Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.12.2007 | 01:27
Hin nýju alheimstrúarbrögð
Nú er víst alveg óhætt að halda því fram, að nýr sértrúarsöfnuður sé orðinn til. Hann nær til heimbyggðarinnar allrar og slær brátt við kaþólsku. Strax í upphafi þessarar löngu ræðu, og til að fjarlægja allan misskilning, ætla ég að leyfa mér að undirstrika að hér er ekki um að ræða trúarbrögð í hefðbundnum skilningi þess orðs. Félagar í þessum sértrúarhóp eru ekki mikið fyrir helgihald og seremoníur og víst oft yfirlýstir og hatrammir guðleysingar, sem gera gys að venjulegu trúuðu fólki. Mantra þeirra er hins vegar auðskilin: Allt vont sem gerist í heiminum hefur aðrar skýringar en þær sem virðast liggja í augum uppi.
Trúarbrögð þessi greinast í tvær megingreinar. Annars vegar hreinræktaða vantrúarmenn og afneitara. Hér í flokki eru t.d. það fólk sem ekki trúir að helför gyðinga hafi átt sér stað og afneitar henni.
Hins vegar eru þeir, sem hafa séð ósköp eiga sér stað í beinni útsendingu í sjónvarpinu og geta því ekki afneitað tilvist atburðarins. En þeir vilja ekki fyrir neina muni setja það sem þeir sáu í neitt samhengi, án þess að sjá samsæri og þveröfuga greiningu á við það sem flestir telja. Stór hópur fylgir nú þeirri kirkju sem heldur því fram og trúir, að Bush og Bandaríkjastjórn hafi komið ósköpunum þann 11. september 2001 af stað; að þeir hafi dáleitt hóp múslima, sett þá í flugvélar og komið fyrir sprengjum í háhýsum á Manhattan.
Vantrúarmenn, sem geta t.d. ekki trúað að þjóðarmorð hafi átt sér stað, án þess að kenna fórnarlömbunum um, eru upp til hópa sjúkt fólk, haldið þunglund og hatri. Hinir, sem ekki geta sætt sig við orðinn hlut, t.d. að ofstækismen geti grandað sumum af hæstu byggingum heims og þúsundum manna í nafni Allah, eru oftast tilbúnir að fullvissa aðra um að þeir séu hinir mestu mannvinir og friðarsinnar. Margir nýir liðsmenn þessa safnaðar eru gamlir og garfaðir vinstri menn. Þeir nota það jafnvel sem eins konar áreiðanleikavottorð þegar þeir kenna Bush, Bandaríkjunum og zíonistunum um stóra samsærið á bak við 9/11.
Ekki býst ég við því að margir landa minna séu svo forheimskaðir, að þeir aðhyllist þessi trúarbrögð samsæriskenninganna. Á einstaka bloggi hef ég þó séð nokkra furðukalla, (því þetta leggst mest á karlpening eins og Aspargers heilkenni), sem aðhyllast þessi trúarbrögð. Maður gæti haldið að sumir þeirra hafi nýverið brugðuð sér í flugferð með fljúgandi furðuhlut og ekki borið barr sitt eftir það.
Hér í Danmörku er ástandið orðið slæmt. Hér er t.d. rekin vefsíðan http://www.911truth.dk/, stæling á www.911truth.org, sem með þekktum lýðskrumsaðferðum reynir að telja fólki trú um að vondi kallinn sé fluttur úr neðra upp í Hvíta Húsið í Washington til að angra saklaust fólk. Þetta trúfólk hefur ekki ímyndunarafl til að trúa öðru en að Bush og kumpánar hans séu á bak við hryðjuverkin árið 2001 og allt annað sem miður fer í heiminum, þó svo að yfirlýsing Bin Ladens í kjölfar 9/11 hryðjuverkanna sé bókfest.
Þetta er afar líkt og þegar menn á miðöldum, sem og Hitler og nokkrir arftakar hans síðan, kenndu gyðingum um allt sem miður fer í heiminum. Það er einnig bókfest að þeir sem flugu inn í World Trade Center trúðu því. En samt eru þúsundir manna um heim allan sem telja sér trú um að gyðingar hafi staðið á bak við árásirnar á Bandaríkin árið 2001. Þeir álíta að farþegar, sem voru í flugvélunum sem flogið var á turnana í New York og Pentagon, séu á lífi eða hafi aldrei verið til. Sams konar rök nota afneitunarmenn Helfararinnar. Samkvæmt þeim búa fórnarlömb Holocaust í Florida.
Varnarmálaráðherra Súdans kenndi sumarið 2007 gyðingum um þjóðarmorðin í Darfur. Nasistar kenndu gyðingum um kommúnisma og rússnesku byltinguna og helfararafneitendur kenna gyðingum um Helförina. Sjáið http://www.youtube.com/watch?v=w8tfhqmGkSw Samsærismenn hata gyðinga.
Hvergi eru þessi afbrigðilegu nýtrúarbrögð eins sterk og í Bandaríkjunum, föðurlandi samsæriskenninganna. Það er margt víst margt sjúkara þar en húsbóndinn í Hvíta Húsinu, sem mér er bara farið að þykja vænt um þegar maður sér alla vitleysingana sem ganga lausir í BNA og trúa því að Al Quaeda hafi verið búið til af CIA.
Eitt gott dæmi til sönnunar kenningar minnar um að fylgjendur samsæriskenninga séu þunglyndissjúklingar, sem þyrftu á meðferð að halda, er þessi síða : Biblía samsæriskenninganna. Þar sem sérstök áhersla er lögð á að hata yfirvöldin í Washington
Mannskepnan á oft erfitt með að trúa. En það skrýtna er að VANTRÚ getur hæglegu orðið að sterkustu trúarbrögðunum. Af hverju vilja þúsundir manna um heim allan ekki trúa því að vitlausir Íslamistar hafi sprengt upp World Trade Towers hjálparlaust? Alveg hjálparlaust erum við víst öll á góðri leið með að bræða báða pólana og drukka í eigin skít. Er það kannski líka Bush að kenna?
Því miður er einn elsti veikleiki mannsins ástæða þess að við sjáum nú svo marga fylgismenn samsæristrúarbragðanna. Að kenna öðrum um og útnefna blóraböggul fyrir sameiginlegar syndir er frumstæð og leiðigjörn árátta. Því miður er sú kennd mjög sterk meðal íslamista og margra vinstri manna, og t.d. nasista. Þess vegna sjáum við svo margt sameiginlegt með fylgisfólki Hitlers, Stalíns og þeim fylgismönnum Múhameðs, sem gert hafa Íslam að heimsyfirráðastefnu. Hitler, Stalín og Múhameð áttu sér líka eitt sameiginlegt. Þeir sáu alls staðar samsæri geng sér og drápu mismunarlaust alla þá sem þeir ímynduðu sér að stæðu í vegi sínum.
Ég læt Penn & Teller að skýra þetta betur út. Horfið á þetta. Myndin efst er frá mótmælum afneitunartrúarmanna fyrir framan sendiráð BNA í London. Hún skýrir sig sjálf
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2007 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
3.12.2007 | 20:08
Forsetinn opnar rakarastofu
Abbas Palestínuforseti hefur nú gripið til örþrifaráða. Hann ætlar að fara að klippa skegg andstæðinga sinna. Nei, ekki Ísraelsmanna, lesendur góðir, heldur skegg Hamasmanna.
Hamas klagaði beint í Ísraelsmenn ! Í viðtali við Jerusalem Post segja þeir að Abbas sé farinn í stórrúningu á geithöfrum Hamas, sem hann hefur í réttum sínum. Frelsishetjan Arafat mun einnig hafa haft slíkar hárgreiðslustofur fyrir óþolandi Hamasmenn, sem hann snöggklippti kringum talandann.
Ef friðarferlið í Miðausturlöndum er orðið skegglaust, líst mér ekki á blikuna. Skegg eru varla verri en byssa og sprengjur, en málbyssur þeirra skeggjuðu geta oft verið hættulegar. Skeggjaðir menn eru auðvitað líka gífurlega kynæsandi.
Ég er ekki viss um að þessi nýja "Gillette-doctrine" meðal vel snyrtra Palestínumanna sé mikilvægur hlekkur í friðarferlinu eftir Annapolis. Hvað segir Heiðar snyrtir?
Hvaða rakspíra mæla menn með fyrir Hamas? Komu þessar rakarahugmyndir nokkuð frá Ólafi rakarasyni Gríms á Íslandi?
2.12.2007 | 21:35
Sænskur banki reisir hús á beinum gyðinga
Svenska Enskilda Banken, SEK, sem er víst enn stærri en flestir íslenskir bankar, þótt hann haldi ekki eins góðar veislur, er í vondum málum í Vilníus í Litháen. Þar hefur bankinn fjármagnað byggingar lúxusíbúða á uppsprengdu verði á þeim stað sem áður var helsti grafreitur gyðinga í Vilníus, sem gyðingar kölluðu Vilnu. Gyðingum var, eins og víðast annars staðar, ekki leyft að hafa grafreit sinn innan borgarmarkanna. Þess vegna var honum fundinn staður norður árinnar Neris, sem rennur norðan Vilnu. Fyrir löngu hefur borgin innlimað sveitaþorpið Snipishok, Grísatrýnisþorp, þar sem grafreiturinn var.
Grafreitur þessi hýsir, líkt og aðrir grafreitir gyðinga, jarðneskar leifar til eilífðarnóns. Vilna var á sínum tíma háborg gyðingsdóms í Austur-Evrópu.
Fyrst myrtu nasistar og handlangarar þeirra gyðinga í tugþúsundatali í Litháen. Svo komu Sovétrússar með sinn isma og hafa líkast til ekki vitað neitt um gyðinga, þegar þeir rifu þúsundir grafsteina úr grafreitnum í Snipishok og notuðu þá í undurstöður og tröppu Íþróttarhallar sem þeir byggðu á því svæði sem grafreiturinn var og nýrri götu var gefið nafn Ólympíu (Olimpiečių skyrius). Bein frægra lærifeðra, helgra manna og menningarfrömuða hinnar jiddísku menningar austurevrópska gyðingdómsins voru rifin upp og kastað hauga mannfyrirlitningarinnar Sovétsins.
Nú ræður annar ismi i Vilníus. Sá sem kenndur hefur verið við kapítal, og virðast boðorð hans heldur ekki hlífa gyðingum. Nú er búið að bæta fleiri glerhöllum ofan á það svæði sem selt var gyðingum til ævarandi eignar.
Sænski Bankinn, SEB, er með útibú á jarðhæð þessarar byggingar og reynir að selja og leigja út íbúðir á efri hæðunum. Í kjallaranum er hins vegar reimt og mun gangur mála þar ekki verða SEB til framdráttar.
Svenska Enskilda Banken og litháískir samstarfsmenn þeirra bjóða nú íbúðir til sölu eða til leigu á landi sem er ekki þeirra eign. Litháísk yfirvöld hafa ekkert gert til að hindra enn eitt ránið á arfleifð gyðinga í Vilnu. Bankinn SEB og fólskuflón í stjórnmálastétt Litháens leyfa sér að tala um fyrrverandi grafreit gyðinga í Vilníus. Það er ekkert til sem heitir fyrrverandi grafreitur gyðinga.
SEB varð til úr tveimur bönkum árið 1972 og einn þeirra banka var alfarið í eigu Wallenberg ættarinnar. Sú ætt átti mikil og góð viðskipti við Þriðja ríki nasista og keyptu illa fengið gull af þeim. Eru menn að halda áfram þar sem frá var horfið?
Hurra Sverige!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2007 | 09:34
Dúkkan í gettóinu
Þetta er hönd gyðings frá Hebron. Hann var myrtur af æstum múg árið 1929. Æstur múgur er enn tilbúinn til að myrða gyðinga í Hebron. Nú eru aðrir tímar og múgurinn hefur með sér lækni frá Íslandi, klyfjaðan myndavélum. Sveinn Rúnar Hauksson heitir doktorinn. Sveinn Rúnar er enginn Spielberg, en boðskapurinn kemst þó til skila enda er hann eingöngu einhliða hjá Sveini, eins og stuðningsmanni öfgasamtaka sæmir.
Á bloggi Júlíusar Valsonar, góðvinar og kollega Sveins, er erfitt að segja skoðun sína ef maður heitir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Innri KGB maðurinn í Júlíusi fjarlægir alla gangrýni. Ég held að hann hafi alltaf fjarlægt skoðanir frá mér. Í þetta sinn getur hann það ekki. Ég birti þær á mínu eigin bloggi.
Í nótt setti Júlíus á bloggið sitt myndasyrpu Sveins Rúnars Haukssonar Palestínufara, þar sem hann fjallar um "ruslahaug gyðinga" í Hebron og undarlega dúkku, eftir að hafa fengið skammt af táragasi Ísraelsmanna. Í myndinni gerir Sveinn mikið umtal út af "ruslahaug gyðinga":
"Þetta er ruslahaugur gyðinganna sem búa hér fyrir ofan, landtökuliðsins. ......
Þarna hafa þeir fleygt dúkku..... þetta er undarlegt ... þetta er undarlegt ... hvað hún stendur fyrir......
Það er rétt er að halda áfram að taka myndir af þessu rusli hérna.......
Þetta er gata sem er bara fyrir gyðinga. This is only Jew's street at least not for Palestinians.
Þessi maður má ganga á götunni enda er hann með gyðingakollu þarna."
Sveinn Rúnar Palestínufari segir okkur ekki að Hebron er önnur heilagasta borg gyðinga. Þar bjuggu gyðingar þangað til 1929, þegar arabar réðust á þá og myrtu 67 manns. Gyðingar flýðu þá Hebron. Gyðingar höfðu fyrir þennan hræðilega atburð búið í sátt og samlyndi við araba. Já og nokkuð þúsund ár áður en arabar urðu til. En skyndilega árið 1929 ákváðu öfl sem eru forfeður þeirra sem Sveinn Rúnar talar við í mynd sinni, að ráðast á saklausa gyðinga. Síðan þá hafa arabar ekki viljað hafa gyðinga í Hebron. Hver er að tala um Apartheid? Jórdanar, sem stýrðu borginni frá 1948, gerðu gyðingahverfið í Hebron að ruslahaug og helsta samkunduhús gyðinga, Abraham Avinu, sem byggt var á 16. öld var eyðilagt og gert að asnastíu og geitahúsi.
Bækur gyðinga sem myrtir voru eða flæmdir burt frá Hebron árið 1929. Minnir á bókahrúgur í Auschwitz. Fleiri myndir hér
Fyrir menn eins og Svein Rúnar Hauksson, sem hafa svo mikinn áhuga á ruslahaugum, hlýtur að vera áhugavert að heyra um gyðingahverfið og helg hús gyðinga sem voru gerð að ruslahaug af Palestínumönnum.
Í Hebron búa nú 140.000 Palestínumenn og 500 gyðingar. Gyðingarnir hafa ekki getað um frjálst höfuð strokið síðan átti að útrýma þeim þar árið 1929. Það var ekki í fyrsta sinn. Krossfarar ráku gyðinga úr borginni á 12. öld og þegar múhameðstrúarmenn náðu borginni aftur voru réttindi gyðinga ekki mikil. Þeim var meinað að heimsækja helga staði sína - allt fram á 20. öld.
Eitt af fórnarlömbum ofsóknanna í Hebron 1929
Eftir 1967 hafa afkomendur þeirra gyðinga sem búið höfðu í aldaraðir í Hebron ekki fengið aftur hús sín. Aðrir gyðingar hafa sest þar að og hafa margir þeirra mátt láta lífið fyrir það uppátæki. Gyðingar geta ekki búið óhultir í þessari gömlu borg gyðinga. Palestínumenn halda uppi andanum frá 1929.
Þann 26. mars 2001 var 10 mánaða stúlkubarn, Shalhevet Pass, skotin í höfuðið af palestínskri hetju.
Shalhevet Pass sem myrt var í Hebron árið 2001 og gröf hennar i Hebron
Það er ekki grafreitur gyðinga, þar sem Shalhevet litla hvílir, sem Sveinn sýnir okkur í mynd sinni. Árið 1993 var ráðist á afa hennar með öxi þegar hann var á leið til bænar. Maðurinn með "gyðingakolluna", sem gekk inn í mynd Sveins Rúnars, gæti jafnvel verið afi Shalhevetu? Móðursystir Shalhevetu var stungin í bakið af frelsishetju árið 1998 og móðurbróðir hennar skotinn í fótinn árið 2001.
Svei mér þá, ég held bara að hann Sveinn Rúnar Hauksson frá Íslandi hafið jafnvel fundið dúkkuna hennar Shalhevetu við gettó gyðinga í Hebron.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2007 kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
15.11.2007 | 10:53
Danski stríðsglæpamaðurinn sem enginn mátti heyra um
Í byrjun árs 2005 birtist eftir mig grein í helgarblaðinu Weekendavisen í Danmörku. Greinin, sem hægt er að lesa hér, fjallaði um danskan stríðsglæpamann, Gustav Alfred Jepsen, sem enginn hafði heyrt um áður. Ástæðan fyrir þeirri þögn var að dönsk yfirvöld höfðu klórað mjög vandlega yfir málaferli gegn honum og aftöku hans árið 1947. Þessi danski borgari framdi stærsta glæp Dana í síðari Heimsstyrjöld. Dönsk yfirvöld vildu ekki að mál hans skyggði á "hetjulega" framgöngu þeirra í stríðinu.
Þegar ég sá heimasíðu íslenskra rasista (skapari.is, sem virðist hafa verið lokað), sem mikið hefur verið skrifað um, kom danski fjöldamorðinginn upp í huga mér. Ég held að einstaklingarnir bak við þá síðu eigi bágt eins og danski stríðsglæpamaðurinn. Ég held að þessir menn gætu hæglega leikið sama hlutverk og danski SS maðurinn ef aðstæður væru fyrir hendi.
Ekki voru allir Danir sáttir við grein mína. Fylgismenn þeirrar söguskoðunar, að samvinna við Þriðja ríkið hafið verið vænsti kostur fyrir Dana eru margir. Fyrir utan hótunarbréf og tvö dólgsleg símtöl, skrifuðu nokkrir Danir lesendabréf í Weekendavisen og mótmæltu grein minni. Þeir töldu Gustav Alfred Jepsen hafa verið Þjóðverja, vegna þess að hann tilheyrði þýska minnihlutanum í Danmörku. Gustav Alfred Jepsen leit hins vegar sjálfur á sig sem Dana og var danskur þegn, skráður í SS sem Dani og krafðist þess að tala dönsku við réttarhöld sín. Dönsk yfirvöld litu á hann sem eins konar Dana, lagalega séð, og héldu vörð um þögnina til hins síðasta, eins og fram kemur í grein minni. Dönsk yfirvöld mæltu með því við konu hans og son, að þau færu ekki til að kveðja hann áður en hann var hengdur.
Sumir Danir töldu árið 2005 að Þjóðverjar væru einir færir um að fremja þá glæpi sem Gustav Alfred Jepsen framdi. Ég er á annarri skoðun og tel að einstaklingarnir bak við rasistasíðuna íslensku séu á góðri leið að lenda í sömu sporum og morðhundar Heimsstyrjaldarinnar.
Lögregluyfirvöld og dómskerfið á Íslandi verða að hafa upp á þessum pörupiltum og koma þeim bak við lás og slá eða í meðferð á geðsjúkrahúsi. Þessi síða þeirra er ekkert spaug, heldur endurtekning á morðhótunum sem hafa heyrst einum of oft.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2022 kl. 04:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.11.2007 | 19:12
Tuusula
Atburðir dagsins í Tuusula í Finnlandi slá harmi á alla viti borna menn. Maður getur aðeins spurt sjálfan sig hvað veldur svona tilgangslausu brjálæði? Af hverju þurfa sumir menn að draga aðra með sér í dauðann? Erfitt uppeldi, ástarsorg, stundarbrjálæði eða eitthvað annað? Ekkert virðist rökrétt í svona glæp.
Fjölmiðlar eru farnir að geta sér til um hvað gerðist í höfðinu á piltinum sem framdi ódæðið, og skrifa nú að hann hafi sagst taka SSRI geðlyf. Skólamorðingjar í Bandaríkjunum hafa einnig verið á þessari tegund "gleðilyfja". Íslendingar eiga reyndar Norðurlandametið í notkun þessara lyfja.
Skotvopn ættu ekki að vera á heimilum manna á þessum lyfjum.
Ef SSRI lyf, eða röng notkun þeirra, geta valdi sturlun, ætti að banna þau þegar og íslensk yfirvöld ættu að fá heimild til að samkeyra lyfjaupplýsingar við upplýsingar sínar um vopnaeign landsmanna. Íslendingar eru að mörgu leiti líkir Finnum. Höfum vaðið fyrir neðan okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2007 | 20:42
Ellefti negrinn talar út
Einu sinn var settur upp bjánalegur negri í skrúðgarði Hafnfirðinga, Hellisgerði. Negrinn, sem var úr járni, var ætlað að gleypa peninga gesta í garðinum. Peningarnir, sem söfnuðust í baukinn undir hafnfirska blámanninum, fóru alveg örugglega ekki til styrktar trúboðs í Eþíópíu. Þegar ég var lítill var ég viss um að Hafnfirðingar væru allir upp til hópa algjörir rasistar, fyrst þeir settu svona negraapparat upp í skrúðgarði bæjarins. Ég er löngu búinn að jafna mig og sjá hið sanna í málinu. Rasistarnir búa ekki bara í Hafnafirði og rasistar eru ekki endilega þeir, sem setja upp bjánalega negra í skrúðgörðum sínum. Þeir sem fárast mest yfir bjánalegum negramyndum geta oft verið verstu rasistarnir.
Nú hafa hinir réttlátu riddarar ruglsins fárast yfir 10 teiknimyndanegrum í afar ómerkri barnabók sem einhver íslenskur ættarlaukur sauð saman þegar negrar voru enn börn eða dýr í hugum almennings. Nú eru aðrir tímar. Þótt svartir listamenn, svokallaðir gangstarappers klæmist og fáklæddar, "fucking" hórur þeirra dilli rössum sínum á MTV, má enginn nota orðið "nigger" nema þessir fáguðu listamenn. Ef aðrir taka sér þetta orð í munn hrópar kór hinna hreinhuga postula: KYNÞÁTTAHATUR.
Hin saklausa barnaþula Muggs er barn síns tíma. Fólk í dag er hins vegar hrætt við hugsanir sínar og innstu hvatir. Þess vegna sjáum við þessi gríðarlegu viðbrögð. Ég get vel sett mig í spor foreldra þeldökkra (svartra) barna, sem þurfa að hlusta á þuluna um negrastrákana. En ef þessir foreldrar verða ekki varir við fordómana annars staðar í þjóðfélaginu, þá er þessi bók varla hættuleg börnum þeirra. Ég endurtek, þetta er ósköp barnaleg bók, og boðskapur Muggs var er ekki þjóðarmorð eða fyrirlitning. En mig grunar þó samt, að augnargotur nútímasamfélagsins séu það sem hræði foreldra blökkubarna (afsakið orðbragðið) meira en bók um tíu negrastráka, sem deyja af slysförum.
Sjá http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/133566/
Ég er hins nokkuð viss um að sá sem teiknaði myndina hér að ofan á gallerí Kling & Bang í fyrra sé einn af hinum réttlátu riddurum sem ekki geta kallað svart svart eða hvítt hvítt. Hann kaupir örugglega ekki bók Muggs. Hann er hreinn í hugsun. Hann hatar ekki neinn og er alveg æðislega liberal. Hann (eða hún) er örugglega í fremstu röð hugsanalögreglunnar. En það er ekkert mál fyrir hann að hengja gyðing á myndlistasýningu. Enginn fresíanna hefur heldur stokkið upp á nef sér eftir að hafa heimsótt heimasíðu Bobba Fischers. Þar finnur maður lesningu og orðbragð sem gæti gert 10 negrastráka náhvíta af hræðslu. Hengdur gyðingur á myndlistasýningu við Laugarveg er líka barn síns tíma og hefur verið það nokkuð lengi. Það virðist vera allt í lagi að hengja gyðing ef maður er riddari réttlætisins - EÐA HVAÐ?
Íslendingar eru, og hafa eins lengi og elstu menn muna, verið hræddir við útlendinga og líka þá svörtu. Viðbrögðin við endurútgáfu barnarímsins sýnir þjóð sem er hrædd, en þó mest við sjálfa sig
3.11.2007 | 13:12
Hells Angels - Sönnun þess að smokkar eru nauðsynlegir

Einhverjum hundingjum hefur verið hent úr landi. Ákvörðunin er rétt og á við í þessu tilviki, en ekki þegar verið er að reyna að þjarma að ungri konu sem er að mótmæla uppi á öræfum.
Ef ekki væru til leikbræður þessa glæpagengis á Íslandi, væri ekkert vandamál. Ef einhverjir Íslendingar ætla að gera lifnaðarhætti þessa pakks að sínu, er heldur ekkert því til fyrirstöðu að flytja úr landi. Það er ekkert nýtt að Hells Angels sé varnaður aðgangur frá mannlegu samfélagi. Miðað við orðspor samtakanna hafa þeir enga bót fyrir rassinn á sér og vísa verður klögumáli þessara skítalabba frá á frumstigi.
Ef ekki er tekið á þessu rugli nú er aldrei að vita hvað gerist. Hells Angels frá Kólumbíu gæti verið á leiðinni með hvítt ský á eftir sér. Ekki má opna gáttina þá, heldur ekki af mannúðarástæðum eða þótt að einn óþokkinn sé tengdasonur einhvers ráðherra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2007 | 09:46
Hötum Lomborg
Ég er einn fárra í Danmörku sem frá byrjun hef haft mikla trú á dr. Birni Lomborg, dönskum stjórnmálafræðingi, sem leyft hefur sér að vera efins gagnvart nýju heimstrúarbrögðunum. Þau trúarbrögð boða allsherjarbráðnun og hraðferð til helvítis. Fylgjendur eru margir og mjög heittrúa. En eins og oft hjá heittrúarfólki, virðist vera sía í heila þess þar sem almenn skynsemi og rökhugsun er skilin frá heilbrigðri skynsemi.
Í dag er Lomborg með áhugaverða grein í Politiken, Før vi panikker, sem ég mæli með því að fólk lesi. Ég set tenginu við hana þegar hún kemur á netið síðar í dag eða á morgun.
Ég krefst þess ekki að neinn trúi, falli fram á hnén og tilbiðji Lomborg og hans skoðanir. En fæstir þeirra sem ég hef rætt við í Danmörku um Lomborg hafa lesið stafkrók eftir hann, aðeins gagnrýni annarra, og ég hef meira að segja hitt fyrir menn sem höfðu "ógeð á manninum, vegna þess að hann er hommi".
Politiken hefur undanfarna daga birt röð af greinum um heim á heljarþröm og loftlagsbreytingar og hefur leyft Lomborg að svara.
Á sömu síðu og grein Lomborgs í Politiken í dag er bréf til blaðsins frá aldraðri konu, sem ég hef einu sinni hitt. Hún heitir Ulla Jessing og er gyðingur sem fæddist í Þýskalandi. Hún skrifar reið: "Ég skil ekki maður vilji leyfa loddara eins og Lomborg að ganga lausum í fjölmiðlaheiminum með yfirlýsingar um að "gróðurhúsaáhrifin séu mjög vafasöm". Og það hefur gerst eftir að loftlagssérfræðingar frá öllum heiminum hafa fengið Nóbelsverðlaunin fyrir vísindalegar rannsóknir sínar á sönnu ásigkomulagi jarðarkringlunnar. Yfirlýsingar Lomborgs eru á sama stigi og yfirlýsingar bandarískra öfgatrúarmanna, sem halda að kenningar Darwins orki tvímælis".
Þessi stutta greining Ullu Jessings lýsir hatri hópæsingarinnar í hnotskurn. Ulla Jessing, sem flýði Þýskalands nasismans og kom ung til Englands, flutti síðar til DDR sem heillaði hana eins og Stalín. Þar giftist hún og settist loks að í Danmörku. Ef hún hefur ekki verið á mála hjá Stazi er ég illa svikinn, og ég sel það ekki dýrara en þegar hún skrifar að Björn Lomborg sé loddari. Konan hefur alla ævi verið handbendi öfgafullrar skoðana og ógagnrýninn borgari í ráðstjórnarríki. Hún vill láta banna Birni Lomborg að tjá skoðanir sínar. Greinilega eru sömu gildin í gangi og þegar hún var Kammerad Ulla i DDR.
Umræðan um loftslagbreytingar er orðið nýja byltingarslagorðið. Í byltingum og öfgastefnubrjálæði virðist heilinn í sumu fólki fara algjörlega úr sambandi og bráðnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2007 kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
23.10.2007 | 12:34
Danir voru hræddir við PFLP
Brátt kemur út annað bindið í sögu blaðamannsins Peter Øvig Knudsens um Blekingegade bófana sem árið 1988 frömdu vopnað rán við pósthúsið í Købmagergade í miðbæ Kaupmannahafnar og myrtu þar ungan lögreglumann. Bófarnir voru öfgafullir vinstrimenn, sem höfðu tengsl við svokallaða palestínska frelsisbaráttu. Þó mér hafi fundist fyrsta bindi bókar Knudsens, sem kom út fyrr í ár, vanta margar spurningar og svör, slær hann því föstu í viðtali á forsíðu 2. hluta dagblaðsins Politiken í dag, að dönsk yfirvöld hafi verið hrædd við Palestínska hryðjuverkamenn og þess vegna stöðvað rannsókn á meintum glæpum þessa hóps vitleysinga árið 1984.
Knudsen segir frá því, hvernig lögreglan í Lyngby var komin á sporið eftir bófana árið 1983, þegar þeim var bannað að halda áfram rannsókn á bankaráni sem Blekingegade bófarnir frömdu í Den Danske Bank árið 1983. Skjalagrúsk Peter Øvig Knudsens leiddi í ljós að Dómsmálaráðuneytið danska er nú búið að eyða skjölum um málið!, sem er glæpsamlegt athæfi. Dómsmálaráðherra þess tíma, Erik Ninn-Hansen, ber við minnisleysi, enda orðin elliær, og aðrir eru annaðhvort dauðir eða skindauðir.
Knudsen tókst þó að finna svarið við spurningu sinni um Lyngby ránið í skjölum Utanríkisráðuneytisins. Stjórnvöld vissu að slóði úr bankaráninu í Lyngby teygði sig til Frakklands og að það spor sýndi sambönd við PFLP, palestínska hryðjuverkasamtök. Eftir að frönsk yfirvöld höfðu haft samband við þau dönsku, bárust lögreglunni í Lyngby skipun að ofan (Dómsmálaráðuneytinu) um að stöðva rannsókn málsins.
Árið 1988 var lögreglumaður myrtur af sama genginu sem framdi ránið í Lyngby árið 1983. Þegar gengið hafði ekki verið að ræna og drepa í nafni frelsis Palestínu, söfnuðu liðsmennirnir nöfnum á gyðingum og velunnurum Ísraels i Danmörku og bjuggu til spjaldskrá yfir þá. Ég á marga vini sem voru á þeirri skrá. Hvað átti að gera við þessa spjaldskrá hefur Peter Øvig Knudsen enn ekki sagt okkur sem bara fylgjumst með. Ef lögreglumaður hefði ekki verið myrtur árið 1988, hefði líklega ekkert stöðvað þetta lið í því að fremja hryðjuverk gagnvart saklausu fólki í Danmörku vegna ástar bófanna á ofbeldi þjóðar sem varð til vegna færslu landamæra á korti breskra nýlenduskrumara.
PFLP varð hluti af PLO árið 1968.
Aðstoðin þökkuð? Poul Nyrup Rasmussen og Arafat
Á efri myndinni stendur fyrrum utanríkisráðherra Dana, Niels Helveg Petersen, fyrir aftan rassinn á Arafat heitnum. Helveg Petersen hafnaði árið 1994 ósk Human Right Watch um að Danmörk tæki þátt í réttarhöldum við Alþjóðadómstólinn í Haag gegn Saddam Hussein og ríkisstjórn Írak fyrir fjöldamorð á Kúrdum og aðra glæpi. Hann var hræddur, en hann hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir stríð ef hann hefði sýnt kjark. Í bréfi til Kenneth Roths dags. 21.12. 1994, sem ég fékk frá danska Utanríkisráðuneytinu árið 2004, er Petersen hræddur um að málið gegn Saddam gæti tapast við Alþjóðadómstólinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1356194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007