Leita í fréttum mbl.is

Melchior Lorck

sultan
 

Út er komiđ í Danmörku stórverk fyrir fagurkera og ađra sem hafa áhuga á menningarsögu 16. aldar eđa Ottómanskri menningu. Ţetta er fimm binda verk um danska listamanninn Melchior Lorck (1526- ca.1588) http://www.melchiorlorck.com/.

Lorck fćddist i Flensborg og var sonur ráđsmanns ţar í bć. Hann vann viđ list sína fyrir danska konunga, en mestan hluta ćvi sinnar bjó hann utan Danmerkur og gekk t.d. í ţjónustu Ţýskalandskeisara. Hann starfađi ţrjú og hálft ár í ţýska sendiráđinu í Konstantínópel og ţar safnađi hann upplýsingum og teiknađi teikningar í eitt merkasta verk sitt sem gengur undir nafninu Tyrkervćrket, (Tyrkjaverkinu). Ţađ samanstendur af 128 myndristum. Myndirnar voru fyrst gefnar út löngu eftir dauđa Melchiors, eđa áriđ 1626. Myndir Melchiors Lorcks frá Tyrklandi er mjög mikilvćg heimild um lífiđ ţar í landi á 16. öld. Skođiđ myndina af sultaninum Suliman (Süleyman) Lagabćti (Kanuni), hér ađ ofan. Klikkiđ tvisvar á myndina til ađ stćkka hana.

Ţađ er Forlaget Vandkunsten sem gefur verkiđ um Melchior Lorck út. Fyrir utan frćđilega samantekt ađalsérfrćđings Dana um Lorck, Erik Fischer (f. 1920), og ţriggja annarra frćđimanna, er eitt bindiđ yfirlit yfir verk Lorchs, annađ ný útgáfa á Tyrkjaverkinu og enn eitt facsimile útgáfa af yfirlitsmynd Lorcks af Konstantínópel, sem varđveitt er í Leyden í Hollandi. Myndin er um 12 metra löng. Unun er á ađ líta. Sjá smáhluta af henni hér

Hiđ góđa bókaútgáfa Forlaget Vandkunsten hefur gefiđ út margar ađrar góđar bćkur, t.d. ţessa, og ađrar eru á leiđinni. Ef til vill er ţetta ein besta bókaútgáfa í Danmörku í dag, ţví ţar er borin virđing fyrir frágangi og fegurđ bóka til jafns viđ gćđi innihaldsins. Ţegar um meistara eins og Lorck er ađ rćđa hefur veriđ lagt mjög mikiđ í verkiđ. Allt verkiđ er ţví mjög dýrt, heilar 300 evrur, en ţeim peningum er vel variđ, ţví ţetta verk er eftir ađ hafa mikiđ söfnunargildi og enn meira menningargildi. Fjárfesting í menningu er ţađ eina sem dugar.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband