrabbann, Hagkaup og alla Bloggarana. Við höfum líka þurft að heyra það óþvegið frá Strauss-Kahns, sem Sabban segir vera næstvoldugasta manninn í heiminum á eftir Obama.
Íslendingar gætu bara vel hæglega staðið á bak við gildruna í New York. NYPD er á teik hjá Dabba og, og, og, eins og þið munuð erum við hryðjuverkaþjóð. Þernan á Sofitel, sem er "African", er alveg greinilega sú sama og var á bátnum með bankadrengjunum forðum í Florida. Það hlýtur bara að vera.
Conspiracy therory in the making......
Fáfræði | Breytt 1.7.2011 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.3.2011 | 21:34
Ódámur, ódámur! Fussum, fussum!
Skarnpésinn DV komst í verulega feita frétt, þegar borgarstjórinn í Reykjavík sagði sögu sína um feikna undirlægingu sína á klæðskiptingaskemmtistað í New York, þar sem Jón var staddur fyrir nokkrum árum með fjölskyldu sinni. Gnarrið kann greininga að velja staðina til að gera familíunni dagamun.
Nú liggur í augum uppi, að beinast liggur við að kenna Könum um ófarir Reykvíkinga allra og sérstaklega hávöxnum Blökkukönum með gríðartyppi og mikil brjóst.
En örlítið finnst mér nú niðurlæging Jóns á kynskiptingsbúllunni í New York svipa til niðurlægingar Guðmundar á Brunngili sem var við grasaleit í Hólknardal í Bitrufirði á 18. öld í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Guðmundur komst með naumindum hjá kynferðisáreitni tröllkonu einnar við að bera á sér miðfótinn framan í stórkonuna, sem var með tágahatt á höfði er hún elti hann. Gvöndur brá á það ráð að hneppa niður brókum sínum og bera sig fyrir framan tröllskessuna. Þá sagði hún: "Ódámur, ódámur! Fussum, fussum!", kastaði svo hetti sínum, sem Guðmundur notaði síðan lengi sem eins konar heybagga. Skessan angraði ekki Gvend eftir það. Ég velti oft fyrir mér hvaða sveppi Guðmundur át í Bitrufirði.
Kannski væri vit í því fyrir ósátta Reykvíkinga sem langar að deyja" eftir niðurlægingu þá sem Gnarr og félagar hans hafa boðið almúganum, að mótmæla óstjórn brjósttyppinga í Reykjavík og hrópa að borgarstjóra og legfólki hans: "Ódámur, ódámur! Fussum, fussum!". Takið þetta þó ekki sem áskorun um að ata Páli Óskari með klofið upp á herðar Gnarrans.
Kynlegir og kindeygðir menn á Íslandi
Fáfræði | Breytt 21.3.2011 kl. 05:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.11.2010 | 18:07
Geimveran
Fáfræði | Breytt 14.11.2010 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.9.2010 | 06:53
Íslenska gervilimasveitin í Gaza
Eyjan, og aðrir fjölmiðlar greina frá því að þrír Íslendingar hafi verið stöðvaðir hluta úr degi í Ísrael með gervilimi, sem þeir ætluðu að taka með sér til Gaza. Það er allra góðra gjalda vert að fara með gervilimi til Gaza, sérstaklega þegar þarlendir hafna gervilimum frá Ísrael.
Eftir að meðlimir íslensku gervilimasveitarinnar voru stöðvaðir í Ísrael, fékk sveitin að fara til fyrirheitna landsins, vina sinna í Hamas, en án limanna, sem Eyjan greindi frá - þó svo að þetta séu víst töskur með tólum og tækjum til að búa til limi. Gervilimirnir/töskurnar með tólunum verða líklega við fyrsta tækifæri sendir til Gaza þegar búið er að gegnumlýsa allt og fullvissa sig um að ekki sé hægt að búa til sprengjur með tækjunum. Ísraelsmenn vita einnig, reynslunni ríkari, að hægt er að nota gervilimi til að smygla hverju sem er til Gaza. Frægt er orðið málið um Ullu Lyngsby í Danmörku, sem á sínum tíma reyndi að smygla vænni fúlgu af dollurum til PFLP í illa lyktandi dönskum osti, 45%. Peningana átti að nota til að drepa gyðinga. Eftir að hinn einfætti Lors skeit á sig í spreng á klósetti í Kaupmannahöfn eru gervilimir náttúrulega ofarlega í hugum manna, sem berjast við hryðjuverk. Heimurinn er nefnilega alls staðar miklu "vondari" en á Íslandi.
Meðlimir hópsins frá Íslandi, sem kom með limina til Ísraels, verða að skilja að öryggi Ísraelsríkis er stefnt í hættu af öfgamönnum þeir sem hafa stjórnað á Gaza síðan að Ísraelsmenn lokuðu landnemabyggðum sínum þar. Ef meðlimir gervilimasveitarinnar frá Íslandi gera sér ekki grein fyrir að þeir eiga í samskiptum við öfl sem opinberlega lýsa vilja sínum að drepa gyðinga og eyða Ísraelsríki, þá þarfnast þessir limir frá Íslandi ef til vill sjálfir einhverra hjálpartækja til að auka skilning og minnka hatur sitt og fordóma. Mig grunar nú, að þessar ferðir séu mestmegnis til skapa ógeðfelldan fréttaflutning af vondu Ísraelsmönnunum, svo gyðingahatarar geti gert athugasemdir á Eyjunni. Sjón er sögu ríkari, sjáið hér
Allir, sem nenna að kynna sér gervilimaástandið á Gaza, vita að um það bil 100 manns vantaði gervilimi í Gaza eftir síðasta stríð þar samkvæmt upplýsingum Palestinian Medical Relief Society (PMRS) og Artificial Limb and Polio Center in Gaza. Framboðið á limum hefur hins vegar reynst miklu meira en eftirspurnin. Allt er fljótandi í gervilimum á Gaza. En flestir sem þurfa á gervilimum að halda á Gaza eru sjúklingar með sykursýki, sem er öllu alvarlegra vandamál meðal araba en t.d. Íslendinga. Einn þeirra er Achmed á myndinni hér fyrir neðan. Vonandi fær hann einn hinna annáluðu gervilima frá Íslandi, en ekki einhver Hamas-limurinn, sem misst hefur líkamsparta vegna öfganna í sér. Ef limir frá Íslandi eru notaðir sem stoð undir Hamas, eru meðlimir íslensku gervilimasveitarinnar sem haldið var til hlés í Tel Aviv í gær, í annarlegum erindagjörðum.
Mér þykir það mjög klókindalega gert hjá Össur hf, sem aðstoðar með limina á Gaza, að nota annað fyritækjanafn en Össur, þegar þeir ferðast í Ísrael. Þeir vita, eins og er, að menn gætu ruglast á gervilimunum og Össur Skarphéðinssyni.
Fáfræði | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2010 | 10:38
Trú friðar og umburðarlyndis skal vera velkomin
Ég skil ekkert í Íslendingum, sem vilja ekki mosku og mínarettur. Myndin hér að ofan er af mosku við Wagenstraat i den Haag í Hollandi. Húsið var áður eitt af samkunduhúsum gyðinga borginni. En þeir voru flestir myrtir vegna haturs og öfundar. Nú er hús gyðinganna miðstöð múslíma, en engin merki eru á lofti sem benda til þess að múslímar hljóti sömu örlög og gyðingar. Sumir múslímar hrópa nefnilega sömu slagorðin og þeir sem myrtu gyðingana. Það sá ég sjálfur í fyrsta skiptið árið 1976 í fyrrnefndri borg. Hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld. Slagorðin eru ekki trúarbrögðin, heldur hluti af hatursbylgju, sem hefur tekið trúarbrögðin í gíslingu.
Ég er hlynntur moskum eins og öllum öðrum guðshúsum, ef þar fer ekki fram andleg og líkamleg nauðgun í gluggalausum kompum og boðun áróðurs gegn ákveðnum þjóðum, menningu og gildum annarra manna. Þegar þjóðkirkjuprestar á Íslandi nota pontuna til hatursáróðurs gegn þjóðum, og hefur það nýlega sést á Íslandi, á að svipta þá kjól og kalli eins fljótt og þá sem halda vilja hlífðarhendi yfir barnaníðingum.
Ég stæri mig gjarnan af því að vera fyrsti Íslendingurinn , sem mælti með mosku á Íslandi. Ef þetta er rangt, upplýsið mig sem fyrst um villu mína. Nýlega hrópuðu ungliðar VG á þörfina fyrir Mosku, en krakkarnir hafa ekki sömu ástæðu og ég til að vilja fá mosku. Ég stakk upp á mosku árið 1994. Ég reit í Moggann þann 14. des 1994, bls. 44: Það er ekki nóg að yrkja landið, fólkið verður einnig að fegra. Ég fagna þeim degi, að moska rís í Mosfellssveit eða sýnagóga á Selfossi og að bænir á Alþingi verði ekki aðeins kristnar".
Íslam sem trúarbrögð eiga að vera velkomin á Íslandi. En það er einn galli á gjöf Njarðar. Við vitum að Íslam á við mikil vandamál að stríða. Það er hatur í garð annarra trúarbragða og virðingarleysi, sem margir fylgjendur trúarbragðanna aðhyllast. Það er að bera í bakkafullan lækinn fyrir múslíma að neita því. Gjörvallur heimur múslíma, með örfáum undantekningum, hatast út í gyðinga, gyðingdóm og ríki gyðinga, Ísraelsríki. Kristnir og önnur trúarbrögð verða einnig fyrir barðinu. Hvernig má þetta vera? Ef það eru ekki gyðingar, þá eru það samkynhneigðir sem fá lexíuna, eða Bandaríkjamenn, eða Danir.
Hvað boðar þessi egypski klerkur, VG-stefnu eða Íslam?
Ef moskan er notuð til að boða hatur, dauða, vanvirðingu, þjóðrembu og imperíalisma, þá get ég aldrei stutt byggingu mosku á Íslandi.
Nei, allt þetta hatur, sem ég læt fylgja nokkur dæmi um, er fyrst og fremst vegna þekkingarleysis og menntunarskorts. Þegar ungliðar VG heimta mosku í Reykjavík er mér ekkert brugðið. Þeir eru fullir af þekkingarleysi, afneitun og falsi. Þeir vilja ekki leyfa byggingu mosku fyrir sömu sakir og ég. Þeim er skítsama um trúarbrögð. Þau gefa skít í Múhameð og Allah. Ungliðarnir í VG eru nefnilega flestir trúleysingar. En vegna haturs eiga þau samleið með öfgamönnum innan Íslams. Þeir eiga sameiginlega óvini og hatast út í Ísrael og BNA - af þekkingarleysi. Áhugi VG á moskum er því ekki hreinn. Hann byggist frekar á hatri en á trúnni á Guð eða Allah.
Ég vona ekki að moskan sem múslímar reisa fyrir fé sitt á Íslandi verði notuð til að boða hatur og dauða. Ég leyfi ég mér að ráðleggja íslenskum múslímum að halda sig langt frá ungliðum VG, og fólki sem lýsir frati á trúarþörf annarra og sem telur vantrú sína ofar öllum öðrum mannlegum eiginleikum.
Ég læt ég fylgja nokkur dæmi um hvers konar hatur ég meina, því vandamálið er stórt og svo mikið að oft er erfitt að sjá hvað er Íslam friðarins, og hvað er hatur.
Þessir prestar á Gaza virðast hafa einhver sambönd í hatrinu á Íslandi. Að minnsta kosti er nú víst að Eyjafjallajökli er stjórnað af Allah og dyntum hans. Er þetta Íslam eða fávisku, sem þessi menn þjóna?
Fáfræði | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2010 | 13:16
Haturslistamaður Íslands 2010 fundinn
Hér var í gær mynd eftir Inga Jensson, sem
umsjónamaður Morgunblaðsbloggsins
bað mig um að fjarlæga kl. 01.16, þann 16.6.
2010. Ingi Jensson var fyrst beðinn um að
fjarlægja listaverkið sitt á blogginu hjá sér.
Ég geri ráð fyrir því að umsjónamaður
bloggsins hafi beðið um að myndin hafi verið
fjarlægð, eftir að hafa lesið athugasemdir
mínar hér fyrir neðan. Við erum því miður
eftir að sjá birtingu fjöldans alls af teikningum
eins og þeirri sem Ingi skóp, því margir
listamenn
nota list
sína til
að sýna
hatur
sitt í stað
þess að
gefa pólitíska skoðun sína í ljós.
Hatrið er stundum skiljan legt í stjórnmálum, en þegar
hatrið bitnar á trú manna og uppruna, þá er það lögbrot.
שָׁלוֹם
Ingi Jensson heitir snjall skrípóteiknari, sem meira að segja hefur moggablogg og mörg önnur blogg til að koma sér og verkum sínum á framfæri, jafnt á Íslandi sem erlendis. En eins og við vitum gerast skrípóteiknarar oft sniðugari en þörf er, líkt og standpínutrúðar verða leiðinlegir, þegar þeir fara í pólitík. Skrípóteikningar geta haft geigvænleg áhrif. Þetta sáum við með teikningarnar af Múhameð. Það lá við heimsstyrjöld. Allir vissu að Múslímar yrðu fokillir, þegar einhver færi að teikna Múhameð, því hann var svo mikilvæg persóna, en reyndar líka fjöldamorðingi.
Ég birti ekki myndir af Múhameð spámanni nema til neyddur með sverðið yfir höfðinu. Mér finnst hann ekki það áhugaverður að það taki því að ímynda sér hvernig hann leit út. Ég lítilsvirði heldur ekki trú annarra, ef ég get komist hjá því.
Það gildir ekki um Inga Jensson, sem teiknaði myndina hér fyrir ofan og birti nýlega undir titlinum Shalom, mate! með þessum ummælum: Ein gömul sem hægt er að endurnýta og endurnýta og endu... (teikning).
Þetta er vissulega ekki spámaður, sem Ingi hefur teiknað, heldur sjöarma ljósastika, Menorah, sem hann hefur einnig merkt með svo kallaðri Davíðsstjörnu. Þetta er óvirðing við fornt trúarlegt tákn, og það varðar við hegningarlög að óvirða trú annarra. Ætli Ingi Jensson viti það? Ætli þeir, sem ráða hann á Englandi og í Hollandi til að teikna fyrir sig, viti það? Hvernig væri nú ég gengi úr skugga um það?
Það vekur athygli mína, að Ingi skrípó er með þessa mynd af blóðugu trúartákni á íslensku bloggi sínu, en ekki á erlendum og alþjóðlegum heimasíðum sínum. Hann veit kannski að svona ósómi gengur víst bara á Íslandi? Eða er hann bara einfaldur, sköllóttur trúður eins og hann teiknar sjálfan sig. Haturslistamannalaunin fara í ár til Inga Jenssonar.
Fáfræði | Breytt 16.6.2010 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 1352296
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007