Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2009

Ungliđar Rauđa Krossins á afvegum

 

RedCross

Nú eru tvö íslensk ungmenni, Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga, á vegum Rauđa Krossins i Palestínu, nánar tiltekiđ á Vesturbakkanum, ţ.e.a.s. í Júdeu og Samaríu. Ţessi ágćtu ungmenni voru í gćr í bćnum Qalqylia, sem liggur mjög nćrri Ísrael. Skrifuđu ţau um ţađ á bloggi sínu undir fyrirsögninni Innrás og Skotárás í Qalqylia: Eftir heimsóknir til fjölskyldnanna má segja ađ viđ höfum faliđ okkur í dýragarđi borgarinnar en í dag komu her Ísraelsmanna inn í borgina og skutu ţar nokkrum skotum. Dýragarđurinn í borginni er talinn nokkuđ öruggur og ţví vorum viđ aldrei í neinni hćttu. Alţjóđa Rauđa krossinn fylgdist međ ferđum okkar og sá til ţess ađ viđ kćmumst auđveldlega út úr borginni eftir heimsókn okkar í dýragarđinn. En garđurinn er mjög fallegur og ţar eru fjölmörg dýr. Einnig eru ţar ţrjú ólík söfn.

Nú vill svo til, ađ ísraelski herinn var ekki inni í Qalqiylia í gćr og skaut ţar ekki.

Í dag hafđi ég samband viđ Sólveigu Ólafsdóttur frá Rauđa Krossinum, sem er fararstjóri ungmennanna, og gat hún ekki stađfest ţessa frásögn ungmennanna og hafđi á orđi, ađ vera Ísraelsmanna hafi líklega vaxiđ ţeim í augum. Hún vissi ekkert um skotárásir.

Danskir ţátttakendur á vegum danska Rauđa Krossinn í ţessari ferđ greina heldur ekki frá neinum atburđum í líkindum viđ ţađ sem ungmennin frá Íslandi segja frá á bloggi sínu, en Danirnir greina frá ferđ sinni á Facebook.

Hins vegar er móđir eins íslenska ungmennisins ţegar búin ađ blogga um "árás" Ísraelsmanna. Ţađ er Salvör Gissuraradóttir. Hún skrifar um Snjóflóđ á Vestfjörđum, skothríđ í Palestínu.  Hun segir m.a.: Ég er ekki mjög hrćdd um Kristínu Helgu ţó ţarna sé skothríđ og stríđ. Ég held ađ Rauđi krossinn passi vel upp á krakkana, ţar er fólk sem veit alveg hvernig ástandiđ er og er vant ađ vinna á átakasvćđum. Ekki er Salvör samt alveg ósmeik, ţví á bloggi ungmennanna skrifar hún ţetta: Ég er sem sagt núna bćđi hrćdd um ćttingjana á Bolungarvík og svo elsku dótturina sem er í skotlínu átakasvćđa heimsins ţarna út í Palestínu.

Ég get fullvissađ Salvöru um, ađ ţarna var ekki skothríđ í gćr og ţarna hefur úlfaldi veriđ gerđur úr mýflugu, eins og oft gerist í óđagoti ţeirra vesturlandabúa sem í raun styđja óhrjálegan málstađ, sem á einn og annan hátt er hluti af viđleitni manna til ađ útrýma Ísraelsríki.

 

img_1340 
Borgarsjórinn i Qalqyilia á fundi međ íslensku ungmennunum í gćr

Ég get hins vegar uppllýst áhyggjufulla móđur og móđursjúka stuđningsmenn hernađarsamtaka Palestínumann, ađ íslensku ungmennin heimsóttu í gćr borgarstjórann í Qalqylia sem er liđsmađur Hamas og hefur veriđ grunađur um ađild ađ hryđjuverkum. ESB skilgreinir Hamas sem hryđjuverkasamtök. Íslensku ungmennin rćddu ţví viđ liđsmann hryđjuverkasamtaka í gćr.

Hve uppbyggilegt starf Rauđa Krossins er í Palestínu, skal ég láta liggja á milli hluta. Rauđi Krossinn er misnotađur og lćtur misnota sig, eins og ţegar ţeir lána sjúkrabíla sín til Hamas. En ţađ er líka alvarlegt mál, ađ fólk á vegum samtakanna eru ađ breiđa út óra og jafnvel lygar um einn af ađilum í ófriđi ţeim sem hrjáir ţetta svćđi.  Menn mega ekki láta hatur sítt í garđ Ísraels fara međ sig, ţegar menn eru ađ vinna í nafni blóđrauđa krossins.

Hér má sjá hvernig Hamas notar ţađ sem rétt er ađ ţeim:


Er Carlos fordćmisgefandi?

Sjakalinn

Myndinni stal ég á Flickr, og hún er góđ

Visir.is  veltir vöngum yfir ţví, hvort fordćmi séu fyrir ráđningu útlendinga í stöđur á Íslandi. Ţessar pćlingar visis.is koma til vegna ráđningar Sveins Haralds, Norđmannsins sem fenginn var í Seđlabankann og til ađ redda Íslendingum frá sjálfum sér.

Bloggvinur minn Carlos Ferrer er örugglega fordćmisgefandi á ýmsum sviđum, ţótt hann hafi ekki veriđ ţađ í menntaskóla. Ţá var hann var einn ađal Heimdellingurinn  (Leiđrétting: Carlos hefur aldrei veriđ í Heimdalli) í MH , og ţađ voru sjaldséđir fálkar í ţeim skóla, en ţó ekki án fordćma. Carlos dýrkađi John Travolta-klćđaburđ og göngulag á ţeim árum, alveg eins í klipptur út úr Saturday Night Feever. Hann var alls ekki orđinn eins og ţessi harđvítugi byssumađur hér á myndinni, sem sver sig meira í ćtt viđ nafna Carloss, kenndan viđ Sjakalann.

Andstćtt Svein Harald var síra Carlos, er hann fékk brauđ austur landi međan hann var enn útlendingur, búinn ađ búa lengi á Íslandi. Hann hafđi gengiđ ţar í skóla og átti, ađ ţví er ég tel víst, íslenska móđur (rangt aftur, hún er ţýsk), ţótt hann vćri međ útlenskt ríkisfang. Hann  var gildur ţegn í íslensku ţjóđfélagi.  Ţađ hefur Svein Harald bankastjóri hins vegar aldrei veriđ.

Ef menn ćtla ađ nota Carlos sem fordćmi, verđur Svein ađ fara ađ sćkja um ríkisborgararétt á Íslandi og finna sér íslenska (ţýska) fósturmóđur. Kannski vill Jóhanna ganga honum í móđur stađ. Efast ég um ađ margir sćki ţann rétt mjög stíft nćstu árin og allra síst Svein Harald.

Biđst svo afsökunar á öllum ruglinu um séra Carlos, sérstaklega á ţví ađ tengja hann Heimdalli.


Hinn dularfulli bankasveinn

 
Bank Svein

Svein Harald Řygard man ekki hvenćr hann var fyrst beđinn um ađ taka ađ sér stöđu seđlabankastjóra. Var ţađ kannski međan hann beiđ einn á hótelherbergi í Reykjavík? Ţađ er frekar alvarlegt mál, ađ muna svona lítiđ. Getum viđ treyst manni í svona hárri stöđu, sem ekki man eftir ţví sem gerđist fyrir viku? Getum viđ treyst honum fyrir ađ snúa íslenskum mínus í plús?

Ég held ađ Svein Harald, sem lćtur ráđa sig án ţess ađ kynna sér hvađ íslensk lög segja um ráđningu útlendinga í hćstu embćtti ţjóđarinnar, sé í vondum málum.

Svein Harald veit vel, ađ í Noregi er ţađ algjörlega ómögulegt fyrir útlendinga ađ setjast í embćtti Sentralbankdirektřrs. Af hverju telur hann ţađ eđlilegt ađ taka slíkt embćtti á Íslandi? Svein Harald sýnir dómgreindarleysi og ábyrgđarleysi međ ţví ađ láta ráđa sig án ţess ađ lagaleg hliđ ráđningarinnar sé í lagi.

Norskir fjölmiđlar hafa spurt Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúa Seđlabankans:

- Hvordan kom dere i kontakt med Řygard?

- Det kan jeg ikke svare pĺ, men vi er ikke tvil om at vi har funnet rett mann.

Stefán bćtti viđ er hann er spurđur frekar: - Ja, han er rett mann pĺ rett plass, sier Stefansson. Selv mřtte han Řygard for fřrste gang i dag.

- Vi i sentralbanken er veldig glad for ĺ ha ham her, og jeg tror det islandske folk vil vćre enig med oss, sier han.

Hvernig veit Samfylkingarmađurinn (borgarfulltrúi í leyfi) Stefán Jóhann Stefánsson ţađ? Hvađa forsendur hefur Stefán til ţví ađ segja ţetta? Síđan hann gerđist upplýsingafulltrúi Seđlabankans hefur hann aldrei svarađ neinu af eđa til. En nú veit hann allt um óskir ţjóđarinnar. Er annars rétt ađ pólitíkus sé í ţví starfi sem Stefán er í? 

Af hverju ţessi leynd kringum ráđningu Sveins Haralds? Er veriđ ađ leyna ţví ađ ákvörđunin um ađ ráđa hann var tekin á síđustu stundu, ţegar ríkisstjórnin var međ buxurnar niđrum sig, á fullu ađ hrekja Davíđ úr bankanum, án ţess ađ hafa nokkurn annan í stađinn. Einhver hringdi svo í Stoltenberg, sem segir nú öllum sem heyra vilja ađ hann hafi teflt Svein Harald fram til bjargar Íslendingum.

Ţjóđin verđur ađ fá ađ vita hverju Svein Harald hefur veriđ lofađ og hvađ íslenskir flokksfélagar hans hafa sagt honum. Samfylkingarmađurinn Stefán Jóhann virđist vita ţađ. Lát heyra Stebbi! 

Vera má ađ Svein Harald hafi komist lítillega í kast viđ norsk lög. Ţađ var ekki alvarlegt mál eins og ég hef greint frá í fćrslunni hér á undan. Alvarlegra er, ađ hann telur sér stćtt á ţví ađ taka ađ sér stöđu seđlabankastjóra á Íslandi í trássi viđ lög og venjur á Íslandi.


« Fyrri síđa

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband