Leita í fréttum mbl.is

Ómar sýknaður af öllum ákærum

Don't Bashir Omar

Omar al Beshir, forseti Súdan, er eftirlýstur þjóðarmorðingi. En Arabaríkin eru nú ekki alveg sammála. Í þeirra augum er hann mikil hetja og þeir lýsa nú einróma stuðningi við hann á leiðtogafundi Arababandalagsins í Qatar. Al Jazeera talar um meint þjóðarmorð í Darfúr.

Ribbaldar, morðingjar, þrælahaldarar, kúgarar, hryðjuverkahöfðingjar og einræðisherrar Arabaríkjanna lýsa stuðningi við eftirlýstan þjóðarmorðingja og það í nafni Allah hins almáttuga. Hvað ætli þessi söfnuður, sem aflóga vinstri menn á Vesturlöndum styðja og jafnvel dýrka, hafi ályktað á fundi sínum um Ísrael sem berst fyrir lífi sínu, umkringt af þessum ríkjum sem leggja blessun sína yfir þjóðarmorðið í Darfúr-héraði.  

Ólafur Ragnar Grímsson og Össur Skarphéðinsson voru á síðasta ári í Qatar. Þeir eru kannski líka tilbúnir að styðja við bakið á Ómari al Bashir og þjóðarmorðum hans?  Ég tel þetta eðlilega spurningu í ljósi þess að þeir Qatarfarar hafa ásamt samflokksmönnum sínum fordæmt Ísrael í tíma og ótíma. En þeir munu örugglega þegja þunni hljóði nú.

Þess má geta að íslenskt flugfélag flýgur með þegna Súdan í pílagrímaflug til Mekka, þar sem syndarar fá aflausn. Flýgur íslenskt flugfélga hugsanlega með þjóðarmorðingja?


mbl.is Arabaríkin styðja al-Beshir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er líka gott til þess að vita að hinn frómi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki Moon, skuli gefa sér tíma til að bregða sér til Qatar til að heiðra samkunduna.

Ragnhildur Kolka, 31.3.2009 kl. 12:15

2 identicon

Það hefði nú aldeilis heyrst hljóð frá einhverjum ef þetta hefði verið Ísraelsmaður

ingo skula (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 14:05

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Austrænir leiðtogar fordæma Ísrael og verja Súdan.

Vestrænir leiðtogar verja Ísrael og fordæma Súdan.

Vésteinn Valgarðsson, 31.3.2009 kl. 14:25

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og hvað með þig Vésteinn, ert þú orðinn "austrænn" og verð þú Súdan með bjúgsverði?

Því fer fjarri að vestrænir leiðtogar verji allir Ísrael, en þeir fordæma flestir Súdan og er það vel, enda er því sem þar hefur farið fram ekki hægt að líka við vopnaða baráttu Hamas og stríð þeirra við Ísraelsmenn. Böðlarnir í Súdan eru nú farnir að gefa vopn (kannski selja) til stuðningsmanna sinna á Gaza.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.3.2009 kl. 14:31

5 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Orðið meintur er notað yfir þá sem ekki hafa verið sakfelldir.

Þó að þú standir einhvern að verki, þá verður rétt/lögfræðilegt orðalag alltaf meint. 

Ég er ekki að taka afstöðu til málsins, aðeins að benda á að orðið meint hefur ekkert með líkur á sekt eða ekki.

Kv.

Kristján Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kristján Guðmundsson, Al Jazeera talar um "alleged genocide in Darfur", þ.e. meint þjóðarmorð í Darfúr. Ert þú í vafa um hvað hefur farið fram í Darfúr? Ég notaði ekki orðið á annan hátt í færslu minni um al-Bashir. Sekt og sakleysi hans koma því sem Al Jazeera skrifar ekki við. Al Jazeera er, eins og oft áður, að gera því skóna að ekki hafi verið framið þjóðarmorð í Darfúr. Það er einnig afstaða Arababandalagsins, sem þeir byggja "sýknun" sína og stuðning við al Bashir á.

Al Beshir er eftirlýstur fyrir þjóðarmorð af ICC (International Criminal Court) og handtökuskipun hefur verið gefin út. Í henni stendur ekki neitt um meint þjóðarmorð, líklaga vegna þess að ICC er með það á hreinu, að þjóðarmorð hefur farið fram. Það skiptir ekki máli hvað Al Jazeera álítur um það sem gerst hefur í Darfúr. Al Jazeera er málgagn þjóðarmorðingja.

Þú þyrftir kannski að kynna þér notkun orðsins alleged.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.3.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband