Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
25.6.2016 | 18:58
Forseti 1
Nýr forseti Lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, fer allra ferða sinna á hjóli eins og menn vita. Hann ætlar að halda því áfram. En þar sem veður geta oft verið váleg á Álftanesi, þarf hann betra hjól og kerru en þá sem hann ekur nú með.
Fest verða kaup á almennilegu forsetahjóli fyrir rétt rúmar 300.000 kr., sem getur rúmað forsetafrúna og einn erlendan gest og þar að auki ljósrit af öllum ríkisráðsfundagjörðum frá upphafi. Kassinn er hafður svartur. Hann fæst með hryðjuverkaöruggum hliðum sem gerið hjólið aðeins dýrara (500.000 kr.) en gerir kleift að finna kassann, lendi forsetinn í slysi í hægri umferðinni eða í árás í Öskjuhlíðinni.
Þetta hjól er sannkölluð gæðasmíð og meðal þess fremsta sem Danir flytja út í dag. Þar sem það er framleitt í Christianíu í Kaupmannahöfn, er leynihólf fyrir tjald sem er tilvalið í útilegur forsetans.
Til hamingju Guðni, með hjólið, sem fær nafnið Svarti Svanurinn, eftir bjórstofu þeirri í Kaupmannahöfn þar sem Guðni tók í raun veru fyrst ákvörðunum í vor, um að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands eftir áeggjan nokkurra áhrifamikilla Gránufélagsmanna.
Forsetakosningar | Breytt 26.6.2016 kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2016 | 18:42
Bikinibann á Moggablogginu
Oft á tíðum er varasamt að blogga, jafnvel lífshættulegt. Það sannaðist í dag er bloggstjórn Morgunblaðsins hafði samband við mig að ósk ágætrar konu sem ég hafði skrifað örlítið um árið 2012. Hún gerðist eitt sinn álitsgjafi hjá Össuri Skarphéðinssyni um málefni Palestínu. Áður en hún varð ráðgjafi um alþjóðarstjórnmál, líkt og ég lýsti árið 2012, hafði hún orðið þess heiðurs aðnjótandi að geta kallað sig Miss Teen Tourism, eftir að hún tók þátt í fegurðarkeppni í Tallin í Eistlandi árið 1999. Geri aðrar betur.
Ég fann enga góða mynd af konunni fyrir færslu mína árið 2012 nema í bikiní - mynd sem tengist fegurðarsamkeppninni ofangreindu. Nú vill kona þessi, sem er orðin kjúklingabóndi, ekki sjást opinberlega í bikini og hefur nú beðið Morgunblaðið að banna mér að nota myndina af sér með þeim rökum að einkaréttur ljósmyndarans hafi verið brotinn.
Ég man ekki eftir því að hafa fundið myndina á veraldarvefnum með upplýsingum um ljósmyndara. Morgunblaðið getur heldur ekki upplýst mig um nafn ljósmyndarans. Mig minnir að allir þátttakendur í fegurðarkeppninni í Tallin árið 1999 hafi verið ljósmyndaðar í bak of fyrir í bikinium. En ljóst er að Palestínusérfræðingur Utanríkisráðuneytisins vill ekki lengur sjást í bikini, stærð x-Small, sem vart hélt því sem það átti að halda í skefjum.
Vitaskuld verður maður strax við slíkri beiðni, en þar sem blogg mín eru mjög myndræn setti ég á stundinni aðra mynd í staðinn svo ekki yrði tómarúm eftir bikinimyndina.
Hér má lesa bloggið sem var ritskoðað í dag. Persónuleg þótti mér fyrri myndin miklu betri, en nú get ég auðvitað ekki sýnt ykkur hana lengur. Þið getið því ekki dæmt. Þannið er það líka víða i Miðausturlöndum, þar sem almenningur hefur ekkert að segja og hið frjálsa orð er bannað og á skoðunum því ekki skipst.
7.6.2016 | 14:10
Af er það sem áður var
Menntamálráðherra boðar nú hertar reglur og verri lánakjör fyrir íslenska námsmenn. Eins og öryrkjar og aldraðir verða námsmenn að blæða svo bruðlveislan geti haldið áfram - vonandi aðeins fram á haust.
Verri lánaskilaðri munu einungis skila sér í verri menntunarstöðu þjóðarinnar sem er nú nógu slæm fyrir. Allt flýtur á Íslandi í hálfmenntuðu fólki, sér í lagi lögfræðinga- skröttum og hagfræðibeljum sem "stjórna" öllu og oftast til ófara. Sjálfsálitið vantar hins vegar ekki. Maður þarf ekkert annað en að líta á samsetningu Alþingis síðustu árin til að sjá að slæmt er andlegt atgervið og vart getur það versnað. Fjárglæfrastrákar, sjoppumellur, ruglukollar, blómasölukonur, helluþjófar og landsölulið er það sem við höfum setið uppi með í löggjafasamkomunni. Ísland er ekki eitt um þessa þróun. Siðleysi í póltík hefur aukist í flestum löndum Evrópu og siðleysið er síðasta stigið á undan fasisma.
Nám kostar og menntun er gulls ígildi fyrir flesta. En hingað til hafa annaðhvort ófleygar flugfreyjur eða pattarafeitir kjánar án siðferðismeðvitundar, sem lugu sér til gráður frá Oxford og miklu miklu, miklu meiru, náð sér í hæstu embætti þjóðarinnar og það vitaskuld með dyggri hjálp kjósenda og pólitískra viðhlæjenda. Lengi lifi Lýðveldið sem margir Íslendingar halda enn að sé aðeins fyrir þá eina og að þeir séu á einhverjum sérsamningi.
Ljótt er til þess að hugsa, að menntamálaráðherra árið 2016 vilji komandi kynslóðum svo illt, að ungt fólk verði kannski að hrökklast úr óloknu námi vegna þess að foreldrar þess geta ekki hjálpað því fjárhagslega.
Þegar öldin var önnur - full af orku og energy
En Þegar Illugi Gunnarsson var í námi í Lundúnum fyrir aldamótin var öldin allt önnur. Þá var sko sannarlega svigrúm, svo ekki sé annað sagt. Fyrir utan námslán voru sumir námsmenn með velunnara í sendiráðum Íslands. Stöku námsmaður gekk lausum hala með lykilinn að sendiráði Íslands og einn þeirra, sem stundaði nám við London School of Economics, bauð samnemendum sínum í eftirpartý í sendiráðinu á Eaton Terrace þegar það var lokað almenningi. Hann var einnig með lyklavöld að áfengisbirgðum íslensku utanríkisþjónustunnar. Já, those were the days. Ætli það hafi verið Benedikt Ásgeirsson eða Þorsteinn Pálsson sem gerðu svo vel við fátæka námsmenn á LSE? Ég veðja á Steina. Hann hafði verið í pólitík og sjúklega "Evrópusinnaður" alveg eins og Illugi sýnist mér vera.
Samnemandi íslenska stúdentsins, danskur heiðursmaður og er virtur fjármálaráðgjafi í dag, sagði mér fyrir tveimur árum með mikilli hrifningu frá partíi í íslenska sendiráðinu sem honum var boðið í af íslenskum skólafélaga á LSE. Er hann sá fljótt að þessi veislulýsing misbauð siðferðiskennd fornleifafræðingsins, eins og hans reyndar líka - honum þótti þetta bara gott partí og sá sem bauð var öðlingur og góður drengur fæddur norður undir heimskautsbaug. Hann spurði loks íbygginn á svip hvort slíkur öðlingháttur við stúdenta væri almenn praxís í íslenskum sendiráðum. Ég sagðist ekki vitað það, en upplýsti hann þó um að í eina skiptið sem ég hafði verið boðaður í íslenskt sendiráð, þá var mér bara boðið vatn að drekka, enda hafði ég þá ekki verið námsmaður í meira en 15 ár. Annað fékk ég ekki. Allt var eðlilegt, ekkert bruðl, ekki einu sinni ein skitin snitta frá NOMA. Sendiherrann sem brynnti mér með íslensku lindarvatni var hins vegar síðar tilbúinn að veita meira en vatnsglas þegar hann vildi afhenda hausinn af Íslandi á silfurfati til ESB. Hann var svo sannarlega líka tilbúinn að tæma barskápinn og meira til, þó hann hafi verið styrktur til náms í DDR - eða kannski einmitt þess vegna.
Í lokin verð ég ég að minnast ekta diplómata sem reddaði mér fátækum stúdent á Englandi vorið 1989, þar sem ég var á dönskum Forskerakademi-styrk við hluta doktorsnáms míns í Durham. Ég þurfti þá að fara á ráðstefnu til Maine í Bandaríkjunum. En ég hafði aldrei farið til BNA og hafði því enga vegabréfsáskrift til fyrirheitna landsins. Ég hafði þegar samband við Íslenska sendiráðið í Lundúnum snemma árs og fór þangað með vegabréf mitt sem þeir sendu í Bandaríska sendiráðið. Bandaríkjunum gekk mjög erfiðlega að skilja hvað maður sem var með vegabréf frá Íslandi, leit út eins og hryðjuverkamaður frá Ítalíu, bjó í Danmörku og var við nám á Englandi vildi til fyrirheitna landsins í flugi með Air Kuwait (sem voru reyndar voru með ódýrasta flugið vegna þess að enginn vildi fljúga með þeim vegna flugráns á einni flugvél þeirra í Alsír). Bandaríska sendiráðið vissi þó ekki, mér vitandi, að ég flygi með Air Kuwait. Loks var ekki nema vika í brottför og ekki var vegabréfið enn komið frá Bandaríska sendiráðinu. Ég hringdi í íslenska sendiráðið sem sá um þetta allt fyrir mig og svo vel vildi til að ég náði í sendiherrann, Ólaf Egilsson, sem síðar í vikunnu átti að hitta sendiherra Bandaríkjanna. Á þeim fundi var vegabréfsáritun minni "reddað" og Ólafur Egilsson fékk vegabréfið mitt og ég sótti það daginn eftir snemma morguns í sendiráðið á 1. Eaton Terrace, sama dag - áður en ég flaug til New York. Ólafur var ekta diplómat og vann öllum stundum fyrir alla. En ég efa að Ólafur hefði gefið námsmönnum lyklavöld að sendiráði Íslands frekar en að lyklar að tollfrjálsum vínbirgðum hafi legið á glámbekk. En hann gat hjálpað námsmönnum. Það gat LÍN á þeim árum, en nú á að taka námslánakerfið af lífi svo aðeins þeir sem eiga ríka að geti stundað nám. Bubbadrengir og millapíur með aðgang að börum siðspilltra valdastétta verða líklega þeir einu sem komast í nám erlendis, nema að menn sé því fluggáfaðri en bubbabörnin. Þetta er víst það sem kallað er að viðhalda gömlum hefðum.
Illugi, hvað finnst þér. Hefðir þú fílað opinn barskáp sendiráðsins og námsmannaveislu í húsakynnum Íslenska ríkisins? Varla. Þú nefnir ekkert slíkt í kynningarefninu um nám erlendis efst sem framleitt var af Rannís. Er opinn barskápur sendiráða hluti af reynslunni sem allir þurfa að fá í námi erlendis?
Mannréttindi | Breytt 8.6.2016 kl. 05:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2016 | 09:50
Tréð er fundið
Óhemjugaman er að sjá hve heitt sumir Íslendingar una landi sínu og jafnvel sérhverri hríslu sem í landinu grær. Fornleifur segir þessa dagana frá elstu skuggamyndunum með íslensku efni sem framleiddar voru á 9. áratug 19. aldar á Englandi.
Þegar mynd af einmanna reynitré í fjallshlíð í Grafningi birtist, spurði Fornleifur menn, hvort menn vissu nákvæmlega hvar þetta tré væri eða hefði verið. Ekki vantaði svörin. Menn voru ólmir eftir að leysa gátuna. Svo var einnig um mynd af skipinu Camoens sem reyndist vera tekin í Trékyllisvík en ekki við Akureyri eins og menn á 19. öld héldu fram (sjá hér og hér).
Loks leysti Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur gátuna um reyninn, enda hafði faðir hans Hákon Bjarnason skógræktarstjóri eitt sinn skrifað um hann.
Reynirinn stóð lengi í hlíðum Bíldsfells í Grafningi en var að lotum kominn árið 1944 þegar Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (Hannes á Horninu) skrifaði síðast grein um hann í Alþýðublaðið og greindi þar frá þeim ljóta sið sem Íslendingar og síðast Bretar og Kanar höfðu haft við að skera nafn sitt í hið einmanna tré.
Ef einhver nennir að hlaupa upp í hlíðar Bíldsfells, væri gaman að fá að vita, hvort blessað tréð hafi dáið Drottni sínum, eða hvort þarna vex enn reynir af sömu rótinni. Myndir væru vel þegnar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352580
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007