25.4.2009 | 23:21
Fáum við SOB stjórn ?
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði í dag, vegna þess að almenningur ímyndar sér að Samfylkingin hafi staðið sig í og fyrir hrunið. VG fær atkvæði örvinglaðara, sem vilja rækta lífrænt grænmeti í stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu. VG fær hins vegar ekki eins mikið fylgi og verstu menn leyfðu sér að vona. Borgararnir fá einhverja þingmenn í fæðingargjöf. Þau eru í ham borgararnir, varla talandi. Framsókn nýtur þess að einhverjir sjálfstæðismenn voru líka óánægðir og hve margir framsóknarmenn eru fluttir á Suðvesturhornið. Sundurleitur hópur, þessu óánægju. En óánægjan hverfur ekki við þær niðurstöður, sem líta út fyrir að vera endirinn á þessu kjöri rétt fyrir miðnætti þ. 25.apríl 2009.
Eru við að stefna í SOB-ríkisstjórn, sem finnur ekki ánægju sína aftur fyrr en Ísland fær að vera með í töfraheiminum ESB? Er ekki nóg atvinnuleysi?
En óánægja með hvað? Jú, fólkið á Íslandi er óánægt með allt annað en sjálft sig. Samfylkingin er fólkið sem ekki gerir sér grein fyrir því að fólkið, jú og líka heimsaðstæður, eiga líka á sök á hruninu, en ekki bara 18 ára stjórn Sjálfstæðismanna. Jafnaðarmenn tóku líka þátt í ballinu og græðginni í öfgafrjálshyggjunni.
Nú verða hendur að standa fram úr ermum. Túlkar fá örugglega nóg að gera, því véfrétt Samfylkingarinnar verður nú að skýra fyrir okkur hvernig hún leysir málin.
Kjörtímabil sigursæls óánægjufólks verður nú vart meira en tæpt ár. Ef við fáum ekki SOB-stjórn, mun sósíalistastjórnin sýna okkur nú hvað sósíalismi er. Geit á hvert heimili, eins og í N-Kóreu og hjal um Palestínu, þegar lýðurinn sér að ekkert gengur né rekur, engar skýringar koma á hruninu og Eva Joly leysir ekki neitt.
Stjórnarandstaðan er sterk, en óánægja er líka sterk, en óánægja er og verður aldrei góður sigurvegari.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.4.2009 kl. 00:00 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 15
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 242
- Frá upphafi: 1353062
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 184
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þessar kosningar voru allar keyrðar á baksýnisspeglinum. Allir að kenna öðrum um. Eins og þú segir: "fólkið á Íslandi er óánægt með allt annað en sjálft sig." En nú er búið að kjósa og þá er þetta ekki lengur mál fyrri stjórna, ný stjórn ber nú ábyrgð á því að koma hlutunum í lag. Til þess hefur hún takmarkaðan tíma.
Ragnhildur Kolka, 26.4.2009 kl. 11:43
Sósíalisti = Kommúnisti = Íslenskur Sjálfstæðismaður..
Er einhver munur a íslenskum flokksbundnum sjálfstæðismanni og Komommúnískum flokksbundnum Norður kóreumanni ?
Svar NEI....
Er Einhver sameiginleg flokks stefnumál með íslenskum Flokksbundnum sjálfstæðismanni og kommúnískum flokksbundnum norður kóreumanni ?
Svar JÁ....
Einfaldlega vegna þess að svokallaður Íslenskur sjálfstæðismaður er ekki lengur til i hugtakinu sem þeir leyfa sér að nota í dag til að skilgreina sig.
( Afi minn var Sjálfstæðismaður )
Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi í Dag er og verður ekkert annað en fyrrigreiðsluflokkur til þeirra sem skráðir eru Í hann og styðja hann, um það þarf ekki að fara fleiri orðum.
Og þeir sem eru ekki flokks hollir þessum svokkölluðu hrægömmum Íslensks Samfélags, sem svo Berlega hefur sannað sig með stefnu þeirra og framsóknarflokksins sem þeir hafa kallað Nýfrjálshyggju og Forræðishyggju hefur beðið hræðilegt Gjaldþrot fyrir íslensku þjóðina og hefur nú bundið Komandi kynslóðir við Skammta og Forræðishyggju bundið líf næstu 20 - 30 árin allavegana, vegna meingallaðrar og úreltrar Stjornaskrár, sem kveður eingöngu á um rettindi opinberra starfsmanna, Og ekki stafur um Skyldur og Ábyrgð þeirra. Sem Einmitt Nýr formaður þeirra bjarni ben hefur staðið gegn að færa nær nútimanum.
Þú hefur flúið Ísland og stjornunar hætti þeirra geri ég ráð fyrir vegna óánægju sem endurspeglast i því að þú ert búsettur i Danmörku !!!
samt sem áður vogar þú þér í skjóli hæfs Penna að gagnrýna Samfylkinguna og Vinstri græna með lógík sem við er ungir menn i Vestmannaeyjum kölluðum Hundalógík.
Þú verður að koma með málefnin og gagnrýna þau þú getur ekki notað salat sem inngang í þessa alvarlegu og frekar Þægilegu niðurstöðu liðinna alþingiskosninga, nema að þurfa að sæta gagnrýni þeirra sem nenna að lesa bloggin þín og furðulegt en satt ég hef lesið nokkur blogg frá þér og mér finnst stundum þú vera rökfastur.
En þar sem þú hefur sennilega á arum áður verið hliðhollur sjálfstæðisflokknum og náhirð hans þá er kannski ekki við öðru að búast af tapliðinu.
Áfram Samfylkingin og inn í ESB eins og Danir sem VIlhjálmur greiðir skatta til.
Kveðja Stefan V.
Stefán Viktor Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 13:25
Afhverju ekki bara SOS stjórn? Samfylking O flokkur og Sjálfstæðisflokkur. Það er miklu auðveldara að glata sjálfstæðinu með þeirri stjórn.
Offari, 26.4.2009 kl. 17:04
Og nú er svínapestin komin á kreik.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 19:24
Vel athugað hjá þér Sigurður Þór. Og hún ætlar að stjórna Íslandi.
Ragnhildur Kolka, 26.4.2009 kl. 21:46
Vilhjálmjur Sjálfstæðisflokkurinn tapaði vegna eigin mistaka. Það þurfti enginn að hjálpa þeim. Vissulega eru margir D menn sem eru að refsa sínum mönnum. Það verður mikið verk hjá BB að ná þeim til baka.
En Guð hjálpi íslenskri þjóð ef VG og S ætla að stjórna hérna. Þá verður skemmtilegt upplitið á VG liðinu þegar það sér að það var að kjósa viðræður um ESB þrátt fyrir að þeim hafi verið sagt annað.
Nú fer í tíð tími upplýsingarinnar, þ.e. meiri fortíðarskítur grafinn upp. Ég vona að fjölmiðlar standi vaktina gagnvart öllum, líka Samfylkingarspillingu.
Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.