Leita í fréttum mbl.is

Gaggandi rugl

American Style

Í Danaveldi er meðalkílóverð á kjúklingabringum, (ófrosnum), 70-80 DKK. Frosnar bringur eru auðvitað ódýrari. Íslenskir kjúklingar eru orðnir ódýrari en frændur þeirra í Danmörku. Mér sýnist að verð á kjúklingum á Bretlandseyjum sé aðeins lægra en í Danmörku, og ef til vill svipað og á Íslandi.

Það er líka dýrt að lifa í Danaveldi og UK. Menn halda kannski að ESB sé eitthvað sæluríki og "ta'selvbord". Atvinnuleysi og fátækt er staðreynd fyrir stóran hluta íbúa ESB landa.

Þetta verðþróunarmat á kjúklinga í skýrslunni er gólandi vitleysa, þó að margt annað í skýrslunni sé mjög rökrétt, og sýni okkur að ESB er algjörlega ófær kostur fyrir Íslendinga.

Við getum ekki sjálfir haldið áfram kjúklingaframleiðslu, ef við göngum í ESB. Menn í kjúklingarækt missa atvinnu og viðurværi sitt, og við þurfum að flytja inn kjúklinga frá ESB. EN ÞAÐ VERÐUR EKKI Á 70 % lægra verði en það er nú.

Viljum við atvinnuleysi og tap íslenskrar framleiðslu fyrir ódýrar pútur og bauta frá ESB?

Það er ómögulegt að vera að ræða um ESB. ESB leysir ekki vanda Íslendinga, sem að mörgu leyti er ofneysla.

 

70 % afsláttur

mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Þetta er náttúrulega gömul skýrsla sem gerir ekki ráð fyrir að krónan og þar með tekjur landsmanna verði afar lítils virði næstu árin.

Það væri mikil kjarabót í að fá ferskar kjúklingabringur á 70-80 danskar krónur. Þær eru reyndar mun ódýrari víða. Ertu nokkuð að bera saman hæstu verð í Danmörku og Bónus.

Það eru margir sem koma með villandi upplýsingar inn í umræðuna. Þess vegna er mikilvægt að sótt sé um aðild, niðurstöður aðildarumsóknarinnar brotnar til mergjar og lagðar í dóm kjósenda þannig að við klárum málið sem fyrst.

Að tefja það í tvöfaldri atkvæðagreiðslu er rugl.

Ég held að þeir sem vilja það óttist að svo margir Íslendingar hafi hag af inngöngu í ESB að við munum fara inn.

Skúli Guðbjarnarson, 16.7.2009 kl. 08:30

3 identicon

70-80kr/kg er í hærra lagi og hlýtur að miðast við litlar pakkningar í dýru búðunum.

60kr/kg er nærri sanni.

Ég hef nú ekki lesið þessa skýrslu, en mig grunar að fréttamenn lesi rangt úr henni og yfirfæri sjálfkrafa það sem gerðist í Finnlandi á Ísland, eða að skýrslan miði við sterkari krónu en hún er í dag. Krónan á ósennilega eftir að styrkjast næstu árin.

Ef íslenskar kjúklingabringur eru ódýrari en þær í Danmörku, þá er líklegra að Íslendingar verði útflytjendur á kjúklingabringum frekar en öfugt. Við þurfum að ganga í ESB svo að íslensk landbúnaðarframleiðsla verði samkeppnishæf erlendis.

Árni Richard (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 19:05

4 Smámynd: Halla Rut

Hef ekki kynnt mér þessa skýrslu en það þarf engin að segja mér að kjúklingur lækki hér um 70%. Það er lygi og aðeins til að "gabba" fólk til að halda að ESB færi þeim það sæluríki sem ódýr matur vissulega er.

Að flytja ferska vöru er mjög dýrt og efast ég um að það hafi verið reiknað inní. Þar að auki þá leggja Íslenskar verslanir mun meira á sína vöru en kaupmenn annarra þjóða og eins og matvörukaupmenn vita vel sjálfir þá mun ESB gefa þeim ennþá meira rými til að hagnast á fæði til Íslendinga. Þess vegna eru þeir einmitt með ESB.

Sömuleiðis gleymist að reikna með hvað það kostar okkur að kaupa gjaldeyririnn til að flytja inn þessa og vöru sem og það gleymist að reikna með hvað það kostar okkur þegar allar þessar verksmiðjur fara á hausinn sem nú þegar framleiða matvæli fyrir okkur og það hefur örugglega enginn reiknað inní dæmið hvað það kostar okkur að borga öllum þeim er verða atvinnulausir bætur.

Þegar allt er tekið með þá verður þetta dýrkeyptara fyrir okkur en nokkuð annað sem samið hefur verið um.

Halla Rut , 16.7.2009 kl. 20:14

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Árni og Skúli. Í gær keypti ég danskar kjúklingabringur; 450 gr. frá Rose Poultry (seldar undir merkinu Farmer Kylling) í Føtex. Samkvæmt verðmiða er kílóverðið 73 danskar krónur.  Tvær "maískjúklingabringur" sem vógu rúmlega 300 gr. voru á 90 kr. kg. Ef maður vill þýskan kjúkling, sem er ódýrari og er seldur í Netto, Aldi og slíkum verslunum, fær maður í fyrsta lagi verri gæði, og í öðru lagi er salmónelluhættan meiri en í dönskum kjúklingum. Inn á danskan markað streymir lélegur þýskur kjúklingur. Hann er ekki mikið ódýrari en sá danski þegar hann er seldur í 300-500 gr. pökkum, en hann er lélegri vara. ´

Tilboð á 1 kg. af bringum af þýskum kjúklingum sést sjaldan undir 49,95 á tilboði. En þá verður maður að kaupa 8-9 bringur og frysta mikið af þeim, ef maður er ekki með því fleiri í mat. En aumingja gestirnir.

Þýskur kjúklingur munu að lokum eyðileggja hina frábæru kjúklinga sem hingað til hafa verið aldir í Danmörku. Það er eitt af krabbameinseinkennum ESB. ESB eyðileggur innan frá. ESB eflir ekki frjálsan markað. ESB er ekki, og getur aldrei orðið, atvinnuskapandi stofnun. Mekanisminn í ESB mun alltaf verða til þess að góð framleiðslustaða í einu landanna mun verða eyðilögð af dumping verði frá öðrum löndum.

Ef þið getið náð í kjúkling í DK, sem er ódýrari en það sem ég gef upp hér, er það óætt eða lélegt kjöt. Ég þæði ekki boð hjá neinum sem væri með slíkt í matinn, og ég myndi finna bragðið af þýska kjötinu, sem oft er verulega saltmarínerað, til að lengja geymsluþolið.

Danir eru oft svo vitgrannir, en aðallega svo nískir, að þeir eru tilbúnir að eyðileggja iðnað í eigin landi, til að fylla á sér ístrurnar.

Nú ætla Íslendingar í viðræður um hvernig þeir geta framið þjóðarsjálfsmorð sem allra fyrst, og það vegna kílóverðs á kjöti. Mikið leggjast menn lágt. 

Menn verða að hugsa með heilanum, en oft er sniðugt að borða með honum líka.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2009 kl. 20:21

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ætli ekki sé líklegt að svigrúm verslana til álagningar aukist og það verði klipið af þessum 70% ? Þannig að þessi ætlaða lækkun skili sér nokkuð nema að hluta.Innlend matvælaiðja  hefur staðið sig vel  í krísunni núna og haldið dampi.

Hörður Halldórsson, 16.7.2009 kl. 20:28

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Var úti á Kanarí í vetur, mjólkur lítir 1,29 EVRA ,smjör 250.g.um 2.EVRA ,lambakjöt var dýrara en hér og olli manni miklum von brygðum hvað bragð snerti. Allar voru þessar vörur keyptar í stórmarkaði í öðrum búðum var verðið mun hærra. Gott innlegg hjá ykkur Höllu ,Vilhjálmi og Herði.

Ragnar Gunnlaugsson, 16.7.2009 kl. 21:35

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir þetta VIlhjálmur. Nú hefst ESB áróðurinn fyrir alvöru meira segja frá fjölmiðlum þessa lands. Þegar uppi er staðið tel ég að Íslendingar muni velja frelsi og sjálfstæði sem forfeður okkar börðust fyrir um aldir. Gott að fá svona innlegg.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.7.2009 kl. 02:54

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka ykkur öllum. Lesið þetta:

http://www.visir.is/article/20090717/VIDSKIPTI07/353223237/-1

Danmörk er á margan hátt dýrara land en Ísland. Það getur verið bölvuð eymd hér og flestir eiga ekki bíl. Já, hálfgert hippaland með mikilmennskubrjálæði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.7.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband